Landið


Landið - 01.03.1918, Síða 1

Landið - 01.03.1918, Síða 1
LANDIÐ Afgreiðslu og ii ÓlafnrÓI ?. jfíniersen S Sön, Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Símí 32. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tennur. eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. ii—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. io—5. Sopliy Bjarnarson. Bazarinn á Laug-aveg- 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgjafir fyrir börn og =~ : fullorðna. —= Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleira. Auður - Vald. 11. Ef menn eru sammála um það, að „peningarnir séu afl þeirra hluta, sem gera skal", og það eru vlst flestir, þá verður ekki komizt bjá því að auður safnist einhvers- staðar hjá dugandi þjóð. Það er skilyrðið fyrir vexti og viðgangi hennar, andlegum og líkamlegum þroska, ef vel er með farið. Annaðhvort er að standa í stað, eða jafnvel að taka á móti hnignun þjóðarinnar, eða hún verð- ur að leyfa, að auður safnist. En eins og áður er sagt, verð- ur auðurinn að safnast annaðhvort á hendur landsins, eða á hendur einstaklinga. Ef stjórnarfyrirkomulagið væri hér líkt og sagt er að verið hafi i Perú, og þjóðin væri eins sið- ferðilega þroskuð, frá þeim æðsta til þess lægsta, eins og þjóðin kvað hafa verið þar fyrir löngu hðnum tíma, og tryggjng væri fyrir» að það ástand gæti haldizt, þá mundi mega deila um það, hvort þjóðin, fremur en einstak- lingurinn, á að safna auðnum. En það er nú, þvl miður, öðru nær, en að við getum sett okkur á bekk með svo þroskaðri þjóð. — Við getum jafnvel ekki, enn sem komið er, sett stjórnarfar okkar og pólitiskan og siðmennilegan þroska á bekk með neinni af nágrannaþjóðum vorum, Og á meðan svo stendur, er ekki holt fyrir okkur að gera neinar stórbyltingar, því hætt er við, meðan þroskinn er ekki meiri en hann er, að farið gæti fyrir okkur eins og Rússum, að landið leystist upp í óstjórn og að ís- lenzkir »maximalistar« tækju við stjórninni. Og virðist það ekki vera æski- legt fyrir landið. ít Ánðsafn. Svo lítur út, sem menn alment séu mjög hræddir við, að auður safnist á einstakra manna hendur, og það án tillits til, hvernig hann er fenginn, og gerir það einkum valdið, sem auðnum fylgir venju- lega. Það er með auðinn, eins og annað, að alt kemur undir, hver á honum heldur. Hann er því tví- eggjað sverð, alveg eins og miklir vitsmunir. En á fjölda auðmanna hefur hann gófgandi áhrif, það er þeirra manna, sem hafa fengið *vel fenginm auð. Mikill stigmunur er á auðnum, og skoða menn alment aðeins þann mann auðmann, sem á fé í miljóna króna tali. En það er ekki rétt ef maður skoðar auðinn í ljósi valdsins, sem honum fylgir. Hafi maður það í huga, þá getur maður kallað hvern velefnaðan bónda auðmann. Hann er auðmað- ur samanborið við aðra samtfðar- menn hans, sem eru bláfátækir. Og efnabóndinn hefur meira vald en sá fátæki. Þarna hefur maður auðvald á lægra stigi. Menn munu hafa tekið eftir því að góð efni hjá bændum g'ófga þá yfirleitt, og gera þeim mögulegt að verða vitrari, þeir hafa flestir ánægju af því að verða sveitarfé- lagi sfnu að liði, og að taka á móti vegfarendum, greiða fyrir þeim á mannúðlegasta hátt. Og þeir hafa meiri tök á því að frœð- ast en fátækir menn. Þeir hafa ánægju af því yfirleitt að láta gott af sér leiða. Þess vegna er það svo afarnauð- synlegt, að við eigum sem flesta slíka „auðmenn". Auður í almennum