Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.02.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.02.1906, Blaðsíða 2
30 LÖGRJETTA. eigin málum, — já, þó sú skoðun væri rjett, sem vjer mótmælum sem alveg rangri, þá hefði danska löggjafarvaldið samt ekki rjett til að breyta stöðulögunum án sam- þykkis vors. Það er nefnilega als ekki óyggjandi rjett setning, að sá, sem gefxð hefur lög, hljóti líka að hafa rjctt til að breyta þeim, eða taka þau aftur. Ut frá sjón- armiði Dana sjálfra ætti að liggja næst að skoða það svo, sem hið danska löggjafai’vald hafi afsalað sjer yfirráðum sjermála íslands í hendur íslendingum sjálfum, og slikt rjettarafsal ætti ekki að vera fremur afturtækt, en t. a. m. Frið- rik konungur 7. hefði getað tekið aftur stjórnarbótina, sem Iiann gaf Dönum 1848 og 1849, Kristján kon- ungur hinn níundi stjóinarbótina frá 1874, eða reyndar einstakur maður gæti tekið aftur gjöf, sem einu sinni er gefin, og mót- tekin er af þiggjanda, hvort sem hann hefur tekið á móti henni sem gjöf eða gjaldi. En danska löggjafarvaldið getur breytt stöðulögunum og gefið út lög um sjermál íslands, eða jafn- vel gefið lög um sjermál íslands án þess að breyta stöðulögunum, en aðeins á sama hátt og t. a. m. Rússastjórn kúgaði Finna fyrir nokkrum árum, og Englendingar Búa, með rjetti liins sterkara ein- um saman, með ofríki. Auðvitað mundum vjer íslendingar eigi lúta slikum lögum, nema við oss væri beitt hervaldi. En þeir sem nokkuð þekkja til hinnar dönsku þjóðar, geta gert sjer í hugarlund, hve mikil likindi eru til að til þess komi. Rjettur vor væri al- veg óskertur fyrir því, ekki ein- ungis hinn sögulegi rjettur, og sá rjettur sem hyggist á landshátt- um og þjóðerni, heldur og sá rjettur, sem byggist á konungs- brjefinu fra 23. septbr. 1848 og stjórnarskránni frá 1874. Með stöðulögunum er oss nefnil. ekki — þótt allir danskir lögfræðingar kynnu aðsegja það,— veitlur neinn rjettur, heldur að eins viðurkendur sá rjettur, er vjer höfðum áður. Það má annars vist óhætt full- yrða það, að þótt Danir haldi því fram, að þeir geti breytt stöðu- lögunum og sett lög um sjermál vor, þá dettur varla nokkrum dönskum manni, sem nokkuð hefur að segja, það í hug, aðslíkt verði gert. En þótt engi hætta sje á að til jiess muni koma, þá er það skylda allra íslendinga að mótmæla þessari kenningu Dana, þvi að allar smáþjóðir, og allra helst þjóð, sem líkt stendur á fyrir eins og oss, verða jafnan að vera varar um ijettindi sín. Hin „miklu býsn“. Með því að mjer ekki höfðu borist bókmentaQelagsbækur 1905, sendi jeg eftir þeim til Reykjavíkur 24. þ. m. Meðal þeirra var 3. hefti »Skírnis«—með greininni »Vernd- un forngripa og gamalla kirkju- gripa« eftir Mattías stúdent Þórð- arson. í grein þessari er gripasafn Jóns konsúls Vídalíns og konu hans rækilega getið, og er sjerstaklega minst á oblátudósir frá Bessastaða- kyrkju, sem bera með sjer, að þær hafa verið »tillagðar« henni af Ólafi amtmanni Stefánssyní og frú Sig- ríði konu hans, »fyrir legstað jieirra foreldra«, Magnúsar amtmanns Gíslasonar og frú Þórunnar konu hans, »samt þeirra tveggja dætra«. Dósirnar eru góður gripur og rausn- arlegt legkaup fyrir fjögra manna legstað, enda segir Mattías þær vera »mesta kjörgrip«. Telur hann það »b ý s n mikil«, að þær skuli vera þar niður komnar, og segir frú Helgu Vídalín hafa skýrt svo frá, að jeg hafi gefið henni þær, er jeg var eigandi Bessastaða, móti því, að kirkjan fengi í staðinn eftirlík- ingu af þeim. — Sje i jett með þetta farið eftir frúnni.