Lögrétta - 14.02.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Snðurgötu 13.==-
Æ í Reylijavík 14. febriíar 1900. I. ár*f.
Á hið danska löggjafarvald rjett QLmfatnrnrtarrloilrlin í U! TA T TvT T3 UTT? TX
á að breyta stöðulögunum
eða afnema þau?
I ýmsum íslenskum blöðum
hefur undanfarið verið talað mik-
ið um umræður, er orðið hafa um
stjórnmál vor íslendinga á sam-
fundi, er málfundafjelag lögfræð-
inga og þjóðmegunarfræðisfjelagið
í Kaupmannahöfn hjeldu 1. desbr.
f. á. Þa r var því þá, að sögn,
meðal annars haldið fram af
málshefjanda, J. Sebested lögfræð-
isnema, að grundvallarlöggjafar-
valdið, eða með öðrum orðum
hið danska löggjafarvald (ríkis-
þing og konungur) gæti að lög-
um breytt eða afnumið stöðulög-
in að óvilja íslendinga. Fyllilega
trúverðugar skýrslur um það, er
fram hafl farið á fundi þessum,
hafa enn eigi birst hjer, en það
er sennilegt, að ])etta atriði sje
rjett hermt, sem og' bitt, að máls-
hefjandi hafi staðhæft, að þetía
væri álit allra danskra lögfræð-
inga. Það er og sennilegt að
flestir lögfræðingar Dana, og þá
Danir yfirleitt, sjeu i raun ogveru
þeirrar skoðunar, að hið danska
löggjafarvald geti breytt stöðulög-
unum, eða numið þau úr gildi,
og geti þannig kipt burtu grund-
vellinum undan sjálfstjórn íslands.
Það hefur nefnilega verið kent i
ríkisfræðinni við Kaupmanna-
hafnarháskóla nú í 30 ár að
minsta kosti (af H. Matzen o. fh),
að sjálfstjórn íslands sje á hverj-
uin tíma komin undir löggjafar-
valdi konungsríkisins Danmerkur
(ríkisþinginu og konungi) »svo
sannarlega sem hið sama vald,
sem hefur gefið (stöðu)lögin, get-
ur og breytt þeim eða numið þau
úr gildi«. Um þessa kenningu
hefur því verið kunnugt bjer lengi,
en hitt hefur þótt eins víst, að
enginn íslenskur lögfræðingur
væri þessarar skoðunar og yfir
höfuð enginn íslendingur. Það
er því nýlunda og sætir furðu,
að nokkur íslendingur skuli fást
til að hlakka yíir þessari kenn-
ingu, og' telja hana góða, og það
jaliivcl íslensk blöð. Dagfari, hið
nj'ja blað á Eskifirði, hefur að
minsta kosti orðið til þess, og það
í hinu fyrsta tölublaði sínu; þar
telur nefnilega greinarkorn með
yfirskrift: »Úr brjefi frá Höfn«
fyrirlestur J. Sehesteds á umgetn-
Um fundi »góðan og skýran«, —
fyrirlestur, er aðalatriði hans er
kenning sú, er nú hefur verið lýst.
En er þá nokkuð til í því, að
hið danska löggjafarvald eigi, eins
og nú er komið, að lögum rjett
tii að breyta stöðulögunum eða af-
nerpa þau, að vilja sínum einum?