skilningi, miljóna-auður, getur trauðlega safn- ast hér nema af sjávarútgerð í stórum stíl, og af stórverzlun. Um stórverzlunina er það að segja, að annað auðsafn getur hún ekki myndað en það, sent hingað til hefur lent í útlóndum. Sllkt auðsafn f landinu sjálfu ætti því að vera kærkominn gestur, sérstak- lega ef það lendir { góðra manna höndum. Auðsafn af framleiðslu sjáfarafla ætti ekki síður að vera kærkomið, því ekki gelur það stafað af öðru en því, að menn hafa nú náð betri tökum en áður á því, að ná hér í auðæfin úr sjónum, sem aðrir hafa að undanförnu notið meira en við Hvorugri þessari stétt getur hepn ast að safna auði, nema með góðri þekkingu, ástundun og vilja- krafti. Og það er ekki annað hægt að sjá, en að auður fenginn á þennan hátt sé vel fenginn, ef starfsmenn þeir, sem að þessum verzlunar og sjómensku störfum vinna, njóta að minsta kosti ekki Iakara kaupgjalds, en þeir mundu hafa notið, ef stór- verzlunin eða stór-útgerðin hefði ekki verið til. Það er ekki annað hægt að sjá, en að þeim, sem starfa f þjónustu stór-útvegsins hér liði betur en áð- ur, að þeir njóti nú hærra kaups og góðrar atvinnu alt árið sem þeir eigi nutu áður nema svo sem helming ársins. Auk þess hefur stór-útvegurinn veitt fjölda fólks atvinnu, sem enga atvinnu hafði áður, svo sem unglingum og gam- almennum, sem eigi eru færir til erfiðrar vinnu. Ef þessar atvinnugreinar söfnuðu auð mundu þær verða látnar bera mikið af skattabyrðunum. Og auk þess mundi auður, hér eins og annarsstaðar, verða vís- indum og fögrum listum hin sterk- asta stoð. En þó hér séu möguleikar til auðsöfnunar, þá eru þeir þó ekki neitt f líkingu við þá möguleika til auðsafns, sem gerist í útlönd- um. Það gerir fólksfæðin. Hér getur þvf aldrei orðið að ræða nema um efnamenn í samanburði við erlenda auðmenn. Auður af framannefndum at- vinnuvegum er líklegur til að göfga þá, sem auðnum safna, því hann safnast, án þess að beita þurfi harðýðgi, rangsleitni og svik- um við auðsöfnunina. Eg hef þvf nefnt auð af þessum ástæðum og undir þessum kringumstæðum »vel fenginn auð«. Auðsafn í smærri mæli getur og safnast af jarða- og húsa-prangi, ef það er rekið í stórum stíl, en slíkan auð mundi ég nefna »illa fenginn auð«, þvf hann miðar ekki til annars en flytja féð, oft ranglega, úr einum vasa í annan. Og oft fylgir slíkum viðskiftum harðýðgi og svik, að menn nota sér neyð annarra, og er sú verzl- un því sízt til að göfga þann, sem auðnum safnar. Sagt er, að allmikið sé nú rekið af þess konar viðskiftum og jafnvel, að bank- arnir veiti þeim velvildarfulla að- stoð sfna. Mjög munu vera skiftar skoð- anir um þetta álit mitt, einkum meðal sósfalista, sem fyrirdæma alt auðsafn einstakra manna. Þeir munu telja, að náttúrulög- málið heimti, að allir séu jafn- ríkir, og að einn geti ekki veitt sér meira en annar. Þeim til athugunar vil ég benda á, að skilyrði fyrir auðsöfnun er, að sá, sem auðnum safnar, sé gæddur góðri þekkingu á starfi sínu, ástundunarsemi, sparsemi og viljakrafti. Það eru skilyrðin fyrir að auður geti safnast á einstakra manna hendur. í raun og veru eru þessir and- legu yfirburðir yfir fjöldann sá V. Yandaöar vömr. Ódýrar vörar. VEFNAÐARVARA. Pappír og- ritföng. LBÐUR og SKINN. Heildsala. Smásala. Verzlunitt Jjörn Xristjánsson. sanni auður, það er andlegi auður- inn, sem skapar veraldlega auðinn. Ef það stríðir á móti náttúrulög- málinu, að einn safni