þá hlýtur sú skýrsla hennar að stafa af misminni, því við mig átti liiin ekkert um þau viðskifti, er lijer ræðir um — nje jeg við hana. En dósir þessar hefjeg, sem eig- andi Bessastaða með kírkju og grip- um hennar, látið af hendi við Jón konsúl Vídalín að kaupi, — þó ekki fyrir neina fjárupphæð. Hvað kom þá á móti? Ekki að eins eftirmynd dósanna (facsimile) úr jafngóðum málmi, skýru silfri með gyllingu, og svo vel gerð, að örðugt mun, ef ekki ómögulegt, að þekkja hana frá frum- gripnum, — ekki að eins þessijafn- góði gripur, sem kostað hefur »ærna peninga«, hefur á móti komið —, heldur og það, að forngripurinn er fyrir löngu trygður forngripasafni íslands á þann hátt, að Jón kon- súll Vídalín og kona hans hafa arf- leitt það að honum eftir sinn dag. Þegar þetta mál nú kom á dag- skrá, var farið að fyrnast yfir það í huga mínum. En því kunni jeg illa, að jegþyrfti að óttast, að frum- dósirnar mistust landinu, — og örð- ugt átti jeg með að trúa því, að Vídalín, sem jeg hef haft eóð kynni af um 20 ár, og átt mikil og marg- breytt viðskifti við, og aldrei hefur sýnt mjer annað en áreiðanleik og drengskap.hefði brugðist mjer þann- ig í máli, er hann vissi, að var mjer jafnmikið áhugamál eins og það, að landið misti ekki af grip þess- um. Hann hefur heldur ekki brugð- ist mjer í þessu, og liefur hann nú gefið mjer heimild, — sem jeg ekki hatði áður,— til þsss að skýra op- inberlega frá nefndri testamentisráð- stöfun þeirra hjóna á frumdósunum. Þar sem nú Bessastaðakirkja eft- ir sem áður á eins gerðan grip og úr jafngóðum málmi, þá hefur það eitt að orðið fyrir henni, að grip- urinn hennar er eftirmyndin en ekki frumgripurinn sjálfum. Afturá móti er honum ráðstafað á forngripa- sal'n landsins; eignast það hann ó- keypis og verður það mikill ávinn- ingur. Þegar frumgripurinn kem- ur þangað, geta hlutaðeigandi yfir- völd látið forngripasafnið hafa skifti við kirkuna, ef þeim þykir ástæða til þess. Þegar á þetta er litið í heild þess frá sjónarmiði landsins, verður ekki um tjón, heldur bersýnilegan ávinn- ing að ræða. Samt var það ekki þessi ávinn- ingur, sem jeg gekkst fyrir, er jeg eftirljet konsúlnum dósirnar, heldur annar mikilsverðari fyrir jijóð og kirkju, — sá, að fá bjargað Bessa- staðakirkju, — þessum mesta sögu- lega forngrip allra kirkna lands- ins annara en Hólakirkju,—frá því að falla í rúst. Fyrir þessu atriði mun jeg gera grein í »Skírni«. Görðum 30. janúar 1906. Jens Pálsson. Um heitu löndin.' eftir Stgr. Matthíass'oB. II. — Yfir höfuð að tala íinst mjer þessi liiti, sem vjer daglega átþnn við að búa í Rauðahaíinu, indverska hafinu, á Ceylon og í Singapore, vera sjerlega notalegur.-- Hann var þetta daglega nm hádegisbilið milli 30 og 40° á Celsíus. Pað er þægi- legur liiti meðan maður hefir enga líkamlega áreynslu og er húinn eins og vjer vorum, níl. í hvít ljereftsföt og þar innan undir þunna ullar- skyrtu, en á liöfðinu barðastóran, hvítan sólhah úrkorki. Enmaður fann óþægindi af liitanum, ef átti að hlaupa upp brekku, eða beita kröftum sínum á einhvern liátt. Það sýnir sig líka að hvítir menn þola ekkert erviði í þessum hita, enda sjást þeir sjaldan hreyfa hönd við neinu þar eystra. Oll vinna er framin af binum innfæddu, sem eru aldir upp við og orðnir vanir við hitann. Maður skyldi halda að þeim væri hætt við sólstungu alveg eins og hvítum mönnum í þessum mikla hita, en það er sjúk- dómur, sem varla eru dæmi til meðal þeirra, og þó ganga þeir alla- jafna berhöfðaðir og sumir láta jafnvel raka af sjer alt hár og eru bersköllóttir. — Hvítir menn lifa eins og kongar innanum innfædda fólkið, og drotna yfir þvi með gulli sínu. Því flestir eru þeir ríkir. Jeg átti tal við marga Norðurálfubúa, sem höfðu tekið sjer bólfestu á Indlandi, Ceylon og Malakkaskaga, og allir luku upp sama munni um það, að gott væri þar að vera og nóg fje þar að græða fyrir framtaks- sama menn. Að innflutningurinn til þessara landa er ekki miklu meiri en hann er, liggur sumpart í því, að vegalengdin er svo mikil en svo máske einkanlega í því, að menn óttast Ioftslagið og sporin hræða, því margir þola það ekki, fá ýmsa sjúkdóma og deyja. Mik- ill hluti þeirra manna sein þannig týnast og sagt er að ekki hafi þol- að loftslagið hafa mist heilsu sina af óhófi í mat og drykk. Svo er niál með