Landið

Tölublað

Landið - 03.03.1916, Blaðsíða 1

Landið - 03.03.1916, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Jakob Jóli. Smári magister artium Stýrimannastíg 8 B. Afgreiðslu- og innheimtumaðuf: Loftur Gunnarsson Vesturgötu 26 A. 8. tölublað. Reykjavík, föstudaginn 3. raarz 1916. . árgangur. Útsýn yfir Erzerum. i Erzerum er höfuðborgin í Armeníu, og er aðalstöð hersveitanna tyrknesku, er sækja eiga fram í Kákasus. Fyrir nokkru barst sú fregn, að Rússar væri farnir að skjóta á borgina. Hún er ramlega víggirt. íbúarnir eru 40,000 að tölu. Verzlun er þar mikil. Það væri Rússum hagur mikill, ef þeir gætu náð henni á sitt vald. Eftir seinustu fregnum hafa Rússar nú tekið Erzerum. Bendir það á ekki litla framsókn af þeirra hálfu. Trygging fyrir að fá vandaðar vörur fyrir lítið verð, er að verzla við V. B. K, Landsins mestu birgðir af: Vefnaðarvörum, Pappír og ritföngum, Sólaleðri og skósmíðavörum. Pantanir afgreiddar um alt ísland. Heildsala. Smásala. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Yerzlunin Björn Kristjánsson, ReykjaYÍk. ARNIEIRÍKSSON AUSTUR8TKÆTI 6. VEFNAÐAK-, PFJÓNA- og SAVMAVÖRVR beztar og ódýrastar. Nýbomið mikið úrval af KÁPUEFNUM, FLÚNELUM, TYISTTAUUM o. fl. PVOTTA- og HREINLÆTISVÖRVR, beztar og ódýrastar. TÆKIFÆRISGJAFIR og LEIKFÖNG hentug og fjölbreytt. Alþýðufél. bókasafn, Templarsundi 3, kl. 7-8. Baðhús Reykjavíkur virka daga kl. 8—8, ld til 11. Borgarstjóraskrifst. opin v. d. kl. II—8. Bæjarfógetaskrifst. opin v. d. 10—2 og4—7. Bæjargjaldk., Laufásv. 5, v. d. kl. 12—3 5—7- Islandsbanki opinn 10—4. K. F. U. M Lestrar og skrifst. 8 f. h,— 10 e. h Alm samk. sd. kl Sx/2 e. h. Landakotskirkja. Mess. kl. 9 og 6 á sd. Landakotsspítali: Sjúkravitjun 11—I. Landsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12. Landshókasafn 12—3 og 5—8. Utlán kl. 1—3- , Landsbún fél.skrifstofa opin kl. 12—2. Landsféhirðir 10—2 og 5 — 6. Landsskjalasafn v. d. kl. 12—2. Landssfminn v. d. daglangt, 8—9; helga daga 10—12 og 4 -7. Náttúrugripasafn, kl. i'A—2XA á sunnud. Pósthúsið opið v. d. 9—7, sd. 9—1. Samábyrgð íslands 12—2 og 4—6. Stjórnarráðsskrifstofurnar kl. 10—4. Talsími Rvfkur, Pósth., opinn daglangt v d. 8—10; helga daga 10—9. Vffilsstaðahælið. Heimsóknartími 12—1. Þjóðmenjasafnið opið sd., þrd. fimtud. kl. 12—2. Fataefni og alt til fata er best að kaupa í klæðaverslun I. Andersen & Söa. Aðalstrœti 16. Réttarvernð blaðanna. Hvert það blað, sem stofnað er í landinu, œtti að hafa það mark- mið fyrst og fremst, að vernda lög og rétt í landinu. Blöðin flytja al- menningi fréttir af því, sem gerist í stjórnmálum og landsmálum og hefur alþýða manna ekki við annað að styðjast oftast nær, en það sem blöðin segja. Nærri má því geta, hve mikill siðferðislegur ábyrgðar- hluti það er, að stýra blaði og eiga að skýra þjóðinni frá slíkum efnum. Það er auðskilið mál, að aldrei hvílir á blöðunum þyngri skylda að segja rétt og samvizku- samlega frá, en þegar stjórn eða þing fremur eitthvert réttarbrot. Eitt af réttarbrotum þessum er nú