Landið


Landið - 13.07.1917, Blaðsíða 1

Landið - 13.07.1917, Blaðsíða 1
lW4Hrl: J»k«k Jék. Smárl ■i|Ulv artlam SVitauuuutll t I. LANDIÐ 28. tölublað. Reykjavík, fostudaginn 13. júlí 1917. II. árgangur V. B. K. Yandaðar vörur. Ódýrar vörur. Léreft, bl. og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir. Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire. Flauel, silki, ull og bómull. Gardinutau. Fatatau. Prjónarörur allsk. Regnkápur. Gólfteppi. Pappír og ritföng. Sólaleður og Skósmíðavörur. Heildsala. Smásala. Verzlunin Jjörn Xristjánsson. Bogi Brynjólfsson yiIrréUarmálaflutningsmaðnr. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—I og 4—6 e. m. Talsími 250. yinðersen S Sön, Reykjavik. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Sími 32. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tennur. eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. ii—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. io—5. Sophy Bjarnarson. Bazarinn á Laug-aveg- 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgjaíir fyrir börn og .. fullorðna. Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleíra. Veg'na hinnar miklu útbreiðslu, sem LANDIÐ hefur hlotið, bæði í Reykjavík og utan hennar, verður kaupsýslu- mönnum, á hvaða sviði viðskiftanna sem er, lang- hentugast, að auglýsa í LANDINU. JSanóið. Xaupenðnr blaðsins ern vinsamiega beðnir að greiða anðvirði þess sem allra fyrst. Peningabúðirnar. Það er ekki nema eðlilegt, að menn geri þær að umræðuefni. Svo mikla þýðingu hafa þær fyrir þjóðfélagið. En áríðandi er, að það sem um þær er sagt, sé gert með þeim ásetningi einum, að reyna að færa það í lag, sem aflaga kann að fara, að finna að því réttlátlega og af þekkingu, sem aðfinningarvert er, án þess að hafa þann bakþanka, að áfella vissa viðriðna menn beint eða óbeint, fyrir tilbúnar sakir, sem enginn fótur er fyrir. Slíkar leið- beiningar eru ekki mikils virði, og geta aldrei orðið grundvöllur undir öðru en hættulegu ósamræmi milli manna og fiokka. Vér Iifum á þeim tímum nú, að eigi veitir af, að þeir menn liggi ofan á hinum lægri hvötum sínum, er við stjórnmál eiga, og gefa sig sérstaklega fram til þess, að leið- beina mönnum í pólitískum efnum. Ein slík leiðbeining(?) er í blað- inu „Tímanum* 7. júlí, í grein, sem nefnist „ Peningabúáirnar". Grein þessi er þannig, að hún getur ekki verið skrifuð í öðrum tilgangi en þeim, að villa mönnum sjónir í peningamálunum, að vekja van- traust á þeim, sem stjórnað hafa peningastofnun landsins, Landsbank- anum, þótt ekki sé hann nefndur með nafni sérstaklega, og að hefja þann nýja bankastjóra upp til álits, sem nú hefur verið settur í stjórnina- Eigi er það ætlun vor, að dæma neitt um hæfileika þessa manns, sem bankastjóra. En sjálfsagt er heppilegast fyrir með- haldsmenn hans, eins og aðra, að benda á hæfileika hans í því starfi, sem hann hefur tekizt á hendur, svo sem þekkingu og reynslu á atvinnuvegum landsins, sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði, verzlun og reynslu í stjórnsemi, í staðinn fyrir að veitast beint eða óbeint að fyrirrennurum hans með uppspunnum aðdróttunum. Kjarni þessarrar greinar er að sýna fram á, að bankarnir hafi að undanförnu haft æði lélega stjórn. Sérstaklega hafi stjórnir þeirra litið óhýru auga til sveitabænda. Þar er meðal ann- ars sagt: 1. Að þær hafi „ekki haft trú „á sveitunum", og segir svo enn- fremur: „Milli lánsstofnananna og „bænda hefur þannig verið tvö- „faldur múr". 