vexti, að maturinn er mjög ódýr og innlendir menn hafa lært að búa til alls konar krásir, sem kitla svo góm Evrópu- manna að flestir eta yfir sig. Til dæmis að taka gat maður á veit- ingahúsum í Ceylon, Singapore og í Honkong fengið 20—30 rjetti af fyrirtaksmat fyrir einar 2 krónur — maður gat jetið eins mikið og maður vildi og valið milli allra þessara rjetta fyrir þetta lilla verð. Ennfremur fæst vín og öl mjög ódýrt, því engir tollar eru á vörum þar eystra. Hitinn hefur vanalega í för með sjer mikinn þorsta, svo að freistingin er mikil fyrir þá sem þykir gott í staupinu. En ekkert er óhollara í hitanum en áfengið; af því stafar mikill hluti þeirra lifrar- og magasjúk- dóma sem koma svo mörgum ung- um Evrópumönnum í gröfina, er sagt er um, að ekki hafi þolað hitann. Auðvitað eru ýmsir sjúk- dómar í heitu löndunum, sein ekki verður varist, þó menn gæti hófs í mat og drykk. Pestin, kólera, gula, flekkusótt, blóðkreppusótt og mal- aría vofa altaf yfir höfðum manna og eru vondir viðfangs-gripir; en með framförum fræðanna, eink- um heilsufræðinnar, hefur tekist að stemma stigu fyrir útbreiðslu og hættusemi allra þessara sótta. Eng- lendingar hafa gengið vel fram í því, enda hefur það komið vel í Ijós, að hvar sem þeir hafa komið á sínu heilhrigðisfyrirkomulagi í borgum þar eystra, eins og hver- vetna í heitu löndunum, jiar ber lieilsufar langt af því sem er í öðrum stöðum, sem tiiheyra öðrum þjóð- um. Þegar pestin og kóleran geysa í bæjunum þar eystra, sneyða þessir sjúkdómar næstum algerlega lijá hinum enska hluta bæjarins. Þetta er eingöngu að þakka þrifn- aði, góðum vatnsveitum og afrensli, (Framh.) Utan úr löndum, Eftir Guðm. Björnsson lækni. ) IX. ísland og önnur lönd. Án efa hefur Jónas Hallgrímsson verið utanlands þegar hann orti vís- una: „Enginn grætur íslending, ein- an sjer og dáinn......“ íslendinginn þekkir enginn í öðrum löndum — þó hann sje á lífi og í fullu fjöri. Annara þjóða menn þekkja allir, ef þeir bera glögg þjóðareinkenni; allir kannast við Englendinginn, Frakk- ann,Þjóðverjann; þjóðareinkenni þeirra eru heimskunn. En Islending þekkir enginn; það er af og frá, og það hefi jeg Iíka sannað. Þar sem jeg er kom- inn af gömlum íslenskum bændaætt- um í karllegg og kvennlegg, vona jeg að mjer fyigi íslensk þjóðareinkenni, öll hin helstu. En nú hef jeg farið land úr landi og ekki hitt nokkurn mann, sem rendi grun í, að jeg væri íslendingur. Þeir þekkja ekki landið, þess vegna heldur ekki þjóðina. T Englandi gátu menn þess til, að jeg væri Þjóðverji, í Frakklandi, að jeg væri Englendingur; hjer í Berlín haida flestir, að jeg sje Svíi. Dag- inn eftir að jeg kom hingað, var jeg á ferðinni að leita mjer að húsnæði; einn húsráðandinn, sem jeg átti tal við, spurði mig: „Eruð þjer ekki Rússi?" „Nei, jeg er íslendingur". „En er ekki ísland rússneskt?" „Nei, íslatid er íslenskt". „En hálfrússneskt er það þó“. Jeg fjekk hann ekki ofan af því, að Island væri hálfrússneskt og jeg hálf- Rússi. Sannleikurinn er sá, að flestar aðr- ar þjóðir hafa yflrleit.t enga hugmynd um, að til sje land, er heiti ísland, og þjóð, sem heiti Islendingar. Þess þarf auðvitað ekki að geta, að í öllum stórlöndunum vita ein- stakir menn deili á landi voru og þjóð, en þeir eru ótriilega fáir. Svo fara þeir að spyrja, sem aldrei hafa heyrt landið nefnt. Og þegar það vitnast, að þjóðin er einar 80 þúsundir, þá liður jafnan meðaumk- unarbros, meira eða minna hæverskt, yfir ásjónu stórþjóðarmannsins. Miklir aumingjar og vesalingar hljótið þið að vera, þið, sem eruð svona fáir — hugsar hann, og segir það líka stund- um blátt áfram. f Englandi, heimsveldinu sjálfu, er jafnan hungursneyð í hverjum bæj- arjaðri, — fólkið vantar vinnu; á íslandi er enginn svangur — þar vant- ar fólk til að vinna. Meðal stórþjóð- anna er yfirleitt miklu meira um eymd og volæði, en meðal smáþjóð- anna.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.