ný-afstaðið. Það er úrskurður ráð h^rra í gjaldkeramálinu. En hvað segja blöðin um hannf Ósjálfstæðisblaðið ísafold kemst þannig að orði: .Stjórnarráðið hefur nú kveðið upp úrskurð um kæru bankastjórnar Landsbankans á hendur gjaldkera bankans .... Er úrskurðurinn á þá leið, að Stjórnarráðið tjáist ekki geta sam- kvæmt framkomnum skýrslum tekið kæruna til greina. Þar með er máli þessu lokið. Mikillega væri þess að vænta vegna Landsbankastofnunarinnar sjálfrar, að allir menn, sem hér eiga hlut að, ynnu að því að sefa þrætugirni og deilukendar eftirhreytur út af þessu máli. Litið á með óvilhöllum aug- um, er það vafalaust ekki þess vert að gera út úr því nokkurt »númer«. Það er áreiðanlega ekki neitt höfuðatriði fyrir Landsbankastofn- unina, hvort núverandi gjaldkeri gegnir þar storfum eða ekki. Ekki um annað að tefla, en mis- klíðaratriði milli bankastj, og eins starfsmanns, sem eigi snertir banka- stofnunina sem slíka að nokkru leyti". Það leynir sér ekki á orðum þessum, að blaðið vill bæla niður alt umtal og breiða verndarvængi sína yfir ráðherrann, sem réltar- brotið fremur, — hvað sem bank- f anum iiður. — Samkvæmt bankalögunum er það engum efa bundið, að sjálfsagt er að láta gjaldkera og bókara vikja, ef þeir sýna einum eða fleirum bankastjóranna skýlausa óhlýðni í mikilvægum atriðum, er við koma starfi þeirra. Ef hlýðniskyldan er brotin, þá er bankastjórnin ekki bankastjórn lengur, heldur starfs- maður sá, er óhlýðnast hefur, og með því er öll stjórn bankans komin á ringulreið og getur enginn reiknað út eða gizkað á fyrir fram, hve skaðlegar afleiðingar það getur haft fyrir bankann. Hvaða ástæður sem bankastjórnin hefur til að fara þess á leit, að slíkum mönnum sé vikið frá starfi, þá ber landsstjórn- inni að víkja þeim frá, hvenær sem bankastj. sameinuð og sam- huga kveðst ekki geta notast við þá. Allri starfsemi bankans má Iíkja við úrverk, sem því að eins getur gengið rétt, að hjólin grípi rétt hvert inn í annað og allir hlutar nákvæmlega hnitmiðaðir saman. Af því leiðir, að ef eitthvert misræmi er í þessu úrverki, þá verður að setja í það nýjan hlut, sem á rétti- lega við og varla væri það talin góð trygging fyrir því, að úrið gengi, ef gangfj'óðrin sjálf væri heft. En „ísafold" ætlast bersýni- Iega til þess, að bankastjórnin sjáif beygi af fyrir þessum þjóni sínum, þar sem nærri má geta, að þessi ósvffni gjaldkeri fer ekki að láta undan í neinu, eftir að hann hefur fengið ákveðið meðhald landsstjórn- arinnar. Vér höfum ekki haft tækifæri til þess að sjá úrskurð þenna, því að auðvitað mundi stjórnin neita oss um að fá að sjá hann, eins og skjöl þessa máls um daginn. Og stjórnin hefur sýnilega ekki þorað að láta blöð sín birta úrskurðinn, þar sem „ísafold“ gerir ekki svo mikið, sem að birta eitt einasta atriði úr honum. Það væri lfka tilgangslítið að birta hann út af fyrir sig, með því að kunnugir menn segja, að hann muni fremur bygður á til- finning og geðþótta ráðherra, en á skjölum þeim, er fyrir lágu. í*ess- vegna verða öll skjölin í mál- inn