2. „Þá hefur sjálf aðferðin við „lánveitingar bankanna verið með „glöggum einokunarblæ heizt til „víða, einkum gagnvart smáfram- „leiðendum. Víðskiftamaðurinn verð- „ur að koma fram fyrir lánar- „drottinn sinn, skrifta honum um „efni sín og ástæður, og tilgang- „inn að því er snertir meðferð hins „umgetna fjár. Sfðan er klipið úr „lánveitingunni á allar hliðar". 3. Þá kemur gamla upptuggan, að „peningaverzlanirnar hafi ekki „grætt á því, að nafnkendustu inn- „lendu bankamennirnir, sem þjóðin „hefur átt fram að þessu, hafi verið „stjórnmálaforingjar jafnhliða", að „varla geti hjá því farið, að for- „staða bankanna bíði tjón af því, „ef forkólfar þeirra hafi fjármála- „menskuna fyrir hjáverk, en stjórn- „málabaráttuna að hugðarmáli". 4. „Hin „setta" bankastjórn „Landsbankans hefur, eftir því sem „blöðin segja, heitið nægu fjár- „magni til að framkvæma Skeiða- „áveituna. Áður mundi það hafa „þótt tfðindi til næsta bæjar, að „nokkur lánsstofnun hér á landi „þyrði, að hætta 100,000 krónum „í ræktunarfyrirtæki". Þetta er að- eins smá-ágrip af því, sem í grein- inni stendur. 5. En við það bætist enn ný tilraun til að gera veðdeild Lands bankans óvinsæla. Og segir þar meðal annars um veðdeildarbréfin: „Eins og kunnugt er seljast þau „með herfilegum afföllum og kem- „ur sá sfeaði niður á lántakanda". „. . . Það er erfitt að gera sér grein „fyrir, hve miklu tjóni hin óheppi- „legu veðdeildarlán valda. Þau „eiga drjúgan þátt í kyrstöðunni í „öllum búnaðarefnum" .... „Má „segja, að þar hafi keyrt um þvert „bak með 4. veðdeildarflokknum, „sem enginn hefur viljað líta við". „ . . . Þetta ólag er því tilfinnan- „legra, sem það er alkunna, að is- lenzk j'órð er gott og örugt veð“ o. s. frv. Ut af þessum dylgjum og ásök- unum höfum vér snúið oss til fyr- verandi bankastjóra, nú ráðherra Björns Kristjánssonar, og leitað oss upplýsinga um, að hve miklu leyti þær væru á rökum bygðar, og hef- ur hann góðfúslega gefið oss þær upplýsingar, sem nú skal greina. Við 1. Ráðherrann segir, að í sinni tíð sem bankastjóra hafi engin ótrú verið á sveitabúskapnum í bankastjórninni, þvert á móti hafi það verið áiit bankastjórnarinnar, að sveitabúskapurinn væri ábyggi- legasta atvinnugrein landsins, og því áhœttu-minst, að lána fé til sveitabúskapar. Þetta álit hafi og komið fram í reyndinni, því aldrei hafi verið neitað um sæmilega tryggð lán til sveitabænda, og naumlega neitað um nokkurt lán til þeirra í þau 6 ár, sem hann var bankastjóri. Ef menn vefengi þessa umsögn sína, þá megi sanna hana með dagbók bankastjórnarinnar, en þar séu skráðar allar synjanir á lánum bankans. Ennfremur segir hann t. d., að sér vitanlega hafi aldrei komið fyrir, að kaupanda jarðar til eigin ábúðar hafi verið synjað um lán til jarðakaupa, og þá venjulega lánað alt jarðarand- virðið. Komið hafi jafnvel fyr- ir, að 10—11 slík lán hafi verið veitt sama daginn, og það stund- um með heldur veikum aukatrygg- ingum, er jörðin var að veði. Þetta segir ráðherrann, að einnig megi sanna af bókum og skjölum bankans. Við 2. Eigi segir ráðherrann, að hafi verið neitt sérkennilegt við aðferðina að veita lán. Þegar menn hafi boðið fram nægt veð, hafi aldrei verið spurt um ástæður lán- takandans, né til hvers hann ætl- aði að nota lánið. Eigi hafi held- ur verið spurt um þetta, er ábyrgð- arlán voru veitt, eða víxlar keyptir, ef tryggingin var nægileg. Hins vegar hafi verið spurt um ástæður, er lántakandi eða ábyrgðarmenn voru bankastjórninni ókunnugir, eða er stærri lán voru veitt, svo sem verzlunarlán, þá venjulega fengin árleg verzlunaruppgjörð viðkomandi verzlunar til að styðjast við. Hvort- tveggja þetta sé títt í öllum bönk- um, og alveg óforsvaranlegt, ef bankastjórnin