Landið

Tölublað

Landið - 03.03.1916, Blaðsíða 2

Landið - 03.03.1916, Blaðsíða 2
3i L ANDIÐ Hísi mrfllTl 1 Æaupmenn yéar ávaíf um fíina aífíunnu sœísaft Jrá aléin~ / ( • • U > - /?• -- >r> að þessir sjálfstæðismenn, sem sviku ekki, væri Sjálfstæðisflokkur- inn. Á því getur þessvegna enginn vafi leikið, að ráðh. Einar Arnórs- son, Sveinn Björnsson og ísafold gangi undir. stolnu nafni Sjálf- stæðisflokksins. Allir hreinir sjálf- stæðismenn í landinu er því strang- lega beðnir að gjalda hinn mesta varhuga við þessum loddaraskap ráðherrans og fylgifiska hans Gjaldkeramálið. Úrsknrðurinn kominn — og þó ekki kominn. Á fimtud. var fréttist það út um bæinn, að nú væri þetta afkvæmi stjórnarinnar loksins í heiminn borið, sem svo lengi hafði verið f burðarliðnum. Lengi voru stjórnar- blöðin búin að segja hann „vænt- anlegan innan skamms“, „aðeins ókominn" o. s. frv. en svona lengi hafði stjórnin yfir. Það hefur og frézt, að afkvæmið hafi verið meir en fullburða, 19 merkur vegnar, — nei, sfður í folío. Hitt er hvimleið- ara, að það er fætt í hálfgerðu dulsmáli, því að ekkert hefur verið uppi látið um það, annað en hvað það var birt hlutaðeigendum. Ég veit því ekki önnur betri deili á úrskurði þessum en þau, er ísafold hermir, sem eitthvað er komin nær frétt, en aðrir. Hún segir svo um innhald úrskurðarins þ. 26. febr. síðastl.: „Er úrskurðurinn á þá leið, að Stjórnarráðið tjáist ekki geta, samkvæmt framkomnum skýrslum, tekið kæruna til greina". Þetta er nú að vísu fullskýrt í sjálfu sér, en magrar upplýsingar væru það fyrir þá, sem nokkuru létu sig skifta sannindin í þessu máli og meðferð stjórnarinnar á því, ef ekki vildi svo vel til, að þótt innri atriðum málsins (svo sem nánari rökstuðningu bankastj. á kærunni, svörum gjaldkerans við henni og væntanlegum ástæðum stjórnarinnar fyrir úrskurðinum) sé leynt, þá eru ytri kringumstæður allar og tildrög málsins flestum svo kunn, að það er enginn vandi, að mynda sér skoðun um það og þýðingu þess f aðalatriðunum. Til þess þarf í raun og veru ekki annað, en að þekkja lög og reglugjörðir þær, er gilda um Lands- bankastofnunina, afstöðu þeirra manna til hennar, er helzt koma við þetta mál, og svo gang gjald- keramálsins sjálfs að þvf litla leyti, sem hann er opinber orðinn. Reglur þær um stjórnun Lands- bankastofnunarinnar er hérskiftamáli er að finna í lögum nr. 12, 9. júlf 1909, og endurskoðaðri reglugjörð fyrir Landsbankann frá 18. okt. 1911 (I. kafla). Samkvæmt þeim annast bankastj. dagleg störf bank- ans og stýra þeim (reglug. 1. gr.). Sérstaklega ber þeim að hafa stöð- ugt eftirlit með því, að starfsmenn bankans ræki skyldur sínar með vandvirkni og kostgæfni (reglug 3. gr.) Hinsvegar eru starfsmenn bankans skyldir til að hlýða boð- um bankastjórnarinnar (reglug. 9 gr.). Um þessa starfsmenn er svo ástatt, að ráðherra skipar bókara og féhirði bankans og víkur þeim frá, hvortveggja eftir tilögum banka- stjórnar (4. gr. áðurnefndra I.), en aðra starfsmenn ræður bankastjórn- in. En ábyrgðina alb, bæði á störfum sjálfrar sín og starfsmann- anna allra, ber bankastjórnin. Hún er fyrst og fremst háð eftirliti hinna þingkjörnu gæzlustjóra og þá ekki síður landsstjórnarinnar. — Stjórn bankans er ávalt skylt, að veita ráðh. alla þá vitneskju um hag bankans, sem honum þurfa þykir. Ráðherra getur og, hvenær sem er látið skoða allan hag bank- ; ans. Og finnist þá misbrestir, hitta bankastjórarnir sjálfa sig fyrir. Þá I getur ráðh. vikið þeim frá, öðrum ; eða báðum, um