Landið - 01.03.1918, Page 4
36
LANDIÐ
cRi&jib Raupmann yéar ávaíí um
Rina aíRunnu sœtsqfi Jrá aléin*
sqfagaréinni „Sanitasu i %3tayRiavíR.
England
6-----------
I Nýir kaupendur
I
LANDINU
ættu að gefa sig fram sem allra fyrst.
LANDIS er allra blaða ódýrast hérlendis. I
■t
jS
Eftir
Houston Stewart Chamberlain.
(Niðurl.).---------
Flestir munu kannast við, að Hast-
ings gekk í þjónustu Austur-indverska
Jélagsins þegar á unga aldri. Hann
hækkaði brátt í stöðunni og varð
að lokum yfirstjórnandi þess. Það
er enginn vafi á þv/, að England
getur þakkað honum, — sannköll-
uðum Macchíavelli, sniðugum í því,
að egna saman löndum, þjóðflokk-
um, trúarflokkum og höfðingjum
Indlands, og í því að lokum, að
snúa þeim öllum í sameiningu gegn
sínum frönsku keppinautum, —
honum, að þeir ríkja nú í Indlandi.
Hann hafði frábærar gáfur og járn-
vilja, en það, sem sérstaklega bar
á hjá honum, var hið algerða sam-
vizkuleysi í stjórnmálum. Hastings
átti við slika harðstjóra að eiga,
sem Tippoo Sahib; við þorpara,
sem höfðu risið frá hinni lægstu
glæpamensku, og gerst stjórnend-
ur, og fóru nú með harðstjórn og
ofbeldi með völd sfn yfir hinum
mjúkgeðja Hindúum; við kerlingar-
nornir, sem héldu sonum föngum
í dýflissum til þess að þær gætu
því lengur sogið hina blæðandi
þjóð, í stuttu máli: hann átti f
höggi við hinar verstu tegundir
Asfu-ferlfkja, sem Indland hafði
orðið að bráð. Vissulega voru
mannúðlegar aðfarir ekki í tízku
þar, og ef Austur-indverska verzl-
unarfélágið og enska stjórnin, sem
það leitaði til, hefði gripið inn í
með voldugri, vopnaðri hendi, þá
hefði þau unnið göfugt verk. En
ekkert slfkt átti sér stað. Stjórn-
inni datt ekki í hug, að senda
peninga eða hermenn, og fjelaginu
var illa við, að sjá útgjöld sfn
aukast. Þvert á móti. Það þráði
ennþá meiri gróða. Hastings gerði
þess vegna samband við höfðingj-
ana á vfxl. Hann var ekkert að
hugsa um, hvað væri rangt og
hvað rétt; langt frá því; hann
verndaði hina örgustu fanta, ef
hann gat séð félaginu hag — og
að því er hann hugsaði — land-
inu. Til að byrja með, vantaði
hann peninga. Hvernig átti hann
að útbúa og koma upp her? Ind-
land varð að borga fyrir sjálfs sín
undirokun! Hastings valdi þá ind-
verska ófriðarhöfðingja úr, sem
lofuðu að gjalda honum mest, og
Iét þeim í té alla þá hjálp, sem
honurn — hinum æðri Evrópu-
manni — var mögulegt. Á þenna
hátt nærri því tvöfaldaði hann
tekjur Austur-indverska félagsins.
En hvernig var nú þetta mögu-
jlegt? [Hvernig gátu viðkomandi
höfðingjar borgað svona feikna-
upphæðir og útboðið svo mörgum
hermönnum? Með grimd — svo
hroðalegri grimd, að heimurinn
hefur aldrei heyrt annað eins alt
til þess dags, að Belgir settust að
í Kongóhéruðunum, grimd, sem
hefur sett á mannkynið óafmáan-
legan blett, og sem var verri en
hjá nokkru villidýri eða ímyndaðir
klækir djöfla.
Skýrsla um þessa grimd varð
til þess, að hinn mikli skörungur,
Edmund Burke, kvaddi sér hljóðs
1786, — og það eitt væri nóg til
þess að tryggja honum ódauðlega
frægð. Mælska hans knúðí þingið
til þess að ákæra Hastings, þann
mann, sem blettað hafði hið he ð-
aríega nafn Englands, fyrir glæp-
samlegar misgerðir. Burke talaði
6 daga f röð í lávarðadeildinni,
fór nákvæmlega út í öll atriði
sakargiftarinnar og rökstuddi hverja
ákæru. Hann endaði ræðu sfna
með þessum orðum: „Ég ákæri
Warren Hastings vegna og í nafni
hinna eilífu réttlætislaga, sem hann
hefur fótum troðið. Ég ákæri hann
f nafni mannlegs eðlis, sem hann
hefur misþyrmt hörmulega". —
Hin virkilegu próf í málinu, sem
byrjuðu 1788, voru þegar sett
undir nokkurskonar frestunarkerfi.
