Landvörn - 03.01.1903, Blaðsíða 2

Landvörn - 03.01.1903, Blaðsíða 2
LANDV0EN. menn sjá nú, að menn villtust út í það, að vilja fleygja frá Islendingum löggjafarvaldi þeirra í skiftum fyrir auðvirðilega breyting á fyrirkomulagi umboðsstjórnarinnar, að eins til þess, að nokkrir sérgóðir og ófyrirleitnir uppskafningar gœtu haft von um, að ná völdum og hagnaði fyrir sjálfa sig, þjóð vorri til blóð- ugs tjóns og óheilla. Það sanna var og er, að fáar þjóðir í Norðurálfu munu hafa haft tiltölulega auðsveip- ari og samvizkusamari umboðsstjórn en vér Islendingar höfum haft á tímum gildandi stjórn- arskrár. Lögum alþingis heíir verið hlýtt, all- oftast orðrétt, gerræði hefir því sem nær aldrei verið beitt með því að gefa út reglur eða fyrir- skipanir að þinginu fornspurðu. Hlutdrægni og ranglæti umboðsstjórnar mun alstaðar annars- staðar bera höfuðið hærra, en hér hefir átt sér stað, og enginn getur sagt með neinum sanni, að þjóðarfátækt vor, menningarleysi og fram- taksskortur stafi aðallega af því, að umboðs- stjórn vor hafi ekki gegnt skyldu sinni eða brotið lög á mönnum. Þar á móti er sannleikurinn sá, að póli- tískt þroskaleysi alþingis, sérplægni, festu- leysi gegn ytri áhrifum og persónulegur sundr- angarandi meðal einstakra þingmanna hefir verið og er enn hinn voðalegasti þröskuldur fyrir framförum Islendinga og þjóðlegri vel- megan. Því næst hefir í sjálfri löggjöf lands- ins staðið annað ljón á vegi fyrir þjóðþrifum vorum og það eru yfirráð Danastjórnar yfir vilja alþingis, þá sjaldan er marist hefir í gegnum þingið eitthvert lagaboð í þjóðlega átt, eitthvert orð af viti frá fulltrúaþingi voru, er miðaði að sannri velferð Islendinga sem sér- stakrar þjóðar. Hinn fyrri þröskuld, þroskaleysi alþingis, átti þjóðin að geta komist yfir með tímanum. Vér vorum á bernskualdri í stjórnmálum og þess var ekki að vænta, að svo smá þjóð með svo feiknamikíð ætlunarverk gæti strax fengið þroskað þing. En það átti að vera prófsteinn og eldraun Islendinga um það, hvort þjóð vor ætti rétt til sjálfstæðs lífs, ætti rétt til að halda merki sínu fram með forna tungu, þjóðerni og siði, hve snemma oss tækist að reisa upp af almenningi hyggið, stefnufast alþingi með ís- lenzkum anda og þó jafnframt með virðingu fyrir reynslu og vísindum annara þjóða. Þannig átti að „byggja land vort með lög- um“ og þess sýnast öll merki, að viðreisn al- þingis hafi nú verið nálæg — bæði af því, að löggjafarsamkomur geta ekki sokkið dýpra í óþinglegri ringulreið og barnaskap en nú er orðiö hér og líka af því, hve rótgróinn viðbjóð og lítilsvirðingu fjöldi manna hefir nú fengið á framkomu fulltrúa vorra, er áður voru. Upp af þeim rústum hefði hlotið að rísa þjóð- legra og hyggnara þing. En þá er hinn síðarnefndi þröskuldur, yfir- ráð dönsku stjórnarinnar yfir löggjöf vorri. Þeim þröskuldi átti alþingi Islendinga að fá rutt úr vegi og linna aldrei á kröfu um það fyr en því var orðið framgengt. Án þeirrar meginbreytingar átti aldrei að taka á móti því að haggað væri við stjórnarskránni og umþessa kröfu átti þingið fyrst og fremst að geta komið sér saman, hvað sem flokkaskipun í innanlands málum leið. En enginn getur sagt, að alþingi Islendinga hafi sýnt flokkadráttarlausa staðfestu, um svo langan tíma i þessu máli, að þingið hafi með því getað áunnið sér virðing Danastjórnar. Meira að segja voru vitleysur þær, er komu frá þinginu í ýmsum sérmálum þess svo hrapal- legar og sýndu svo mikið mentunarleysi, að það var naumast furða, þótt Danastjórn hryllti við því, að sleppa tökunum af slíku þingi. Ræður þingmanna, tillögur og atkvæði voru yfirleitt á þann veg, að hyggnari mönnum hlaut að finnast land vort i voða þann dag, sem slík- ir menn hefðu orðið einráðir um velferð lands- ins. En þrátt