ekki gerði þessa skyldu sína, að leita nægra upplýsinga, þegar engin veðtrygging er sett fyrir láninu, og fjárhagsástæður lántakanda eru ókunnar. Aldrei segir ráðherrann, að venja hafi verið að klípa af nauðsynlegum lánum, þvert á móti. Við 3. Ráðherrann vill lítið um það tala, hvort bankastjórar eigi að vera á þingi eða eigi, vísar til fyrri ummæla sinna um það, og segist eigi vita betur, en að Lands- bankanum hafi verið nokkur stoð að þingsetu sinni, og að aldrei hafi hann skoðað bankastjórastarfið „hjá- verk*, enda hafi hann unnið í bank- anum fieiri klukkutfma samtals á árinu, en titt sé að bankastjórar vinni annarstaðar, þb hann hafi setið á þingi. Og í fleiri ár seg- ist hann ekki hafa leyft sér sumar- hvíld, sem flestir bankastjórar og embættismenn erlendis veiti sér, og talin sé sjálfsögð og nauðsynleg, heilsunnar vegna. Við 4. Þar sem gefið er í skyn, að hin „setta* bankastjórn hafi veitt lánið 100 þús. kr. til Skeiða- áveitunnar, og að eigi hefði verið við það komandi áður, þá segir ráðherrann, að eigi detti sér í hug að metast um, hver hafi veitt þetta Ián, en af þvf ótvírætt sé gefið í skyn, að fyrri bankastjórn hafi ekki viljað veita það, þá sé það rangt því þessu láni hafi verið lofað áður en hann fór frá bankanum með mjög aðgengilegum kjörum, sem skjöl bankans beri með sér. Enn- fremur hafi Sláturfélagi Suðurlands verið, samkvæmt ósk, veitt loforð um reikningslán eftir þórfum, og að hann hafi tjáð framkvæmdar- stjóra Samvinnufélaganna, fyrir meira en ári sfðan, að hann, fyrir sitt leyti, væri fús á að veita þeim 150 þús. kr. reikningslán, er for- maðurinn tjáðist þurfa með tii verzlunar þeirra. Alt þetta hljóti að benda á, að bankastjórn Landsbankans hafi ekki verið óvinveitt landbúnaði eins og gefið sé í skyn í grein þessari. Við 5. Ráðherra kveðst eigi vilja fara í neina nýja deilu um veð- deildarlögin 4. flokk, þó árásunum á þau sé stefnt að sér. Aðeins vilji hann taka það fram, að þrátt fyrir verðfallið á verðbréfunum, hafi þau um einn tíma, á meðan á strfðinu hefur staðið, verið í hæstu verði samskonar bréfa á Norðurlöndum. Og að enn þá sé aðeins markaður fyrir þau hér og í Danmörku. Enginn geti því ætl- ast til að þau séu í hærra verði en t. d. í Danmörku. Nú vilji svo vel tii, að komin sé að ný bankastjórn, sem eflaust muni takast að koma bréfunum í hærra verð, ef fyrri bankastjórn hafi ófyrirsynju lagzt það undir höfuð, og sé þá lfka væntanlega búin að því. Þá segir ráðherrann frá því, að fá mál muni hafa verið betur athuguð í þinginu en veðdeildarlög 4. flokks, þar sem þau hafi verið samþykt við 9. umræðu i sameinuðu þingi með öllum atkvæðum nema 6. Ráðherrann telur og, að það hljóti að vera misritun í greininni í Tímanum ,að enginn hafi viljað líta við 4. veðdeildarflokknum“, því af nýútkomnum bankareikningi Landsbankans sjáist, að búið sé að lána úr þessum fiokki um 600 þús. kr. og að sér sé kunnugt um, að búið hafi verið að lofa æfðum fjármálamönnum Iáni út á eina húsbyggingu 50 þús. kr. áður en hann fór úr bankanum, því hæsta láni sem veðdeildin má veita út á eina húseign. En að farið hafi verið fram á að fá miklu hærra veðdeildarlán, en lögin leyfðu. Þetta sýni þó ekki vantraust á lánum úr veðdeildinni, enda séu veðdeild- arlánin enn ódýrust ailra lána sem kostur sé nú á, ef lánin eigi að standa 8 ár eða lengur. Alveg fortekur ráðherra, að sá orðrómur geti verið sannur, að settur bankastjóri M. S. geti staðið á bak við þessa árás, og að grein- in hafi verið samin f Landsbankan- um, álftur að hann hljóti vegna

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.