Það má vera, að stöðulögin sjeu
ekki löglega að öllu eða rjettilega
hefur nú ákaftega mikið af VÓiVDUÐUM, FALLEGUM, ÓDÝRUM, HALDGÓÐUM og HLÝJUM skófatnaði, af öllnm stærðum og tegundum, handa
konum, körlum og börnum, og skulum vjer nefna litið eitt, svo sem:
FYRIR KVENNFÓLK: Che vraux-skór og stigvjel frá 3,95- 12,50. Boxcalf-skór og stigvél frá 6,50—11,00, Boxcalf-bandaskór, mjög
góðir 4,75. Dansskór, margar fallegar og góðar teg. 3,75—6,50. Morgunskór og sjerlega vandaðir flókaskór 0,85—4,25. — Bandaskór með
gúmmíhælum, mjög þægilegir 4,95. — FYRIR KARLMENN: Chevraux-skór og stígvjel frá 7,50—12,00, Boxcalf-skór og stígvél 8,50—15,75,
Hestaleðursskór og stígvjel frá 3,75—8,65. Flóka- og morgunskór 2,95—5,00 o. fl. — FYRIR BÖRN: Boxcalf-stígvjel 3,50—6,75. Chevraux-
skór og stígvjel 1,75-2,85. Chevraux-skór 1,25—2,25. — Hestaleðursstígvjel, margar teg. 2,00—5,75. Vatnsstigvjel frá 5,00—7,40 o. m.fi.
Og SJÓMENNIRNIR ættu að muna það, að hvergi er hægt að fá eins vönduð SJÓSTÍGVJEL að efni og allri gerð, og þó eins ódýr og í
EDINB0RG. Þar fást líka GÖTUSTÍGVJELIN þægilegu, sem aldrei leka, og marg. teg. af verkmannaskóm og stígvjelum níðsterkum og þó ódýruum.
til orðin, og það virðist eiga að
vera Ijóst fyrir öllum, sem það
mál vilja rannsaka, eftir alt það,
er um það hefur verið talað og
skráð, að minsta kosti ætti það
að vera Ijóst öllum íslendingum,
að þau gátu eigi út af fyrir sig
haft gildi fyrir ísland. En þau
geta verið fullgild nú fyrir því.
Annars er það efasamt, hvort
nokkurntíma hefur verið rjett að
skoða þau lög sem valdboð aí
hálfu löggjafarvalds konungsríkis-
ins. Á undan útkomu þeirra var
gengin löng' barátta af hálfu ís-
lendinga í því skyni, að fá viður-
kendan hinn sögulega og fyrir-
heitna (sbr. konungsbrjef 23. sept-
br. 1848) rjett vorn til þess að
ráða sjálfir málum þeim, er snertu
ísland eitt. Kröfurnar frá vorri
hálfu vora þessar:' full sjálfsljórn
í sjermálunum, en aftur var ekki
haft verulega á móti því, að hin
svokolluðu almennu mál, eða þau
mál, er snertu alt ríkið í heild
sinni, væri í höndum löggjafar-
valdsins danska, án íhlutunar at
íslands hálfu, að minsta kosti fyrst
um sinn. Þegar nú svo var, að
til var ætlast, að málum, sem ís-
landi við kæmu, væri skift i tvent:
sjerstök málefni, þau mál, er snerti
ísland út af fyrir sig og alþingi og
konungur skyldu ráða yfir, og al-
menn málefni, þau mál, er og snertu
aðra hluta ríkisins og hið danska
löggjafarvald skyldi fara með, þá
var i sjálfu sjer ekkert óeðlilegt,
að það væri ákveðið með sam-
komulagi milli hius islenska og
hins danska löggjafarvalds, hvern-
ig málunum yrði skift, og eftir
því sem á stóð, virtist það ekki
vera ríkisþinginu að öllu óvið-
komandi, hver mál skyldu talin
sjermál íslands, en bitt var því auð-
vitað alveg' óviðkomandi, hvern-
ig' þeim væri skipað. Nú kveða
stöðulögin á um 3 atriði aðallega,
nefnilega: 1) að ísland skuli vera
óaðskiljanlegur hluti Danaveldis,
2) um það, hver skuli teljast sjer-
mál íslands og hver almenn mál,
og loks 3) um það, hvert tillag rík-
issjóður skuli greiða til hinna sjer-
staklegu gjalda íslands, a: hye
mikið skuli goldid úr ríkissjóði
upp í skuld þá, er ísland taldi til
hjá honum.
Ef satt skal segja, þá virðist hið
fyrsta atriði koma við bæði hinu
n
%JKálmuru.
Reykjavíkurbúar eru mintir d, að timinn til að skrifa
sig fyrir hlulum i hlutafjelaginu „Mdtmi" er útrunninn
1. marz næstkomandi.
