Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.02.1906, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.02.1906, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA. 31 Hamingja þjóðanna fer ekki eftir höfðatölunni; hún fer ekki heldur eftir t.ölu stóreignamanna, visindamanna, listamanna. Hamingja þjóðanna fer eftir þvi, hvernig öllum fjölda landsmanna líð- ur. eftir mentunarástandi og lífskjör- um alþýðunnar. Og mest mega þeir þó láta, sem best líður; mesta verður að telja þá þjóðina, sem hamingjusömust er. Minsta þjóðin getur verið mesta þjóð i heimi. Stórþjóðagorgeitinn er ástæðulaust mont — þeim iíður yfírleitt ver en margri smáþjóðinni. íslendingar standa oft býsna álútir framrai fyrir útlendingum — því ættu þeir að hætta; það er óþarfí; svo gott sr ætterni þeirra, mentun og lífskjör. Útlendingadekur er jafnlastvert eins ®g gestrisni við þá er lofsverð. Berlín, í janúar 1906. Af ferðum Myklestads. Herra O. Myklestad kom hingað til bæjarins úr skoðunarferð sinni 11. þ. m. Hann lagði af stað norður 5. sept. í haust, og náði í rjettirnar í Húnavatnssýslu og Skagafirði og var þar hvergi vart kláða, og kom til Akureyrar í lok mánaðarins. Fyrri hluta desem- bermánaðar ferðaðist hann um Svarfaðardal. Ur þeirri sveit hafði fundist kláðasjúk kind í sumar sem leið, og einhver kláðagrunur hafði komið upp í Ólafsfirði, og fór fram böðun í báðum þeim sveitum í nóvember og desember. Síðari hluta desembermánaðar ferð- aðist hann um Suður-Þingeyjar- sýslu, og voru þá skýrslur komn- ar úr allri sýslunni um desember- skoðunina og hafði hvergi orðið kláðavart. Frá Akureyri lagði Myklestad af stað í vestur- og suðurleið 2. jan. og fór hann úr Strandasýslu um Dali. í annan stað ferðaðist að- stoðarmaður hans, Björn Guð- mundsson frá Lóni í Kelduhverfi, um vesturkjálkann og Snæfellsnes. Liggja nú fyrir skýrslur frá des- ember-fjárskoðuninni um allan vesturhluta landsins, og Myklestad jafnframt ferðast um Kjósarsýslu, og hvergi orðið kláðavart nema á einni kind í Blönduhlíð og annari á Skaga í Húnavatnssýslu. A báð- um stöðum var baðað á bæjunum og næstu bæjum. Annarstaðar, þar sem getið var útbrota, sem einhver grunur gat leikið á, gengu þeir Myklestad og aðstoðarmenn hans úr skugga um það við að skoða kindurnar, eða gærurnar, að kláði hefði eigi átt sjer stað. Björn Guðmundsson ferðaðist aftur um Vesturland til að hafa eftirlit með mars-skoðuninni. Skýrslur eru ekki komnar frá Suður- og Austurlandi. Myklestad fer sjálfur í næsta mánuði austur í Arnes- og Rangárvallasýslu til að ▼era þar við mars-skoðunina, en aðstoðarmaður hans annar, Björn Kristjánsson frá Lóni í Kelduhverfi, fer nú austur og norður í sömu erindum urn Skaftafells- og Múla- sýslur. í Múlasýslum fer eigi nema ein skoðun fram i velur, í febrúar- mánuði. »Seinasti maurinn«, segir Mykle- stad, »er ekki hótið lífseigari en hinn fyrsti. Bændur eru nú orðn- ir öruggir um það, að kláðanum verði með öllu útrýmt. Núkunna menn að fara með hann, og fullur áhugi á því að yfirstíga hann til fulls, og ekkert efamál að það tekst«. HLin bliiðin. í ávarpi hins nj7ja blaðs »Norðra« stendur sú málsgrein: »Vjer stöndum eigi nær þeim sem með ofstopa vilja bæla niður allar aðfinningar við stjórnina og hennar gjörðir, lieldur en hinum, scm með vanhugsuðum ærslum og frekju vilja æsa alþýðumenn til að umhverfa, ekki einasta þessari stjórn, heldur öllum grundvelli rétt- látrar stjórnar í landinu.« Ávarpið heggur jafnt til beggja handa gegn flokkshatrinu, eins og það nú kemur fram, og hinum slæmu meðulum, sem beitt er báð- um megin. Nú tekur »ísafoId« í síðasta tölubl. upp síðari helming- inn af hinum tilvitnuðu orðum, og ályktar svo með þeim dómi: »Mundi nú flokkshatur og æsing- ar geta komist á öllu hærra stig, en lýsir sjer í þessum ummælum?