stundarsakir eða I til fulls og alls, ef miklar eru sakir. Hér er nú fræið, sem alt illgresið hefur af sprottið og það er ekki vandfundið. Bankastjórnin á að bera ábyrgð á störfum þeirra manna (bókara og gjaldkera) er hún ræður eigi sjálf, hverjir eru. Að vísu stendur svo í lögunum, að stjórnin skuli skipa þá „eftir tillögum banka- stjórnarinnar “. En svo er nú lögmál vor íslendinga úrkynjað orðið, að spekingarnir deila um þetta atriði og vilja margir þeir, sem valdið hafa — hvort sem það eru þeir, sem bækurnar hafa — segja, að „eftir til- lögum" sé sama sem „að fengnum til- lögum". Það er með öðrum orðum, að landstjórnin þurfi ekki að hafa tillögur bankastj. að neinu, ef henni sýnist annað og verði þá orðin „eftir tillögum" = „á móti tillög- um". Þó er nú svo að sjá, sem þessi málfræðisskýring hafi ekki þótt einhlít, því að í lagafrumvarpi, sem núverandi stjórn lagði fyrir síðasta alþingi, þar sem gert var ráð fyrir ýmsum breytingum á stjórnarfyrirkomulagi landsbankans, er gert ráð fyrir að losa lands stjórnina við þann vanda, er til- lögur bankastjórnarinnar í þeim efnum kynni að baka henni. Þetta frv. dó nú drottni sínum á þinginu, en hér er ég nú að komast að öðru atriðinu, er ég sagði, að menn þyrfti að vita, til þess að mynda sér skoðun um gjaldkera- málið, sem sé afstöðu þeirra manna, sem helzt eru við málið riðnir. Það dylst engum, sem les um- ræður þær, sem urðu á þingi í sumar er leið um þetta sáluga frumvarp, hver kjarninn var í allri viðleitni stjórnarinnar og hennar fylgifiska. Hún var í fám orðum sagt sú, að draga umráðin yfir þessari stofnun, landsbankanum, sem mest í hendur þess ráðherra, sem í það og það skiftið situr að völdum, en að sama skapi úr höndum alþingis og þeirra manna, sem trúað hefir verið fyrir forstöðu stofnunarinnar, bankastjórnarinnar. Gegn þessu risu ýmsir þingmenn, er álitu það óholt, að fleygja full- veldinu yfir kjörum og starfsemi þessarar þjóðstofnunar svo sem leiksoppi á milli forkólfanna í flokka- og valdabardögutn þessa lands. Vil ég taka hér upp tvo kafla úr umræðunum, af því að þeir fjalla sérstaklega um það, er hér skiftir máli. Björn bankastj. Kristjánsson (1. þm. Kjósar- og Gullbr.s ) segir svo f ræðu (Alþ.t. 1915, B. III bls. 1331): „Sú breyting, að fela stjórninni að velja bæði bókara og gjaldkera er að mínu áliti illverjandi. Það er að veikja til stórra muna hið sjálf- sagða tillöguvald bankastjórnarinn- ar, þvf hún verður að geta haft fult vald yfir þeim mönnum, alveg eins og öðrum starfsmönnum bank- ans, þar sem hún ber alla ábyrgð- ina, Annað væri óhæfilegt. Einmitt af þvf, að stjórnin hefir haft þetta vald, þá hafa þessir tveir embættis- menn bankans, bókari og gjaldkeri, oft verið óheppilega valdir, og jafnvel orðið óþægir bankastjórn- inni, því þeir hafa ekki talið sig undir hana gefna". Þessu svarar svo ráðherra Einar Arnórsson (bls. 1337) þannig: „Háttv. 1. þm. G.-K. (B. K.), talaði mikið um það, að óheppi- legt væri, að bankastjórnin væri ekki einvöld yfir bókara og féhirði bankans. Hér er ég á gagnstæðri skoðun. Ég held, að það sé víðast hvar siður, að þessir starfsmenn séu ekki skipaðir af bankastjórn- inni, heldur, ef um hlutafélagsbanka er að ræða, þá séu þeir skipaðir af bankaráðinu, en ef það er stjórnarbanki1), þá af stjórninni. Þetta er líka eðlilegt, því að í ýmsum tilfellum getur það verið mjög svo óheppilegt, að þessir menn séu ekki nokkurnveginn sjálf- stæðir starfsmenn stofnunarinnar, heldur alveg undir bankastjórnina gefnir. Það