Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.04.1906, Blaðsíða 3

Lögrétta - 17.04.1906, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA. 67 verið J>a,r grafnir nær þrjár vikur; þeir höfðu nærst á hráu hrossakjöti og höfrum, er hestunum voru ætlaðir. 1 maður fanst lifandi á öðrum stað og hafði lifað á brauði og konjaki, er hann fann í vösum dáinna fjelaga sinna. Óvíst er enn, hve margir menn hafa látið þarna lífið, en talið að þeir muni nálægt 1000. Franska þingið hefur veitt */2 millj. franka til þess að bæta úr neyðinni, sem af þessu slysi hlýst. Stórfje hefur safnast í sama skyni bæði utan ríkis og innan. Loubet, áður forseti, er formaður hjálparnefndarinnar. Eftir slysið gerðu námaverkmenn þarna í grendinni verkfall og kröfðust ýmsra umbóta á kjörum sínum. Yerk- fallsmönnum hefur stöðugt fjölgað og oft litið ófriðlega úr. Clemenceau innanríkisráðherra brá sjer nýlega til þeirra og talaði þar á fjölmenri sam- komu; kvaðst hann ekkert að verk- fallinu finna, en þess vildi hann biðja þá, að hafa engar óspektir í frammi og neyða sig ekki til þess að senda þangað her. — Að orðum hans var gerður góður rómur. Nýmæli á löggjafarþingi. Nú í vetur kom fram á löggjafar- þinginu í Jova í Bandaríkjunum frum- varp þess efnis, að læknum veitist heimiJd til að stytta líf þeirra sjúkl- inga, sem taldir eru ólæknandi, sömu- leiðis fábjána og mjög vanskapaðra barna. í frumv. er lækninum gert að skyldu að deyða sjúklinginn, ef hann heimtar það sjálfur, svo framarlega sem þrír læknar þar til valdir dæma sjúkling- inn ólæknandi. Þetta mál hefur verið rætt víðar í Bandaríkjunum og hefur sumstaðar ekki lítið fylgi, svo sem í Ohíó, Massachusetts og Pennsylvaníu. Eigi er þó búist við að frumvarpið nái staðfestingu st.rax. Marokkó-niálið. Að loknm náðist samkomulag á fundinum í AJgeciras. Frakkar og Spánverjar skifta með sjer löggæsl- unni í helstu borgunum. Allir, sem hlut eiaa að máli, kvað gera sjer úr- slitin að góðu. Fundarmenn skildust 7. þ. m. Enski lierinn. 70 af þingmönnum Breta hafa sent stjórnarformanninum áskorun þess efn- is, að niður verði færð útgjöldin til hersins. Fríverslunarmálið. 13. f. m. fór fram atkvæðagreiðsla í enska þinginu um fríverslunarmálið og urðu 471 atkv. með því, en 123 á móti. Loftsiglingar. Þýskalandskeisari hefur myndað fje- lag, sem á að reyna að flnna lausn á því, hvernig útbúa skuli loftför svo að þau verði hæf til ferðalaga, stýr- anleg o. s. frv. Höfuðstóll fjelagsins er 1 millj. rnarka. Snjóveður var svo mikið i ÞýskaJandi 24. f. m. að menn muna þar ekki annað eins. Það náði einnig til Austurrikis og Svisslands. Fóikstal fór fram í Danmörku í vetur, 1. febr., og reyndisi mannfjöldinn þar þá 2,588,- 919. í Færeyjum reyndist fólksfjöldinn 16,324. Til Grænlands fer Mylius-Erichsen aðra ferð nú í sumar og gerir ekki ráð fyrir að koma heim aftur fyr en sumarið 1908. Ýmsir vísindamenn verða í þessari för. Skip þeirra heitir „Danmark". Eldgos og jarðskjálftar. 10. þ. m. segir loftskeyti að Vesú- víus gjósi í ákafa, og nú um nýjan gýg. 17. f. m. var jarðskjálfti á Formósu frá morgni til kvölds og fórust menn svo þúsundum skifti. Ungverjaland. Þar segir Joftsk. frá 10. þ. nr. sátt komna á milli keisara og þings, með tilslökun frá beggja hálfu. Andaloddarar. Nafnkunnasti andamiðill á Englandi, Craddock, er nýlega orðinn uppvís að svikum. Hann var á einni af sýn- ingum sínum að leika anda, en mað- ur, sem hafði áður grun um að svik mundu í tafli, tók um úlfliði andans og kom þá i Ijós, eftir nokkrar stymp- ingar, að andinn var enginn annar en