Ísafjarðarpóstur - 21.08.1909, Blaðsíða 3

Ísafjarðarpóstur - 21.08.1909, Blaðsíða 3
13. tbl. ÍSAFJARÐAR-PÓSTUR. 51 Ástandið við Isafjarðardjúp, (Framh.). Norðmenn eiga tiltölulega næst mestan skipastól í heimi, en það eru fá af þeim einstakra manna eign, heldur vissra féiaga og eru þó margir þar svo ríkir, að þeir gætu keypt fleiri skip án nokkurs félagsskapar og verið einir um það, en það vilja þeir ekki, heldur slá þeir sér saman við aðra, og mun það vera af því, að þeim þykir það betur ráðið og tryggara fyrir sig; það eru þeir menn sem eiga liluti í 10-—15 skipum, en ekkert einir út af fyrir sig; þetta er líka hagfræðislega rétt skoðað, því hvort heldur sem skipin ganga i farmferðir eður á fiskiri, þá er aflinn og ágóð- inn opt misjafn eftir því sem tilfellin eru með eður mót, en þegar um mörg er að ræða, þá jafnast tekju- hallinn, svo hættan verður engin fyrir parthafana nema að alt misheppnist, og fyrir því er valla ráð að gera. En það er ekki hægt að sjá fyrir annað en að mótorarnir verði hin mesta skaðræðisplága fyrir alla þorpsbúa í Vestur-ísafjarðarsýslu, flestir eru þeir í ó- standi öðru hvoru og allar aðgerðir verða fjarska dýr- ar, hvort sem það kemur til af því, að mennirnir sem eiga að stjórna vélunum kunna ekki að fara með þær, eður hitt, að það sé illum frágangi að kenna á smíðinu upp- runalega á verksmiðjunni, læt eg ósagt, er Hklegt að hvorttveggja liggi til grundvallar; þegar svo fiski- hlaup kemur og gott veður, þá verður oft um */3 af öll- um flotanum að sitja í landi dögum saman og jafnvel vik- um meðan þeir eru að fá gert við það sem bilað er, og þá er fiskiriið úti í það sinn þegar þeir geta farið að liugsa til þess að róa aftur. Annað er það að menn reyna nú mikið minna fyrir sér og sækja ver sjó en áður, það er ekki nema þegar stór fiskihlaup koma að allir mótorar róa, oft ekki nema fáir sem fara þótt gott veður sé, og eru það stór viðbrigði að sjá það, þar sem áður, meðan róðrarbátarnir voru eingöngu notaðir, að allir fylgdust að, og ef einn fór þá fóru allir á eftir honum, öllum þótti sér minkun að sitja í landi þegar liinir fóru, og var optast svo, að enginn varð eftir nema ef háseti varð veikur og ekki hægt að útvega mann í staðinn þá lilaut það svo að vera; þetta stafar mest af því, að olían og öll útreiðsla er nú orðin svo miklum mun dýrari með mótorunum, að það getur alls ekki svarað kostnaði nema mikið fiskist, og sitja því margir í landi fyrsta daginn þangað til að hinir koma með fiskifréttirnar. Ef lítið er um afla hjá þeim sem farið hafa þá er sama deyfðin. Þó er oftara að einhverjir leita fyrir sér þegar gott veður er, þangað til ef vel fiskast, þá fara allir sem geta hreyft vélarnar í bátum sínum og »dampa« til hafs, en þær verða enda- sleppar sumar sjóferðirnar, þá bilar oft eitthvað í vél- inni svo að hún hættir á miðri leið, og þarna verður hann að liggja hjálparlaus þartil ef einhver sem hepn- ast að »dampi« sömu leið gerir miskunnarverk á honum og dregur hann í land á eftir sér; svo ganga oft, sem áður er sagt, margir dagar til þess að setja í lag, það sem bilað hefir. Eg man í eitt skifti sérstaklega best eftir því. Það var fyrir þrem árum á vorvertíð. Það höfðu allir farið á sjó sem sjófærir töldust. Eogn og kyrð var um allan sjó, svo langt sem til spurðist fyrir öllu vesturlandinu. Þennan sama dag fór eg af ísafirði er- inda minna til Bolungarvíkur, sem er kölluð knöpp vika sjáar; þegar við vórum komnir út fyrir Hnífsdal, þá fórum við að sjá mótorbáta hingað og þangað, og furðaði okkur á þvi að þeir skyldu hafast þar við í svona góðu veðri og ekki hafa farið til hafs eins og þeir höfðu gert undanfarna daga. Þegar við vorum komnir lengra út eftir, þá sáum við hvers kyns var. Vélin hafði bilað í þeim, þeir lágu þarna eins og hjálp- arlaust rekald á sjónum, og gátu ekkert lið sér veitt. Það voru ekki færri en 7 sem voru í þessu eymdar á- sigkomulagi á okkar leið. Að líkindum hafa inargir fleiri orðið fyrir sama óhappi lengra viti, þótt við sæjum þá ekki, og það er næstum í hverri flskiför sem þetta kemur fyrir, að einhverjum hlekkist á, og verða að njóta sér annara hjálpar, til að bjargast að landi, þó sjaldan hafi verið svo mikil brögð að því sem þennan dag. Mótorasagan er ekki löng hjá okkur, því það eru tiltölulega fá ár síðan að þeir þektust fyrst hér, og farið var að nota þá, og reyna til flskiveiða, en hún er svo ljót, að manni hlýtur að blöskra það stórlega, að þeir skuli bafa getað rutt sér svo mikið rúm hér, á svo fáum árum sem þeir liafa gert, þrátt fyrir vax- andi mentun og verklega þekking á þeim. Skyldu menn vera heillaðir og töfraðir af vondum vættum? Það er engu líkara. Það er satt, að þegar stór fiski- hlaup koma, þá er það vissa daga, sem fiskast mikið meira, þegar afli býðst og alt er í standi, en það svar- ar sér engan veginn að heldur, bæði er öll útreiðsla, sem að ofan er sagt, svo miklum mun dýrari og sjó- ferðirnar langtum færri en áður, og fjárhagslegar ástæð- ur í Norður-ísafjarðarsýslu mundu nú vera stórum mun betri, hefðu mótorarnir aldrei verið þektir, og efnahagur einstakra manna ekki svo bágborinn sem er, sökum þess að þeir hafa hleypt sér í stórskuldir fyrir mótora, sem næstum undantekningarlítið hafa meira og minna misheppnast, og það er ekki nóg með það, að þeir stofna sjálfum sér í stórliættu, heldur er ekki ann- að líkara, en að alveg saklausir og óviðkomandi menn gjaldi líka og komist með hinum á vonarvöl, það eru þeir sem af trúgirni og velvild hafa látið nafn sitt undir víxilábyrgðir fyrir nokkra af þessum mótoreigendum sem varla getur talist líklegt að standi í borgunarskilum, og verða þeir þá sem ábyrgðarmenn að greiða fyrir þessa víxilskuldirnar, svo lengi sem þeir hafa nokkurn eyri til þegar að er gengið. Hér þarf fljótra og framkvæmdarsamra bjargráða við, til þess að losa útveginn úr þessum skuldafjötrum, sem kreppir alt of fast að nú sem stendur. Þetta nú- verandi ástand hvorki má né getur staðist. Trolara- útvegurinn, með dugnaði og hyggilegri stjórn, er sú eina aðferð, sem lítur út fyrir að borgi sig vel í ár hjá Reykvíkingum, og hlýtur að verða framtíðar veiði-

x

Ísafjarðarpóstur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafjarðarpóstur
https://timarit.is/publication/190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.