Alþýðublaðið - 08.06.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Síða 3
 Verkamannabústaðir við Stigahlíð. Aldtei meira fé til bygg- inga verkamannabústaða Alþýðuflokkurinn hefur jafnan beitt sér fyrir því, að hinuin efna- minni í þjóðfélaginu væri unnt aö eignast þak yfir höfuðið fyrir sann gjarnt verð og með hagstæðum kjörum. Lögin lun verkamannabústaði urðu á sínum tíma til þess að mörgum fjölskyldum er litlar tekj- ur höfðu varð mögulegt að eignast eigið húsnæði með góðum kjörmn og án þess að þurfa að verja til þess óhóflegum hluta tekna sinna. bað var Alþýðuflokkurinn, sem beitti sér fyrir setningu þcssara laffa og giftusamlegri framkvæmd þeirra fyrstu árin. IVIeð tímanum úreltust lögin, þannig, að íbúðavcrð hækkaði mjög, en lánveitingar samkvæmt lögunum hækkuðu ekki að sama skapi, þau komu þá að litlu gagni, þeim sem lögunum var fyrst og fremst ætlað að hjálpa. Á síðasta alþingi var lögunum breytt fyrir tilstilli félagsmálaráð- herra, Emils Jónssonar, þannig, að nú ná lögin tilgangi sínum. Svo var komið að lánveitingar sam- kvæmt lögunum námu aðeins 35- 40% af byggingarkostnaði, en ckki 80%, eins og verið hafði í fyrstu. Þessi slæma þróun hafði það í för meö sér, að flestir aðrir en verka- menn gátu notfært sér þá aðstöðu, er lögin heimiluðu. Emil Jónsson ákvað með sam- þykki ríkisstjórnarinnar, að lána mætti allt að % byggingarkostn- aðar hverrar íbúðar, cn þó ekki yfir 300 þúsund krónur á hverja íbúð. Lánin eru miðuð við ákveð- ið tekjumark, þannig, að 10% Iægst j. Iaunaða verkafólksins í bæjum og kauptúnum, geti orðið meðlimir byggingarfélaga verkamanna. Það var ekki nóg að breyta Iög- unum. Hefjast þurfti handa um öflun lánsfjár til að tryggja fram- kvæmd þeirra. Það var gert og rausnarlega af stað farið. Um síðustu áramót var ráðstaf- að tæplega 42 milljónum króna til verkamannabústaða víðs vegar um landið. Ráðgert var, að þessi fjár- veiting næði til um 140 íbúða, og er bygging sumra þeirra nú kom- in vel á veg. Hámarkslán til liverr- ar af þessum íbúðum er því 300 þúsund, í stað 140-160 þúsunda á íbúð eins og áður var. Fé þessu er ráðstafað af Bygg- ingarsjóði verkamanna til bygg- ingar félaga verkamanna víðs veg- ar um land. Formaður stjórnar Byggingarsjóðs verkamanna er Eggcrt G. Þorsteinsson, alþingis- maður. v Það er ekki nóg með að fram- kvæmd laganna hafi verið tryggð með slíkum ágætum í ár, heldur hefur það líka verið tryggt, að sjóðifrinn muni hafa til ráðstöfun- ar á næsía ári að minnsta kosti 22 milljónir króna til lána umfram eigin tekjur sjóðsins, sem til ráð- stöfunar verða. Það segir sig sjálft, hversu mik- ið hagræði það er fyrir byggingar- félög verkamanna að vita nieð vissu mn Jiessa fjárveiíingu, því liægt er þegar í stað að fara að undirbúa byggingaframkvæmdir næsta árs. | Eins og sjá má af framansögðu er það verk Alþýðuflokksins, að ' vcrkamannabústaðakerfið hefur verið endurreist, og munu í ár og næsta ár verða byggðar talsvert á þriðja hundrað íbúðir fyrir það fé sem veítt liefur verið. Enn- einu sinni hefur Alþýðu- flokkurinn sannað, að það eru fyrst og fremst hagsmunir laun- þeganna, og þá umfram allt hinna lægst launuðu, sem flokkurinn fyrir brjósti. Verkamannabústaðir við Háteigsveg og Meðalholt. k.ommúnistar og Fram- sókn ná meirihiuía tií stjórn armyndunar í þessuni kosn- ingum, eiga landsmenn ekki á góðu voii. ■k Þá mun horfið frá stefnu viðreisnar og framíara, en tekin upp stefna hafta og banna á öllum sviðum, framkvæmdaleysi nmn þá einkenna stjórnarflokk- ana og kyrrstaða verður á öllum sviðum. k Þá mun samstarfi íslands við vestrænar þjóðír slitið og tekin upp náin samvinna við „austurblokkina.” Það er vttji kommúnista að landið verði hlutiaust, svo vinir þeirra austan tjalds eigi auðveldara með að ná ítökum hér með aðstoð dyggra þjóna sinna, íslenzku konnnúnistanna. ★ Þá munu Iandsmeun fá að kynnast atvinnuleysinu, vá- gesti, sem við höfum vcrið blessunarlega laus við und- anfarin ár. í stjórnartíð nú- verandi ríkisstjórnar hefur atvinna verið næg og næst- um allíaf verið skortur á vinnuafli. Það talar sínu ináli. Staðreyndum verður ekki hnekkt. ★ Þá verða verkföll bönnuð og kaup fest með lögum. Framsóknarflokkurinn sýndi hug sinn til launþega með kaupfestingarfrumvarpi sínu árið 1957, er Alþýðublaöið skýrði frá fyrir skömmu, og' vakti mikla athygli. ★ Þá mun öllum utanríkis- viðskiptum íslendinga beint í austur átt, og landið þann- ig gert háð „austurblokk- inni” með alla utanríkis- verzlun sína. ÞaÖan mun einnig mest af innfluttuin vörum koma, og gæði þeirra þekkjum við vel af feng- inni reynslu. ★ Þá mun íslenzka krónan að nýju verða verðlaus hjá er- lendum peningastofnunum. í dag geta íslendingar til dæmis í Noregi gengið inn í banka og skipt íslenzkum krónum í norskar að vild. Þetta hefur ekki verið mögn legt í mörg hérrans ár. ís- land mun bíða álitshnekki á erlendum vettvangí, þvi viðreisnarstört' núverandi ríkisstjórnar hafa vakið at- hygli og aðdáun margra er- lendra þjóða og efnahags- stofnana. ★ Þá verður ógaman að vera íslendingur. ALÞÝBU8LAÐIÐ 8. júní 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.