Landið - 01.03.1918, Síða 3
L A N D'I Ð
37
Það á ekki að hætta að fyrirdæma
eigingirnina, en það má til að upp-
götva tegund viðskifta, sem er
ekki eingöngu síngjörn. Eða rétt
ara sagt. það verður að uppgötva,
að aldrei hefur verið eða getur
verið nein önnur tegund viðskifta
— að það. sem þeir kölluðu við-
skifti, var ekki viðskifti, heldur
svik. Það mun komast að raun
um. að verzlun er atvinna, sem
sómamönnum mun með hverjum
deginum þykja nauðsyalegra að
gefa sig við, heldur en að prédika
fyrir fólki, eða drepa það; að í
sannri verzlun, eins og í sannri
prestsstarfsemi, eða hermensku, er
nauðsynlegt að viðurkenna hugsjón
hinnar frjálsu fórnar; — að fórna
verður tuttugu-og-fimmeyringum,
ekki síður en lífinu, fyrir skyld-
nna; að markaðurinn getur haft
sína píslarvotta, eins og prédikun-
arstóllinn, og verzlunin sín hetju-
afrek, eins og stríðið.
Getur haft — eða, þegar alt
kemur til alls, hlýtur að hafa —
en hefur ekki altaf haft hingað
til, því að menn með hetjudug
hafa i æsku sinni verið leiddir
ranglega inn á aðrar brautir, af
því að þeir skildu ekki, hvað er
ef til vill mikilvægast af öllu á
þessum tfmum, Og þess vegna er
það, að þótt margur áhugasamur
maður fórni lffi sínu til þess að
reyna að flytja mönnunum eitt-
hvert fagnaðarerindi, þá vilja mjög
fáir íórna þúsund krónum til þess
að koma því í framkvæmd
Svo er mál með vexti, að það
hefur aldrei verið útskýrt almenni-
lega fyrir fólki, hvert er hið sanna
hlutverk kaupmannsins gagnvart
öðrum mönnum. Ég vildi, að les-
andanum væri þetta fullkomlega
yóst. .. (Frh.),
tJtlönd.
í lok fyrri viku kom skeyti
hingað til »Mgbl.« þess efnis, að
ný stjórnarbylting væri hafin f
Rússlandi, undir forustu Tsjernoffs,
fyrv. landbúnaðarráðherra, sem
yfirleitt þykir hafa verið allra
vinur og engum trúr um langt
skeið. Var það í fréttinni, að
uppreisnarmenn hafi bolað Maxi-
malista-stjórninni úr sessi, en Trot-
zki og Lenin væri flúnir til Riga,
sem er borg mikil við Eysttasalt,
og nú í höndum Þjóðverja. Og
um sama leyti fréttist, að Kósakka-
að hefja samninga aftur, nema
Rússar gæfi tryggingu fyrir, að
friður kæmizt í raun Og veru á.
Einnig kvað Kiihlmann utanríkis-
ráðherra Þjóðverja hafa sagt, að
fyrst yrði að semja frið við Rúm-
ena. Segir í skeyti til »Visis«
25 f. m., að Þjóðverjar haldi
hratt áfram á leið til Reval oe
Petrograd, og ennfremur, að Þjóð-
verjar og Rússar ætli sér að senda
aftur fulltrúa til samninga f Brest-
L'tovsk. Frá kostum Þjóðverja
er þar skýrt á þessa leið: »Þjóð-
verjar hafa krafizt þess, að hafa
lögreglueftirlit f Estlandi og Finn-
landi, að Rússar semji frið við
Uírraine, að rússneskar hersveitir
verði á brott úr Finnlandi og
Ukraine, og að öllum undirróðri
gegn Þjóðverjum verði hætt f
herteknum löndum*.
Vopnahlé kvað ,aftur" vera
komið á með Miðveldunum og
Rúmenum. —
Svíar hafa sent herlið til Álands-
eyja og flutt rússneska liðið þaðan
brott, en ætla að hafa þar setulið
framvegis.
