Alþýðublaðið - 23.05.1963, Blaðsíða 8
.1
ra fólkið skemmtir sér
Kvenfélag Alþýðuflokksins hélt
sí'ðastl. mánudagskvöld skemmtun
í Iðnó fyrir eldra fóik. Var hún
mjög vel sótt og skemmtu gestir
félagsins sér prýðisvel.
Formaður félagsins, frú Soffía
Ingvarsdóttir setti skemmtunina
og bauð gesti velkomna. Síðan
var sýnd íslenzk kvikmynd. Árni
Tryggvason og Klemens Jónsson
fiuttu bráðsnjallan gamanþátt og
Ilaukur Morthens og félagar
sungu og léku við mikinn fögnuð.
Síðau voru bornar fram kaffiveit-
ingar og að lokum var stiginn
dans af miklu f jöri fram yfir mið-
nsétti.
Efri myndin sýnir hljómsveit-
ina er lék fyrir dansinum. Rondo
tríó, undir stjóm Matthíasar
Karelssonar. Leikur þeirra félaga
þótti með afbrigðum fjörugur og
skemmtilegur. Neðri myndin sýn-
ir nokkurn hluta gestanna á dans
gólfinu. 1 ®
Kjarnorkuv
BAKSVIÐ umræðnanna um
kjarnorkumál á fundi NATO-
ráðsins í Ottawa í vikunni er
óttajafnvægi það á sviði kjarn
orkuvopna, sem varð til á árun-
um milli l&r',5-60. Það, sem gerð
ist var, að Rússar stóðu ja-fn-
fætis Bandaríkjamönnum sem
kjarnorkuveidi. Bæði stórveld-
in voru fær um að baka hvort
öðru tjón, sem nálgast mundi
útrýmíngu.
Fræðimenn kjarnorkualdar
hafa skýrgreint þetta ástand ná
kvæmlega, en hér skal látið
nægja að draga mikilvægustu
ályktunina fram í eiuföld’i
formi. Evrópuríkin í NATO geta
ekki lengur verið örugg um að
njóta verndar kjarnorkuherafla
Bandaríkjanna. Bandaríkin geta
ekki hætt á útrýmingu til þess
að koma bandamanni til njálp-
ar. Óttajafnvægið snertir því
Bandaríkin og Sovétríkin enn
fyllilega — en ekki bandamenn
stórveldanna.
styrk eingöngu cða slíkum ber
styrk auk taktískra kjarnorku-
vopna eða með strategiskum
kjarnorkuvopnum — en aðcins
ef öll sund væru lokuð.
★
Af ástandi þessu hafa verið
dregnar ýmsar ályktanir. Banda
ríkin hættu við að grundvalia
hernaðarferð sína á „öt’lugri
gagnárás“ og hölluðust t pess
stað að sveigjaulegri vörnum.
Það varð að terffa hægí að
mæta árás með öðrum leiðurn
en kjarnorkuvopnum og þess
vegna var fallizt á aö styrkja
hina venjulegu hlið landvarn-
Ottajafnvægiff hefur einnig
sínar pðlitísku afleiðingar, m.
a. vegna þess, að Bandaríkin
og Sovétríkin hafa svo gifur-
lega mikla ábyrgð á að koma í
veg tyrir hörmungar. Þetta leið
ir í áttina tii beins sambands
milli Rússa og Bandarikja-
mannpj bandamör<hum þeirra
á bak, og segja má aff beina f jar
skiptasambandið á milli Kenne-
dys og Krústjovs sem ráðgert
er, sé táknrænt fyrir þetta á-
stand.
Þetta hefur leitt til tortryggni
bjá Þjóðverjum gagnvart könn-
nnarviðræðum Rússa og Banda
ríkjamanna um Beriínatmálið
og óánægiu hjá Frökkum vegna
viðræffnanna um tilraunabann.
Gagnrýni Kínverja á stefnu
Moskvu-stiórnarmnai1 snertir og
þetta ástond nokkuð. Kínverjar
njóta ekki fullkomins stuðn-
ings Rú=<;t í deilunni við For-
mósu, og Bandaríkjamenn
sviku Breta og Frakka i Súez-
deilunni.
