Landið


Landið - 05.07.1918, Blaðsíða 3

Landið - 05.07.1918, Blaðsíða 3
L ANDIÐ 108 og var fluttur á sjúkrahús 1 Englandi. Þar hefur hann legið til skamras tíma, oft allþungt haldinn. Nú er nýkomið bréf frá honum til móður hans og er hann þá farinn að klæðast, er hann skrifar, en hvergi nærri þvf jafngóður. Ef til vill fer hann ekki oftar til víg- vallarins. (,,ísaf.“). Einar skáld Hjörleifsson ferðast 1 sumar um norður- og aust- urland 1 þarfir Stórstúku íslands og er hann fyrir nokkru farinn 1 þann leiðangur. Gnðm. Friðjónsson skáld flutti fyrir nokkru erindi á Iþróttamóti 1 Þjórsártúni — boðinn þangað austur. Var gerður góður rómur að máli hans, sem við mátti 'búast. Er hann nú farinn norður. Vélbátur fórst nýlega á skeri undir Hvann- dalabjörgum og var eign Lofts bónda Baldvinssonar á Bjöggvistöðum. Bát- urinn var sökkhlaðinn. Menn kom- ust af. Samsæti fyrir Finn Jónsson. i. f. m. var haldið í Kaupmanna- höfn allfjölmennt samsæti til heiðurs Finni prófessor Jónssyni. Gengust ís- lenzkir stúdentar fyrir því og sátu það alls um 6o manns. Tilefnið var sextugsafmæli prófes- sorsins þ. 29 maí. Danska sendinefndin kom hingað á „Islands Falk" þ. 29. f. m. Nefndarmennirnir munu verða gestir stjórnar og þings, meðan þeir dvelja hér. Formaður nefndarinnar Christopher Hage ráðherra, býr hjá Jóni Magnússyni forsætisráðherra, en hinir nefndarmennirnir 3, þeir I. C. Christ- ensen, F. Borgbjerg og prófessor Erik Arup, búa í húsi þeirra bræðra, Friðriks og Sturlu Jónssona, en ritar- arnir, þeir Magnús Jónsson cand. jur. & polit. og Funker, í híbýlum Jóns verkfr. Þorlákssonar, Bankastræti n. »Eimreiðin«. Ársæll Árnason bóksali hefur keypt „Eimreiðina" af Valtý Guðmundssyni og ætlar að gefa hana út hér. Ritstjóri verður Magnús Jónsson dósent. Á að koma út í fjórum heftum árlega, líkum og áður og mun vou á fyrsta heftinu innan skams. Hallbjörn Halldórgson yfirprentari í Gutenberg átti 30 ára afmæli 3. þ. m. Þann dag héldu nokkr- ir vinir hans hér í bæ honum sam- sæti, og fór það fram hið bezta. Var mikið um ræðuhöld og eitt hinna yngri skálda, vinur mikill Hallbjarnar, flutti honum tvítuga drápu hrynhenda. Hallbjörn er, svo sem kunnugt er, mætavel að sér í íslenzkri tungu og fræðum, auk þess, að hann kann iðn sína með afbrigðum og er vel heima á ýmsum sviðum. Sýna t. d. ritgerðir hans í ..Prentaranum", hve sýnt hon- um er um orðsmOi og væri betur, að vér eignuðumst sem flesta llka Hall- bjarnar í öðrum iðngreinum. Nýjar leiðir. Eftir Þorstein d Grund. (Frh). ---- Eignarrétturinn og stjórnar- skráin. Það hefur f seinni tíð verið mjög vafasamt og torskilið, hvaða rétt- indi felast í fyrirmælum stjórnar skrárinnar um friðhelgi eignarrétt- arins. Yms lágafyrirmæli eru svo nær- göngui eignarréttinum, að ólíklegt er, að það gæti staðizt fyrir óhlut- drægum dómstóli; til þess mætti nefna lög um brunabótasjóð ís- lands 3. nóv. 1915, húsaleigulög Reykjavíkurbæjar, þar sem traðkað er umráðarétti og eignanám hafið, með því er tilheyrandi reglugerðir setja til fullnaðar harðstjórnar- stimpilinn á lögin; mætti sem dæmi nefna hina afareinkennilegu reglugerð 31. maí sl., um framtölu og afhehdirg ullarbirgða í landinu. Hvort heldur er, að ullin er eign innlendra manna, eða hitt sé satt, að hún sé áður seld út úr landinu, en geymd hér, þá virðist það í fyrra tilfellinu vera stjórnarskrár- brot, er hótað er háum sektum og eignarnámi, en í síðara tilfellinu líka fullkomið hlutleysisbrot. Jafnvel þótt nú