Þjóðverjar hafa sent finsku stjórn-
inni vopn og skotfæri, —
A vesturvígstöðvunum eru smá-
skærur og sækja Frakkar ögn fram.
Búast Bandamena ekki við allsherj
arsóko Þjóðverja þar í bráð. —
Bretar hafa tekið Jeríkó á Gyð-
ingalandi.
Hneykslismál mikil hafa verið á
Frakklandi undanfarið, einkanlega
í sambandi við þingmanninn Cail-
laux, sem grunaður er um að hafa
viljað koma þar á byltingu ein-
hverri, til friðarsamninga. Hafa
ýmsir vel metnir menn flækst inn
f það mál og er það ekki nærri
því útkljáð enn.
Robertson yfirhersh. hefur farið
úr herstjórnarráðuneytinu brezka og
er sagt, að það virðist ætla að
valda miklum stjórnardeilum þar —
og jafnvel stjórnarskiftum.
Jafnaðarmenn frá öllum Iöndum
Bandamanna sitja nú á ráðstefnu f
Lundúnum til þess að ræða um
friðarkröfur og friðarsamninga.
Norðmenn kvað nýlega hafa gert
fullkominn viðskiftasamning við
Bandamenn.
Tilraunir hafa verið gerðar f
142
Gunnar Sigurðsson
(frá Selalæk)
yfirdómslögmaður
flytur mál fyrir uiidir- og yfirrétti.
Kaupir oíí selur fasteiguir, skip og aörar eignir.
Allir, sem vilja kaupa og selja slíkar eignir, ættu að snúa sér til hans.
Skrijstoja i hnsi jtathans S Olsens (2. hsD).
Sim.r. Pó.thólf 25.
Danmörku með þráðlaust firðtal
yfir 200 km. (um 27 mflna danska)
vegalengd og hepnast mæta vel.
Abd-ul-Hamid, fyrv. Tyrkjasol-
dán andaðist 10. f. m. Hinn var
fæddur 1842, komst til ríkis 1876
og var í fangelsi sfðan 1909. Hvað
sem annars má um hann segja, er
það vfst, að hann var vitur maður.
Úr hagtíðindum 1918.
Fuglatekja og dúntekja 1916.
Eftirfarandi yfirlit sýnir fugla-
tekjuna árið 1916, samanborið við
árið á undan, samkvæmt hlunn-
indaskýrslum hreppstjóranna:
1916. 1915.
Lundi 222.4 þós. 227.2 þús.
Svartfugl 81.8 — 30.6 —
Fýlungur 46.4 — 41-5 —
Súla 0.5 — 0.4 —
Rita 17.3 — 130 —
Samtals 368.4 þús. 312.7 þús.
Fuglatekjan árið 1916 hefur ver-
ið töluvert meiri heldur en árið
á undan, og yfirleitt betri en í
meðallagi, samanborið við undan-
farin ár.
Dúntekja varð 1916 á öllu land-
inu samkvæmt skýrslum hrepp-
stjóranna 4355 kg., og er það
meira en árið á undan, er hún
var talin 4,290 kg. og töluvert
meira heldur en f meðallagi, borin
saman við árin þar á undan.
Lax- og silungS'Veiði 1916.
Samkvæmt hlunnindaskýrslum
veiddust 10,700 laxar árið 1916
Er það heldur minna heldur en
árið á undan, er veiðin var
12.000.
Aftur á móti var silungsveiði
árið 1916 alls 448 þús. silungar,
og er það að tölunni til lfkt og
árið áður, er veiðin var 445 þús.
En í rauninni mun veiðin hafa
verið töluvert rýrari, því að í
henni er talin murta úr Þingvalla-
vatni, og hún hefur veiðst óvenju-
lega mikið þetta ár (172 þús„ en
152 þús. árið á undan).
Selveiði 1916.
Samkvæmt hlunnindaskýrslum
hreppstjóranna hafa árið 1916
veiðst 489 fullorðnir selir og 5675
kópar. Er það minna heldur en
meðalveiði undanfarandi ára. Árið
1915 veiddust 838 fullorðnir selir
og 5324 kópar.