C. sjálfur. Kellingu hans varð svo ilt við þetta, að hún kom æðandi til með glóandi eldskörung og vildi duga manni sínum. Alex. Kielland dáinn. Hann andaðist aðfaranótt 6. þ. m. af hjartaslagi, 57 ?ra gamall. Hann var staddur í Björgvin, hafði dvalið þar nokkra daga á sjúkrahúsinu, en var þó hress og hafði daglega verið á gangi úti. Kvöldið áður en hann dó hafði hann verið á ferli og ekkert á honum sjeð, en kl. 4 um nóttina fann vökukonan hann ðrendan í rúm- inu. Prinsessa Louisa dáin. Hún var elsta dóttir Friðriks YIII. og gift Friedrich prinsi af Schaumburg- Lippe, herforingja í Austurríki. Hefur hún legið veik siðan í haust, þar til hún dó, 4 þ. m. Hún var 31 árs. Rússneska þingið. Kosningarnar gangafrjálslynda þing- stjórnarflokknum í vil. Spáð er, að Witte-stjórnin sitji ekki lengi að völd- um. Vinstri blöðin rússnesku leggja á móti því, að önnur ríki veiti stjórn- inni lán, segja að almenningur í Rúss- landi meti það til óvináttu við Frakka, ef Wittestjórnin fái þaðan fjárstyrk. ru próf. dr. Þorv. Thoroddsens. Jeg mælist til þess, að próf. dr. Þorv. Thoioddsen skoði sjálfur ein- hvern af þeim stöðum, sem jeg hef rannsakað, áður en hann gefur frekar í skyn, að uppgötvanir mínar í jarð- fræði íslands sje ekkert annað en heilaspuni. Það er engin von, að prófessor Þor- valdur geti áttað sig á hinni nýju jarð- fræði Tslands, án þess að hann sjái sjálf- ur eitthvað af þvi, sem jeg hef fyrstur athugað. En fjarri er mjer að ætla að fáryrðast við hann þess vegna. Það er áreiðanlega ekki neitt uppgerðar skilningsleysi, sem kemur próf. Þor- valdi til að nefna athuganir mmar bollaleggingar og botnleysu. (Sbr. Eim- reiðin XII., bls. 73—4). Og vist er hinn lærði og skemtilegi hötundur landfræðissögunnar makleg- ur þess, að honurn sje fyrirgeflð, þegar hann veit ekki hvað hann er að gera. Dr. Helgi Hjeturssvn. ísland erlendis. Trúloínð eru í Khöfn frk. Kristín Thoroddsen, dóttir Þ. Th. bankagjald- kera, og Steingr. Matthíasson læknir. Mínir menn. Úr brjefi frá Kaup- mannahöfn: „Stúdentar hjer í bæn- um segja eftir Valtý Guðmundssyni, að hann ætli að fara til Ameríku í sumar iil þess að þurfa eigi að vera hjer í konungsboðinu, og að hann segi, að „rninir menn“ mæti eigi“. „Skýstrokkurinn“ heitir mynd, sem Einar Jónsson sýnir á fríu sýn- ingunni í Khöfn í vetur, og er hún talin með tilkomumestu myndunum þar í þetta sinn. Khöfn 7. apríl: „ . . . Fjöldi landa hjer eru nú veikir af mislingum, eink- um yngra fólkið; sýktust margir á dansleik í Iðnaðarmannafjelaginu, því þangað hafði komið mislingasjúkur maður. Prófessor Finnur Jónsson og dr. Valtýr hafa nýlega háð harða rimmu í „Nationaltidende", en Bogi Melsted sent dr. Valtý hnútur í „Köbenhavn". Próf. Finnur hjelt nýlega fyrirlestur í „Kjöbenhavns Venstreforening" um ísland og Danmörk og flytur blaðið „Kjöbenhavn" langan útdrátt úr hon- um. Guðm. læknir Hannesson talaði ný- lega í ísl. stúdentafjelaginu um skiln- að íslands og Danmerkur. Hann tal- aði mjóg hógværlega og laust við æs- ingar og ofsa. í „Extrablaðinu" stóðu nýlega svæsnar árásir á ráðherrann og Jón ritstj. Ólafsson og var þar meðal ann- ars þýðing á „íslendingabrag". Land- ar af öllum flokkum eru sárgramir yfir þeim greinum og ýmsir höfðingj- ar Landvarnarmanna meðal stúdenta hafa lýst yflr, að þeir ættu ekkert i þeim, en í „Köbenhavn" hefur Gísli, sonur J. ÓL, vasklega svarað fyrir hönd föður síns og dróttar því að dr. Valtý, að hann muni vita eitthvað um það, hver sje höfundur þessara greina“. Reykjavík. Fyrirlestur hjelt mag. Ágúst Bjarnason hjer á palmasunnud. um það, hvernig