er auðvitað, að banka- stjórnin gæti misbeitt valdi sínu yfir þeim, ef henni byði svo við að horfa og án þess að hægt væri að hafa nokkra hönd í bagga með því. Hitt er ekki nema sjálfsagt, að eý þessir menn sýna banka- stjörninni. óhlýdni, þá hefir hún rétt til, og ber jafnvel skylda til, ad snúa sér til hlutaðeigandi yfirstjórn- ar bankans með kœru á hendur þeim' 2) Hér stendur öðrum megin banka- stjórinn, sem er stofnuninni manna kunnugastur, — hefur sjálfur reynt í framkvæmdinni lagaákvæðið, sem um er að ræða —, með byrði gnóga sannana fyrir því, að þeir ménn, sem á annað borð á að trúa fyrir velferð bankans, verði einnig að ráða yfir þessum tveim starfsmönnum hans eins og öðrum, úr því að þeir bera ábyrgð á gerð- nm þeira, svo framarlega sem nokkurt samræmi á að vera í bankalöggjöfinni. Hann ræður frá því, að þessu ákvæði sé vikið enn frekar í átt, sem honum þykir ó- heppileg. Hinum megin stendur maður, sem aldrei hefur við bankastörf fengizt, en er nýdubbaður til ráð- herra af konungsvaldinu, með þann eina krepping hnefa til stuðnings sundrungarákvæði sínu, að liann er hræddur um að bankastjórnin gæti alt í einu farið að misbeita r) Eftirtektarverð breyting á orðinu Landsbanki eða þjóðbanki. 2) Auðkent hér. valdi sínu yfir þessum tveim starfs- mönnum, frekar öllum öðrum. Um hitt er hann óhræddur, að lands- stjórninni (sem stendur honum sjálfum) muni ekki bregðast Saló- moasvitið og léttlætið, ef svo ó- líklega skyldi til vilja, að einhver óþægindi leiddi af sérstöðu þess- ara tveggja bankastarfsmanna. Og hvernig hefur nú farið, — f framkvæmdinni? Það sýnir gjaldkeramálið nýja hverjum *manni, jafnvel þótt hann viti eigi meira um það, en allur almenningur. Núverandi gjaldkeri Landsbank- ans var skipaður vorið 1914, en hafði gegnt stöðunni áður sem settur í tvö ár. Eigi væri það ó- hugsandi, að hann hafi átt ein- hvern skerf af niðurlagsorðunum í ræðukafla bankastjórans, sem birtur var hér að framan og að mestu hafi ráðið þjónustualdur hans í bankanum, er meiri hluti banka- stjórnar réð það af á endanum, að mæla með honum við Iandsstjórnina til stöðunnar. Hvað sem því líður, þá er það nú kunnugt orðið, að nú í stjórnartfð þessa ráðherra, sem lætur sér svo einkar-ant um þessa tvo eftirlætis bankastarfsmenn, þótti bankstjórninni keyra svo um þver- bak stirfni gjaldkerans við sig og aðra, ásamt fleiri ókostum, sem taldir munu hafa verið, að hún kærði hann öll í einu lagi fyrir Stjórnarráðinu og lét svo um mælt, að hún sæi sér ekki fært, að nota hann lengur í þjónustu bankans og færi því fram á það, að Stjórnar- ráðið viki honum frá starfinu. Málið gekk sinn gang langan og strangan, fyrir luktum dyrum, gjaldkcri varði mál sitt, svo sem sjálfsagt var, og bankastjórnin svaraði vörn hans. Og er stjórnin hafði heyrt ástæður beggja málsaðilja og brotið heil- ann um þær, kveður hún loks upp úrskurðinn og hann er á þá leið, sem hermt var hér f upphafi greinarinnar. Hann er í stuttu máli þannig vax- inn, að allri bankastjórninni er gefið utan undir með honum svo rækilega, sem frekast var unt. Til þess að kveða upp slíkan úrskurð um þjón- inn, gegn skýlausri brottrekstrar- kröfu margra yfirboðara hans, verða menn að ætla, að stjórnin sé al- sannfærð um það, að bankastjórnin hafi vaðið upp á manninn gersam- lega að ástæðulausu og mætti það heita í meira lagi merkilegt — eða réttara sagt ómerkilegt — fram- ferði af slíkum mönnum, sem hér er um að ræða. Manni verður ósjálfrátt að spyrja: Getur landsstjórnin