Alþýðublaðið - 07.06.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 07.06.1963, Side 15
 Síðan kom hann inn aitur fékk sér sæti og sagði: „Segið mér, Mayfield iávarð- ur. þessi þorpari, þessi skugga baldur, þér hafið ekki látið veita honum eftirför?“ Mayfield lávarður yppti óxl- um. Neðst úr garðinum hefði hann komizt út á þjóðveginn. Ifefði bíll.beðið hans þar, hefði liann fljótlega verið kominn úr aug- sýn.“ ! íi i1 ■*'%» „En þá er lögreglan — bif- reiðadeild varðliðsins — “ Sir George greip fram í „Þér gleymiö þv'í lierra Poirot að við getum ekki átt á hættu, að þetta komist á almanna vit- orð. Ef það bærist út, að þess- um áætlunum hefði verið stolið mundi afleiðingin verða mjög óheillavænleg fyrir flokkinn." „Já það er einmitt það. Ekki má gieyma bíessuðum stjórn- málunum. Hin örugga leynd má ekki bregðast. í þess stað gerð- uð þið boð fyrir mig. Já, gott og vel, ef til vill er það ein- faldara." „Þér hafið góða vor. um ár- angur hr. Poirot?“ Það var ekki laust við að það kenndi vafa í rödd Mayfields lávarðar. Hinn smávaxni maður yppti öxlum. „Því ekki það?“ Galúurinn er ekki annar en að álykta — hugsa.“ Hann þagði andartalc og sagði því næst: „Nú þætti mér vænt um að fá að tala vi ðhr. Carlile“ „Sjálfsagt.“ Mayfield lávarð- ur reis á fætur. „Ég bað hann að vera á fóíuiri. Hann ev vafa laust ekki langt undan. ‘ Hann gekk út úr herbecginu. Poirot leit á sir George. „Jæja,“ sagði hann. ,Hvað virðist yður um mannin'.i á stétt inni?“ „Kæri hr. Poirof. Spyrjið mig ekki. Ég sá hann ekki og get því ekki lýsc honum.“ „Það hafið þer þegar sagt. Poirot hallaði pér áfram. En því er dálítið öðruvísi farið er ekki svo?“ „Hvað eigið þér við;“ spurði sir George hvasst. „Hvernig á ég að orða það? Yafi yðar stendur dýpri rót- um-“ Sir George ætlaði að segja eitthvað en hætti svo við það. „Já, auövitað,“ sagði Poirot örvandi. „Látið mig hey ’a. Þið voruð báðir á yzta enda stéttar innar. Mayfield lávarður sér einhvern skugga líða crá glugg anum og yíir gangscéttma. Hvers vegna sjáið þér eklá þennan skugga?“ Carington starði á bann. ,Þér híttuð naglann á höfuðið, hr: Poirot. Ég hef alltaf verið að brjóta heilann um það síðan. Sjáið þér til, ég gæti svariö að enginn maður hefði farið frá glugganum. Ég gerði mér i hug arlund að Mayfield hefði í- myndað sér það — trjágrein hefði bærzt eða eittlivað þess háttar. Og svo þegar við kom um hingað inn og komumst að raun um að þjófnaður b.afði verið framinn, þá lá næst að halda að Mayfieid lilyti að hafa á réttu að standa, on ég á röngu. Og þó — “ Poirot brosti. „Og þó trúið þér ennþá, innst inni, yðar eigin augum.“ „Þér hafið rétt fyrir yður, hr. Poirot, ég geri það.“; Skyndilega breiddist bros yfir andlit Poirots. „Mjög viturlegt af yður.“ Sir George spurði hvasst: „Það voru engin fótspor í grasinu.