Alþýðublaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 2
•Mrtjönr: Giáll J. Astþórssor (áb) o» Bcnedikt GröndaL—ABstoðarritstjórl BJOrgvln GuCmundsson - Fréttastjórl: Slgvaldl Hjálmarsson. — Simar: M SOð — 14 301 — 14 903. Auglýsingaslml: 14 906 — ABsetur: AlþýðuhúslB «- Bren'smiSja A!þý Bublaðsms. Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 | 4 aaánuB.. 1 luaasulu kr. 4 00 eint. tltgefandi.- Aiþýðuflokkurinn MANNJÖFNUÐUR MAGNÚS KJARTANSSON Þjóðviljaritstjóri ílutti ræðu á kommúnistafundi hér í Reykjavík síðast liðinn sunnudag og valdi henni fyrirsögnina: ; Að vera Íslendingur. Birti hann þetta xnál í blaði , sínu 1 'gær ásamt mynd og þykist bersýnilega góð- : ur af frammistöðunni. I Boðskapur Magnúsar gengur helzt út á það, . að Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sé ekki i nógu góður íslendingur. Rangfærir Þjóðviljarit- , stjórinn í því sambandi ræðu þá, sem menntamála- ; ráðherra flutti á afmæli þjóðminjasafnsins í vetur, i slítur hana og rífur og leggur svo út af henni að j vild sinni. Stundum verður minnimáttarkenndin að eins konar mikilmennskubrjálsemi, og þeirrar I hneigðar mun gæta í afstöðu Magnúsar til Gylfa Þ. Gíslasonar, þó að hann sé annars vel j gefinn maður. Magnús finnur til þess, að hann er talinn einn auðsveipasti þjónn heims- kommúnismans á íslandi og svo snúningalip- ur, að hann skiptir brosi sínu og ást sinni jafnt rnilli Krústjovs, Maós og Castrós. En senni- lega líður honum illa undir niðri. Kannslci finnur hami til samvizkubits? Minnimáttar- 'kenndin leynir sér minnsta kosti ekki. En Magnúsi dettur engan veginn í hug að gera málið heiðarlega upp við sig og aðra. Hjann fellur þvert á móti í freistni þeirrar mikilmennskubrjál- semi að ætla að telja þjóðinni trú um, að hann sé meiri og betri íslendingur en allir aðrir. Þar með er sá vandinn leystur. Og mun nokkur efast um sannleiksgildi þeirra orða, sem Magnús Kjartansson lætur sér um munn fara 1 á kommúnistasamkomu undir fundarstjóm Bryndísar Schram? Fyrr mætti nú vera ó- j svífnin! j Og 9vo þekkir Magnús Kjartansson mann, sem j er auðvitað miklu meiri og betri íslendingur en til j dæmis Gylfi Þ. Gíslason, allt að því jafnoki Magn- úsar sjálfs í þjóðrækni og föðurlandsást. Sá heitir j Þóroddur Guðmundsson og orðaði forðum fyrir hönd kommúnista spurninguna frægu, hvað hann I varðaði um þjóðarhag. Hann fær vitnisburðinn í Þjóðviljanum í gær, en tilefnið er ræða, sem Þór- oddur flutti á Akureyri sama daginn og Magnús har á sig lofið. Þjóðviljinn segir um frammistöðu Jþans: „Ræða Þórodds þótti afburða snjöll og fjall- aði um sjálfstæðismál þjóðarinnar og markaðist af þersónulegu uppgjöri við bernámsflokkana“. Þannig töluðu tvær frelsishetjur sama daginn, önnur hér syðra, hin fyrir norðan — Magnús Kjartansson og Þóroddur Guðmundsson! Ætli fóst urjörðin hafi ekki iviknað? Glæsilegur — Mjúkur — Hentugur — Endingargóíur GANTEX TÍZKUHANZKINN Veitið viðskiptavinum yðar góða þjónustu með því að bjóða þeim eingöngu rúmenska GANTEX hanzka, Við framleiðum þá bæði úr lambskinni (nappa, glasé og sútuðu) og úr svínaskinni. GANTEX RÚMENSK FRAMLEIÐSLA ÓFÓÐRAÐIR ULLARFÓBRAÐIR SKINNFÓÐRAÐIR Ú tf ly t j endur: ■ROMANOlfxPORT 4 Piata Rosetti — Bucharest, Rumenia Símnefni: ROMANOEXPORT — Bucharest HANNES Á HO mdBBgalM i ic Alitaf áhorfandi. i ic Nú kýs ég Alþýðuflokkinn. if Hann vill ekki Framsókn í stjórn. + Nokkrar fyrirspurnir frá borgara. ........................................................................ S.G. SKRIFAR: „í pistlum þín- um birtist liugleiðing írá göml- um manni, sem dvalizt hefur er- lendis og er nýkominn til lands- ins. Finnst manninum erfitt að átta sig á stjórnmálum okkar, og cr það að vonum — Við skiljum þau ekki r.ema stundum. Sjaldan hefur verið jafn erfitt að átta sig á þessu og nú. Við vitum öll, að talað er um viðreisn og viðrelsnar- stjórn, en við getum ekki öll séð, að þetta hafi verið komið í rúst. Stjórn Alþýðuflokksins undir for- yslu Emils Jónssooar, stóð sig ágætlega og hefði áreiðanlega ver- ið öllum fyrir beztu, hefði hún fengið ein, með hlutleysi og stuðn- ingi, að halda áfram sínu þjóð- þrifastarfi. Að vísu var þá ekki alltaf verið að glamra með stór orð, en það var unníð í kyrrþey að vandasömum úrlausnarefnurn. NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN hefur setið við völd i nær þrjú ér, en gengisfelling hefur vorið gerð, og margir tala um, að gengið á krónunni verði enn fellt. — beir eru þó margir sem efa það. Fyrir okkur — almenning — skiptir ekki miklu máli, hvað mennirnir heita eða hvaða flokkur stjórnar, kommúnista tek ég þó undan, þeir hafa annarleg sjónarmið og hættu- leg. Við þurfum að liafa duglega, heiðarlega, réttsýna cg úrræða- góða framkvæmdamenn við gtjórn alls staðar — ekki aðeins í ríkis- stjórn, þótt þar skipíi það mestu máli. Ráðherrar okkar verða allir að berá hug heildarinnar fyrir hrjósti, en ekki síns flokks eða einhverrar liagsmunak’iku. OKKUR FINNST, að ráðherrar megi ekki misnota völd sín við embæt/Ssvéjlingar, svo að eitt- hvað sé talið, en þetta gerist. Okkur finnst ekki hægt að lælcka gengið en lengja vinnudaginn, en nú er svo komið, að lengri vinnu- . dagur en á íslandi mun hvergi fyrirfinnast .á byggðu bóli. Ég á ekki við vinnu sumra í föstum stöðum, heldur allra þinna. Eiuu sinni. yar bönnuð þræla- og lielgi- ■ cíágavinná, aíðan var liöcnuð barnavinna og næturvinna. En nú er þetta að ganga aftur. NÁTTÚRUEEGA GETUR þetta ekki gengið svona lengi. I'ólkið grípur til sinna ráða. En hvcr eru þá úrræðin? Er þetta ekki allt að fara úr böndum? Hækkar ekki kaupið og. eru atvinr.urekendur ekki að bjóða í fólkið? Eru at- vinnurekendur ekki með innbyrð- is skæruhernað og yfirbjóða hver í kapp við annan? Allt á að gera strax. Eða geta atvinnuveitendur greltt miklu liærra kaup en liing að til hefur verið talið fært? Úr þessu fæst víst skorið bráðum. ÚRRÆÐIN ERU ekki mörg, en þó skal bent á eitt — Uklega það eina, sem að gagni má verða, ef rétt er á haldið en það er sparn- aður á öllum sviðum. — ekki að- eins hjá ríki og bæ, heldur og öllum einstaklingum og fyrirtækj- um. Það er ekki vinsælt að tala um sparnað, en það er nú bók- staflega lífsnauðsyn ,ef vel á að fara. Við getum ekki haldið áfram endalaust að eyða og spenna, vera í sífelldu kapphlaupi j-vitleysunni. ‘ NÚ ERU KOSNINGAR fyrir dyrum — Hvern á ég að kiósa? Eru þeir ekki allir eins? Litiil er munurinn stundum. Sjálfstæðis- menn taka hvert stefnumál Al- þýðuflokksins upp á sína arma, og togarar útgerðar borgarinnar heita eftir forystumönnum Sjálfstæðifi- flokksins — lengra komast þeir ekki í bæjarútgerðinni. Þeir fylgja öllum málum Alþýðuflokksins, stundum strax, stundum eiðar en alltaf að lokum. Þeir sjá sem er, að þetta eru allt mál fólksins. EF KOSNINGARNAR fara þann ig, að Alþýðuflokkurínn tapar, en Framsóknarflokkurinn vninur á þá geta Sjálfstæðismena gert eam- vinnu við Framsókn. Þarna er mik il hætta á ferðum, sem öll alþyða manna verður að vera á verði gegn Þeir eru fieiri en ég, sem finnst að forysta Alþýðufloklcsins hafi siundum skort hugkvæmni. Að vísu hafa ágætismenn verið valdir — En hvar er fólkið? ílvers vegna er það ekki með? Eitthvað meira en lítið hlýtur að vera að —ástæð una verðum við að vita. BARÁTTUMÁUIN GÖMI.U eru orðin að veruleika — og fólkið er fljótt að gleyma. En uý -baráttu mál verður að bera íram, áhugl Framh. á 12. síðE Óskum eftir að ráða vana PLÖTUSMIÐI og RAF- SUÐUMENN til stálskipasmíða. Stálskipasmí$|an h.f. Kópavogi Sími 38260. 29. maí 1963 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.