Alþýðublaðið - 08.06.1963, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Qupperneq 10
Kosninga sögur MARGAR spaugilegrar sögur eru til í sambandi við kosningar og kosningabaráttuna. Ekki er úr vegi að rifja upp nokkrar gamlar kosningasögur, ef einhverjir mættu hafa gaman af. FRAMBJÓÐANW nokkur var á ferðalagi í kjördæmi sínu, og eins og skyldan bauð, varð hann að sjálfsögðu að fara næstum á hvern bæ, hrósa kaffinu og meðlætinu við húsfreyjuna, ræða veðrið og lieyskanarhorfurnar við bóndann. Frambjóðandinn var búinn að vera á ferðinni allan iiðlangan daginn og nú var komið fram á nótt. Þegar hann kom að síðasta bænum, sem hann ætlaði að heim- sækja, guðaði hann á glugga, eins og þá var siður, Hann guðaði þrisvar sinnum en enginn anzaði. Honum þótti þetta all undarlegt, og hugsaði því með sér, að ekki væri úr vegi að reyna að kalla eitthvað annað,- fyrst þetta megn- aði ekki að vekja fólkið. „Hér séu fréttir”, kallaði hann því næst, en allt kom fyrir ekki. Loks kall- aði hann: „Hér séu gull og ger- semar”. Þá var svarað að vörmu spori: „Hvað ertu að kalla þetta maður. Komdu þér inn, sem allra fyrst”. EITT SINN bar það til við kosn- ingar á Norðurlandi, að húsfreyja ein kom út ur kjörklefanum með kjörseðilinn í hendinni og spurði: „Ilvar á maður að láta framsóknar- atkvæðin?” 70 EAR TIL á framboðsfundi fyrir allmörgum árum, að einn f|ambjóðandinn margstagaðist á því í ræðu sinni, að á komandi kjörtímabili mundi verða komið rafmagn heim á hvern einasta bæ í kjördæminu. Sérstaklega lagði hann mikla áherzlu á að innan skamms mundi komið rafmagn á Iivcrn einasta hæ í þeim hrepp þar sem fundurinn var haldinn. Þegar hér var komið var tekið að rökkva og orðið skuggsýnt í saln- um. Einn fundarmanna stóð þá upp og bað frambjóðandann að gjöra svo ve! og kveikja í saln- tuknv kveikjarinn væri bak við ræðumV}:ð. Rafmagn var löngu komið á hvern einasta bæ í þeim hreppi þar sem fundurinn var haldinn. BRIET Bjarnhéðinsdóttir og Gunnav frá SelaVæk hittust eitt sinn um það Ieyti er konur höfðu sérstakan lista í framboði til al- þingis. Gunnar Iýsti sig andvígan slík- um kvennalista og taldi yfirleitt aff konur mundu. heldur lítiff er- tndi eiga á þing. Hann bætti því þó viff. aff sér væri samt heldur veí til kvenfólksins svona yfirleitt. — Ætli það sé nú nema á viss- um svæðum, sagði þá Bríet. — Þér meinið náttúrlega á viss- um sviðum, svaraði Gunnar. — Ætli það sé nú ekki sama hvort er, sagðl þá Bríet. Þér verðiS a5 fara strax heim og beint í rúmio. III [i ' ta. Þér eruð með mjög smitandi sjúkdóm. CS2. Kærar þakkir fyrir að vekja mig. Ég gat ekki meff nokkru móti losnaS viS tryggingasöiu- mann, sem vildi endiiega selja mér innbrotstryggingu. Eg veit nú svei mér ekki hvað ég á að segja. Má ég annars sjá hringinn. Hvað er ég ekki oft búin að banna þér að bera feiti f hárið á þér. Framhald af 9. síðu. ur hér um slóðir, sem setiandi sé á flot í svona veðri. Er þetta rétt?” „Algerlega rétt, herra bæjar- stjóri,” anzaði tollstjórinn ekki laus við háðshreim. „Eg misnota ekki eigur Hennar hátignar, eilík- anlega ekki í þágu rumpulýðs, se'm betur væri dauður!” Það hljóp roði í andlit bæjar- stjóranum, og reiðititringur fór um Ukamann. En honum tókst að stilla sig og sagði með hægð við þögula sjómennina: „Með valdi, ef nauðsyn lpef- ur.” Og um leið og hann hraðaði sér fram hjá tollstjóranum bætti hann við: „Góðir drengir, sem yfirvald hér á staðnum og í nafni kristi- legrar mannúðar gef ég ykkur fullt leyfi til að taka til notkunar hvern þann