Landvörn - 03.01.1903, Page 4

Landvörn - 03.01.1903, Page 4
4 LANDY0RN sé með lögum gerður meðlimur ríkisráðsins. Pví hvaða ráð eða nefnd er þannig skipað, að einn geti verið óháður atkvæði hinna með- nefndar- eða samráðsmanna sinna? Pó þeir hefðu haft rétt að mæla, sem héldu því fram, að engin sameiginleg ákvörðun væri gerð um málið í ríkisráðinu sjálfu, þá hefði það ekki haft hina allra minnstu þýðingu í deilu vorri um afleiðing lögfestingarinnar. Aðalatriðið hlaut að vera það, að ráðgjaflnn er háður samráði og atkvæði ráðaneytisins alls og hitt var þýðingarlaust á hvern hátt eða með hverju formi slíkt samráð er látið koma frarn. Pað er engin afsökun fyrir þessa falskenn- ingu, sem áður var nefnd, þó hver ráðgjafi sé auðvitað látinn ráða mestu nm málefni þau, sem falla sérstaklega undir verkahring hans svo lengi sem engin sérleg ástæða er til þess fyrir hina ráðgjafana að taka í strenginn. Slíkt myndar enga löglega, óháða sérstöðu fyrir hann og þetta atriði gat aldrei komið til neinna greina í deilu Islendinga ura stöðu ráð- herrans af því, að kappsmál vor öll hljóta að meira eða minna leyti að koma til athugunar fyrir ráðaneytið danska, sem vakir þar yfir hagsmunum þjóðar sinnar gagnvart fjarlægri, erlendri þjóð, sem Danir vilja græða á. Hryggilegt er það sannarlega, að einmitt villukenningamar um ríkisráðið, sem eru svo bersýnilega röklausar, skuli hafa valdið því hneykgli, sem fram er komið í stjórnarskrár- málinu. Pað er mikill ábyrgðarhluti fyrir menn, sem eru annaðhvort of óvitrir eða ófyrir- leitnir til þess að geta sagt sannleikann, að gjörast til þess að villa þannig sjónir fyrir þjóð sinni á móti velferð hennar í öðru eins máli og þessu. Civis. Sáttmálarnir. Stærsti ókosturinn á stjórnarskrárfrum- varpi síðasta þings var sá, að tekið var þar fram sérstaklega að bera skyldi sérmál íslands upp í ríkisráðinu. Og íari svo, að þetta verði endursamþykkt á næsta þingi má vel kalla samþykkt þessa „nýjasta sáttmála“, þar sem landsmenn játast nú í fyrsta sinni, síðan ísland byggðist, að lögum undir yfirráð útlendra þegna. Fjölmennur fundur var haldinn í Reykjavik, áður en alþingi samþykkti frumvarpið og var þar skorað á þingið að fella lögfestiugarákvæðið burtu, en þingmenn reyndust ófáanlegir að sinna þessu. Afsakanir þingmanna voru þó fremur magr- ar og lítið í þær spunnið. Yar hin helzta sú að íslendingar fengju þá enga stjórnarbót, eu það var að sönnu óreynt, hvort ráðgjafinn hefði þorað, þegar til hefði komið, að halda sínu fram, þó það væri hyggilegt af honum að veifa þess- ari hræðu framan í þingið, svo reynt yrði til þrautar, hve langt nú væri unnt að komast með niðja þeirra, er gerðu gamla sáttmála. 1 öðru lagi var það hol og ísjárverð viðbára, að ann- ars fengjum vér enga stjórnarbót, því eftir var þá að athuga, hvort frumvarpið með lögfestingarákvæðinu er sönn stjórn- arbót eða ekki. Sumir þiugmenn héldu því fram, að ríkis ráðsákvæðið hefði enga þýðingu, hvorki til góðs né ills fyrir íslendinga vegna þess, að mál vor hefðu að undanförnu verið borin upp í ríkisfáðinu. En léttvæg þykir mér einnig þessi viðbára. Menn eru kouinir harla langt, þegar þeir segja, að réttur og iög hafi enga þýðingu, af því lögum og rétti hefir verið traðkað að undanförnu. Polnari menn og þrautber.ri geta komið síðar, er hrinda af sér rangri framkvæmd og lagabrotnm. Og til hvers eru þá þingmenn að semja ný lög um stjórnarfar landsins. fýrst þeir segja að rétturinn sé einskisvirði? Má þá ekki einnig traðka þeim lögum eins og hinum eldri? Og loks rná geta þess að þingmenn þurftu ekki að fara lengra, en að veita eftirtekt ákefð ráð- herrans eða réttara sagt Danastjórnar til þess i að fá nú ’íslendinga á þann glapstig að semja