Ísafjarðarpóstur - 21.08.1909, Blaðsíða 4

Ísafjarðarpóstur - 21.08.1909, Blaðsíða 4
52 ÍSAFJARÐAR-PÓSTUR 13. tbl. aðferð kringum landið, því allar líkur eru til þess, að útlendingar heldur fjölgi en fækki flskiskipum sínum hér, og þá sannast það, að íslendingar verða sjálfir að fara að koma sér upp samskonar útveg, eða þá hitt, að hætta alveg við sjóinn og láta útlendingunum það einum eftir, að taka fiskinn meðfram ströndum landsins, en af hverju ætlar þá allur sá fjöldi, sem hefir lifað af sjávarafla undanfarið, að taka lífsframfæri sitt eftirleiðis? Erlendar fréttir. Mútað sendiherrum af' Tyrkjasoldáni. Hvernig að morðin í Armeníu gátu átt sér stað: Fyrir flestum mönnum hefir það verið dular- full gáta, hvernig að Tyrkjasoldán Abdul Hamid gat svo hvað eftir annað orsakað hin svívirðilegustu morð og blóðbað meðal Armeninga án þess að stórveldin skærust í leikinn. Nú hafa menn loksins fengið upplýsingar um það: í skjalasafni Abdul Hamids hefir fundist nákvæm- ur reikningur yfir prívat fjárgreiðslu soldáns; þar er meðal annars, að hann borgar hinum franska sendi- herra, Constans, 36,000 krónur um mánuðinn, og hin- um Rússneska sendiherra Sinawjew 18,000 krónur mánaðarlega. Þessir sendiherrar, sem þannig hafa staðið í þakk- lætis skuld við hann, hafa þar fyrir ekki getað komið opinberlega fram gegn honum. Soldán hefir því getað myrt og látið myrða eftir geðþótta, án þess að þeir gætu komið fram með nein mótmæli, munnur þeirra var lokaður með þessum blóðpeningum, er þeir höfðu þegið af lionum. Báðir þessir sendiherrar liafa nú verið kallaðir heim aftur frá Konstantínópel, en þar með er nú samt varla málið búið, talið víst að ströng rannsókn verði hafin gegn þeim, einkum hinum franska sendiherra; getur þá margt komið fyrir og upplýsts, sem flestum er ókunnugt nú. Wellmans ferð til Norðurpólsins. Hinn Ameríski loftsiglingamaður Walter Wellman var nú um miðjan júní altilbúinn að leggja á stað í Norðurpólsferðina; skip hans er tvísigld skonorta með 75 liesta mótorvél, og var í Tromsö ferðbúin til Virgóflóa við Spítsbergen, þar á það að liggja meðan hann fer sjálfur í loftskipinu norðureftir. Loftbelgurinn sjálfur er líkastur tóbaksvindli í laginu; lianner 90 álna langur og25 álnir að þvermáli, hinn 63 álna langi bátur, er ætlast til að geti borið þrjá menn, nokkra grænlenska hunda, 2 sleða, 1 bát og2 tenings- metra af benzin lianda mótornum, enn fi-emur nægi- legan vistaforða fyrir þá til ferðarinnar (8 mánuði). Loftskip þetta er knúð áfram af benzin-mótor, sem hefir 80 hesta kraft. Hvenær þeir stíga upp, getur enginn sagt, það kem- ur að öllu leyti undir veðuráttunni. Ræningjar í Nevv-York. Öldungis óvanalega opinbert rán átti sér nýlega stað í Fishmannskaffihúsi 7. avenue New-York; um 30 gestir voru þar saman komnir bæði kallar og konur, og vissu ekki fyr en 4 vopnaðir menn komu inn, 2 af þeim settu sig strax sem varðmenn við dyrnar og hót- uðu að skjóta hvern þann sem reyndi til þess að kom- ast út eða inn frá götunni á meðan hinir 2 með mestu rólegheitum rændu öllum peningum og verðmæt- um munum frá gestunum. Mokkrar af konunum fóru að hljóða upp yfir sig, en hótanir ræningjanna um að skjóta þær eins og hunda niður, fékk þær fljótt til að þegja; þegar þeir voru svo búnir að ljúka starfi sínu fóru þeir að koma sér burt með afla sinn. Enginn þessara manna hefir náðst liingað til. Það liafa nú á seinni tíð mörg slík rán átt sér stað í New-York án þess að lögreglunni hafi heppnast að ná í spillvirkjana. Anarkistar. — Guðleysingjar. Allslierjarþing anarkista var háð 1. júní þ. á. i borginni Leipzig á Þýzkalandi, þar var fjölmenni mikið saman komið. Aðal afrek þingsins var yfirlýsing um það, að trúarlegt samlíf væri andstætt grundvallaratrið- um anarkistastefnunnar, og þingið skoraði á alla anar- kista sem kynnu að tilheyra einhverjum söfnuði, eður guðtrúarfélögum, að segja sig þegar rír slíkum félags- skap, og að slíta öll sambönd við hann. — Þetta var samþykt í einu hljóði. Þingið samþykkti einnig að skora á anarkista að fjölmenna á þing þeirra, sem daldið verður í Lundún- um árið 1910. Málshöfðunl Ritstjóri þessa blaðs hefur nú höfðað skaðabóta- mál á Landsjóð, útaf hinni rángsleitnislegu breytni bæjar- fógetans á Isafirði Magnúsar Torfasonar gegn honum í hinu svo nefnda »sakamáli«. Það verður fróðlegt að heyra hvað réttvísin kemur til að álíta hæfilegar skaða og skammabætur, fyrir æru og atvinnuróg sem mál þetta hefur bakað blutaðeig- anda (kærða) og næstum l1/* árs fangelsi og frelsis- svifting fyrir hann; það hlýtur að geta svarað nokkuð stórri upphæð, svo framt sem réttur hins fátæka og saklausa sakbornings er að nokkru virtur meðal dóm- enda, en ekki alveg fyrir borð borinn og fótum troðinn. Það er að vísu hart fyrir landsjóð að þurfa á þann hátt að gjalda fyrir glópsku eða hlutdrægni þjóna sinna, því verður ekki neitað, en hins vegar verður ekki hjá því komist á meðan ekki er sett frekari ábyrgð á hendur þeim, sem stór nauðsyn ber til að gert væri, og hefði átt að vera gert fyrir löngu. Útgefandi og ábyrgöarmaður: S :i sou Ey j ó 1 l's s o i» . Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ísafjarðarpóstur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafjarðarpóstur
https://timarit.is/publication/190

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.