meiri verald- legum auð en annar, hversvegna hefur þá náttúran útbúið menn svo misjafnlega af þessum andlega auðf Sumir eru hreinir heimskingjar, aðrir hafa sæmilegt vit, en eyða öllu, sem þeir afla o. s. frv. Ef náttúran hefði ætlast til, að allir væru jafn-ríkir, þá mundi hún sennilega hafa skapað alla jafn- gáfaða og hæfa til þess að safna veraldlegum auð. — Ég hef tek- ið þetta fram mönnum til at- hugunar. En hitt er annað mál, að sá, sem á auðnum heldur, hefur meiri ábyrgð en hinn, sem ekkert á. — Óg enginn skyldi ætla, að það sé ábyrgðarlaust að vera ríkur, né heldur að vera gáfaðri en aðrir menn. Hvorttveggja er auður. Til þess að þreyta lesandann eigi um of mun ég geyma að fara nokkrum orðum um valdið til næsta blaðs. (Nl.). Vanskil á blaðinn. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um pað svo fljótt sem hægt er. Um Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á sfðustu prestastefnu var sam- þykt að fela prestum landsins að leita samskota í sóknum þeirra til þess að reisa veglega kirkju í Saur- bæ til minningar hinu ágæta sálma- skáldi, sem öllum er svo hjartkær. Vegna hinna erfiðu kringum- stæðna og miklu dýrtfðar, sem nú yfirstendur, hafa þeir, er helzt hafa forgöngu þessa máls, ekki getað átt við að svo stöddu, að senda út almennar samskota-áskoranir f þessu skyni, en hinsvegar hafa þó ýmsir prestar nú í haust f sam- bandi við minningu siðbótarinnar og síðar, t. d. við húsvitjanir, leit- að samskota og safnað töluverðu fé, sem lagt verður á vöxtu vænt- anlega undir umsjón biskups, þar til þess verður þörf. Þess skal getið, að sóknarbúar Saurbæjar hafa skriflega lofað að leggja til hinnar fyrirhuguðu kirkju kr. 5000,00 og eru þeir þó ekki nema rúml. 200 manns. Verður þvi ekki sagt annað en það sé mynd- arlega boðið, enda munu þeir einn- ig hafa mest not hússins. Búast má við, þó samskot gengju greið* lega, að kirkjan verði ekki bygð á næstu árum, meðan ófriðurinn geysar og mesta dýrtfðin stendur yfir, enda væri það ekki ráðlegt. Einstöku hafa sagt, að minning- arkirkja Hallgríms væri ekki vel sett í Saurbæ, sem væri nokkuð afskektur bær, en slíkt er sprottið af ókunnugleik. Saurbær liggur nærri þjóðveginum úr Reykjavfk og norður í Iand; þangað hafa ýmsir útlendir ferðamenn komið, og bærinn hefur verið og er enn gistingarstaður margra ferðamanna. Reykvíkingar hafa stundum brugð- ið sér þangað sjóveg skemtiferð, f eitt skifti 400 manns; er það ilh tíma ferð með g.s. »lngólfi«. Óskandi væri að sem flestir góð- ir menn, er lfnur þessar lesa, vildu minnast okkar kæra sálmaskálds og leggja ofurlftinn skerf til þess- arar fyrirhuguðu kirkju; ekki undir því komið að gefa * mikið eða til þess ætlast, heldur að samskotin gætu orðið sem almennust; kornið fyllir mælirinn. Sérstaklega er hinn í hönd farandi föstutími, þá er vér, svo margir, ýmist lesum eða syngj- um passíusálmana, vel til þess fall- inn, að minnast hins ógleymanlega höfundar þeirra, Kirkja f Saurbær væri fagur minnisvarði hinnar miklu trúarhetju og mikla spekings, og jafnframt landinu til stórsóma í augum útlendra sem innlendra. Vonandi verður prestum ljúft verk að gangast fyrir þessum sam- skotum í sóknum þeirra. — Bless- un fylgi starfi þeirra. („Bjarmi"), E. Tk.

x

Landið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landið
https://timarit.is/publication/194

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.