Landið

Tölublað

Landið - 03.03.1916, Blaðsíða 3

Landið - 03.03.1916, Blaðsíða 3
L A N D I Ð MAISMJ OL selnr VBRZLUNIN NÝHÖPN fyrir neðan lieildsöluverð hér á staðnum. Maismjöl kaupa því alíir i Nýhöfn XNÆSTU dagana verður farið að vinna með mokstursvél f Reykjavíkurhöfn og verða þeir, sem fara um höfnina, að athuga það, sem hér segir: Mokstursvélin verður bundin með 6 keðjum, nl. einni framaf, einni afturaf og tveim ét af hvorri hlið. Keðjunum verður fest með akkerum, ef ekki er hægt að festa þeim í landi. Akkeris-staðirnir verða merktir með rauðum duflum (tunnum). Á rá vélarinnar verða höfð þessi merki: pegar dimt er: á öðrum ráarendanum i hvítt og eitt rautt ljós hvort upp af öðru, á hinum ráarendanum i hvítt Ijós: en þegar bjart er: á öðrum ráarendanum 2 svartar kúlur hvor upp af annari, á hinum ráarendanum 1 svört kúla. —- Skip, sem fara fram hjá mokstursvélinni, verða að fara mjög gætilega og með hægri ferð, og fara eingöngu þeim megin vélarinnar sem 2 Ijós eða 2 kúlur eru. Það er með öllu bannað að sigla framanvert við vélina, en framendinn er sá endi talinn, þar sem moksturskeðjan liggur ofan í sjó. — Þegar unnið er með köfurum, verða tvö flögg á siglutié mokstursvélarinnar og má þá ekkert skip koma nálægt henni. Á mótorbátnum verða í myrkri höfð 2 hvít ljós hvort upp af öðru, þegar hann er með pramma í eftirdragi, en í birtu verða gefnar hljóðbendingar. Reykjavík 24 febrúar 1916. Hafnarnefndin. 3r Aöalfundur Sj álfstæösflokksins verður haldinn í Templarahúsinu laugardagskvöldið 4. þ m. og hefst kl. 8V2 Stjórn sú, cr kosin var á síðastliðnu vori gerir grein fyrir störfum sínum. Kosin ný stjórn 0. fl. Stjórnin. I I JS. Síml iir. «44. Ef þór þurfið að kaupa matvörur, tilbúinn fatnað, olíufatnað, skilvindur, saltkjöt, rúllupylsur, tólg, ísl. smjör, hollenzkt smjör, margarine, þá komið í Kaupang, Par eru góðar vörur og W* ódýrar vörur. Verzlunin Kaupnngnr. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni daglega kl. 11—12 með eða án deyfingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. og röggsama Iandsstjórn, sem hefir ætíð lagalegan ihlutunarrétt um all- an hag bankans, ekki verða lengi að taka ofan í lurginn á banka- stjórninni, og setja hana frá. Nei, það er síður en svo, að það sé hættulegt að breyta þessu, En það gæti hinsvegar -verið á margan hátt viðsjárvert, að hafa það eins og það er. Hugsum oss t. d. duglega og sómasamlega bankastjórn, en lélega landsstjórn og þó framhleypna og afskiftasama. Hugsum oss enn fremur, að sú landsstjórn væri and- víg bankastjórninni af einhverjum ástæðum. Vildi t d. bola einhverj- um burt úr henni til þess að koma þar öðrum að. Væri þá nokkuð hægra fyrir slfka landsstjórn, en að eiga einn eða tvo af sínum viljug- ustu þjónum f þessum trúnaðar- stöðum bankans, sem hún ræður yfir, setja þá þar til höfuðs banka- stjórninni, þar sem þeir gætu lcyft sér hvað sem þeim sýndist í skjóli landsstjórnarinnar, láta þá leita uppi höggstaði á henni, ella gera henni starfið óbærilegt. Þetta er ekki nema dæmi, en það ætti samt að geta skýrt það, að svo getur lítil þúfa valdið þungu hlassi, að þetta ákvæði gœti, ef illa vildi til, orðið til þess, að hjálpa illri og ónýtri landsstjórn til þess að bola burtu góðri og dug- legri bankastjórn. xy. JF'réttir. Snjóflóð féll fyrir nokkru á Naustavik í Nátt- faravík á móti Húsavík. Urðu þrír synir bóndans þar fyrir flóðinu og meiddust töluvert. Annað tjón varð lítið. Prestskosning fór fram nýlega i Saurbæjarþingum i Dalasýslu. Um kallið sóttu séra Björn Stefánsson á Bergstöðum og cand. theol. Jón