Arið 1916 var farið að gera út
selveiðaskip til þess að veiða seli
norður í höfum. Voru tvö skip
gerð út til þess þá um vorið,
gufuskipið »Kópur« frá Tálkna-
firði og mótorskipið »Öðinn« frá
Seyðisfirði. Stundaði »Kópur«
veiðina í þrjá mánuði (aprfl, maí
og júní). Veiddi hann 2010 full-
orðna seli, 900 kópa og 2 birni
»óðinn« stundaði selveiðarnar einn
mánuð (maí) og veiddi um 300 seli
og einn ísbjörn.
Aukakosning til alþingis 1917.
18 ágúst 1917 fór fram auka-
kosning til alþingis f Norður-ísa-
fjarðarsýslu. Kjósendur á kjörskrá
voru 1,159. Þar af greiddu 825
atkvæði eða 72°/o Kosningahlut-
taka karla var þó nokkru meiri,
78%, en kvenna nokkru minni,
6i°/o 66 kjósendur eða um 8%
af þeim kjósendum, sem atkvæði
greiddu, greicjdu atkvæði bréflega
fyrir kjörfund. Mestur hiutinn (50)
af þessum kjósendum voru úr
Hóls- og Eyrarhreppum.
Eigendaskifti
eru orðin að dagblaðinu „Vísi".
Hefur hr. Jakob Möller, ritstjóri blaðs-
ins, keypt það og rekur það á eigin
ábyrgð að öllu leyti.
Fréttir.
Skipströnd í Vestmannaeyjum.
Aðfaranótt fyrra miðvikudags rar
stormur mikill í Vestmannaeyjum.
Margir vélbátar slitnuðu frá festum og
rak þá á land í svokölluðum Botni.
Er þar sandur og þvf bátarnir lltið
skemdir.
Danska seglskipið „Vore Fædres
Minde", sem lá á höfninni og affermdi
salt, slitnadi einnig upp og rak á iand.
Enginn eða lítill leki er kominn að
skipinu, og hyggja menn að þvf verði
bjargað.
Skip strandaði
hjá Þorlákshöfn í vikunni, sem Ieið,
rússneskt seglskip þrísiglt, „Creciando"
að nafni. Var það með 260 smál. af
kolum til „Kol og salt". Stýri þess
bilaði í ofviðri og brotnaði það í spón.
Skipstjóri bjargaðist og annar maður,
en fjórir menn druknuðu.
þjóðrfsuakvöld
Reykjavíkurdeildar Norræna stúd-
entasambandsins var endurtekið í fyrri
viku, og var fult hús.
Skipaferðir.
„ísland" kom hingað á sunnudags-
kvöldið frá Ameríku, að miklu leyti
hlaðið sementi. Er nú mjög erfitt að fá
útflutningsleyfi á vörum þaðan og óvíst,
hvenær „Gullfoss" kemur. Á leiðinni
vestur hafði „Gullfoss" hrept versta
veður og laskast eitthvað lftilfjörlega.
Hin ágæta saga
Hvíti hanzkinn
er nú til sölu
hjá flestum bóksölum.
f
143 144
foringinn Kaledin hafi drýgt sjálfs-
morð — líklega, ef satt er, af ör-
v*ntingu um hag ríkisins. En ekki
er gott að henda reiður á fregn-
unum um 4standið f Rússlandi.
Ein frétt, um ]jkt leyti, sagði, að
Maximalistar hefði handtekið alla
þá fulltrúa Ukraine-stjórnarinnar,
sem setið hefði friðarfundinn í
Brest-Litovsk.
Þjóðverjar voru að vonum ekki
ánægðir með framkomu Maxi-
málistanna, er þeir neituðu að
Undirskrifa friðarsamninga, og þótti
ekki trygt, þótt Rússar héti að
senda herinn heim. Hófust því
°iustur aftur, milli Þjóðverja og
^^rainebóa annarsvegar og Maxi-
malista hinsvegar, og tóku Þjóð-
verjar ýmsar borgir f Rúss|andif
t. d. Woltnat^ Kowno, Dvinsk og
Luzk og fengu mikið herfang.
