Landið - 20.07.1917, Qupperneq 1
Rll*44ri:
Jak*b Jéh. Smérl
aiagUtw irUnn
StýrlmaanasU( S B. j
LANDIÐ
Afgreiðslu og innheimtum
Ólafnr Ólafsson.
Lindargötu 25.
Pósthólf. 353.
29. tölnblað.
Reykjarík, fóstudaginn 20. júlí 1917.
II. árgangur.
©
©
Arni Eiríksson.
| Heildsala. | Tals. 265 og 554. Pósth. 277. | Smásala. |
— Vdnaðarvörur, Prjónavlirur mjög fjölbreyttar. -
■a
c:
=s
buo
o
Saumavélar með fríhjóli
og
5 ára verksmiðjuábyrgð.
Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir.
I*votta- og Iireinlætisvörur, beztar og ódýrastar.
TÆKIFÆRISGJAPIR.
V. B. K.
Yandaðar vðrur. Ódýrar vörnr.
Léreft, b). og óbl. Tvisttau. Lakaléreft. Rekkjuvoðir.
Kjólatau. Cheviot. Alklæði. Cashimire.
Flauel, silki, ull og bómull. Gardinutau. P'atatau.
Prjónavörur allsk. Regnkápnr. Gólfteppl.
Pappír og ritfong. Sólaledur og Skósmíðavörnr.
Ileildsala. Smúsnln.
Verzhmin gjörn Xristjánsson.
Bogi Brynjólfsson
yflrréttarmólaílntning'smaður.
Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi).
Venjulega heima kl. 12—i
og 4—6 e. m. Talsími 250.
Utanríkismálin.
„Nu er det Tid ikke til at
melde sig ud af, men til at
melde sig ind i Norden".
(Próf. Bredo Morgenstjerne frá Kristjaníu,
í ræðu haldinni í Khöfn).
Mér myndi hafa verið ánægja að
ræða þetta mál við hr. K. D. —
í allri vinsemd. En þar sem hann
nú í svari sínu til mín í 24. tbl.
þessa blaðs er með aðdróttanir um,
að eg segi eitt og meini annað, að
ég sé með augnaryksvef og vilji
„komast hjá því, að afhenda oss
á borði það sjálfstæði og jafnstæði,
sem hann f orði viðurkennir, að
vér eigum rétt á“, þá er víst mál
að hætta. Að minsta kosti langar
inig ekki til að lengja þessa sam-
ræðu undir þeim kringumstæðum.
Þess vegna aðeins þessi fáu álykt
arorð við ummæli hans.
Til þess að sambandið yrði veru-
Iegt samband, þyrfti að vera að
minsta kosti eitt sameiginlegt mál
(utanrfkismál) og báðir (allir) aðilar
ættu að ráða þeim í sameiningu á
þann hátt, sem samkomulag tæk-
ist um.
Öll Norðurlandaríkin ættu helzt
að ganga í málefnasamband um
eitt eða fleiri mál og mynda eitt
veldi út á við, að óskertu fullveldi
hvers ríkis (ríkisstjórarnir gætu þó
verið fleiri); en til vara gæti ég
sætt mig við eitthvert bandalag.
Ég neita eigi, að málefnasam-
band kunni að fela í sér hættur,
en ég er sannfærður um, að þær
séu færri í þvf sambandi en í kon-
ungssambandi eða engu sambandi.
Ég trúi á hið fornkveðna, að
„Enighed gör stærk“.
Hr. K. D. játar, að dæmi mitt
um hertekna konunginn sé hugsan-
legt. En því halda fram konungs-
sambandi, sem er svo veilt og
ónýtt? Ummæli hr. K. D. lýsa ekki
mikilli ást á þessu sambandi. —
Misskilningur er það hjá hr. K. D.,
að vopnleysi íslendinga sé trygg-
ing fyrir því, að eigi yrði ráðist á
þá. Betur að svo væri, en ræn-
ingjar eru ekki vanir að taka tillit
til vopnleysis. Enginn hefur rétt til
að nídast á íslandi og inniima það;
en ætli það væri ekki lfka níðings-
verk að ráðast á Danmörk, þó hún
haldi her og flota — aðeins til
varnar gegn ræningjum? Ekki fara
Danir sjálfviljugir í stríð við annað
ríki. — Munurinn á skoðunum hr.
K. D. og skoðunum mínum er sá,
að ég get vel hugsað mér sjálf-
stæði og jafnstæði í málefnasam-
bandi (og eins sérstakt siglinga-
flagg), en hann heldur, að sjálf-
stæði og jafnstæði séu ósamrýman-
leg verulegu (effektiv) sambandi,
og hann sér ekki, að fullveldi get-
ur stundum verið aðeins I orði, og
að það eru til svokölluð fullvalda
ríki, sem eru mjög svo ósjálfstæð á
borði. En þetta er engin ástæða til
að væna mig um óhreinskilni og
tvöfeldni.