“ Poirot kinkaði kolli. „Alveg rétt. Mayfield lávarð- ur þykist sjá einhvern skugga. Síðan kemur þjófnaðurinn og þá verður hann viss — hárviss. Það er ekki lengur neinn liugar burður — hann sá manninn i raun og veru. En því er ckki Agatha Ghristie þannig varið. Hvað mig snertir, ég legg ekki mjög mikið upp úr fótsporum og þess háttar nema að því leyti að þau veita okkur þennan neikvæða vitnis- burð.Það' voru engin fótspoi* í grasinn. Hann rigndi mikið um lcvöldið. Ef einhver hefði gengið yfir stéttina út í grasi'ö hefðu spor hans sézt“ Sir George giápti. „En þá — en þá — “ „Þá-komum við aítur að hús- inu, fólkinu í húsinu.“ Hann þagnaði þegar dyrnar opnuðust og Mayfield lávarður gekk inn ásamt hr. Cariiie. Enda þó'tt einkaritarinn væri ennþá fölur og áhyggjufullur á svipinn, hafði hann þó jafnað sig að nokkru leyti. Hann lag- færði nefgler sín, fók :er sæti og leit spyrjandi á Poirpt. „Hve lengi höfðuð þér dvalið í þessu lierbergi þegar þér heyrðuð ópið, hr. Carli,t?“ Carlile hugsaði sig um. „Eiuhvað milli fimrn og tlu mínútur, að ég held.“ „Og þar áður hafði efekert ó- venjulegt komið fyrir?“ „Nei.“ - ■ - 7 ,Mér. skilst að gestirnir hafi dvalizt í sama herbergi mestan hluta kvöldsins.“ „Já í setustofunni.“ Poirot leit í vasabók sína. „Sir George Carrington og hans kona. Frú Macatta. Frú Vanderlyn. Herra Reggie Carr- ington. Mayfield, lávarður og þér. Er þetta rétt?“ „Ég var ekki í setustofunni. Ég var við störf hér mestan hluta kvöldsins“. Poirot sneri sér að Mayfield lávarði. „Hver fór fyrstur að há:ta?“ „Frú Júlía Carrington, að ég held. Annars fóru satt að segja konurnar þrjár allar samtímis". „Og síðari?" „Hr. Carlile kom inn og ég sagði honum að taka fram skjöl in, þar sem við sir George mynd um koma innan stundar". „Það hefur verið þá, sem þið ákváðuð að ganga út á gang- stéttina?“ ,,Ja . „Var nokkuð sagt í áheyrn frú Vanderlyn um starf ykkav í skrifstofuh'ni?“ „Það var minnst á það, já“. „En hún var ekki í stofunni, þegar þér gáfuð hr. Carlile Eyr irmæli um að taka fram skjói- in?“ „Nei“. „Afsakið, Mayfield lávarður", sagði Carlile. „Rétt þegar pér höfðuð lokið við að segja mér það, rakst ég á hana í dyrun- um. Hún hafði komið aftur til að sækja bók“. „Svo þér teljið að liún kunni að hafa heyrt það?“ „Ég tel það vel hugsanlegt". „Hún kom aftur til að sækja bók“, sagði Poirot hugsi. „Fund uð þér bókina fyrir hana, May- field lávarður?“ „Já, Reggie fékk henni bók- ina“. „Já, einmitt, það er það, sem þið nefnið gamla ráðið — nei, afsakið, gamla bragðið — þetta að koma aftur eftir bók. Það kemur oft að gagni“. „Þér teljið, að það hafi vzr ið af ósettu ráði?“ Poirot yppti öxlum. „Og að því búnu gangið þið tveir út á stéttina. En frú Vand erlyn?“ —. • „Hún fór með bókina sína“. „Og hr. Reggie. Fór hana líka að liátta?“ ,,Ja . „Og hr. Carlile fer hingað og fimm til't.íu mínútum síðar heyr ir hann ópj Haldið svo áfram, hr. Carlile: Þér heyrðuð óp og fóruð fram á ganginn. Já, lík- lega væri éirifaldast að þér end urtækjuð nákvæmlega það, sem þér gerðuð þá“. Hr. Carllle stóð upp fremur stirðlega. „Nú æpi ég“, sagði Poirot stimamjúkur, — Hann opnaði munninn og rak upp hvellt jarm. Mayfield lávarður sneri sér undan.til að leyna brosi og hr. Carlile. leið sýnilega mjög illa. „Allcz! Áfram gakk!