Landið - 01.03.1918, Blaðsíða 2
34
LANDIÐ
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
c7[ýjar vörur Jyrir
aíla fisfiimenn
svo sem hin landfrægu
Olíuföt, gul, • brón, svört,
af öllum stærðum og tegundúm, frá hinni ágætu Oliufataverksmiðju
Towers í Boston U. S. A.,
er hvergi finna sinn líka, hvað gæði ogendingu snertir, enda notar
slökkviliðið í Reykjavík eigi önnur olíuföt en frá undirrituðum.
cIfianilla. cffeðjur. &atent~aRíieri.
Síldarnetagarn, Seglasaumsgarn, Segldúk, Smurn-
ingsolía af fínustu tegund, o. m. fl.
JComið i Hafnarstr. 18 strax I
ðag og kaupii giian hlut.
Sigurjón- Pjetursson.
Slmar 137 og 543.
„Zirainn“ og „Veltuféi
.Tíinanum" hefur orðið ósköp
um greinina .Veltufé", er birtist
hér í blaðinu. Rignir niður sundur-
lausum athugasemdum um einstök
atriði í greininni, að ógleymdum
„ávörpum"(!) til óviðkomandimanna;
svo mikið verður „Tímanum" um
greinina.
Annars gefur að skilja, að ef
„Timinn" treystist til að rökræða
greinina, verður hann að taka hana
fyrir i heild, því hvað bindur ann-
að í greininni, og það verða því
útúrsnúningar einir, að svara ein-
stökum atriðum. úr henni, án tillits
til greinarinnar í heild sinni.
Þannig kemur „Tíminn* með
dæmi, sem á að sýna, að kaupfé-
Iögrn séu eins hæf til að ná arðin-
um af verzluninni inn í landið eins
og kaupmenn, og sem er á þá leið,
að hann lætur kaupmann, sem
hefur safnað V* miljón kr. veltufé
og kaupfélagsheildsölu, með banka-
lánsfé, hér í Reykjavík, gera inn-
kaup erlendis fyrir þessa V4 miljón
kr. og kemst að þeirri niðurstöðu,
að þau munu verða jafngóð hjá
báðum.
Við þetta er að athuga:
i, Að þegar rætt er um verzlun
landsins í heild sinni — án
núveranái kaupmannastéttar —
þá nægir vitaskuld */a milj.
kr. skamt til að reka alla verzl-
un Iandsins, og bankarnir of
félitlir til að leggja henni nægi-
legt fé, sérstaklega þegar út-
vegurinn, sem einnig þyrfti
stuðning bankanna, hefur auk-
ist að mun við veltufé fyrv.
kaupmanna.
a. Dæmið er einnig skakt að því
leyti, að lítil líkindi eru til,
að kaupfélagsheildsala, sem
væri rekin af launa-manni,
mundi ná jafngóðum innkaup-
um á erlendum markaði og
sjálfstæður heildsali, sem eins
og dæmið tilgreinir hefði safn-
ast >/a milj. kr. veltufé, — og
það af þeim einföldu ástæðum,
að heildsalinn mundi án vafa
hafa meiri þekkingu á erlend
um mörkuðum og verðlagi á
öllum tfmum, en kaupfélags-
heildsölustjóri á fóstum laun
um. Eða dylst nokkrum manni,
að kaupmaður, sem safnast
hefur lU milj. kr. veltufé, muni
geta aflað sér meiri verzlunar-
þekkingar erlendis, en kaup-
félagsheildsölustjóri, sem alla
sína æfi hefur starfað sem
launamaður á verzlunarsviðinu.
og eru nokkrar líkur til, að
hann hafi sama áhuga á starf-
inu og sjálfstæður kaupmaður.
Ég held ekki. En af þessu
leiðir, að alt mælir með því,
að kaupfélagsheildsölustjórinn
mundi skilja eftir arð erlendis,
sem allar líkur eru til, að heild-
salinnn gerði ekki.
