Alþýðublaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 13
Nýtt fiski- skip, Grótta NÝTT og glæsilegt stálfiskiskip kom til landsins sl. laugrardags- kvöld. Heitir það Grótta, og- var smíðað lijá Kaarbös Mek. Verkstad í Harstad í Noregi. Eigandi er Gísli Þorsteinsson, útgerðarmað'ur í Reykjavík, en Eggert Kristjánsson & Co. hef- ur haft milligöngu um sölu skipsins. Skipstjóri verður Guð björn Þorstcinsson, en Mar- teinn Jónasson sigldi skipinu heim og var aðeins 4Vi sólar- hring á leiðinni. Þetta er fyrsta skipið, sem fyrrnefnd skipasmiðastöð Iiefur byggt fyrir íslendinga, en hún var stofnuð skommu eftir síð- ustu aldamót, og hefur byggt fjölda af skipum og þá sérsvak- lega stærri skip. Grótta er útbúin til síldveiða með kraftblökk. Skipið er 225 brúttótonn að stærð, 32,35 m. að lengd og 6,8 m. breitt. Það er byggt eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. — í skipinu eru vistarverur fyrir 15 menn og það er útbúið með kælirúmi og frystikerfi fyrir matvæli. Aflvélin er 600 hest- afla Wichmann-díselvél. Þá er það og búið öllum nýjustu og beztu öryggis- og veiðitækjum. Með skipinu kom liingað nrjrskur verkíræðingur frá skipasmíðastöðinni, — Harald Arntzon. Hann sagði í viðtali við blaðamenn, að þetta skip væri mun betur búið öllum tækj um en norsk skip almcnnt. Nú er skipasmíðastöðin að byggja þrjú skip fyrir íslendinga. Eitt cr af sömu stærð og Grótta, en það hefur Borgarklettur í Sandgerði keypt. Hiu tvö eru nokkru stærri, og eru það Jón Kjartansson á Eskifirði og Har- aldur Böðvarsson á Akranesi, sem kaupa þau. Grótta mun fara á síldveiðar. Efri myndin er af Gróttu fyr- ir utan Noregsströnd, en sú neðri af skipstjóranum, cigand anum og Eggert Kristjánssyni. Sjóvá-iðgjöld námu 93 milljónum 1962 AÐALFUNDUR Sjóvátrygginga- félags íslands h.f., var haldinn föstudaginn 24. maí sl. í húsa- kynnum félagsins í Ingólfsstræti 5. Fonnaður félagsstjórnar, Hail- dór Kr. Þorsíeinsson, skipstjóri, minntist í upphafi fundarins, Ilall gríms A. Tuliníusar, stórkaup- manns, sem var einn af stofnend- um félagsins og í stjórn þess í yfir 20 ár. Fundarstjóri var Svcinn Bene- diktsson, framkv.stjóri, en fund- arritari Axel J. Kaaber, skrif- stofustjóri. Framkv.stjóri félagsins, Stefan G. Björnssón, flutti skýrslu íélags stjórnar um rekstur og hag féiags- ins og skýrði érs’-eikni aga þess. Samanlögð iðgjö'd af sjc-, bruna-, bifreiða-, ábyrgða- og end urtryggingum námu um 88,7 milij. kr., en líftrygp' agum +æplega kr. 4.240.000,00 eða iðgjöld samtals tæplega 93 millj. kr. — 35r það um kr. 13.500.000,00 hærri iíigjalda upphæð en árið 1961. Fastur eða samningsbundinn af sláttur til viðskiptamanna er þeg ar frádreginn í upphæðum þessum, en afsláttur og bónus bifreiðaeig- enda einna nam t. d. tæplcga 4,7 millj. kr. Stæiista tryggingadeihlin er Sjódeildin með nærri 51 niiljjfckr iðgjöld. í tjónabætur voru greiddar nm 51 milij. kr., en í laun og kostnað um 8 millj. kr. eða um 9% af ið- gjöldunum. Iðgjalda- og t.iónavarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir eru nú um 61 millj. kr. Er Lífti-ygg- ingadeddin ekki talin mcð í þess- um tölum. Iðgja’davarasjóðir og vara- og