I „nýjasta (og síðasta) sáttmálann“, þ. e. algerða uppgjöf landsréttinda vorra. Þeir máttu vita að ráðherrann danski vissi fullvel hvað hann fór og hafi lögfestingarákvæðið þýðingu fyrir Dani, þá hefir það þúsundfalda þýðingu fyrir íslendinga. Peir fáu þingmenn, er hugðu það rétt, að mál vor séu lögð undir ríkisráðið, vírða að vettugi bein ákvæði stjórnarskrárinnar frá 1874, auk þess sem þeir virða að vettugi landsrétt vorn allan frá elztu timum. í 1. gr. stjúrnar- skrárinnar steudur með skýrum orðuin, að ís- land skuli í sérmálunum h a f a 1 ö g g j ö f o g stjórn út af fyrir sig. Þau orð samrýmast ekki við það, að ríkisráð Dana taki þátt í sér löggjöf vorri. Ennfremur stendur í stjórnar- skránni: „Konungur hefir æðsta vald yfir ölllum hinum sérstaklegu málefnum lslands“ o. s frv. Pau orð geta ekki samrýmst tilhlutun ué yfirráðum danska ríkisráðsins í umboðslegum sérmáluin vorum. Loks er sagt svo í stjórnar- skránni, að ísland taki engan þátt í löggjafar- valdinu að því er snertir hin almenn mál- efni ríkisins á meðan það ekki hefir fulltrúa á ríkisþinginu. Pessi orð ríða í beinan bága við ríkisráðssetu hins íslenzka ráðherra og hefir því ckki hingað til verið veitt nægileg eftirtekt hve skýrt og þýðingarmikið sönnunargagn þetta síðastnofnda ákvæði er fyrir sjálfstjórnarrétti íslendinga í sérmálunum. Að því sem mér er kunnugt, hafa allir helztu stjórnmálamenn vorir að undanförnu og þar með einnig flestir þeir, er atkvæði greiddu á Oðasta alþingi verið á því að ríkisráðsafskipt ín af sérmálum vorum, væri hinn helzti og fyrsti hnútur, er leysa þyrfti, rf vér skyldum taka nýrri stjórnaibót. 0g svo mikið sem íslcndiug- um hefir þótt til þessa korna, svo mikið þykir nú ráðgjafanum einnig undir því komið, að þetta þrætuatriði verði burtfellt til fulls. Hann vissi vel, að mikill ágreiningur átti sér stað á meðal íslendinga um frumvarpið frá 1901 og þótti tvísýnt, að það yrði aftur samþykkt Tók ráð gjafinn því til þeirra ráða, að gefa íslendingum kost á að fá að velja um tvö frumvörp, en lét svo um hnútana búið jafnframt, að hið síðara frumvarp er að öllu samtöldu ekki annað en uppsuða af öllum þeim stórgöllum og hættuá- kvæðum gegn þjóðfrelsi íslendinga, er mótstöðn- monu frumvarpsins frá 1901 fundu því til foráttu. Ráðgjafinn hefir nú ef til vill búist við að „þjóðlega“ stjórnmálaflokknum mundi ganga illa að renna binu síðara frumvarpi niður breyt- j ingalaust, enda þó framkoma ráðgjafans sýni : að hann hefir okki veríð mjög trúaður á stjórnvísi þess flokks. En til þess að tryggja sér mótspyrnu | laust samþykki alþingis, veifaði hann „valdboð- j inu" að því — og það hreif. En þó að þingmennirnír 1902 reyndustsvo, er ég þeirrar vonar, að góðir menn sjái, hve j háskaleg villa það var af þinginu að láta ekki að áskorun Reykjavíkurfundarins. Ættu lands- menn nú að minnast þess vel, sem Jón Sigurðs- son tók svo ríkt fram og ýmsir aðrir síðan hafa sagt, um réttindi þau, sem oss voru áskil in og varðveitt með gamla sáttmála frá 1262. Vér höfum hvorki gengið undir stjórnarráð Norðmanua eða Dana, sízt að því er snortir sérmál lands vors, vér höfum gert frjálsan samniug við konunga þessara ríkja, sem frjáls- ir þegnar áður, eu með hiuum nýjasta sátt- mála þingsins 1902 vilja nú nokkrir íslenzkir menn gerast svo djarfir að lögfesta oss uudir yfirráð annnara konungsþegna, einnig að því, er snertir sérmál landsins. Pá yrðum vér ekki lengur frjálsir þegnar, heldur þrælar Dana. íslendingar! Nú er um tvent að velja, að glata sérstökum þjóðréttindum vorurn öllum fyrir fult og allt, gerast svo miklir ættlerar forfeðra vorra að gefa upp áskildan rétt vorn allan er hinn gamli sáttmálí og síðari sainning- ar við konunga vora veita