Fyrir hönd stjórnarinnar.
3 Síuría cJónsson.
íslenska og binu danska löggjaf-
arvaldi. Það var heldur ekki óeðli-
legt, að samkomulag kæmist á
milli beggja þessara valda um bið
annað atriði, og bið þriðja atriði
varð að koma og undir bið danska
löggjafarvald.
En hvernig sem svo Danir líta
á stöðulögin, þá virðist það bæði
i sjálfu sjer eðlilegast — enda fylli-
lega i samræmi við landsrjettinda-
kröfur voi ar, — aðskoða stöðulögin
að einssemyfirlýsingufráhálfu hins
danska löggjafarvaldsumþað, hvað
það fyrir sitt leyti viðurkendi um
stöðu íslands í ríkinu, hver tak-
mörk það viðurkendi milli sjcr-
mála íslands og hinna almennu
mála, eða með öðrum orðum,
hver mál það viðurkendi sem sjer-
mál, og' loks, að hve miklu leyti
það viðurkendi skuldakröfu ís-
lands á hendur rikissjóði. Auð-
vitað var þá þessi yfirlýsing bind-
andi að eins fyrir Danmörku, en
ekki fyrir ísland, nema samhljóða
yfirlýsing kæmi frá vorri hálfu.
Það er eflausl rjett, sem nýlega
hefur verið tekið fram í »Norðra«,
að slík yfirlýsing eða slíkt sam-
samþykki getur eigi skoðast gefið
með undirskrift konungs undir
stöðulögin, nefnilega með því að
líta svo á, sem hann hafi bæði
staðfest lögin sem þingbundinn
konungur hins danska ríkis, og
einnig gefið þau sem einvaldur
konungur íslands. Til þess að
líta svo á, að lögin sjeu og geíin
af hinum einvalda konungi ís-
lands, vantar alla heimild.
En með stjórnarskránni 5. jan.
1874 liefur hið íslenska löggjafar-
vald (sem þá var konungurinn
einn) fallist á ákvæði stöðulaganna,
og þarmeð er kominn á sanming-
ur milli konungsríkisins og íslands.
Stöðulögin hafa aldrei sjálf gilt
eða getað gilt fyrir ísland sem lög,
en ákvæði þeirra eru samþykt frá
íslands hálfu með samskonar á-
kvæðum i stjórnarskránni. Þessi
ákvæði og stöðulögin eru því nú
sá eini grundvöllur, sem samband-
ið milli Danmerkur og íslands
byggist á. Stöðulögin og samsvar-
andi ákvæði í stjórnarskránni virð-
ist þvi rjettast að skoða sem samn-
ing, er auðvitað, eins og hver ann-
ar samningur, bindur báða aðila,
og verður eigi breytt nema með
samþykki beggja. Hvernig ættu
Danir að geta tekið aftur án sam-
þykkis íslendinga viðurkenning-
una um rjett íslands til að stjórna
sínum sjermálum, loforð um
greiðslu tillagsins, eða loforð um
að ekki verði krafist framlags af
Islands hálfu meðan það ekki hef-
ur fulltrúa á ríkisþinginu? Hjett
eiga þeir ekki á því fremur en
einstakur maður á rjett á að taka
aftur einhliða loforð um að greiða
rjettmæta skuld, eða bregða öðru
löglegu loforði, eða taka aftur við-
urkenningu, sem hann víssvitandi
og óneyddur hefur gefið fyrir rjetti.
íslendingar eru að sínu leyti jafnt
bundnir við stöðulögin, eða rjett-
ara sagt samsvarandi ákvæði í
stjórnarskránni, og geta því auk
þess ekki leyft neina breytingu á
stöðulögunum nema að undan-
genginni stjórnarskrárbreytingu.
Og þótt sú skoðun danskra lög-
fræðinga væri rjett, að ríkisvaldið
(ríkisþingið og konungur) hefði
haft rjett til þess 1871, að ákveða
stöðu íslands í ríkinu, veiia ís-
landi rjett til að stjórna sínum