fyrir þetta allt var tírninn og lífið fyrir höndum til þess að halda kröfunni fram til þess að sýna síðar, að þjóð vor verðskuldaði að fá kröfunni framgengt. Þá tekur þingið 1902 hið skreflanga spor út yfir öll þau mörk, sem þinginu voru sett og vill skjóta loku fyrir það, að vér getum nokkru sinni síðar komist yfir þann þröskuldinn — yfirráð Danastjórnar . í sérmálalöggjöf vorri. Því þó svo kynni að fara, að einhver þjóðlegur þingmaður risi upp síðar með hyggilegar tillögur til þess að auðga íslendinga sjálfa af auðsupp- sprettum þeirra eigin lands, þá væri auðgertað þagga hann niður með einu orði, einni bend- ingu frá ríkisráðherranum um lögfestinguna, um jafnrétti samþegnanna á Islandi — svo framar- lega sem þinghneyxlið 1902 verður endurtekið. En spor alþingis 1902 gengur jafnvel enn lengra. Hinir skammsýnu fulltrúar, fylgismenn sér verri manna, hafa beitt höfðatölu sinni til þess að reyra að þingi Islendinga á komandi tímum það helsi erlendra áhrifa, sem þyrfti miklu fjölmennari og þroskaðri þjóð en Islend- inga til þess að slíta af þinginu aftur. Allir möskvar eru svo riðnir í nýja fyrirkomulaginu og allir önglar eru svo egndir, að dragast munu af sjálfu sér að hinni nýju stjórn allir hinir óþjóðlegustu, sérplægnustu smjaðrarar útlenda valdsins, sem þjóð vor á til — og hér eru í fárnenninu næg efni í slíka menn. Á eina hlið vofir yfir hverjum þeim Islendingi, er vill reisa sig þar á eftir með þjóðleg nýmæli, hlífð- arlaus og eindregin óvinátta erindrekans danska. Á aðra hlið blasir við hverjum þeim, er leggja vill hönd að niðurlæging Islendinga, í þjóðernis- lausa auðmýkt við ríkispólitíkina dönsku, endur- gjald bitlinga, embætta og náðar, frá háborði erindrekans. Getur nokkrum blandast hugur um, hvern veginn þeir muni fremur kjósa síðar, sem lögðu svo auðsveipir niður eyrun 1902, þegar þeim var skipað að viðurkennast undir löggjöf ríkisráðsins danska í sérmálunum ? Rit þetta mun vægðarlaust og hispurslaust flytja hverja rökstudda grein frá góðum drengj- um á Islandi, er vilja taka í þann streng að reisa þjóðina undan fargi og kúgun þessara ó- hafandi leiðtoga. Persónulegar skammir mun verða forðast að láta blandast inn i umræðurn- ar, enda þðtt varla sé hægt að gera sér miklar vonir um, að þeir sömu menn, er gert hafa ís- lenzku þjóðinni hina hróplegu smán og hneysu með uppgjöfmni 1902 verði svo smekkvísir að taka skammalaust á móti neinum réttlátum dómum um gerðir þeirra. Á hinn bóginn er rétt að geta þess einnig, að það álítzt ranglátt að gefa ekki bneykslisleiðtogunum i fullum mæli hverjum um sig, sem til þess vinnur sérstaklega, rækilegt endurgjald fyrir skammir og getsakir af því tagi, sem þeir eru vanir að láta fylgja ræðu sinni um opinber málefni. „Heimastjórnin^ er ekki sjálfstjórn. Það felst í orðinu sjálfstjórn, að þar er átt við þá stjórn, sem þeguarnir sjálfir hafa ráð yfir samkvæmt sínum eigin lögum. Og í því er aftur trygging þess, að stjórnandinn verði þannig valinn, að hann sé hæfur til að koma fram vilja þegnanna og að valdi hans verði vel fyrir komið. Það má telja þrjú aðalskilyrði þess, að stjórn sé vel fyrir komið. Fyrsta skilyrðið er, að stjórnandinn sjálfur sé óháður boði og banni annara hagsmuna heldur en þeirra eða þess félags eins, sem hann er settur yfir. Annað skilyrðið er það, að stjórnandinn sé í sjálfn sér vel hæfur til þess að gegna akyldu sinni. Hið þriðja megiuskilyrði er, að stöðu stjórnandans sé svo fyrir koinið, að honum veit- ist létt að afla sér þ e k k i n g a r á kröfum og högum þegna sinna og að honum veitist það auðvelt að beita þvi valdi vel og öfluglega, sem honum er fengið í hendur. Alþingi hefir á siðustu árum virzt hafa augun opin að nokkru leyti fyrir hinum tveim síðasttöldu aðalskilyrðum