Alþýðublaðið - 13.07.1963, Side 4

Alþýðublaðið - 13.07.1963, Side 4
 v *- ,. ,.?S' **•. • - \ GYLFI Þ GÍSLASÖN SKRIFAR ÁLAFLOKKANNA A ÞEIM niánuði, sem liðinn er síðan alþingriskosningarnar fóru fram, hafa margir velt fyrir sér ýmsum atriðum í sam- bandi viö niðurstöður þeirra. Ég minnist þess þó ekki að‘ hafa séð bent á þá staðreynd, hversu tiltölulega litlar breyt- ingar hafa orðið á fylgi fjög- urra aðalstjórnmálaflokkanna ó undanförnum áratugum. En það er tvímælalaust ein at- hyglisverðasta staðreyndin varðandi íslenzk stjórnmál síð- astliðinn aldarfjórðung og nú í dag. Menn minnast þess of sjald- an, að þegar stjórnmálaflokk- ar voru í fyrstu myndaðir á íslandi, var kjördæmaskipun- in þannig, að hún hlaut að leggja grundvöll að tveggja flokka kcrfi. Þannig var þetta, þegar sjálfstæðisbaráttan við Dani mótaði flokkaskipunina. Þá börðust Heimastjórnarflokk urinn og Sjálfstæðisflokkurinn g^íunli um völdin. Og þannig hlaut þetta að verða áfram í að- alatriðum, eftir að innanlands- mál tóku að móta flokkaskipt- inguna. Einmenningskjördæm- in, sem voru kjarni kjördæma- skipunarinnar, gerðu aðeins tveim a'ðalflokkum kleift að starfa og ná áhrifum. Það uröu íuatdsflokkurinn, síðar Sjálf- ^filæðisflokkurinn, og Framsókn arflokkur’nn, enda hafði bænda stéttin úrslitaáhrif í flestum kjördæmanna. Landskjörið lilut fallskosningar í einu kjördæmi, þ. e. I^j^javík, og vöxtur nokkurra rífinnarra bæja, svo sem Akureyrar og Hafnarfjarð- ar, gerði þriðja flokknum, sem #yrst og fremst naut stuðnings verklýðshreyfingarinnar, Al- þýðuflokknum, að vísu kleift að láta rödd sína heyrast, en úrslitaátök stjérnmálabarátt- unnar voru liáð í einmennings- og tvímenningskjördæmunum, um dreifðar byggðir landsins, og þar hlutu að eigast við aðal- flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn. Það er fyrst eítir kjördæma- breytinguna 1931, að hér skap- ast grundvöllur að þriggja flokka kerfi og ófullkominn þó. Það er fyrst eftir kosningarnar 1934, að áhrifa ð^kí'ðuflokks- ins gætir veruleg|M5>Alþingi. En aðeins 4 árum fcfS,# varð sú ógæfa, að AlþjVuflokkurinn klofnaði, næstum því til helm- inga. Minni hlutinn myndaði nýjan flokk með kommúnist- um, Sósíalistaflokkinn. Síðan hefur verið fjögurra flokka kerfi á íslandi. í síðustu kosningunum, sem fram fóru fyrir klofningu AI- þýðuflokksins eða í kosningun- um 1937, var fylgi fiokkanna þannig, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafði 41,3% atkvæðanna, Framsóknarflokkurinn 24.9%, Bændaflokkurinn, sem klofn- að hafði út úr Frasnsóknar- flokknum, 6.1%, Alþýðuflokk- urinn 19.0% og Kommúnista- flokkurinn 8.5%. Sá flokkur hafði þá í fyrsta sinn feuglð kjörna þrjá þingmenn, og átti það auðvitað mikinn þátt í klofningi Alþýðnflokksins ári síðar, en þessi ár voru íími at- vinnuleysis og mikilla efna- liagserfiðleika á íslandi. Fyrstu kosningarnar, sem fóru fram eftir að aðalstjórn- málaflokkarnir voru orðnir fjórir og eftir að ný breyting hafði vcrið gerð á kjördæma- skipuninni, áttu sér stað haust- ið 1942. Ef niðurstaða þeirra kosninga er borin saman við niðurstöðu kosninganna fjrir rúmum mánuði, kemur í ljós, að mjög litlar breytingar hafa orðið á hlutfallslegu fylgi flokkanna. Hlutfallslega mesta breytingin er sú, að atkvæða- hlutdeild þess flokks, sem ís- lenzbir kommúnistar stjárna, hefur minnkað úr 18,5% í 16% Hér fer á eftir tafla, um um hlutfallslegt fylgi stjórn- málaflokkanna í Alþingiskosn- ingunum síðan 1942. Kosn- ingunum 1956 er þó sleppt vegna kosningabandalags Fram sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins þá. 1942 1946 1949 1953 1959 1959 1963 % % % % ■ % % %. (sumar) (haust) S j álf stæðisflokkur 38.5 39.4 39.5 37.1 42.5 39.7 41,4 Framsóknarfl. 