Guðnason, og varð Jón hlutskarpari, kosinn (með eitthvað 80 atkvæðum. Kolavelðar, þ. e. veiðar steinkola, er fallið hafa í sjóinn, eru stundaðar hér á höfninni um þessar mundir. Slæða menn upp kolin skippundum saman og hafa mikið upp úr. Ekki vitum vér til þess, að veiðar þessar hafi verið reknar hér fyr. Loftskeytntæki til móttöku skeyta annarsstaðar að hafa símamenn hér í bænum. Þykir það gott að fá einhverjar fregnir frá útlöndum nú i símaleýsinu. Látlnu er séra Árni Jónsson á Hólmum ( Reyðarfirði. Varð bráðkvaddur á sunnu dagskvöldið var. Hann var lengi prestur á Skútustöð- um við Mývatn og nokkur ár þing- maður Norður-Þingeyinga. Hann var tvígiftur og átti 9 börn. Síra Árni var áhugasamur um lands- mál og mætavel látinn. Sæsimiuii. Landssjórnin hefur nú leigt björgun- arskipið „Geir“ til þess að gera við simann. Lagði það á stað aðfaranótt síðasta þriðjudags. Fóru þeir á skipinu O. Forberg símastjóri og Paul Smith sfmaverkfræðingur. Uniboðsinnðnr ábyrgðarfél. „Danmark" hefur beðið oss að geta þess, að forstjóri þess er V. Falbe Hansen konferenzráð, vá- tryggingarfjárhæðin 90 milj. kr., en eignir 21 milj. kr. Félagið „Fram“ hélt fund um daginn, og talaði Jón landsverkfræðirigur Þorláksson um hús- næðisleysið í bænum. Bæjarstjórninni var boðið á fundinn. Ræðum. komst að því, að nauðsyn væri á, að bæjarstjórnin léti byggja ibúðarhús fyrir þurfamenn bæjarins, til þess að rýma fyrir öðrum. Mannanafnnbókin. Væntanlega kemur bráðum dómur um hana hér ( blaðinu. Árn Pálsson bókavörður hélt fyrir- lestur um hana á sunnud. var. Fann hann þar margt — eða flest — at- hugavert. Nauðsyu. Það sést betur nú, en nokkru sinni áður, hver háski það er, að hafa aðeins einn ráðherra. Vér skiljum ekki annað, en þjóðin vakni til meðvitundar um þetta skaðræði, á þessum tímum, þegar — jafnvel frekar en endranær — „rangsleitn- in gerir sér ragmenskuna að þjón og eigingirnin litilmenskuna að lipru vopni", eins og kennimaður einn komst að orði. Það er eitt allra-mestu og bráð- nauðsynlegustu velferðarmálum, að fá þrjá ráðherra. Það grípur inn á öll svið. Astandið er óþolandi eins og það er nú: Réttarleysi og geð- þótti ríkja í hásætinu, en skrið- dýrshátturinn kyssir fótskör þeirra. Hve lengi á petta að standar jjlekkingartilrauti. „tsafold* er eitthvað að ybba sig við Hákon J. Kristófersson alþm. Það hefur alt í einu runnið upp ljós fyrir henni, að hann hafi verið „þversum" maður á síðasta þingi — eins og hún kallar þá sjálfstæðismenn, er ekki sviku stefnu sína með þeim Einari og Sveini. Þar sem hún ætlar nú að fara að elta penna mann, sem er einn af allra ábyggilegustu, sjálfstæðustu og vönduðustu bændum á þingi, þa er harla sennilegt, að hana vanti sæti fyrir einhvern ö-sjálf- stæðismanninn við næstu kosning- ar, ef til vill einhvern lögýrœðing- inti sinn til þess að prýða hóp loddaraflokksins á þingi. RéttarJarsástanðið. Stöku maður kvað afsaka ráð- herra fyrir athæfi hans í gjaldkera- málinu, fyrir þá sök, hvernig hann skipaði sýslumannsembættið í Dala- sýslu — mági sínum. Menn segja, að þegar hann hafi verið búinn að framkvæma annað eins réttlætis- brot, sem tæplega mun eiga sinn Iíka í sögu embættisveitinga á ís- landi, þá hafi hann eðlilega verið búinn að kippa fótunum undan sér sem stjórnanda, — kippa fótunum undan því, að geta réttilega fundið að eða dæmt að verðleikum afbrot sýsl- unarmanna og embættismanna í land- inu. Honum sé því nokkur vorkunn. En mjög hæpið er það líklegasamt sem áður, að almenningur taki þessa afsökun fyrir góða vöru og gilda. Hviti Hanzkiitn. 