Holger Wiehe.
TVý l>öls.
Gunnar Gmmarsson: Vnrg I
Veum. Roman. Gylden-
dalske Bogh. 1916.
„Vargur í véum“ kom út í vetur
og er nýjasta skáldsagan eftir
Gunnar Gunnarsson. Efni hennar
gerist í Reykjavík nú á tímum.
Lesanda bókarinnar verður fyrst
fyrir að undrast yfir því, hve mikið
Gunnar hefur séð og hve nákvæm-
lega hann hefur tekið eftir högum
og háttum hér í Rvík. Og þó hefur
hann aðeins verið hér örskamman
tíma. En auðvitað má ekki ætlast
til neinnar ljósmyndunar á lífinu hér.
Hana hefur höf. hvorki getað né
viljað veita.
Aðalmaður sögunnar er Úlfur
Ljótsson, dómkirkjuprests. Hann
er drykkjumaður mikill og talinn
„vargur f véum“ — fyrirlitinn af
öllum „góðum borgurum". En
hann er meira, hann hefur mikla
hæfileika í margar áttir, góðar
gáfur og næmar tilfinningar. En
hann vantar einn aðal-eiginleika til
þesss að geta „kotnizt áfram", hann
vantar viljaþrek.
Og þar er Akkillesar-hæll sög
unnar. Hve mjög sem höf. tekst
að vekja hjá lesandanum með
aumkun með Úlfi og þótt auðsætt
fé, að hann stendur í raun og
veru miklu oíar „góðu borgurunum"
að hæfileikum hjartans og andans
og þótt menn taki sárt til örlaga
hans — þá er erfitt að verjast
þeirri hugsun, að slíkir menn, sem
hann, sé harla lítils verðir fyrir
mannrélagið. Og þótt menn taki
sárt til þeirra persónulega, þá er
auðsætt, að þeir eru dæmdir til
giötunar, af eðli sjálfra sín Það er
þeirra harmsaga, að vanta „stál
viljans* í baráttu lífsins.
Af öðrum persónum sögunnar
má nefna Ljót prest, sannheilagt
göfugmenni og dóttur ráðherrans,
unnustu Úifs, sem er ein yndisleg-
asta ungmærin, sem íslenzk skáld
list hefur skapað. Lýsingin á ráð
herranum sjálfum er einnig ágæt:
Ruddaskapurinn undir yfirborði
velvildar og-hæglætis.
Viljaþrek það, sem Úlf vantar,
hefur vinur hans, Eldjárn, aftur á
móti í ríkulegum mæli og hann
er sú persóna sögunnar, sem er
einna mest aðlaðandi.
Ymislegt fleira mætti minnast
á — lýsingarnar á drykkjuskapnum
í bannlandinu, krabbaganginum
pólitiska, hræsni og yfirdrepsskap
„valinkunnra sæmdarmanna" o. fl.
Er því mörgu lýst snildarvel. Á
stöku stað hefur höf. látið fyrir-
myndir sfnar (að mönnum og at-
vikum) skína of mjög í gegnum,
og kennir þá stundum ókunnug-
leika hans. En þetta eru smámunir.
Sumir danskir ritdómarar hafa
látið þá skoðun í ljósi, að „Vargur
í véum“ stæði að baki „Strönd
lífsins" — næst-sfðustu sögu Gunn-
ars, sem nú á að koma út á ís-
lenzku innan skamms. En það
virðist mér ekki rétt. „Vargur í
véum" er bæði sálfræðilega sannari
og heildarlegri að formi og yfirleitt
meira skáldverk — að „Strönd
lífsins* annars ólastaðri. —
Gunnar Gunnarsson er mikið skáld.
Og þar að auki ber hver bók hans
nafn íslands, og þekkingu á því,
inn á ótal heimili — ekki aðeins
á Norðurlöndum, heldur og um
allan mentaðan heim.
jlíikii skipatjón.
4 sRl|iuiii siikt.
A þrd morguninn barst stjórnar
ráðinu skeyti frá Lydersen, skips-
stjóra á Ceres, þess efnis, að
þýzkur kafbátur hefði sökt henni
Skeytið var sent frá Suðureyjum á
mánudaginn, en eigi getur þess
hvar Ceres hafi sokkið, en líklega
hefur það verið þar í grend.