26.6 23.1 24.5 21.9 27.2 25.7 28,2 Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag 18.5 19.5 19.5 16.1 15.3 16.0 16.0 Alþýðuflokkur 14.2 17.8 16.5 15.6 12.5 15.2 14.2 Þjóðvarnarflokkur 6.0 2.5 3.4 Það hlýtur að teljast mjög at- gömlu flokkarnir nokkru fylgi, hyglisvert við þessar tölur, hversu lítil breyting hefur orð- ið á innbyrðis styrkleik fjög- urra a'ðalflokkanna á undan- förnum tveim áratugum eða allar götur síðan flokkaskipun- in tók að mótast af fjögurra flokka kerfi. Sjálfstæðisflokk- urinn, sem árið 1942 hafði 38,5%, hafði nú 41,4%, Fram- sóknarflokkurinn sem hafði 26,6% hlaut nú 28,2%. Sósíalistaflokkurinn hafði 18.5, en Alþýðubandalagið hlaut nú 16,0% og Alþýðuflokkurinn hlaut nú nákvæmlega sömu hlutfallstölu atkvæða og hann hafði 1942. Þó er þess að geia, að lítill flokkur, Þjóðveldis- flokkurinn fékk 1942 2.2% at- kvæða, án þess að fá þing- mann kjörinn, sro að raun- verulega er hlutfallsleg aukning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins enn minni en fram kemur í tölun- um, hlutfallsleg minnkun kommúnista meiri, og staða Al- þýðuflokksins aðeins betri nú en 1942. Samt liafa á þessu tveggja áratuga tímabili gerzt tveir at- burðir, sem báðum var ætlað að hafa víðtæk áhrif í íslenzk- um stjórnmálum. Hinn fyrri var slofnun Þjóðvarnarflokksins í kjölfar herverndarsamningsins við Bandaríkin 1951, en sá fJohkur fékk 6% atkvæða 1953 t*o þingmenn kjörna. Sjötti 'ökkurinn bauð þá einnig fram, Lýðveldisflokkurinn, og fékk 3.3% atkvæða, en engan þingmann. Vegna hinna tveggja nýju flokka, sem hlutu 9.3% atkvæða samtals, töpuðu allir Alþýðuflokkurinn þó minnstu eða 1%, en Sósíalistaflokkur- inn mestu eða 3.4% af heild- aratkvæðamagninu. Þjóðvarnar flokkurinn missti hins vegar þingmenn sína í næstu kosn- ingum, ■ þótt liann héldi enn talsverðu fylgi. Hinn atburðurinn, sem cinn- ig var ætlað að marka djúp spor í íslenzkum stjórnmálum, var það, er Hannibal Valdi- marsson, Alfreð Gíslason o. fl. gerðu tilraun til þess að kljúfa Alþýðuflokkinn öðru sinni 1956 og stofnuðu Alþýðubanda- lagið með Sósíalistaflokknum. Auðvitað hlaut slík klofnings- tilraun að hafa veruleg áhrif á fylgi Alþýðuflokksins, þótt þau kæmu hins vegar ekki í ljós í kosningunum 1956 vegna kosn- ingabandalagsins við Fram- sóknarfokkurinn. Hún styrkti fslenzka kommúnista í fyrstu og hefur valdið því, að þeir hafa haldið hér áhrifum, sem þeir hefðu ella án efa misst í enn ríkara mæli en átt hefur sér stað. En eins og Al- þýðuflokkurinn rétti sig til- tölulega fljótt við eítif hinn alvarlega klofning Héðins Valdimarssonar á flokknum 1938, hefur hann einnig rétt sig fljótt við eftir klofning Hannibals Valdlmarssonar 1956. Má bezt sjá það á þvi, að hlutfallslegur styrkur hans er nú enn sá sami og hann var fyrir tveim áratugum. Þótt hlut deild Alþýðuflokksins í heildar- atkvæðamagninu nú hafi verið eilítið minni en hún var HAUSTIÐ 1959, var hún mun meiri en hún haíði vorið SUM- 4 13. júií 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Athugasemd um ölvun í DAGBLAÐINU Vísi hinn 4. þessa mánaðar er frásögn, sem höfð er eftir lögreglunni í Hafnar- firði, um dansleik sem skipshöfn- in af togaranum Maí hélt í AÍþýðu húsinu daginn áður, eða 3. júlí. Þar segir m. a.: „Lögreglan í Hafnarfirði tjáði Vísi í