bát, sem þið viljið.” Sjómennirnir fylgdu á eftir bæjarstjóranum fram hjá toll- stjóranum í þögn, sem ekki varð misskilin, og gengu rakleitt niður að bátalæginu, þar sem tollbátur- inn lá við festar. MacLeod fánaberi á „Northum- berland” leit í kringum sig rugl- uðum augum, Atburðarásin hafði verið svo ör, að honum gafst naumast tími til að átta sig á, hvað var að gerast, og nú var hann orðinn of dofinn og lerkaður til að skilja, hve ógnarlega aðstöðu hann var í kominn. Hann mundi, að vindurinn hafði snögglega færzt í aukana, unz komið var afspymuveður. — Hann rifjaði upp fyrir sér, hvern- ig akkerisfestarnar höfðu núizt sundur og slitnað og að skipið hafði fljótlega rekið að Goodw win-rifunum og skipshöfnin lent í beljandi brimöldunum og óp þeirra drukknað í gnýnum af veðri og sjó. MacLeod var nítján ára gamall, og þetta var fyrsta sjóferð hans. Hann hafði haidið dauðahaldi í tóverk hléborðsmegin, en lirakti að lokum í sjóinn, örmagna af þreytu og voshúð. Um stund missti hann meðvitund, og þegar hann vissi af sér næst, gerði hann sér grein fyrir, að skipsflakið velktist ekki, lengur í brimrótinu. Hann leit um öxl og sá, að sjórinn náði ekki eins langt upp á sandinn og áður. Og í nám- unda við sig sá hann hóp af skip- brotsmönnum, sem bæði voru af hans eigin skipi og „Restoration”. Útlit þeirra var að öllu leyti hörmulegt eftir volkið í sjónum. Hann spurði einn þeirra: „Er ekki einhver af ykkur yfirmað- ur?” Sá, sem spurður var, horfðí blóðhlaupnum augum á einkenn- isbúning MacLeods og svaraði: —" „Þú ert það, herra.” Fánaberinn leit' undan og horfði' í aðra átt. Gulur sandurinn teygði sig eins langt og augað eygði, og á stöku stað mótaði fyr- ir ýmsu braki, — bylgjótt flat- neskja með pyttum, fullum af slýl og grænum sjó, sem leyndi dýpt- inni. Mac brýndi raustina til að yfir-1 gnæfa stormhvininn, en reyndi að vera alúðlegur og mælti til mann- anna: „Jæja, piltar, — , ekki missa kjarkinn. Karlarnir í Deáii hafa skarþa sjón. Þeir hljóta að að- hafast eitthvað.” Maður einn, blóðugur í framan, gekk nú fram. „Þér getið lítið sagt um þetta, herra,” sagði hann kvalinni röddu. „Við erum staddir á Good- winsrifunum, og það verður ekki langt þangað til krabbarnir hyrja ;að gæða sér á okkur, — sjáið þið bara!” v Hann benti til pyttanna, sem næstir voru sjónum, en byrjað : var að flæða að þeim. Mac kink- aði kolli og svaraði: „Gott og vel, strákar, — við skulum þá allir fara um borð í flakið og halda okkur þar. Eg trúi ekki öðru en að ein- 'hver hjálp berist áður en langt um líður.” Og hann gekk fyrir þeim yfir sandinn, en þegar þeir nálguðust flakið, komust þeir að raun um, að :umhverfis það var ólgandi aðfalls sjór. Engin von var til að svamla þar yfir. Uppi yfir þeim flaug stór mávur og gargaði eins og hann væri að mótmæla komu þess- ara gesta. Mac virti fyrir sér menn ina, sem góndu með strengdum svip á ófagran sjávarstrauminn, feem svall milli þeirra og skips- flaksins. Smávaxinn miðskipsmaður tók nú að snökkta lágt í barm sér, og um Mac fór samúðarkennd, jsem yfirgnæfði hans eigin ótta. j Hann lagði annan handlegginn á ilierðar piltsins og talaði til hans jlágum rómi og leiddi hann niður hallann að sjávarmálinu. Þar íiámu þeir staðar og biðu þess, að aðfallið gleypti þá. I „Hamingjan sanna, — dreng- rnir eru gengnir af vitinu!” varð eínum hinna eldri að orði. : Síðan gekk hann niður til þeirra ?