Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.04.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.04.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Suðurgötu 13. Reykjavík 17. apríl 1906. I. árg. Stórkostleg stxkkun. Verzlun Magasínsins hefir auk- ist svo mikið síðasta árið, að hús- rúmið er orðið of lílið í sumum deildunum. Vefnaðarvörudeildin verður nú stœkkuð um lielming, og mun iaka upp alt luísið nr. 20 í Hafnarstrœti (gömlu búðinaj bœði uppi og niðri. Saumastofan fgrir dömur og börn verður stœkkuð að mun undir forstöðu hjónanna, sem nit eru þar, og sem hafa þött sauma framúr- skarandi vel, en saumalaunin verða svo lág sem frekast er unt. Ennfremur verður t sambandi við vefnaðarvörudeildina kven- hattadeild, undir forstöðu frlc. Önnu Ásmundsdóttur. Járnvörudeildin, ásamt glervör- um og eldhúsgögnum, verður flutt í Hafnarstrœti 17, í mjög stóra, ngja búð, sem verið er að útbúa, svo vandaða sem hægi er. Magasínið hefir í ár keypt irm óvenjulega miklar birgðir, og kom- ist að mjög góðunt innkaupum á flestöltum vörum, þrátt fyrir mikla verðhœkkun erlendis. Aðaláherzlan hefir, eins og hing- að til, verið lögð á það, að kaupa vandaðar og góðar vörur, en in mikla samkepni hér er in bezta trygging fyrir þvi, að verðið verði svo lágt sem frekast er unt. Virðingarfylst. H. TH. A. 7H0MSEN. Mannskaðinn. Óumræðilega daprir hafa dag- arnir verið mörgum um hátíð- irnar núna, en sár sorg hefur og jafnframt snortið alla, hve fjarri sem þeir standa atvinnurekstri sjó- manna vorra. Óbætanlegur er missirinn mörg- um heimilum nær ogfjær, en jafn- framt er missirinn stórkostlega mikill fvrir hjeruðin. Þegar 70 vaskir drengir, úrvals- lið vort, fer í sjóinn á einniviku, þá er það þjóðarsorg og þjóðar- missir. Prjár skipshafnir hafa farist af Faxatlóa-flotanum, og auk þess tekið út stýrimennina af 2 skipum. A undanförnum 20 árum telst oss svo til, að eigi hafi giörfarist nema 4 flskiskip, sem gengið hafa hjeðan úr flóanum. Eignatjónið er stórkostlega mik- ið, en hvað er það móti mann- tjóninu? Ætti að meta það til fjár vrði að nefna feyki háa tölu. — Ver$lunia ,£DlfJj36"RG“. Dálítil rýmkuri! )>Sjón er sögu rikarh; engin takmörk og engin bönd halda versluninni »Edinborg«. Menn vita,að hún egkst og margfaldast ár frá ári, bœði innan bœjar og út um latid. Peir vita, að í fyrra reisti hún hina stœrstu og skrautlegustu Vefnaðarvörubúð á landinu og í ár bœtir hún við eiiiu hinu mesta og háreistasta húsi í Austurstrœti, og verður par innan skams opnuð hin glœsilegasta og stœrsta Nýlenduvörubúð bœjarins, á neðsta gólfi. Á nœsta lofti verður hin stœrsta Fatasölubúð, og efst uppi hið ágœtasta Skraddaraverkstæði og Kjólasaumastofa. Einnig byrjar með vorinu nýtt og fjölskrúðugl Utibú frá versluninni í Norðurlandi, svo að allir hinir heiðruðu við- skiftavinir verslunarinnar víðsvegar um land eigi hœgra með að ná til hennar. Vinsœldir og vöxtur »Edinborgar<i mœlir best með henni. Virðingarfylst ÁSGEIR SIGURí)SSO>. J JlsRorun. Þegar jafn-stórkostlegt manntjón ber að höndum og nú hefur orðið lijer vid Faxaflða, hljóta allir að taka hlut í hinum mikla og sara missi, sem svo mörg heimili hafa beðið nœr og fjœr. En hluttöku vora i verki getum vjer sgnt með því einu, að gefa af örldtu geði, og svo riftega sem hver megnar, til hjálparþurfandi ekkna og barna og annara mun- aðarleysingja hinna drukknuðu sjómanna, sem þeir voru eina stoðin og styttan i lífinu. Vjer