stjórnin væri hugsanlega eða raunverulega — sem hún gæti aldrei orðið — neydd til að verða samningsaðili um slíkan málstað, er það einnig í síðara til- fellinu afar-athugavert fyrir sjálf- stæði landsins út á við, og það á þessum tímum. Gæti svo farið, að samningar og fleiri fyrirskipanir út til þjóðarinnar, í tilefni af heims- styrjöldinni, yrði dýrkeyptari en augnabliks-ótti við aðflutningateppu og matvælaskort. „Eignarrétturinn er friðhelgur". Þetta brothætta fjöregg þjóðarinnar þolir eigi til lengdar svona mikla áreynslu, sem framkvæmdarvaldið er farið að leggja á það. Verður þetta eitt hið allra flóknasta í öllum stjórn- málavefnum, og eftir því sem hug- takið er alment skilið, bæri að nema ákvæðið burt úr stjórnar- skránni, svo það verði eigi fyrir frekara Iasti og misþyrming í með- ferð þings og stjórnar; annars get- ur farið eins og með arfasátuna á Bergþórshvoli, ef hvorugt er gert. Engin regla án nndantekn- ingar. Það getur altaf komið fyrir, að brjóta verði ákvæði á þjóðinni til að bjarga henni sjáífri á ærlegan hátt; til þess mætti einnig nefna ýms dæmi viðvíkjandi heilbrigðis- ástandi þjóðar, heiðri og fram- færslumöguleikum. Það, sem að þjóðinni aðallega amar nú á tíma, er yfirvofandi dýrtíð, og þar af leiðandi umleitun til bjargráða. Þegar vaxandi hundahald og röng meðferð þeirra húsdýra var búin að leiða það í Ijós, að sulla- veikin væri þjóðarböl, var það takmarkað með lögum. — Þegar áfengisnautnin var lengi búin að vera þjóðarsmán, vitfirring og plága, voru bannlögin gefin, sem eru og munu verða fegursta stjarn- an á stjórnmálahimninum. Nú er bjargráða leitað út á við, og þá má eigi liggja á Iiði sínu heima. — Kem eg þá að því, er ég meðal * annars hét að tala um, sem sé hrossaeign þjóðarinnar. Það er þjóðinni kunnugra en frá þurfi að segja, að undanfarin ár hefur hrossapeningi fjölgað afskap- lega mikið, einkum vegna útflutn- ingsleysis; mun það síðastliðinn vetur hafa verið komið á fremsta þröm, að þeim yrði bjargað f sum- um sveitum Iandsins, og nú, ef grasbrestur verður, sem öll líkindi eru til — hvað tekur þá viðf — Líka á þessu máli eru ýmsar hliðar, en þær eru allar viðráðanlegar, ef þess er gætt í tíma. Fyrst er þess að gæta, að þar sem allur þessi hrossafjöldi gengur að sumarlagi, kemur eiginlega aldrei gras, er því sviðið allan tfma ársins, bæði í heimahögum og afrétti, og því létt- vægt til fóðurs fyrir annan búpen- ing, enda sauðfé með öllu óþekkj- anlegt úr sama landi, hjá því sem áður var. Þegar svo vetrarharð- indi koma, setja hrossin annan pen- ing f hættu með sér, og að lyktum fella þau altsaman með sér, því þá er engu orðið mögulegt að bjarga. Þá er það að aðgætandi, að kyn- bótahugmynd hrossa er farin að gera látalæti með þjóðinni, en í stað þess æxlast öll afætistrippi jafnvel á 2. og 3. vetur. Svo það er heldur kynbótalegt(l). Þrátt fyrir það, að nokkuð er að aukast að hafa hrossakjöt til mann- eldis í landinu, þá er það þó aðal- orsökin til hinna miklu fjölgunar, hve lítið hefur selzt af hrossum út úr því; þyrfti því að opna markað fyrir þau í landinu sjálfu, í bæjum og kauptúnum. Ætti þau að selj- ast hóflegu verði, svo kjöt þeirra yrði að minsta kosti ódýrara en kindakjöt. Að líkindum er erfitt nú, að koma þeim á hagkvæman útlendan markað. Geri ég ráð fyrir, að samt dygði þetta eigi til að takmarka hrossaeignina, sízt um þau yngri og fóðurþyngstu; þyrfti þá að taka þau sömu tökum og hundana, gera ítölu í hundraðamat jarða, t. d. 5 hross