Alþýðublaðið - 01.06.1963, Síða 5
R/ETT VIÐ KARL KARLSSON
Þeir eru fáir sem ekki
þekkja hann Karl Karlsson, fyrr
verandi vatnsmann við Reylcja-
víkurhöfn. Þeir sem ekki vita
hver hann er, hljóta að muna
eftir manninum, sem um langi
árabil ýtti á undan sér eins
konar vagrii, sem geymdi
marga metra af slöngum. Karl
gegndi því hlutverki ,að sjá
fiskibátum fyrir vatni og þau
voru mörg sporin, sem haníi
átti við höfnina — annað hvort
með vagninn eða dragandi
slöngur á eftir eér.
Karl er „fullkominn“ Reyk-
víkingur. Hann fæddist hér 28.
janúar 1892, og ólzt upp hjá
móður sinni ásamt tveim öðrum
systkinum. Þegar ég rceddi við
hann fyrir skömmu, sagði hann
mér, að móðir sin, sem liét
Jarþrúður Þórarinsdóttir, hefði
unnið fyrir þeim systidnunum,
þar til þau sjálf gátu firið að
taka til höndunum. Hún vildi
ekki segja sig á sveítinn, og
þess vegna varð hún að vinna
við kola- eða vatnsburö alian
daginn, og á kvöldin arkaði hún
inn í Þvottalaugar og þvoði
þar fatnað fyrir ýmsar fjöl-
skyldur í bænum. Stundum kom
hún ekki heim fyrr en liðið var
langt fram á nótt. Það var erfitt
í þá daga að sjá þrem
börnum farborða, og þá sérstak-
lega þegar ein kona átti í hlut.
Þegar Karl var 12 ára gam-
all hóf hann sína sjómennsku.
Hann réðst sem kokkur í flutn-
ingabátinn ,,To venner,, RE 21,
en hann flutti vörur til hafna
við Faxaflóann. Karl Knrlsson
var fermdur 1906, og þrem dög-
um seinna réð hann sig á bát,
sem var kallaður Kristján síld-
arpungur og hafði tinkennis-
stafina RE 78. Hann var eign
ísfélags Faxaflóa og var á rek-
netum í Jökuldjúpinu. Var
þetta 28 tonna bátur, einmastr-
aður. Árið eftir, eða á r.æstu
vertíð, réð ha.in sig á skútu
sem hét Keflavík. Árið 1911 fór
hann svo á hið fræga skip Kútt-
er Harald RE 113 ,en um hann
hefur verið oirt' kvæði, sem
aílir þekkja og flestir hafa
sungið einhvern tíman. Kart var
aðeins eitt úthald á Haraldi,
en fór síðan til Vestmannaeyja
þar sem hann var fjórar vertíðir
og þar af tvær formaður á Haf-
frúnni VE 122.
Þá hefst nýtt tímahil á sjó-
mannsferli Karls. Hann kemur
til Reykjavíkur og ræður sig á
togara. Var það togárinn Apríl
RE 151, og á honum var hann
í þrjú ár, en þtnn tíma var
Þorsteinn Þorsteinsson, kennd-
ur við Bakkabúð, skipstjóri. Þá
komst hann í siglingar með vél
skipinu Borg, sem rildð átti,
en Eimskip gerði út.
Sigldu þeir meðal annars til
Noregs með saltkjöt, sem sög-
ur herma, að aldrei haíi verið
etið, heldur fleygt í sjóinn
nokkru seinna, þar eð bragðið
af því féll Norðmönnum ekki
í geð.