Þá ríður hr. Einar Sigfússon á
Æ'læk á vaðið í sama blaði með
hinni alkunnu „kaupfélags-mærð"
sinni, sem öll er bygð á því, að
rægja hina núverandi íslenzku
kaupmannastétt og að tileinka
henni syndir selstöðukaupmannanna
gömlu, og er það hálf-lubbaleg
bardagaaðferð — nokkuð líkt og
ef ég ásakaði og skammaði Einar á
Ærlæk fyrir það, sem faðir hans
t. d. hefði misgert í lífinu — og
er lítt svaraverð.
T. d. talar hann mikið um ullar-
vöruskifti hér áður og leggur þar
vitaskuld alla skuldina á kaupmenn
þeirra tfma, en sannleikurinn er
víst vafalaust sá, að framleiðendur
og kaupmenn hafa „snuðað" hvor
annan eftir föngum.
Þá virðist mér hann vilja eigna
kaupfélögunum, að ullarmat sé
komið á, en það er vfst óhætt að
fullyrða, að hvorugum sé hægt að
eigna þann heiður, ef nokkur er.
Annars hef ég ekki heyrt annars
getið, en að kaupmenn séu fegnir
að losna við að raga ullina, sem
mig ekki furðar, því nú geta fram-
leiðendur kent öðrum um en þéim,
þó þeir kynnu að vera óánægðir
með rögunina,
Ljúflingar,
nokkur nýsamin lög eftir Loft Guðmundsson.
—.. - ■ Fást hjá bóksölum, —. ■ ■ -
Sendið pantanir yðar í pósthólf 436. Reykjavík.
Það, sem Einar segir um vöru-
vöndun á flski, er blátt áfram
ósannindi, þvf að það mun hafa
verið Hákon kaupmaður Bjarnason
á Bíldudal, sem fyrstur stuðlaði að
góðri verkun á flski, enda Bíldu-
dalsflskur um langt árabil seldur
undir sérstöku nafni, »Bíldud;<ls
fiskur*, fyrir mun hærra verð, en
annar flskur. En þaðan útbreidd-
ist svo fiskverkunin til annarra
Vestfjarða og síðar til Suðurlands-
ins. Fyrst síðustu árin er fisk-
verkunin komin í gott lag á Norður
og Norðausturlandi.
Kjötvöndun munu kaupmenn
einnig manna fyrstir, t. d. Magnús
á Grund, fyrir áeggjan Sig. Jó-
hannessonar f Khöfn, hafa byijað.
með þvf að sjá um vandaða slátr-
un og léttsalta kjötið.
Þá leggur Einar blessun sína á
landstjórnirnar fyrir að hafa birgt
landið upp af kornvörum, sem annars
hefði orðið vörulaust, ef kaupmenn
hefðu átt að sjá um þaðl Þessu
hefur verið margsvarað áður og
færð rök að því, að landið mundi
hafa verið birgara af vörum, ef
landsstjórnin hefði látið kaupmenn
annast það, og vöruverð lægra,
enda sama reynslan og annars-
staðar, t. d. í Noregi. Það er nú
einu sinni staðreynd, að það opin-
bera hefur ávalt og alstaðar reynzt
lélegt til kaupsýslu, og þýðir ekki
um að þrátta.
Einar reynir að gera greinina
»Veltufé« tortryggilega, telur hana
andvíga kaupfélagsskapnum, þó að
höf. á »Tímans« vísu sjái ekki
tóma »dýrð« f kaupfélagsskapnum,
né geti verið samdóma >Tfman-
um« um það, að heppilegast sé.
að útrýma öllttm kaupmönnum úr
landinu. Svo virðist, sem ekki
megi benda landsmönnum á ann-
markana á kaupfélagsskapnum, og
ekki einu sinni benda þeim á,
hvað betur mætti fara, t. d. um
að þátttakendur keyptu hluti f
félögunum f stað ábyrgðarfyrir-
komulagsins, sem höf. telur hættu-
legt; svo mikil er flónskan.