viðlagasjóðir hennar eru hinsveg ar um 47 millj. kr., svo að saman- lagðir varasjóðir félagsins eru nú um 108 millj. kr. Nýtryggingar í Líftryggingadeild inni voru 179 að upphæð 8,1 millj. Við árslok voru líftryggingar í gildi að upphæð um 129 millj. kr. Verðbréfaeign félagsins nam um | 89 millj. kr. við árslok, en lán út j á liftryggingaskírteini um 9,5 millj. Aðalfundurinn samþykkti tillögu félagsstjórnarinnar um útgáfu j jafnaðarhlutabréfa til hluthafa. — Skuldbindingar hlutahafa að upp- hæð kr. 937.500,00 og verða uú leystar inn af viðlagasjóðum féiags ins og innborgað hlutafé með því hældcað í kr. 250.000,00. S+jórn félagsins skipa sömu menn og áður: Halldór Kr. Þor- steinsson, skipstjóri; Lárus Fjel- sted, hæstaréttarlögm.; Sveirn Benediktson, framkv.stjóri; Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og Ingv ar Vilhjálmsson, útgerðarmaður. NÝR kvenfélag I HA8URFIRDI j HINN 29. apríl sl. var stofnað í ■ Hafnarfirði Kvenfélagið „Sunna”. Markmið félagsins er að vinna að mannúðarmálum, hafnfirzkum konum til handa. Innan félagsins mun starfa or- lofsnefnd, sem í sumar eins og undanfarin sumur mun sjá um að starfrækja dvalar- og hvfldar- heimili í Lambhaga, fyrir hafn- firzkar húsmæður. Heimili þetta hefur Hafnar- fjarðarbær rekið undanfarin 8 ár og nú síðastliðin ár einnig fengið ríkisstyrk. Hér eftir mun Kven- félagið „Sunna” reka heimilið með styrk frá ríki og bæ. f Orlofsnefnd voru kosnir eftir taldar konur: Sigurrós Sveinsdóttir Soffía Sigurðardóttir Hulda Sigurðardóttir Einnig var kosið í mæðrastyrks- nefnd, sem mun eftir megni að-1 stoða bágstaddar mæður í bænum. Hana skipa: eftirtaldar konur: Guðrún Sigurgeirsdóttir, Málfríður Stefánsdóttir, Bára Björnsdóttir í stjórn félagsins voru kosnar: Forrn. Guðríður Elíasdóttir Ritari Helga Guðmundsdóttir Gjald. Erna Fríða Berg Meðstj.: Þorbjörg Hallsdóttir og Bára H. Guðbjartsdóttir Framhaldsstofnfundur verður haldinn næstkomandi þriðjudag 28. maí kl. 8.30 í Skátaheimilinu (uppi). Verða þá borin fram lög fé- lagsins og fleira. Hafnfirzkar konur eru hvattar til að mæta á fundinn, til að kynna sér markmið félagsins og velta góðn málefni lið. (Allar hafnfirzk- ar konur hafa rétt á inngöngu i fé- lagið). Sigfús á Mokka SIGFÚS Halldórsson opnaði mál- verkasýningu á Mokka síðastlið- inn sunnudag sem slanda mun i þrjár vikur. Á sýningunni eru 20 myndir, allar frá Reykjavík og allar til sölu. Myndir þessar eru | gerðar með svartkrít og túsch og eru af merkum byggingum hér i bæ. Áhugi Sigfúsar á teikningu vaknaði snemma. Árið 1935 lærði hann teikningu hjá Birni Björns- syni og árið 1944 hélt hann til Eng lands til að kynna sér leiktjöld og málaralist. Sigfús Halldórsson er þjóð- kunnur maður. Nafn hans hefur heyrzt getið í sambandi við mál- aralist, leiktjöld og ekki sízt tón- list, þar sem hann samdi lagíð Litla flugan, sem allir kannast við. Hann hélt síðast sýningu á verk- um sínum í Listamannaskálanum árið 1960. Á þeirri sýningu vortt myndir gerðar með rauðkrít, pa- stell og olíu. Sigfús Halldórsson við eina af myndum sínurn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. maí 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.