oss, eða taka í hinn j sama streng sem Reykjavíkurfundurinn á síðast- j liðnu sumri og krefjast þess af fulltrúum vor- j um, að þeir felli bnrt lögfestingarákvæðið og kaupi enga yfirskins stj irnarbót fyrir rétt niðja vorra á ókomnum tímum því að falskur friður verður aldrei varanlegur. Reykjavík, 2. jan. 1903. Atli. „Austri" um ríkisráðsákvæðið, „Austri“ á heiðurinn af þvi, að hafa fyrst- ur íslenzkra blaða viðurkennt málfrelsi manna í stjórnarskrármálinu. Eins og kunnugt er, voru þjóðfulltrúarnir á síðasta þingi ekki á því, að landsmönnum væri leyfilegt að ræða gjörðir þeirra. Þeir voru fyrirfram fullir af heilagri vandlæting gegn slíkum ofdirfskumönnum, er leyfðu sér að segja eitt orð um stjórnarbótina þeirra. Reyndar mátti lesa út úr orðum þeirra að þeir vildu ekki meina íslendingum að taka til máls svo framarlega sem þeir féllust áallt, hvert einasta orð breytingarlaust, sem fulltrú- unum þóknaðist að samþykkja. Og það skein jafnvel út úr orðum þeirra og gjörðum, að þeim virtisf þetta vera nægilegt málfrelsi handa hiu- um „óviðkomandi“ utanþingsmönnum, sem ekk- ert varðaði um rnálið annað, heldur en það eitt að leitað verður til þeirra fyrir siðasakir um atkvæði til þess að kjósa hinar sömu þjóðfréls- ishetjur aftur, svo að þeir geti sagt amen í ann- að sinn við dönsku tiiiögunni um innlimun ís- lands í ríkið. En því er ver, friðarástandið, samkomu- lagsandinn á íslandi er ekki orðinn fullkominn enn, mönnum íinst ekki öllum það vera mál- frelsi, að mega tala eins og þjóðfulltrúunum okkar þóknast að bjóða oss að tala. Qg þetta hefir „Austri“ fundið, þar sem hann tekur sig út úr hópnum og flytur ritgerðir Eiríks meist- ara Magnússonar, jafnframt því sem hann við- urkennir þjóðrækni og hæfilcika höfundarins, þrátt fyrir það, þótt hann taki ekki undir í „halleluja“-kór inulimaranna dönsku. Þess var að vænta af „Austra“, að hann riði á vaðið. Mörg önnur blöð eru of fast tengd i einingarbandi fulltrúanna til þess að nokkur von sé, að þau viðurkenni nú, að þjóðin hafi frjálsan umræðurétt í þessu máli. Löggjafar- dýrðin ljómar yfir hverjum mági, mágs mági og vinar vini hinna ódauðlegu þjóðhertoga þessa síðasta alþingis. Áður var siður að gera mun manna á alþingi. Dýrðinui var skift eftir því, hve raishlýðnir menn voru þar við skipanir eða bann stjórnar sinnar, en nú er ljóminu jafn yf- ir öllurn. Heimskasta þingfífiið glampar eins og Móses er hann kom af lögmálsfjallinu, hlið við hlið með hinum andlegu afbrigðum og fram- úrskarandi ágætismönnum, sem þjóðin sendi á þing við síðustu kosningar. Nú eru allir sem hlýddu banni ráðherrans jafnspakir og snjallir, ekki af því að ágætismennirnir hafi gripið nið- ur fyrir sig, heldur af því að þeir, sem voru upphaflega skapaðir flón meðal fulltrúauna urðu æðri þekkingar og vits aðnjótandi 1902. Með þessu lagi breiðist ljóminn út yfir landið — en því er svo varið, að glampanum hefir slegið einhvern veginn öðru vísi á „Austra“, heldur en á sum önnur máítól leið- toganna. Og þeir, sem hafa ekki bendlað sig enn við þvögu jábræðranna kunna „Austra“ þakkir fyrir. Hann hefir stigið fyrsta sporið, sem er að viðurkenna og virða réttar röksemd- ir og af því leiðir aftur hið næsta, sem er að viðurkenna yfirburði sannleikans yflr rangt mál. (H). Útgefandi félng citt t Begkjavílc. Ritnofnd kosin af félaginu: * Einar Benediktssnn, Einar Ounnarsson, Benedikt Svtinsson. Afgreiðsla blaðsins er í Kirkjmtrœti 4, II (Jósafat JónassonJ. Abyrgðarmaður gagnvart prentfrelsislögunum: Einar (íunnarsson, cand. phil. Eélagsprentsmiðjan 1903.

x

Landvörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landvörn
https://timarit.is/publication/195

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.