Bandaríkjamenn báðu bantla
menn sína í Evrópu að gera
slíkt hið sama og áranguiinn
hefur líka orðið sá, að yíirhers
höfðingi NATO hefur nokkuð
fleiri herfylki undir sinni stjórn
en fyrir nokkrum árum.
Aðalhugmynd McNamara,
landvarnaráffherra I varnarmál-
unum er að hafa um sem flesta
möguleika að velja í alvarlegu
ástandi. Það fer allt eftir tcg-
und kjarnorkuárásarinnar,
hvort velja mætti á milli þe-s
að verjast með </enjulegum her
Viðbrögðin í nokkrum höfuð-
borgum Evrópu hafi verið á þá
lund. aff Bandaríkin sén ekki
eins áreiffanlegur bandamaður
og áffur fyrr. Bandaríkjamen .1
geti hugsaff sér aff gera Ame-
ríku vígvelli, en vilji hlífa
bandarísku landssvæði. Rússar
kunni gera árás á Vestuv-
Evr'n-i on meff þegjandi ■••ara-
þykki milli valdhafanna í
Moskvu og Washington. muni
þeir b'ífa landssvæðum livors
annars og hey.ia striðið á ev-
rópskum vígvclli.
Eina le ffin til þess að koma
í veg fvn’r slíkan möguleika sú
að Evrópuríkin útvegi sér sjálf
kjarttori-uvonn. Þá muni verða
hægt aff hræffa Rússa, þar eff
SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ANDORRA
LEIKRITIÐ Andorra hefur nú
verið sýnt 15 sinnum í Þjóffleik-
húsinu og verffur næsta sýning laug
ardagskv. Leikurinn verffur affeins
sýndur 4 sinnum enn þá hér í
bænum, því að í byrjun næsta mán-
aðar verður farið í leikför út á
land með Andorra. Fýrst verður
sýnt í nágrenni Reykjavíkur, en
síðar verður sýnt á Nórður- óg
Austurlandi.
SAMTRYGGING íslenzkra botn-1
vörpunga verffur 40 ára á laugar-
dag, en samþykktir félagsins voru
samþykktar 25. maí 1923. Hug-
myndin að stofnun slíks félags
kom fram á fundi í Félagi íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda í janúar;
þ. á. og var það Ólafur Thors, sem j
henni hreyfði, en áffur hafði
Gunnar Egilsson, skipamiðlari,
unnið aff því aff koma slíkum fé-
Iagsskap á meff samtrygginguna í
Fleetwood í Englandi aff fyrir-
mynd, en skipt skyldi viff Lloyd’s
tryggingamarkaffinn í London. —
Markaffi stofnun Samtryggingar-
innar nýtt spor í sjóvátryggingum
fiskiskipa hér á landi.
Andorra hefur hlotið mjög góffa
dóma og er talin sérstæð og vönd-
uð sýning og leikritið flytur boð-
skap, sem á erindi til ailra.
Samtrygging íslenzkra botn-
vörpunga er gagnkvæmt ábyrgð-
arfélag, sem skiptir upp tekjuaf-
gangi að fullu félagsmanna. Fyrsti
stjórnarformaður félagsins var
Samtrygging ís-
lenzkra botn-
vörpunga 40 ára
Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri
Alliance h.f., en ritari var Kjart-
an Thors, sem átt hefur sæti í
stjórninni síðan og er nú stjórn-
aríormaður.
Félagið annast nú tryggingu 17
skipa, en eitt fórst 1955, Til ársins
1960 nam tapið af tryggingum síð
an 1947 um 121 þús. sterlings-
pundúm, sem méstallt var endur-
gréitt í London, en andvirði nýs
skips með öllum útbúnaði var þá
um 175 þús. pund. Viðhorfið til
skipastólsáhættunnar sýnir því
ljóslega, hversu mikils virði er, og
hefur verið, að ráðstafa slíkri
tryggingu á hinum geysivíðtæka
Lloyd’s-markaði. Til slíkra við-.
skipta hefur félagið notið aðstoð-
ar sömu manna, P. Hardings og
félaga hans í miðlarafélaginu E.
W. Payne & Co.
8 ! 23. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
/