« Flesta menn furðar á þessari spurningu er þeir lesa ávarpið, og mörgum verður eflaust að hugsa sem svo: Maður, líttu þjer nær! Annað dæmi — í sjálfu sjer smá- vægilegt — mætti nefna um leið: Fyrir skemstu stóð i »Lögrjettu« um brjef, sem »ísafold« flutti, að þar hafi verið »nær ekkert orð satt.« Sama daginn kemur svarið í »ísa- fold« með yfirskriftinni: »Ekkert ord satta — nœr alt satt? Skrítið, að ritstjórinn skuli fella burt orðið »nær,« þegar hann sjálfur þarf að nota það í svarinu — játar, að það hafi eigi verið alt satt i brjefinu — en byggir svo einmitt árásina á þessari »skýlausu neitun.« Sjálfs síns vegna má ritstjóri ísafoldar ekki hafa slíka aðferð. Allir dæma hana á einn veg. A. JEfi Gapons presls. Eftir sjálfan hann. (Frh.). ---- Jeg fjekk heilsuna aftur smátt og smátt. En sú skoðun festi rætur hjá mjer, að jeg væri óhæfu)' til þess að takast á hendur prestsstöðu Jeg fór því að sækja kenslustundirnar i skól- anum með minni reglu en áðu)', en eyddi mestu af t.ímanum við kenslu- störf, ogsvo i það, að heimsækjaolboga- börn mannfjelagsins, einkum fátækt verkafólk í nágrenninu. Jeg reyndi áf veikum mætti að hjálpa þessu fólki og fjekk það til að segja mjer æfi- sögur sjna.r. Skólastjórnin skifti sjer ekkert af þessu. Þó fjekk jeg að lok- um að reyna, að hún hafði fyrirhugað mjer hegningu. Þegar úti var náms- tími minn í þessum skóla og jeg var undir það búinn að komast inn á há- skóla kirkjunnar, sagði jeg, að jeg kysi heldur að fara í hinn almenna háskóla og Ijúka þar námi. En í burtfararvottorðinu frá skólanum var mjer gefinn svo vondur vitnisburður fyrir hegðun, að jeg sá að enginn há- skóli raundi veita mjer viðtöku. Þetta er ekki óalgengt bragð við rússneska skóla. Fyrir mig hafði þetta þá þýð- ingu, að það kollvarpaði öllum fram- tíðarvonum mínum. Jeg tók mjer það mjög nærri, og þegar jeg hugs- aði til þess sem á undan var farið, greip mig í fyrstu áköf hefnigirni. Til allrar hamingju kom faðir minn þá til borgarinnar, og mýktist skap mitt undir eins og jeg sá hann og hugsaði til þess, hve margt og mikið hann hafði orðið að þola um dagana. Jeg hjelt enn um hríð áfram kenslustörf- unum og hafði á þann hátt ofan af fyrir mjer. Einnig fjekk jeg ritstörf hjá semstvónni þar í hjeraðinu. Fjekk jeg þá tækifæri til þess að kynnast, enn betur en áður eymd þeirri sem bændafólkið á við að búa. Við þetta rótfestist hjá mjer löngunin til þess að helga verkalýðnum líf mitt og krafta, og þá einkum bændastjettinni. Nú hugsaði jeg mjer, að ef svo færi, að mjer tækist að ná inntöku- prófi við háskólann og komast i stú- dentatölu, án tillits til veru minnar á kirkjuskólanum, þá skyldi jeg ganga inn í læknadeildina. Að entu prófi ætlaði jeg svo að verða umferðalæknir hjá bændunum og bæta þá jöfnum höndum hin andlegu og likamlegu mein þeirra. Þegar hjer var komið hafði sjóndeildarhringur minn víkkað, meðal annars við það, að jeg hafði nú bæði heyrt og lesið um byltinga- mannaflokkinn. Fyr en þetta höfðu engin af leyniritum þess flokks borist mjer í hendur. Af þaim fi æddist jeg nú um það. að nokkrir menn og kon- ur höfðu fyrir löngu eigi aðeins skilið ástandið rjett, heldur líka lagt bæði gáfur sinar og auð í sölurnar fyrir heill almennings, og sumir jafnvel lífið. Þótt þekking mín á starfi þessa fámenna, óeigingjarna flokks upplýstra manna væri þá mjög lítil, vaknaði strax hjá mjer virðing fyrir því. En nú kom atvik fyrir, sem breytti áformum mínum. Jeg kendi um þetta leiti meðal annars hjá rikismanni einum i Poltava. Ein af dætrum hans átti vinstúlku, sem komin var af kaupmannafólki þar i hjeraðinu. Það var fríð og inndæl stúlka og hafði fengið mjög gott uppeldi. í fyrstu veitti jeg henni litla eftirtekt, en ekki leið þó á löngu áður