undirritaðir höfum nú gengið i nefnd saman til að taka a móti slikum samskotum. Vjer munum jafnskjótt birla samskotin og þau eru inn komin, og gera oss alt far urn það, með aðsloð kunnugra manna, að gjafafjeð komi sem rjetlldtast niður, og gera síðan almenningi grein fyrir þvi. Æskilegt væri að samskotin gengi svo greiðlega, að þeim gæli orðið lokið d miðju sumri. Gjaldkeri nefndarinnar er kaupmaður Geir Zoega. Reykjavík á páskadag 1906. G. Zoega. G. Björnsson. II. Hafliðason. Pdll Einarsson. Th. Jensen. Th. Thorsteinsson. Þórh. Bjarnarson. Mannslifið er ákallega dýrti slíku landi sem voru, þar sem gnóttir náttúrunnar eru enn jafnlítið sótt- ar og unnar sem þær enn eru hjá oss. Sú hliðin sem jmest snýr að almenningi við hinn hryggilega mannskaða er þessi: Sjómenn vorir, sem hætta lífi sínu sjálfum sjer til bjargar og hygð sinni og landi til atvinnu- bótar og auðræða, eru hermenn vorir. Þegar þeir hníga unnvörpum fyrir óviðráðanlegum öflum nátt- úrunnar, þá falla þeir á vígvelli fyrir fósturjörðina. Þeir hafa látið eftir heima kon- ur og hörn, og' uppgefna foreldra og annað skyldulið, sem þeir að öllu lejdi unnu fyrir, voru eina stoðin og styrkurinn, og tlest af hinu eftirlátna skylduliði er fátækt fólk, og hætist þar á harminn höl örbyrgðarinnar. Þar getur almenningur með hjálpsamri hluttöku bætt nokkuð úr, altjend ljett af hinni sárustu nevð. Og þetta er fjelagsskylda við fallna hermenn vora. Skyldu-vátrygging sjómanna á þilskipum, sem á komst með lög- unum 1903, kemur nú í góða þörf og til allverulegs ljettis, en hjálparþörfin er samt óumræði- lega mikil. Nokkrir höfðu vátrygt sigsjálf- ir, en langt of fáir. Af hinum drukknuðu eru 26 úr Reykjavik, og er oss kunnug't um, að 15 þeirra voru kvæntir menn, og munu þeir láta eftir sig ein 20 hörn. Oss er eigi enn jafnkunnugt um heimilishagi utanbæjarmanna. — Stærsta áfallið hefur komiðá Akra- nes; þaðan hafa di uknað 15 manns, og er manntjónið þar svo lang- þyngst eftir fólksfjölda. Blaðið flytur nú áskorun um samskot til hjálparþurfandi skyldu- liðs hinna druknuðu, og er sjálf- mælt með henni. Það mun eigi vera hugsun sam- skotanefndarinnar að leita gjafa hjá öðrum en íslendingum, enda eigi rjett, en því meiri hvötin fyrir sjálfa oss að duga nú vel. ráð. Það munu allir Reykvíkingar, sem horfðu á strandið í Viðeyjar- sundi 7. þ. m., einróma segja, að mikið vildu þeir til þess gefa, að þurfa aldrei framar að horfa á slíka sjón. Sterk hreyfing er líka vöknuð í bænum til þess að reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir, að ann- að eins geti framvegis átt sjer stað. Fyrst kom fram áskornn frá rit- stjóra »Ægis«, Matth. Þórðarsyni skipstjóra, um samskot til þess að kaupa björgúnarbát. Rjett á eftir kom fram önnur áskorun sama efn- is frá tombólunefndinni, sem frá er sagt annarsstaðar hjer í blaðinu. En töluvert eru mismunandi skoð- anir manna á því, hverskonar björg- unarfærum hjer sje mest þörf á. Björgunarbátur, með venjulegumút- búnaði, getur að eins komið að notum, er slys ber að höndum hjer á höfninni, eða þar í nánd, eins og nú átti sjer stað. Mai’gir vísa til Hafnai-sjóðsins og segja, að þaðan ætti að koma fje til bátsins. Önnnr bjargráð við slíktækifæri eru flugeldaskotfæri. Svo segir Egg- ert Briem í Viðey, að ef þau hefðu þar til verið 7. þ. m., þá hefði mátt skjótastreng iit tilstrandmannannaá »Ingvari«ogbjarga þeim áþannhátt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.