þess, að íslandi verið stjórnað þolanlega. og þó er það einkum hið allrasíðasta skilyrði. sem fjöldi þingmanna hafa lagt meata áherzlu k. Á þinginu hafa komið fram mjög margar og mismunandi skoðanir í þessar áttir, en þó má segja, að flokkur hafi fyrst myndast í þing- inu til þess að koma fram pólitiskum kröfum í þessa stefnu, þegar tillaga dr. Valtýs var borin upp á þinginu 1897. Áður hafði þingið í sjálfstjórnarkröfum sín- um haldið fram fyrirkomulagi, er átti að tryggja Islendingum öll hin ofangreindu þrjú höfuð skilyrði þess, að landstjórnin gæti sannarlega kallast frjáls og þjóðleg, eða með öðrum orðum gæti kallast sannarleg sjálfstjórn. Með hinni pólitisku hreyfingu Valtýs í stjórnarskrármálinu var lagður hyrningarsteinn- inn undir það frumvarp, scm Danastjórn hefir nú tekist að smeygja inn á þingið undir þögn og samþykki fuiltrúa þeirra, er þar sátu síðast. í þvi frumvarpi er byggt ofan á hyrning- arsteininn algert afnám þeirrar kröfu frá hálfu íslendinga, að æðsti stjórnandi landsins í sér- málum þess skuli vera óháður útlendu valdi. Hin svo kallaða Valtýska fór ekki lengra en svo að láta af þ e s s a r ij kröfu til endurbóta á stjórnarfarinu, en hið sameinaða samþykktar- atkvæði síðasta alþingis lét það skýrt tekið fram, að slíkri kröfu skyldi ekki verða hreyft framar. Með þessu var útkljáð allt tilefni til deilu milli hinna fyrri pólitisku flokka um það, hvort þögn Valtýskunnar merkti samþykki á innlimun sérmálanna eða ekki og virðist auð- séð á orðalagi síðasta stjórnarfrumvarpsins að Dönurn hefir þótt þögnin ótryggilegri viður- kenning, heldur en þau beinu, skýru ákvæði, sem báðir flokkar hafa nú fallist á. Það er afarnauðsynlegt, að allir þeir góðu íslendingar, sem vilja hið bezta í þessu rnáli, geri sér vel ljóst, að hið nýja fyrirhugaða stjórnarfar vantar það fyrsta, nauðsynlegasta meginskilyrði þess, er felast verður í sannri sjálfstjórn. Þá fyrst, er þeir hafa gagnskoðað þenna höfuðgalla þes3a nýja fyrirkomulags, geta þeir dæmt um, hvort hinar aðrar tvær aðal- kröfur til stjórnarbótar geta nægt oss og þá geta þeir einnig að síðustu dæmt um, hvort nýja fyrirkomulagið hefir í raun réttri komið ár iandsmanna vel fyrir borð í þeim tveim megin- atriðnm, sem síðast voru talin. Ég skal fyrst nefna þá kröfu til góðrar sjálfstjórnar, að trygging sé fyrir því, að stjórn- andinn sé vel hæfur að mannviti og öðrum kostum, er góðum stjórnanda eru nauðsynlegir. Þessi trygging fæst með því í frjálsum stjórnarskipunum siðaðra þjóða nú á dögum, að fulltrúasamkomur þjóðanna geti átt öflugan þátt í því að koma þeim mönnum til valda, er hafa reynst hæfir menn. Löggjafarþing Norðurálfumanna, er búa við takmarkað kon- ungsveldi, ala upp flokksforingja eða þiughöfð- ingja, er vinna sér fylgi meiri hlutans og eiga þeir þá í vændum að verða ráðunautar konungs- valdsins, er fyrri stjórnendur njóta ekki lengur þjóðhylli í því félagi, er þeir hafa stjórnað. Hvernig er það tryggt með hinu nýja fyrir- komulagi, að meiri hluti þjóðar og þings á ís- landi geti ráðið því á komandi tíinum, hvern mann þeir fá skipaðan í hinn æðsta valdasess vorrar innlendu stjórnar? Til þess að gera sér vel ljósa kosti og lesti fyrirkomulagsins í þessa átt er bezt að hugsa sér, hver málefni þau aðallega mundu verða, er kynnu að reisa eða fella þjóðhylli hins fyrirhugaða íslandsráðgjafa. Það er ekki líkindi til, að framkvæmd ráðherrans á umboðs- vahlinu innaniands mundu geta valdið miklu í því máli. Þó ráðherrann reyndist of góður vinur vina sinna við embættaskipun eða útbýt- ing annarra opinberra hlunninda á almanna

x

Landvörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landvörn
https://timarit.is/publication/195

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.