við urðum góðir kunningjar. Hún var útskrifuð af lýðháskóla, og það sem dró hugi okk- ar saman var bæði nám okkar og svo sameiginlegur áhugi á því, að iíera eitthvað fyrir alþýð)ina. Hún hafði kynst dálítið byltingamönnum og skoð- unum þeirra, en að því er trúarlífið snerti var hún þó ósnortin af þoim kenningum. Yið töluðum oft um þetta og jeg skýrði henni frá framtíðar- áformum mínum. Hún sagði þá, að sjer sýndist presturinn eiga miklu hægra, aðstöðu heldur en læknirinn til þess að vinna því máli gagn sero mjer lægi á hjarta, „Læknirinn læknar líkamann“, sagði hún, „en presturinn sálina; og að því er mjer virðist þá eru þeir miklu fleiri sem þurfa læknis við handa sálunni en likamanum". Jeg sagði henni, að trúarskoðanir mínar væri ekki i samræmi við kenn- ingar kirkjunnar, en hún gerði ekkert úr þeirri ástæðu, sagði, að höfuðat- riðið væri að reynast trúr — ekki kirkjunni, heldur Kristi. Þetta, sann- færði mig; jeg rjeð af að verðaprestur og hún lofaði að giftast mjer. (Frh.) Frá fjallatindum til fiskimiða. „Norðri“ heitir nýja blaðið á Akur- eyri, sem gefið er þar út af sama fjelaginu og „Lögrjetta" hjer. „Norðri“ fer vel á stað. Hann er vikublað, í dálítið stærra broti en nokkurt annað íslenskt blað og frágangurinn hinn besti. 4 tbl. eru komin hingað og eru þar í meðal annars ritgerðir um landsrjettindamál okkar eftir Guðl. sýslum. Guðmundsson, ritg. um fjár- mál eftir Pjetur alþm. Jónsson á Gaut- löndum og brjef frá Jóni alþm. frá frá Múla til Guðm. skálds Friðjórrs- sonar, skylt að efni b)jefum Gríms og J. Þ. í „Lögrjettu". Sr. Jónas Jónasson á Hrafnagili hefur fengið lausn frá próíastsstörfum í Eyjafjarðarsýslu, en sr. Geir Sæ- mundsson á Akureyii er settur þar prófastur. Hafís mikill er sagður hafa. verið við Horn seint í desember, þó ekki landfastur. Á Hólaskóla eru í vetur 50 nem- endur, 18 í efri deild og 32 í neðri. Sigurjón Jóhannesson bóndi á Laxa- mýri flytur til Akureyrar á næstkom- andi vori, segja Norðanblöðin, og er að láta reisa þar íbúðarhús handa sjer. Haldið er að eldur hafi verið uppi í Vatnajökli einhversstaðar um miðj- an síðastl. mánuð. Austanblöðin segja að eldbjarmi hafi sjest frá jöklinum, og 13. f. m. fanst snöggur jarðskjálfta- kippur á Rangárvöllum. „Dagfari" heitir nýtt blað, sem farið er að koma út á Eskifirði og segist vera hreint „Iandvarnarblað“. Það byrjar með árás á dr. Valtý Guð- mundsson, ritstj. Þjóðólfs og Þjóðvilj- ans o. fl. — Eigandi og ritstjóri er Ari Jónsson cand. jur. Póstafgreiðslan í Hornafirði er nú flutt fra Borgum að Hólum í sömu sveit og er Þorleifur Jónsson, hrepp- stjóri þar, orðinn póstafgreiðslumaður. Nýkomin blöð frá öllum landshorn- um, sem ná fram yfir miðjan síðasta mánuð, segja afbragðsgóða tíð um land alt til þess tíma. Frá nafni Stvkkishólmspóstsins, sem úti varð nýlega, er ekki rjett skýrt í síðasta blaði. Sá maður, sem þar er nefndur, hætti póstferðum á þess- ari leið um síðastl. áramót, en við þeim tók Jón Björnsson í Borgarnesi og var það vinnumaður hans, Marís Guðmundsson að nafni, sem þessa póstferð fór og úti varð. Með honum var Erlendur bóndi Erlendsson frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. í Stykkishólmsbrjefinu í síðasta blaði er getið um að þriðji maðurinn hafi orðið úti þar vestra um sama leyti og pósturinn. Sá maðnr hjet Guðjón Þorgeirsson og var frá Saurum, aldraður maður. Maður datt. út af bryggju í Fáskrúðs- fjarðarkaupstað nýlega niður í fjöru- grjótið og beið bana af; hann hjet Sigurður Oddsson. 3. f. m. andaðist á Seyðisfirði Ste- fán kaupmaður Steinholt, f. 12. maí 1857, einn af duglegustu borgurum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hann byrjaði þar verslun 1895 og hafði jafnframt

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.