í 1000 kr. landeign, en leggja sérstakan skatt á þau, sem fram yfir ákveðna tölu væri; yrði þetta þó of há ítala í hinar stærri jarðir; yrði ákvæðið að vera bundið taxtstiga. Þetta eru bjargráð á tvo vegu, sem eigi þola neina bið að tekin verði til athugunar. (Frh), Hjalti litli. (Dó 9 ára gamall, 24. nóv. 1917). Eg sat við sængurstokkinn þinn, er sól í austri hló og geislum sínum guðvef græði og foldu sló; — og unun var á að Iíta hve um þig vel hún bjó. — Hún kallaði þig konginn sinn og kysti burt hvert tár, sem nóttin hafði nýskeð felt á nýgræðingsins brár, sem vakir yfir vöggu þinni, vorsins engill smár. Hún kvaðst vilja sveipa söng og gleði’ um síðsta blundinn þinn, , og láta aðeins Ijósið nálgast litla ástvininn — og því hefði hann áður einu gefið allan huga sinn. Morguninn kvað hún minning þína og mynd af þinni sál, og vorið hljóm af þínum hug, með hundrað strengja mál, og ímynd þinna ungu brosa öll þess leiftrabál. — Því bauð hún því að breiða yfir beðinn lága þinn blikandi og blómavafinn brúðarkyrtil sinn. Og láta sfna svani kveða svefnró til þín inn. — Svo Ieit eg hennar ljósu geisla lúta beð þinn á. Þeir kváðust eiga að kyssa þig kæru mömmu frá, sem hugsaði æ um Hjalta sinn handan við fjöllin blá. Eg sat og laut við leiðið þitt, hve lágt, hve smátt var þaðl En bí, bf og blaka blærinn við það kvað. Og morgunsólin milt þvf hlúði f mömmu þinnar stað. (11. júni i9is.) y. y. V erðhækkuiiartollurinn áriO 1917. í siðasta tölublaði Hagtíðinda var skýrt frá því, að verðhækk- unartollurinn hafi numið alls síðastliðið ár 248 þús. kr., þar af rúml. 205 þús. kr. af sjávarafurðum og rúml. 42 þús. kr. af land- búnaðarafurðum, svo að verðhækkunin, sem tollurinn hefur greiðst af, hefur verið alls um 64/b milj. kr. á sjávarafurðunum og um l*/s milj. kr. á landbúnaðarafurðunum. En tollurinn fjell í burtu um miðjan september og náði því ekki til þess, sem flutt var út eftir þann tíma. Hjer skal nú skýrt frá, hvérnig tollurinn hefur komið niður á einstakar vörutegundir og hvaða verð tollurinn sýnir að á þeim hafi verið. Af allskonar fiski var greiddur verðhækkunartollur 951/* þús. kr. af 12 299 000 kg. Verðhækkunin á þessum fiski frá hæsta tollfrjálsa verði, sem ákveðið er í lögunum, hefur þá numið alls nálega 3% milj. kr. eða að meðaltali kr. 22.88 á hver 100 kg, en verðhækkun- artollurinn hefur numið 77 au. á hver 100 kg að meðaltali. Út- flutningsgjaldið gamla, sem greitt var þar að auki, er 20 au. á hver 100 kg. Af síld var verðhækkunartollurinn rúml. 58^/i þús. kr. af tæpl. 68 þús. tunnum, en síldarútflutningurinn á árinu var alls um 90 þús. tunnur. Ákvæðisverðið í lögunum er 20 kr. fyrir tunnuna, svo að verðhækkunartollur reiknast að eins af því, sem þar er fram yfir. Sú verðhækkun hefur þá numið alls á þeirri síld, sem verð- hækkunartollurinn náði til tæpum 2 milj. kr. eða kr. 28.87 á tunn- una að meðaltali. Meðalverðið á þessari síld hefur þá verið kr. 48.87 fyrir tunnuna (1916: kr. 50.19, 1915: kr. 35.98), en verðhækkun- artollurinn 87 aurar af hverri tunnu eða l.