“ hrópaði Poirot. „Þetta var Ynerkið, sem ég var að gefa yður“. Hr. Carlile gekk stirðlega að dyrunum, ópnaði þær og gei.k út. Poirot fylgdi honum eftir. Hinir tveir komu einnig á eftir. „Dyrnar, lokuðuð þér þeim á eftir yður eða skilduð þér þær eftir opnar?“ „Satt að gegja man ég það ekki. Ég held að ég hljóti að hafa skilið þær eftir opnar“. Sjálfboðaliðar A-listann í Reyltjavík vantar mikinn fjöldá^ sjálfboðaliða á kjördag. Þeir sem vildu sinna slíkum störfum eru beðnir að gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724, 19570 eða á um- dæmisskrifstofurnar. BÍLAR. — Þeir bíleigendur, sem myndu vilja aka fyrir A-listann á kjördag, eru beðnir að gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724, 19570. IWWWWWWWWMWWWWWIWWMWtWtWW VmUMWMMWI Orðsendirig til aiþýSuflokksmanna og annarra stuðningsmanna A-Bistans. Fjölmargir kjósendur Alþýðuflokksins dveljast nú erlendis aO venju. Þeir stuðningsmenn flokksins, er kynnu að þekkja einhverja þeirra, eru eindregið beðnir að skrifa þeim hið fyrsta og hvetja þá til að kjósa. A-LISTINN er listi Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum. Utankjörstaðakosning erlendis fer fram hjá ræðismönnum og sendiráðum á eftirtöldum stöðum: Bandaríkin: Washington; Chicago; Grand Forks, Norlh Dakota; Minneapolis, Minnesóta; New York; Porland, Oregon; Seattle, Wash. Kariada: Toronto, Ontario, Vancouver, British Columbia, Winnipeg; Manitoba.. Noregur: Osló. Svíþjóð: Stokkhóimur. Sovétríkin: Moskva. Sambandslýðveldið Þýzbaland: Bonn, Liibeck. Bretland: London, Ed- inburg-Leith, Grimsby. Damnörk: Kaupmannahöfn. Frakklaúdi: ^arís. Ítalía: Genova. 1 HVERFASKRIFSTOFÚB A-LISTANS í REVKJAVÍK BERGÞÓRUGATA 2, sími X4968. Opin kl. 5—1Ö. Hverfaskrif- í stofa fyrir Austurbæjarskólann. STÓRHOLT l, sími 16610. Opin kl. 5—10. Hverfaskrifstofa fyr- ir Sjómannaskólann. . LAUGARÁSVEGUR 29, sími 32971. Opin kl. 5—10. Hverf*- skrifstofa fyrir Langholts- og Laugarnesskóla. RÉTTARHOLTSVEGUR 3, sími 32331. Opin kl. —10. Hverfa- skrifstofa fyrir Breiðagerðisskóla. ALÞÝDUHÚSIÐ, Hverfisgötu, sími 20249 og 20250. Opin td. 5—10. Hverfaskrifstofa fyrir Miðbæjar- og Melaskóla. Allt flokksfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar til starfs og ráðagerða. .0 Kosning utan kjörstaða er hafin. Kosið er lijá hreppstjór- um, sýslumönnnm, bæjarfógetum og borgarfógetanum I Reykjavík. cn kjörstaður hans er í Melaskólanum og er óp- tnn kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Kjósendum ber að kjósa þar sem lögheimUi þeirra var 1. des. 1962. Þeir, sem ekki geta kosið þar á kjördegl, verða að kjósa utankjörstaðakosningm fyrir þann tíma. Kjósendur, seitt staddir eru erlendis, geta kosið á skrifstofnm íslenzkra sendifulltrúa. , Listi Alþýðuflokksins um allt land er Á-LISTL ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júní 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.