Það er eins og kaupfélagsfor-
sprökkunum gangi illa að skilja,
að kaupfélögin, sem þeir vilja láta
skoða nokkurskonar opinberar
stofnanir, eru lfka, ef þau eiga að
skoðast til »almennings heilla«
(sem lætur svo vel f eyrum, sem
»agitations« meðal(I), háð réttmæt
um, opinberum aðflnslum á þvf,
sem til >almennings-óheilla< verð-
ur að skoðast í fyrirkomulagi
þeirra.
Ófeigur.
Sextugsafmæli
átti Björn Kristjánsson banka-
stjóri þ. 26 f. m. Barst hon-
um að vonum fjöldi heillaóska-
skeyta frá hinum mörgu vinum,
sem hann hefur aflað sér með
persónulegri og opinberri fram-
komu sinni.
Lanst préstakall.
Sudurdalaping í Dalaprófastsdæmi
(Sauðafells-, Snóksdals- og Stóra-Vatns-
hornssóknir, og þegar sameining kemst
á einnig Hjarðarholtssókn). Heimatekj-
ur (eftirgjald eftir prestssetrið Kvenna-
brekku með hjáleigu i66,oo kr., prests-
mata 138,24 kr.) 304,24 kr. Viðlagasjóðs-
lán (tekið 5. ág. 1899, upphaflega 1000
kr.) hvílir á prestakallinu og ávaxtast
og endurborgast á 28 árum. Veitist frá
fardögum 1918, Umsóknarfrestur til
15. aprll.
Verzlunarsiðgæði.
Eftir John Ruskin.
(Brot').
Ég hefi áður minzt á mistnun
þann, sem hingað til hefur verið
á þeim félagsskap, sem miðar að
qifbeldi, og þeim, sem hefur fram
leiðslu fyrir mark sitt og mið.
nefnilega að hinir fyrnefndu virðist
geta fórnað sjálfum sér, en hinn
ekki. Þetta einkennilega fyrirbrigði
er hin eiginlega ástæða tíl þeirrar
litlu virðingar, sem verzlunarsiétt-
inni er sýnd, f samanburði við her-
mannastéttina. Ef heimspekilega er
á málið litið, virðist það næsta
óeðíilegt (og margir rithöfundar
hafa reynt að sýna fram á, að það
sé öeðlilegt), að friðsamur og skyn-
samur maður, sem hefur það starf
að kaupa og selja, sé í minna áliti,
en ófriðsamur Og oft skynlítill mað-
ur, sem hefur það fyrir atvinnn, að
drepa menn. En samt hefur fólk
altaf haldið meira upp á hermann
inn, þrátt fyrir alla heimspekinga
Og það er rétt.
Því að starf hermannsins er f raun
og veru ekki það, að drepa, heldur
að verða drepinn. Og þess vegna
heiðrar heimurinn hann, án þess að
skilja ástæðuna greinilega. Starf
illvirkja er að drepa, en heimurinn
hefur aldrei heiðrað illvirkja meira
en kaupmenn; ástæðan til þess, að
hermaðurinn er heiðraður, er sú,
að hann gefur líf sitt í þjónustu
ríkisins. Ef til vill er hann vægðar
Iítill — ef til vill girnist hann
skemtanir og æfintýri — ef til vill
hafa allskonar aukahvatir og litil-
fjörlegar tilhneigingar ráðið úrslitum
um starf hans og hafa ef til vill
áhrif á daglega breytni hans (að
því er virðist eingöngu), en virðmg
vor fyrir honum er af því runnin,
að þrátt fyrir alt erum vér sann
færðir um, að ef hann er settur
f vígskarð, með alheimsins skemt-
anir fyrir aftan sig, og aðeins
dauðann og skylduna fyrir framan
sig, muni hann ekki snúa við; og
hann yeit, að hann getur hvenær
sem er orðið að velja um þetta —
og hefur því valið sitt hlutskifti —
á altaf við þetta hlutskifti að búa
— deyr í raun og veru daglega.