morgun, að slík ölvunarlæti væru allt að því einsdæmi að sum- arlagi þar um slóðir. Dansleikur sá, sem hér um ræðir var hald- inn í Alþýðuhúsinu og það var skipshöfn af einum Hafnarfjarðar- togaranum, sem efndi til hans. — Eins og venjulegt er um dansleiki hafði lögreglan þar eftirlit, en þegar líða tók á kvöldið urðu ölv- unarlætin svo mikil að eftirlits- mennirnir urðu að fá liðstyrk til að skakka leikinn og fluttu verstu óróaseggina í fangageymslur bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík”. Þar sem þessi frásögn er bæði villandi og röng vill stjórn Alþýðu hússins í Hafnarfirði taka fram eftirfarandi: 1. Af umræddum dansleik voru þrír menn fjarlægðir af lög- reglunni, tveir skipverjar og einn maður, og ekki var skipverji og var því algjör boðflenná. 2. Þessir menn voru fjar- lægðir vegna ölvunar en ekki óláta fyrst og fremst, og samkvæmt beiðni og vilja þeirra sem stjórn- uðu samkomunni. Aðstoðuðu þeir dyraverði við að koma þeim niður í anddyri hússins, og „liðstyrkur- inn sem eftirlitsmennimir urðu að fá” voru lögregluþjónamir á lögreglubílum, sem tóku við þess- um mönnum við útidyrnar og óku þeim á lögreglustöðina. 3. Dansleikur- þessi fór í heild vel fram og var síöur en svo nokkur ólátabragur á honum. Ýms- ar aðrar skipshafnir í Hafnarfirði hafa áður fengið Alþýðuhúsið lán að undir skemmtanir sinar og haía. þær skemmtanir farið sómasam- lega fram. 4. Stjóm Alþýðuhússins veit ekki betur, en þessir þrir menn hafi rúmast í fangageymsl- unni í Hafnarfirði umrædda nótt. Hins vegar mun Reykvíkingur nokkur hafa verið tekinn ölvaður um borð í togara niður við höfn þessa nótt og hann fluttur í fanga geymsluna í Reykjavík, en stjórn Alþýðuhússins getur ekki séð, að það sé hægt aö færa undir ólæti og ryskingar á einkadansleik” í Alþýðuhúsinu. 5. Stjórn Alþýðuhússins fær ekki séð í hvaða tilgangi frásögnin er skrifuð. Hún harmar að lögreglan í Ilafnarfirði og Vísir skuli vera með þessar ó- sæmilegu dylgjur í garð þessa fólks, sem þarna var að skemmta sér. Skipshöfnin af Maí og gestir Framh. á 13. síðu ÞETTA eru frú Baden- Powell yfirstjórnandi kven- skátahreyfingarinnar í heim inum. Hún var nýlega á ferð í Danmörku, þar sem haldið var alþjóðlegt skáta- námskeið, í Kogerup skóla. ARipMiffi, og er að mörgru levli afffcfiúlp gð bera kosningra niðuSwjpSWiú saman við SUMAR-rafSljjE'arnar þá en HAUST-kosningprnar (14.2% nú, en 12.5% sumarlð 1959). Það hlýtur að vekja sérstaka athygli, að þótt Þjóðvarnar- flokkurinn, sem 1953 hlaut 6% atkvæða og haustið 1959 3.4% atkvæða, hafi horfið af sjónar- sviðinu í þessum kosningum og gert formlegt kosningabanda- lag við Alþýðubandalagið, þá bætir það aðstöðu sína ekki neitt. Það, sem fyrst og fremst vekur atliygli, ef athuguð er stjórnmálaþróun tveggja síð- ustu áratuga, er, að sá flokkur, sem ísienzkir kommúnistar stjórna, hefur tapað talsverðum hluta af því fylgi, sem honum tókst að vinna með klofningi Alþýðuflokksins 1938, þrátt fyrir aðra klofningstilraun 1956. Og Framsóknarflokkur- inn hefur nú svipað fylgi og fyrir tveim áratugum. Flokkur- inn eykur hlutfallstölu sína nú ekki nema um 2,5%, þótt Þjóð- varnarflokkurinn hafi í kosn- ingunum næstu á undan haft 3,4% atkvæðanna. Stjórnar- andstöðuflokkarnir þrír, Fram- sóknarflokkur,' Afþýðubanda- lag og Þjóðvarnarflokkur hafa því augljóslega tapað fylgi með þjóðinni, en stjórnarflokkarn- ir styrkt aðstöðu sína. Það er athyglisverðasta niðurstaða kosninganna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.