Mótmæltu þá Rússar innrás þess-
arri og þóttust þó til neyddir, að
*emja frið, en Þjóðverjar afsögðu
Lopaka og Keawe litu hvor á annan og
kinkuðu kolli.
»Það er alveg greinilegt*, hugsaði Keawe,
»að ég á að eignast þetta hús, hvort sem
ég vil eða ekki. Það kemur frá djöflinum og
ég er hræddur um, að það verði mér ekki
til mikillar ánægju; og eitt veit ég fyrir víst:
Ég ætla ekki að óska mér neins framar á
meðan ég hef þessa flösku. En húsið get
ég nú ekki sloppið við og ég get líka tekið
það blíða með því strfða*.
Sfðan gerði hann samning við húsameist-
arann og þeir skrifuðu undir skjal; og Keawe
og Lopaka stigu aftur á skipsfjöl og sigldu
til Astralíu, þvf að þeir voru sammála um,
að þeir skyldi ekkert skifta sér af þessu
frekara, en láta húsameistarann og flösku-
púkann vera eina um hituna, að reisa og
skreyta húsið, á þann hátt, sem þeim líkaði
bezt.
Þeim gekk vel ferðin, og það var því að
þakka, að Keawe gætti sín, því að hann
hafði svarið þess eið, að hann skyldi ekki
láta í ljós neina ósk framar og ekki taka á
móti neinum greiða eða gjöf frá púkanum.
Nú voru þeir komnir heim aftur. Húsameist-
arinn sagði þeim, að húsið væri fullgert, og
Keawe og Lopaka fóru með skipinu „Hall"
til Kona til þess að lfta á húsið og komast
að raun um, hvort alt hefði verið gert eins
og Keawe hugsaði sér.
Húsið stóð í fjallshlíðinni og sást langt
utan af hafi. Fyrir ofan það bar skógartrén
við dökk regnskýin, og að neðanverðu lá
hraunið með hinum fornu konungagröfum. í
kringum það var skrautlegur garður með
alla vega litum blómum; öðrumegin var
aldingarður með papaia-trjám og hinumegin
brauðaldinatré. Fram undan húsinu, þeim
megin sem vissi að sjónum, hafði verið reist
siglutré, og blakti á því fáni. Húsið var þrjár
hæðir með stórum herbergjum og brciðum
svölum fyrir utan hvert herbergi. Glugga-
rúðurnar voru úr svo ágætu gleri, að þær
voru gagnsæjar eins og vatn og skærar sem
dagurinn. Alls konar húsgögn prýddu her-
bergin. Á veggjunum héngu málverk í gylt-
um umgjörðum; þar voru myndir af skipum
og orustum, fögrum konum og dásamlegum
stöðum. Hvergi f heimi eru til málverk með
svo björtum litum sem þau, er Keawc fana
á veggjunum hjá sér. Alt skartið var af dýr-
ustu tegund, úr sem slógu, söngdósir, litlar
brúður sem hreyfðust, bækur fullar af mynd-
um, dýrmæt vopn hvaðanæfa og hin skritn-
ustu leikföng til þess að hafa ofan af fyrir
einmana manni. Og svalirnar voru svo breið-
ar, að íbúar heillar borgar hefðu hæglega
getað komið sér fyrir á þeim, einmitt eins
og enginn gæti óskað sér að setjast að inni
í herbergjunum, heldur aðeins að ganga um
þau og dást að þeim. Og Keawe vissi ekki
að hvoru honum geðjaðist betur, forstofunni,
þar sem landvindurinn blés inn og blómin
og ávaxtatrén blöstu við auganu, eða svöl-
unum á framhlið hússins, þar sem maður
gat gleypt í sig hressandi sjávargoluna og
horft niður hlíðina og út á hafið — þar sem
„Hall" sigldi vikulega fram og aftur milli
Hookena og Pele hæðanna, og skonnorturnar
sigldu upp að ströndinni til þess að sækja
timbur og ávexti.
Þegar Keawe og Lopaka voru búnir að
skoða alt í krók og kring, settust þeir niður
forstofunni.