Virðing sú, sem vér sýnunj lög-
fræðingnum og lækninum, er ekki
síður, þegar alt kemur tíl alls,
grundvölluð á sjálfsfóm þeirra
Þótt lögfræðingur sé lærður og
skarpskygn, svo að af beri, þá er
virðing vor fyrir honum fyrst og
fremst komin undir trú vorri á það,
ef hann væri settur í dómara
sæti, myndi hann reyna að dæma
réttlátlega, hverjar sem afleiðing-
arnar yrði. Ef við gætum hugsað
okkur að hann þægi mútur og
notaði skarpskygni sína og laga-
þekkingu til þess að réttlæta ranga
úrskurði, þá gæti engar afburða-
.*) Úr bók eftir enska spekinginn
john Ruskin, Vnto this Last, ritaðri
1860 — Lauslega þýtt.
gáfur aflað honum virðingar vorrar.
Ekkert annað getur veitt honum
hana, en þegjandi fullvissa vor um,
að réttlætið sé efst á baugi hjá
honum í öllum mikilvægum athöfn-
um lifs hans, og hagur sjálfs hans
komi fyrst þar á eftir.
Ef um lækni er að ræða, er
ástæðan til virðingar þeirrar er vér
sýnum honum, ennþá Ijósari. Hve
mikill vfsindamaður sem hann væri,
myndi okkur hrylla við honum, ef
vtð kæmumst að því, að hann liti
einungís á sjúklinga sfna sem til-
raunadýr, og enn frekara, ef hann
þægi mútur frá mönnum, sem ósk
uðu dauða þeirra og notaði lærdóm
sinn til þess að gefa eitur undir
grímu læknislyfjanna
Loks er það greinilegt, hve vel
þessi grundvallarsetning kemur
heim við reynsluna, þegar um
presta er að ræða. — Jafnvel
beztu lyndiseinkenni geta ekki af-
sakað skort á vísindalegum dugn-
aði hjá lækni, eða á skarpskygni
hjá lögmanni, en jafnvel þótt gáfur
prests sé f rýrara lagi, er hann
virtur fyrir óeigingirni þá og þjóns-
vilja, sem menn gera sér í hugar-
lund, að hann hafl til að bera.
Þótt nú ef til vill nærgætni sú,
íhugun, þrek og aðrir hæfileikar,
sem þarf til að stjórna stóru verzl-
unarfyrirtæki með dugnaði, geti
ekki þolað samjöfnuð við þá eigin-
leika, sem mikill lögmaður, hers-
höfðingi eða prestur þarf að hafa,
þá er enginn efi á því, að þeir
jafnast fyllilega á við hina venju-
legu eiginleika, sem heimtaðir eru
af lægri föringjum á skipi eða í
her, eða af sveitapresti. Ef þess
vegna allir þeir, sem fást við hin
svokölluðu »æðri störf«, eru ennþá
meira virtir af almenningi, en
stjórnandi verzlunarfyrirtækis, þá
hlýtur orsökin að liggja dýpra, en
f mati á andlegum hæfileikum
þeirra.
Og hin eiginlega ástæða til
slíks mismunar er það, að menn
ganga að því vísu, að kaupmaður-
inn breyti altaf eigingjarnt. -Starf
hans er ef til vill nauðsynlegt fyrir
mannfélagið, en hvatir hans til
þess eru taldar algerlega persónu-
legar. Menn álfta, að fremsta tak-
mark kaupmannsins í einu sem
öllu hljóti að vera það, að fá sem
mest handa sjálfum sér og leifa
eins litlu, og unt er, handa ná-
unga sínum (eða viðskiftamanni).
Með lögum ríkisins er þessu þrengt
upp á hann, sem nauðsynlegri
gtundvallarreglu fyrir starfsemi
hans; honum er ráðið til þess við
öll tækifæri og menn trúa því svo
sjalfir og hrópa það út sem al-
menna reglu, að starf kaupandans
sé að »piútta« og seljandans að
»snuða«. Og þrátt fyrir það fyrir-
dæma þessir sömu tnenn verzlun-
armanninn, af því að hann gengst
undir þessa skýringu, og stimpla
hann sem lægri flokk mann-
kynsins.
En einhverntfma mun fólki skilj-
ast, að það verður að hætta þessu.