notað svona lé- lega bankastjórn framvegis? Menn, sem hún neyðist til að hundsa svona eftirminnilega frammi fyrir öllum lýð? Eða er það að minsta kosti ekki vissara fyrir landsstjórn- ina, að koma hreinlega fram og sýna, hvar misbrestirnir eru í stjórn bankans, ef menn eiga að trúa því alment, að hún hafi rétt fyrir sér f þessum úrskurði sínum, að sökin hafi öil verið bankastjórnarinnar megin, en ekki gjaldkerans? Það er nú að sinni eigi hægt að sýna mönnum fram á það, hvað réttast er eða sannast í því efni. Til þess hefði fyrst og fremst þurft að geta birt úrskurðinn sjálfan. En líklegt þykir mér að minsta kosti, að mörgum detti hér í hug gamla máltækið: „Sjaldan veldur einn, þegar tveir deila". En hitt má segja, og það vona ég, að flestir verði að játa, að niðurstaðan er hérumbil hin sama, hvar svo sem sökin hefur legið í þetta sinn. Niðurstaðan er sú, að fyrirkomulagið er gjörsamlega ó- hafandi, eins og það er. Geta menn búizt við því, að samvinnan í bankanum batni eftir þennan úrskurð? Geta menn búizt við þvf, að starfsmennirnir verði liprari og auðsveipari eftir en áður, þegar þeir eru búnir að fá bréf fyrir þv/, að nánustu yfirboðarar þeirra hafi ekkert yfir þeim að segja frekar en verkast vill? Það ætla ég ekki. Þeir mættu vera hreinustu englar til þess. Eða búast menn ef til vill við hinu, að banka- stjórarnir hætti að stjórna þessum mönnum? Láti þá gera það eitt, er þeim sjálfum líkar og kippi sér ekkert upp við það, þótt skipunum þeirra (bankastjóranna) sé eigi hlýtt, framar en þessum yfir-þjónnm þeirra kann að þóknast? Ég get tæplega búizt við því, enda kynni mörgum að virðast það mikið vafamál, hve heppilegt slíkt væri fyrir stofnunina. Og þó að þessir menn, sem nú eiga hlut að máli, væru allir komnir burt frá bankanum, getur samt nokkur búizt við þvf, að þar yrði almennileg samvinna með þessu viðrinis-fyrir- komulagi. Nei, það getur aldrei blessast, að stjórnarfyrirkomulag bankans sé í slfkum brotum, þannig að eitt brotið eigi að hlýða bankastjórn- inni, en annað landsstjórninni. Enda þarf þess ekki, þar sem stofnunin öll er að lögum háð stjórn og eft- irliti landsstjórnarinnar. Það verður að vera eitthvert fyrsta verk alþingis í íramtíðinni, að breyta þessu. Og það þarf að breyta fleiru f bankalöggjöfinni. Það mun nú líka vera annað óljúf- ara alþingi, en að káka við hana. En að minni hyggju ætti helzt að breyta henni í gagngert öfuga átt við það, sem farið var fram á í stjórnarfrumvarpinu á sfðasta þingi. Það ætti að breyta henni í þá átt, að losa þessa þjóðarstofnun, Lands- bankann, sem mest undan áhrifum allra flokkspólitiskra veðrabrigða. Jafnvel þótt það kostaði sérstakt bankaráð. Og svo að ég víki aftur að þessu sérstaka atriði, yfirráðunum yfir þessum tveim stöðum við bankann, hvað er nú f hættunni, þótt ákvæðinu um þau sé breytt í þá átt, að bankastjórnin hafi yfir þeim að segja á sama hátt og öðrum málefnum bankans? Hugsum oss illa og óhlutvanda bankastjórn, en góða og röggsama landsstjórn. Hugsum oss enn frem- ’ur, að bankastjórnin hafi sérstaka ástæðu til þess að misbeita valdi sínu endilega gegn þessum tveim margumræddu starfsmönnum, þótt ekki liggi það nú reyndar í augum uppi, hvers vegna þeir ættu einir að geta orðið fyrir því öðrum íremur. Mundi nú bankastjórpinni geta haldizt slíkt lengi uppi ? Nei, jafn- vel þótt gæzlustjórarnir gerðu ekki skyldu sfna, fremur en bankastjór- arnir sjálfir, þá mundi sú hin góða

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.