Það er auðveldlega hægt, að gera
sér í hugarlund, hvernig Hastings
og Austur-indverska félagið notaði
sér fjarlægð Indlands og örðug
leikana á því, að yfirheyra þau
vitni, sem mest gátu sagt. Aftur
og aftur var þetta sagt: „Hann
jók tekjur félagsins frá 3 miljónum
til 5 miljónsi sterlingspunda. Hvað
vilja menn meiral" Alt fram á
þennan dag slá enskar frásagnir
um þetta mál ryki í augu manna
með þessum tölum. Auk þess
hafði Hastings sett hina viðbjóðs-
legu opiumsiverzlun í gang. Átti
virkilega að hegna slfkum snill-
ingi? Pitt, sem var forsætisráð-
herra og hafði þvf nákvæma þekk-
ingu á ölluni málskjölum, sagði, að
það væri aðeins ein leið fyrir Hast
ings að komast út úr þessum
vandræðum: „Hann ætti ríkisnauð
syn sem afsökun". Það endaði
með því, að Hastings var sýkn-
aður, eftir 10 ára málarekstur,
1795, °S hélt áfram skynhelgi
„JLájan<iiÖ6í
kemur út einu sinni í viku
og kostar 4,00 kr. árgang-
urinn, ef fyrirfram er greitt,
en 5,00 kr. ef greitt er eftirá.
í kaupstöðum má borga á
hverjum árstjórðungi. Utgef-
andi: Félag í Reykjavík.
Afgreiðslan er á Hverfisg.
18. Opin alla virka daga
kl. 1—4. Pósthólf 353.
Sími 596. Um alt sem að
henni lýtur, eru menn beðn-
ir að snúa sér til afgreiðslu-
mannsins.
Rifstjóri og ábyrgðar-
maður: Jakob Jóh. Smári,
mag. art„ Stýrimannastíg 8
B. Venjulega heima kl. 4—5
e. h. Talsími 574.
Vegna
hinnar miklu útbreiðslu,
sem LANDIÐ hefur hlotið,
bæði í Reykjavík og utan
hennar, verður kaupsýslu-
mönnum, á hvaða sviði
viðskiftanna sem er, lang-
hentugast, að auglýsa í
LANDINU.
sinni með því að senda beiðni til
Pitt’s um, að honum væri endur-
borgaður kostnaður hans af opin-
beru fé.
Burke gerði í einni af hinum
miklu ræðum sínum, er reyndi svo
á hann, að hann nærri þvf féll f
ómegin, hetjulega tilraun til þess
að sjá hinum góða málstað borgið.
Hann sagði: „Herrar mfnir, ef
þér lokið augunum fyrir þessum
glæpum, þá gerið þér hina ensku
þjóð að því, sem breiðir yfir hið
illa: að hræsnara, lygara og svik-
ara. Lyndiseinkunn Englands, sú
lyndiseinkunn, sem mikið fremur
en vopn vor og verzlun, hefur gert
oss að mikilli þjóð, mun glatast
með öllu. Vér þekkjum og finnum
mátt peninganna, og vér áköllum
yður nú, háttvirtu lávarðar, til full-
tingis réttlætinu f þessu peninga-
máli. Vér áköllum yður sökum
varðveitingar framkomu vorrar og
dygða. Vér áköllum yður vegna
lyndiseinkunna þjóðarinnar, vér
aköllum yður sökum frelsis vors
og frjálsræðis 1"
Sýknunardagur Warren Hastings,
23 april 1795, er einn af þeim
dögum, sem ég hafði í huga, er
ég í byrjun þessarrar greinar sagði,
að þau augnablik kæmu fyrir f
lífi þjóðanna, að hinn sögulegi
þráður gengur í þveröfuga átt við
lyndiseinkunnina og vér fáum að
sjá, á undursamlegan hátt, niður í
djúp, sem annars eru hulin sjón-
um vorum. Á þessu augnabliki
kom hið nýja England, sem smátt
og smátt hafði verið að myndast
mnan hins gamla, skyndilega fram
í ljósið. Hastings auðgaði ekki
sjálfan sig; hann sveik heldur ekki
sem einstaklingur neitt af samtfma-
mönnum sfnum. Máske drap hann
ekki einu sínni svo mikið sem flugu
á æfi sinni. En til hagsmuna fyrir
föðurland sitt — það er að segja
til að auka mátt þess og auðæfi -—
sveifst hann engrar lýgi né mein-
særis; hann sveik hvern, sem hafði
sett traust til hans; hann yfirgaf
hina sakiausu og setti fantana f
í völdin; hann leyfði mönnum að
fremja hin mestu grimdarverk, —
lét sem hann ekki sæi það og
sneri sér undan; hann rak úr stöð-
um enska embættismenn, sem höfðu
fengið viðbjóð, er þeir fengu frá-
sagnir af ofbeldinu. — Ljóslega
kom hinn nýi stjómmálamaður f
Ijós með hinu nýja Englandi.