Að siglingunum loknum fór
hann aftur á togara 1920. Hét
sá Apríl eins og hinn fyrri en
var þá alveg nýr. Þar var nann
einnig með Þorsteini frá Bakka-
búð í þrjú ár, en þá tók Valdi-
mar Guðmundsson við skip-
stjórninni og hjá honum var
Karl í 7 úr. Síðan var hann
nokkur ár í viðbót á öðrum tog-
urum, en kom í land 1932, og
hafði þá verlð á sjó samfellt
í nær 30 ár. Þó ber þess að geta,
að fyrir nokkrum mánuðum fór
Karl á sjóinn með togara, en
öf hár blóðþrýstingur leyfði
honum ekki að fara fleiri en
eina ferð. Hann er þó ákveðinn
í því að reyna aftur þegar þrýst
ingurinn fer að minnka. Þegar
liann gat ekki lengur verið
á sjónum, var það næst bezta
að vera einhvers staðar nálægt
sjó, bátum og sjómönnum. Og
það hefur honurh tekist.
Það er til vísa eftir Jón
Fljótshlíðarskáld, sem segir:
Sjómannslíf á svölum bárum,
sýnir flestum óblíð kjör.
Ég man vel frá yngri árum
eftir margri slíkri för.
Það er liægra og hættuminna
hendur rétta móti auð
inni í stofu og ylinn finna
en að sækja þangað brauð.
Sumir menn eru þannig gerð
ir, að það væri einfaldara að
ætla, að sjór rynni um æðar
þeirra í stað blóðs. Þessir menn
eru haldnir svo ákafri þrá og
löngun til að vera á sjórium,
að það er oft meira af vilja en
getu ,að þeir stunda sjómennsk-
una.
Karl sagði mér, að þegar hann
kom á togarar í fyrsta sinn, þá
hafi engin vökulög verið til, og
þá voru það aðeins, vond veður,
sem veittu sjómönnunum tæki-
færi til að sofa. Annars voru
þeir við vinnu meðan þeir stóðu
uppi. Þegar vökulögin gcngu í
gildi 1922 fengu þeir 6 tíma
svefn. „Það var Jón Baldvins-
son, sem marði þéssi lög í gegn
með einu atkvæði, og það var
ekki um annan mann meira tal-
að og betur á þssum árum,“
sagði Karl.
Árið 1928 báru þrír þing-
mehn Alþýðuflokksins fram nýtt
frumvarp, og samkvæmt því
átti hvíldartíminn að vérá átta
stundir. Náði það fram að ganga
Við skulum láta Karl segja
okkur fleira frá þessurn dög-
um: „Þegar ég byrjaði, vax líf-
trygging sjðmannsins 400 krón-
ur, og var sú upphæð greidd
f tvennu lagi. Þá gerðist sá at-
burður í Kaupmannahöfn, að
kelturakki einhverrar hefðar-
konu varð fyrir vagni og drapst.
Konan kærði ökumanainn og
fékk greiddar 450 krónur í
skaðabætur. Var mikið um þetta
talað hér heima, og þótti lilá-
legt af líf dansks kelturakka
skyldi vera nietið 50 krónum
meira en líf íslenzks sjómanns.“
Fyrstu lögin um slysatrygg-
ingu sjómanna voru sett 1917.
Þá voru örorku- og dánarbætur
ákveðnar, en sjómean urðu þó
að greiða helminginn af iðgjald-
inu. Fjórum árum seinna var
þessum lögum breytt og hækk-
uðu þá allar bætur. 1925 hækk-
uðu bæturnar enn, og þurftu
sjómenn þá ekki lengur að
greiða iðgjald.
En til að fá þessar kjarabæt-
ur þurfti langa og stranga har-
áttu ,og verður sú saga ekki
rakin hér.
Nú er Karl Karlsson rúmlega
70 ára gamall, og býr með konu
sinni á Hrafnistu og þar iíður
honum vel. Hann hefur verið
farsæll maður. Þrátt fyrir langa
starfsævi er hann fullur af lífs
þrótti og orku, og hans heitasta
ósk er að komast á sjóinn. Hon-
um er það nokkur huggun, að
frá Hrafnistu getur hann horft
yfir flóann, sem hann hefur
svo oft átt leið um á skipum
og bátum. Og þegar hann er
ekki á norðan og ekki er verið
að bræða í Kletts-verksmiðj-
unni getur hann fundið sjávar-
lyktina. En það nægir honum
ekki alltaf, því oft má sjá hann
á gangi niður við höfn. — úr.