33 veitingar voru. Látlaust small í töppunum, þegar þeir voru dregnir úr kampivínsflösk- unum, eins og flöskurnar væri aðeins opn- aðar til þess að berast á. í nokkrum her- bergjum var eingöngu spilað á spil, og Clif- ford tók eftir því, að þau voru einnig troð- full. Hér var nokkurskonar Monte-Carlo1), al- veg fyrir framan nefið á lögreglunni. »Mér er sönn ánægja að sjá yður«, sagði frú Raby við Clififord, þó að hún hefði auð- vitað ekki nokkurn grun um það, hver hann var. »Það var fallega gert af yður, að koma. — Lady Charlton, mér er sönn ánægja og heiður — þér hafið sjálfsagt komið með dætur yðar«. Cl fford gekk frá, til þess að trufla ekki. Nú gat hann gengið um í skrautlegu her- bergjunum, eins og honum þóknaðist sjálfum. Hann hafði borðað vel, og nú langaði hann mest til þess að skemta sér. Alvaran mundi sjalfsagt byrja, þegar frú Garaldine Manton kæm'. Clifford datt ekki í hug, að það væri hennar létta nafn, en það gerði hvorki til né frá. Honum varð reikað inn í stóra stofu, og voru þar settir fram tveir tugir borða, til 1) Monte-Carlo er bær á Suður-Frakklandi. Þar er heimsfrægur spilabanki. 34 þess að spila »bridge«. Öíl voru þau notuð, nema eitt. Við það stóðu þrír menn, eins og þá vantaði spilafélaga. Hár maður svart- sk^ggjaður kinkaði kolli til Cliffords, mjög kunnuglega. »Ég man ekki hvað þér heitið«, sagði hann, »en ég kannast við andlit yðar. Viljið þér vera fjórði maður í spilinu?« »Já, þangað til þér getið fengið annan«, sagði Ctift'ord«, en ég vil segja yður, að það getur verið, að ég þutfi að fara, þegar minst varir«. A meðan þeir voru að koma sér fyrir við borðið, horfði Ctifford grandgæfilega á með- spilendur sina. Honum fanst ekki sérlega til um neinn þeirra, öðrum fremur. Allir voru þeir harðlegir og fégjarnir að sjá, jafnvel sá yngsti, sem varla var af unglingsaldri. Lititl munur var á framkomu þeirra og látbragði. »Við spilum víst upp á eitt pund (18 kr.) fyrir IOO strik«, mælti skeggjaði maðurinn. Það var hátt spilað, en Ct fford samþykti það orðalaust. Hann fann, að heppnin myndi fylgja sér og vildi freista gæfunnar. Og þar að auki var hann góður spilamaður og hafði stytt sér marga næturvökuna í Suðurafríku, við þetta spil. Þegar þeir höfðu sp'lað þrjár rúbertur, var hann búinn að vinna 50 pund. Fólk gekk stöðugt um stofuna, kom og fór, 35 og ómur margra radda blandaðist giamrinu í gullinu og skrjáfinu í seðlunum. Margir spiluðu hærra, en þeir höfðu efni á — hálf- gerðir drengir, sem voru náfölir af geðs- hræringu og ungar stúlkur sem hlógu krampa- hlátri. Spiladjöfullinn og gullþorstinn hélt fólkinu heljartökum. Einhver gerði skeggjaða manninum vísbending og hann afsakaði sig, en sagðist koma brátt aftur. Ctifford stóð upp og litaðist um Hann kom auga á frú Geraldine Manton, hún brosti til hans og hann þóttist sjá það á henni, að henni þætti vænt um, að hann var í þessum íélagsskap. Hann heyrði hlátur og hvísl fyrir aftan sjg °g þegar hann sneri sér við, sá hann einn meðspilenda sinna horfa á sig mjög illilega. Hver sem nú ástæðan var, þá var það víst, að maður þessi var svaiinn óvinur hans. Cliford komu í hug viðvörunarorð Sir Arthurs, en við nánari íhugun komst hann að þvf, að þetta væri tóm ímyndun. Það var einber hending, að hann hatði farið að spila »bridge« við þessa menn. Clifford sneri sér frá þeim aftur. Það var komið upp ósamlyndi við borð eitt þar ná- lægt. Einn af spilamönnunum, ung og lag- leg stúlka, hafði nýlega rétt 20 punda seðil yfir borðið og annar spilamaður hafði sagzt eiga hann Clifford las sannleikann á andliti 3

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.