Peír bunlir
þessa blaðs, sem ekki
hafa greitt anðvirði
þess, eru vinsamlega
beðnir að greiða það
við fyrstu hentugleika.
Prentsmiðjan Gutenberg.
145
146
»já<, sagði Lopaka, »það er ait að óskum
eða er það ekki?<
»Orð geta ekki lýst því<, sagði Keawe.
»Það er miklu betra, heldur en ég hafði gert
mér í hugarlund, og ég er ekki með sjálfum
mér af ánægju<.
»Það er nokkuð, sem við eigum eftir að
yfivega<, sagði Lopaka; >þetta gæti alt hafa
gerzt eðlilega, án þess að flöskupúkinn hefði
skift sér af þvf. Ef ég keypti nú flöskuna og
fengi síðan enga skonnortu, þá hefði ég
stungið hendinni í eldinn til einskis gagns.
Vitanlega hefi ég gefið þér loforð; en ég
get ekki ímyndað mér, að þú neitir mér um
eina tilraun ennþá*.
»Ég hafi svarið þess eið, að þiggja ekki
nokkurn greiða af honum framar<, sagði
Keawe. »Ég hefi þegar farið of langt<.
»Ég er ekki að hugsa um neinn greiðac,
svaraði Lopaka. »Það er ekki annað en það,
að fá að sjá púkann sjálfan. Það er enginn
hagur að þvf, og þess vegna ekkert að
skammast sín fyrir; en ef ég fengi að sjá
hann einu sinni, þá myndi ég trúa þessu
öllu. Vertu þess vegna vorkunlátur við mig
og lofaðu mér að sjá púkann. Á eftir skal
ég kaupa hana af þér; ég <er hérna með
peninganac.
»Ég er aðeins hræddur uin, að hann sé
æði-ófrýnilegur á að Iíta<, safjði Keawe, »og
að þú hættir að kæra þig uni flöskuna, þeg-
ar þú ert búinn að sjá hannc.
»Drengskaparorð er altaf gilt<, sagði
Lopaka. »Nú legg ég peningana hérna á
milli okkar<.
»Jæja<, sagði Keawe. »Ég er sjálfur for-
vitinn. Komdu þá, hr. púki, og lofaðu okk-
ur að sjá þig snöggvast<.
Óðara en orðinu var slept, gægðist púkinn
upp úr flöskunni og skauzt niður í hana
aftur, eins snar í snúningum og ferfætla; og
Keawe og Lopaka sátu steini lostnir. Það
var komin rauðanótt, áður en Tpeir gætu
hugsað eða sagt nokkuð. Loks ýtti Lopaka
peningunum yfir borðið og tók flöskuna.
»Ég er ekki sá maður, að ganga á bak
orða minna<, sagði hann, »og fer það betur,
því að öðrum kosti myndi é g ekki snerta
flöskuna með fæti mfnum. Jæj a, ég ætla að
reyna að ná mér í skonnortuq a og einn eða
147
tvo dollara í vasann; síðan ætla ég að reyna
að losna við flöskupúkann við fyrsta tæki-
færi. Ef satt skal segja, hefi ég mist kjark-
inn við það að sjá hann<.
»Lopaka<, sagði Keawe, »ætlaðu mér ekki
alt of ilt; ég veit reyndar að það er nótt,
og að stfgurinn milli grafanna er IHur yfir-
ferðar svona seint, en ég segi eins og er, að
eftir að ég hefi séð litla andlitið, get ég
hvorki notið svefns né matar né beðið bænir
mínar, fyr en það er komið langar Ieiðir á
burtu; ég skal gefa þér ljósker og körfu
undir flöskuna og hvert sem þú vilt af mál-
verkum mínum eða kostgripum; — en farðu
tafarlaust og vertu f Hookena eða Nahinu
í nótt<.
»Keawe<, sagði Lopaka, »margur myndi
taka þetta illa upp fyrir þér. Enn frekara
hefði ég ástæðu til þess, þar eð ég hef sýnt
þér það vináttumerki, að standa við orð mín
og kaupa af þér flöskuna, og þar að auki
hlýtur næturmyrkrið og leiðin fram hjá gröf-
unum að vera tíu sinnum hættulegri fyrir
mann, sem hefur slfka synd á samvizkunni
og slfka flösku undir handleggnum. En ég
10