að blrtast. Alþýða manna á heimtingu á því að fá að sjá alt þetta mál á prenti, með samvizkusamlega orð- uðum leiðbeiningum og skýringum. Hún á heimtingu á því í hvert sinn, sem réttarbrot er framið, að spilin séu lögð á borðið. Vér skorum því á stjórnina að birta eða leyfa að birta öll skjöl í þessn máli. En neitað mun því verða undir því yfirskini, að það sé hollast „vegna Landsbankastofnunarinnar sjálfrar", eins og „lsafold“ kemst að orði. Gjaldkeri kvað nú óspart sýna vinum sínum þenna merkilega úr- skurð og dregur að vonum alt það fram, sem landsstjórnin finnur banka- stj. til áfellis, og gjaldkera til dýrðar. Á þenna hátt á efni úfrskurðar- ins að koma fyrir almennings sjónir, rammfalsað, án þess að það sanna og rétta geti komið í ljós. Upp með launungina í dags- birtnna! Leiðrétting. í járnbrautargrein- inni f 6. tölublaði 22. dálki, eru prentvillur 3,793.264 kr. fyrir 4.393.264 kr. og í sama dálki 4°/° og 8% fyrir 3% og 6°/o. II iandNkjörid. Um það hefur það frézt, sem hér segir: Efstur á lista Sjálfstœðisfiokksins er Sigurður Eggerz sýslumaður. Ekki hefur frézt um lista Verk- mannaflokksins ennþá, hver þar muni efstur á blaði. Heimastjórnarmenn hafa efstan Hannes Hafstein bankastjóra. Bændaflokkurinn. Þar er fyrstur Jósep Björnsson skólastjóri. Og loks kemur Loddaraflokkur- itm með Einar Arnórsson ráðh. efstan. Ivaö fær hann Brynjúlfur? Nú er þá Gísli búinn að fá ögn af Iaununum og var það ekki fyr, en búast mátti við. En hvað fær þá kvölin hann Brynjólfur? Húsbónd- inn getur tæplega verið svo harð- brjósta, að svíkja hann um kaupið fyrir trúa og dygga kaupamensku. Það væri bæði synd og skömm, en það er ef til vill einn þátturinn í loddaraleiknum, þó að menn eigi bágt með að trúa því, að Brynj- ólfur verði alveg settur hjá. Hon- um er sjálfsagt óhætt að mæna á hendur húsbóndans: Beinið kemur, þótt síðar verði. £oððaramenskan. 1. Er það satt, að Einar Arn- órsson hafi sagt sig úr Sjálfstæðis- flokknum á þingi? Samkvæmt fundarbók Sjálfstæðis- flokksins sögðu þeir E. A ráðherra og Sveinn Björnsson sig úr Sjálf- stæðisflokknum í byrjun þings og komu þar af leiðandi aldrei á neinn fund Sjálfstæðisflokksins eftir það. 2. Er það satt, að hann hafi leitað inntöku í Bændaflokkinn og ekki fengið? Skilorðir þingmenn úr Bænda- flokknum skýrðu frá því á sfðasta þingi, að svo hefði verið. 3. Er það satt, að hánn hafi verið í kosningabandalagi við Heimastjórnarmenn ? Já, það leyndi sér ekki, að hann var í kosningasambandi við þá, t. d. um val gæzlustjóra Landsbank- ans, endurskoðunarmanna Lands- bankans og yfir höfuð hvenær, sem Heimastj.menn þurftu á hon- um og hans liði að halda. Þar að auki má geta þess, að ráðherramenn voru á öllu þinginu aldrei nefndir annað, en Ráð- herraflokkurinn, og kemur það víða fram í ræðum á þingi, en þeir réttu sjálfstæðismenn voru nefndir Sjáifstæðisflokkurinn og gengu á þann hátt sérstaklega til kosninga, eins og öll þingtíðindin bera með sér. Heimastjórnarmenn álitu og,

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.