Farþegar voru feðgarnir Thor
Jensen og Richard Thors, ennfrem-
ur ungfrú Thora Friðriksson og
íslenzku skipbrotsmennirnir af „Es-
condido", að því er menn ætla.
Öllum var bjargað, nema öðrum
vélameistara, Danielsen, dönskum
manni, og sænskum kolamokara.
Ceres var á leið hingað með
síldartunnur og salt. —;
Rétt á eftir þessu sfmskeyti kom
hingað annað skeyti frá amtmann-
inum í Færeyjum og segir þar, að
Yestu hafi verið sökt 50 sjómílur
fyrir sunnan Suðurey. Fimm skip
verjar fórust, allir danskir. — Vesta
var á leið til Englands frá Aust-
fjörðum. —
Sama dag kom enn fregn hingað,
að seglskipinu Áf'raiu (eign Péturs
konsúls Ólafssonar og Þorst. Jóns-
sonar kaupm. á Seyðisfirði) hefði
verið sökt af kafbáti. Var það á
leið til Austfjarða með saltfarm trl
Þorsteins kaupmanns. Allir menn-
irnir komust af.
Og loks fréttist sama dag, að
sökt hefði verið seglskipi, er var
á leið til Seyðisfjarðar með vörur
til „Framtíðarinnar". Mannbjörg
varð. —
Eru þetta miklar fréttir og illar,
því að örðugt mun að fá fylt skarð
það, sem höggvið er í flota þann,
er annast flutninga hingað til lands.
Ofan á þetta bætist, að Björgvinj-
arfélagið hefur símað umboðsmanni
sínum hér, hr. Nicolai Bjarnason,
sem svar við fyrirspurn frá honum,
að félagið geti ekki að svo stöddu
sent hingað annað skip í staðinn
fyrir „Flóru".
IJtlöiiíl.
Merkast frétta er nú það, að
Rússar hafa hafið sókn af nýju og
fara Austurríkismenn mjög halloka
fyrir þeim í Galizíu. Rússar hafa
tekið þar nokkrar borgir og Þjóð-
verjar hafa flutt mikið lið að vestan
til þess að stoðva framsókn þeirra.
Annarsstaðar hafa fá markverð
tíðindi gerzt á vígvöllunum. Þjóð-
verjar hafa sótt fram hjá Yser á
Frakklandi og tekið nokkra fanga
Bandaríkin hervæðast nú í ákafa
og búast til að senda V* miljón
manna til frakklands. Ætla þau
enn fremur að hafa nákvæmt eftir-
lit með siglingum hlutlausra þjóða.
Frá 15. þ. m. er bannaður allur
útflutningur þaðan á kolum, steinolíu,
járni, hveiti, korni, fóðurbæti o. fl.
Vanskil á blaðinu.
Ef vanskil verða á l)lað-
inu, ern kaupendur beðnir
að gera afgreiðslunni að-
vart um pað svo fljólt
sem hægt er.
í Þýzkalandi hefur verið mikið
rót á stjórnmálunum. Hafa þeir setið
löngum á ráðstefnum, keisarinn,
ráðherrarnir og herforingjarnir helztu
(t. d. Hindenburg), en eigi vita
menn um árangur þeirra. Keisarinn
hefur nú ákveðið að lögleiða al-
mennan kosningarrétt á Þýzkalandi
og munu óskirnar um það hafa
verið orðnar all háværar. Enn má
geta þess, að Bethmann-Hollweg
ríkiskanzlari er farinn frá völdum,
en sá heitir Michaelis, og var áður
forstjóri matvælaráðsins, sem orð-
inn er kanzlari í hans stað.
Uppreisn er í Kfna og kvað keis-
arinn hafa verið settur af. Óeirðir
á Spáni og vandræðaástand á Rúss-
landi, hver höndin upp á móti ann-
arri, þótt herinn virðist öflugur nú
um skeið.
»P<>iiliigabii<ðiriiar«.
Út af orðum þeim, sem höfð eru
eftir ráðherra Birni Kristjánssyni í
grein í „Landinu" síðast, með ofan-
rituðu nafni, þar sem hann Jor-
tekur*, að orðrómur sá geti verið
sannur, að settur bankastjóri M. S.
geti staðið á bak við árásina í
„Tímanum", og að greinin hafi
verið samin í Landsbankanum, þá
vill hann láta þess getið, að eigi
beri að leggja aðra meiningu í
þessi orð, en þá, sem blátt áfram
felst í þeim.
Og til þess að koma í veg fyrir
allan misskilning, biður hann að
láta þess getið, að sín persónulega
skoðun sé, að bankastjórinn sé al-
veg laus við að hafa tekið þátt í
samningu þessarrar greinar, eða
að hafa staðið á bak við hana.