ög tók um hönd Macs og sagði: „Ef ýður er sama, herra. .. Eg lieiti Higgins .. bátsmaður á „Restora- tion”.” | „Þakka yður, Higgins,” svaraði #Mac og brosti. Svo komu skiphrotsmennirnir 'hver af öðrum og fléttuðu saman ’höndur en aðfallsöldurnar sleiktu fætur þeirra. t MacLeod horfði bleikum augum ,yfir sollið hafið. Lágt á vestur- himni skein rauð sólin sterkt, en 4ág ströndin umhverfis Deal og iWalmer var í skugga. Mac sá gerla jútlínur Shakespeare-hamars, en þangað hafði hann oft farið í skemmtigöngur með mömmu sinni. Honum þótti nánast óraun- verulegt, að fólk gæti á þessari stundu verið á göngu á strönd- inni, bölvandi storminum, elleg- ar á flótta undan honum fyrir hús höndur en aðfallsöldurnar sleiktu fyrir framan þægilegan arineld. Sjórinn náði honum nú í hné, og hann fann að sandurinn mýkt- ist undir iljum hans. Einhvers staðar í röðinni var maður að þylja bæn, — bæn, sem Mac hafði verið kennd sem barni og hann ekki munað eftir fyrr en nú. Sjórinn náði honum nú upp fyr- ir linén, og Mac opnaði augun til að horfa í síðasta slcipti til strand- arinnar, þar sem fólkið mundi vakna til að sjá sólina daginn eft- ir. Eftir að hafa horft sig þreytt- an lokaði hann augunum á ný — en flýtti sér að opna þau aftur. „Bátur”, hugsaði liann, „undar- legt, hvað maður getur ímyndað sér sterkt það, sem maður þráir!” Hann lokaði augunum enn og opn- aði þau svo hægt aftur. Báturinn var þarna enn, stærri en áður og kom í áttina til þeirra, með segl- in rifuð og sjó upp að borðstokk- um. Bátsmaðurinn frá „Restorati- on” brýndi röddina og æpti upp kveðjuorð. Skipbrotsmennirnir hörfuðu undan ólgandi vatninu. Að baki bátsins sáu þeir annan — og þann þriðja enn lengra frá. Pritchard lét seglin ekki falla, heldur stýrði á þéttingshraða upp í sandinn og hljóp út í mittis- djúpt vatnið. „Flýtið ykkur um borð ,piltar!” skipaði hann. „Eftir að fallið er dálítið meira að, verður brimið svo rnikið, að það gæti molað nið- ur herskip. Verið nú ákveðnir og snöggir!” Skipbrotsmennirnir tíndust út í bátinn ásamt MacLeon. Þegar þeir lögðu af stað til strandarinnar, sem sýndist í órafjarlægð, leit hátsmaðurinn um öxl til staðar- ins, þar sem þeir höfðu staðið í örvinglan siuni. Iíann sá, að brim- ið fór vaxandi og öldurnar orðnar hærri og kraftmeiri. Hann leit til Macs og brosti og veifaði, og Mac veifaði á móti og brosti til hans. ooo—ooo •SMÆLKI-SMÆLKI -SMÆLKI i — Einhver leiðindaskarfur tók sér jíáð bessaleyfi að spyrja Alexander pumas spjörunum úr um ættina hans. — Þér eruð kynblendingur hr. Dumas, byrjaði hann. j — Það er ég", sagði Dumars ró- íega. |. — Og faðir yðar? —Hann var múlatti. , — En hvað um afa yðar? — Hann var negri, svaraði Dum- as og var nú farið að síga hefdur í hann. Má ég þá gerast svo djarfur að spyrja hvað lang-afi yðar hafi verið- fpurSi þá, sá sem var að hrjá hann. . . — Lang afi minn var apí. svaraði Alexander Dumas. Mín ættartafa byrj ar néfnilega þar sem yðar ættartala endar. Eitt sinn er píanóleikarinn frægi Padrewski var á tónleikaferð í Bandaríkjunum kom til hans lítill og skítugur svertingjastrákur og spurði hvort hann ætti ekki að bursta skó hans. Pradewski afþakkaði gott boð. en þegar hann sá hversu óhreinn snóð- inn var í framan, fékk hann hoffútn 25 sent, sem hann sagði að hann mætti eiga, ef hann færi og hreiffS- aði óhreinindin f'-eman úr sér. Dreng urinn beið ekki hnðanna, hlióp á brott og kom aftnr ^ vörtnu snnri tand- ur hreinn í fr*»nv>n. Mann fór til sffíi!- ingsins og réH! honnm sftnr seffta Deningirin on ^ bár mocrjg eiga bennan penina ef hór farið 0g Táttð klippa yður. 10- 8. júní 1963 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.