*°/o af verðinu. Síldar- tollurinn gamli er 50 aurar á tunnuna eða l.o% af þessu sama verði. Samtals hefur þá tollurinn á síldinni (síldartollur -f- verðhækkunar- tollur) numið kr. 1.37 á tunnu að meðaltali eða 2.8% af verðinu. Er það miklu lægri tollur, miðað við verðið, heldur en síldartollur- inn einn var fyrir stríðið. Af allskonar lýsi var verðhækkunartollurinn rúml. 51 þús. kr. af tæpl. 23 þús. tunnum. Hefur alt lýsi, sem út var flutt árið 1917, komist undir verðhækkunartollinn og selst fyrir hærra verð en til- tekið er í lögunum sem lágmark fyrir verðhækkunartollinum, en það er 70 kr. tunnan af meðalalýsi og 30 kr. tunnan af öðru lýsi. Verð- hækkunin fram yfir þetta verð hefur numið alls nál. 13A milj. kr. eða að meðallali kr. 74.67 á hverri tunnu, en verðhækkunartollurinn hefur verið kr. 2.24 á hverja tunnu að meðaltali. Af saltkjöti hefur verðhækkunartollur (tæpar 30 þús. kr.) verið greiddur af 17 þús. tunnum. Er það' töluvert meira en árið 1916, er tollur var að eins greiddur af 7600 tunnum. Ákvæðisverðið í lögun- um, sem var tollfrjálst, var 78 kr. tunnan. Verðhækkun þar yfir hefur verið á útflutta kjötinu árið 1917 nálega 1 milj. kr. eða kr. 57.85 á hverri tunnu. Meðalverðið á tunnunni hefur þá verið kr. 135.85 (1916: 131.42, 1915: 122.69), en tollurinn á tunnu kr. 1.74 eða l.s% af verðinu. Árið 1917 gekk allur kjötútflutningurinn gegnum hendur kjötsölunefndarinnar og nam liann alls 19 832 tunnum, er allar voru seldar til Noregs. Af allskonar ull hefur verðliækkunartollur (rúml. 10 þús. kr.) verið greiddar af 312V2 þós. kg. Tollfrjálst verð samkvæmt lögunum var 2 kr. fyrir hvert kg af þveginni vorull, en kr. 1.30 fyrir hvert kg af annari ull. Verðhækkun þar yfir hefur numið á þessari ull rúml. 350 þús. kr. eða kr. 1.12 á hverju kg að meðaltali, en tollur- inn rúml. 3 au. á kg. Af smjöri hafa að eins flust út 1020 kg árið 1917, enda var lagt bann við útflutningi á því 1. mars 1917. Tollfrjálst verð sam- kvæmt lögunum var 2 kr. fyrir hvert kg. Verðhækkunin þar yfir á útflutta smjörinu hefur numið rúml. 1000 kr. eða 1 kr. á kg. Verð- ið á hverju kg hefur þá verið 3 kr. (1916: kr. 2.68, 1915: 2.41), en tollurinn 3 au. á kg eða 1.0% af verðinu. Af saaðargœrum hefur verðhækkunartollur (rúml. 2 þús. kr.) greiðst af 391 þús. kg (miðað við þyngd á þeim ósöltuðum og ó- hertum). Tollfrjálst verð var 1 kr. fyrir hvert kg. Verðhækkun þar yfir hefur numið rúml. 70 þús. kr. eða 18 au. á hvert kg. að með- altali. Meðalverð á gærunum hefur þá verið kr. 1.18 fyrir hvert kg (1916: kr. 1.28, 1915: kr. 1.72), en tollurinn á hvert kg rúmlega % eyrir eða O.s% af verðinu. 723 selskinn hafa fallið undir verðhækkunartollinn árið 1917. Tollfrjálst verð var 5 kr. fyrir skinnið. Verðhækun þar yfir hefur verið á þessum skinnum alls tæplega 900 kr. eða kr. 1.20 á hverju skinni að meðaltali. Meðalverð á hverju skinni hefur þá verið kr. 6.20 (1916: kr. 6.16, 1915: kr. 7.02), en tollurinn rúmlega 31/* au. eða 0.6% af verðinu. 5 hross liafa fallið undir verðhækkunartollinn árið 1917. Toll- frjálst verð á þeim var 120 kr. Verðhækkun þar yfir á þessum hross- um hefur verið 2 900 kr. eða 580 kr. á hverju að meðaltali. Meðal- verð á hverju lirossi hefur þá verið 600 kr. (1916: kr. 221.47, 1915: kr. 190,48), en lollurinn kr. 17.40 eða 2.9% af verðiuu. Þessir 5 hestar voru fluttir lil Noregs, en auk þess voru 6 hestar fluttir til Banda- rikjanna til reynslu, en sala þeirra mistókst alveg. (úr Hagtíð.). kl. .Jnnsstm fyrv. landritari er sagður orðinn formaður fossafélagsins „Titans", sem er eigandi Þjórsárfossanna, með 12000 kr. árslaunum. Hann dvelur nú í Khöfn. (,,Lögr.“). Prentvillft var í seinasta blaði, þar sem getið var um norðurför Roalds Amundsens. Var sagt, að hann hefði fyrstur komist til «örð«r-heimsskautsins, en átti auð- vitað að vera íwfcr-heimsskautsins.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.