skýra mætti hin svonefndu „dularfuilu fyrirbrigði" á náttúrlegan hát.t, þ. e. án þess, að eigna þau önd- um framliðinna manna, eins og anda- trúarmenn gera. Skip brennur. Á miðvikudaginn var kviknaði í fiskiskipi hjer inni á höfninni, „Nelsson" frá ísafirði, eign Tangs-verslunar. Verið var að sjóða stálbik í lúkarnum og komst eldur í það. Skipið brann mjög innan og þaif mikla viðgerð. Veðrið. Framanaf síða.st.l. víku hjeldust útsýnningsstormar með regni. En á skírdag kom snjóveður og hlóð niður fönn allan síðari hluta dagsins. Síðan hefur ekki þiðnað. En páska- dagana var bjart veður og heiðskírt og svo er enn. Strand „Ingvars“. Ekki hafa fleiri lík rekið enn, en þau 11 sem um er getið í síða.sta blaði. Það eru lík þessara manna: Tyrfingsskipstj. Magn- ússonar, Tómasar Tómassonar, Ólafs Sveinssonar, Þorst.. Jónssonar, Tímót. Ól. Guðmundssonar, Sigurbj. Jónsson- ar, Guðj. Kr. Jónssonar, Geirs Hildi- brandssonar, Jóh. Teitssonar, Ól. Ein- arssonar og S. M. Larsens. Líkin voru færð tíl kirkju í Viðey og kistulögð þar. en siðan flutt hingað. Jarðarförin á að fara fram á föstu- daginn kemur. Namskotin. Hlutafjelagið „Lögr,“ hafði ákveðið að koma saman til skemtunar siðasta vetrardag. Nú Næsta blað „Lögrjettu“ keniur út næstk. laugardag. hefur það afráðið, að hætta við sam- komuna, en gefa það fje sem til hennar var ætlað í samskotasjóðinn handa ættingjum þeirra sem drukkn- að hafa. Stúdent.afjelagið hafði boðað til sumargleði að vanda., en afrjeð á fundi í gærkveldi, að hætta við hana, en að þeir sem ætluðu að t.aka þátt í henni gefl í þess stað hver sinn skerf til samskotasjóðsins. Frá fjallatindum til fískimiða. Fjárkláðinn. Myklestað fjárkláða- læknir kom snemma i þ. m. úr skoð- unarför sinni austur, sem um er getið áður hjer í blaðinu. Segir hann fregn- ina, um að kláði væri þar á tveim bæjum, markleysu eina. Hann fann þar hvergi kláða. Nú er hann kominn áleiðis norður í Strandasýslu til þess að skoða kláð- ann þar, því sendimaður hans, Björn Guðmundsson, staðfesti frjettirnar, sem „Lögr.“ hafði áður fengið þaðan. Síðan haf.i komið frjettir úr Skaga- flrði um að fjárkláði sje fundinn þar á 25 bæjum. Laus prestaköll. Tjörn áVatns- nesi, veitist frá næstk. fardögum, met- ið, með 300 kr. föstu t.illagi, 1185 kr. Umsóknarfrestur t-il 12. maí. Möðruvellir í Hörgárdal í Eyjafjarð- arprófastsdæmi (Möðruvalla og Glæsi- bæjarsóknir). Metið kr. 1294,10. Á brauðinu hvíla eftirlaun til prestsekkju, sem nu eru kr. 94,10. Væntanlegur prestur í brauðinu varður að sætta sig við allar þær breytingar, sem á því kunna að verða gerðar. Veitist frá næstu fardögum. Auglýst 10. apríl. Umsóknarfrestur til 21. maí 1906. Pistilsflrði 20. mars: „Veturinn hefur mátt heita góður, off.ast jarðir, en fremur stormasamt, hey munu al- staðar vera nægileg. — 26. des. f. á. dó yfirsetukonan Járabrá Einarsdóttir í Garði; hún hafði verið ljósmóðir nær þvi 40 ár og hafði orð á sjer fyrir, hve vel hún rækti það starf, enda var hún hin vandaðasta kona í hví- vetna. Hún var á sjötugsa.ldri". Baðstofa braim 7. þ. m. á Voga- læk á Mýrum; munum varð bjargað og önnur hús varin. I Garðsjó urðu í ofsaveðrinu 7.þ.m. stórskaðar á fiskinetjum; hefur fjöldi af þeim algerlega borfið og er það tjón metið alt að 30 þúsundum. Til og frá úti um flóa hafa netjahlutar sjest á reki fullir af fiski. í brjeflnu frá Ásgeiri í Knararnesi, sem um er getið annarsstaðar hjer í blaðinu, er sagt, að fiskinet hafl ásamt öðru rekið uppi á Mýrun . Skip sökk hjer fyrir sunnan Reykja- nesið í stórviðrinu 7. þ. m. Það var enskur botnvörpungur, en nafnið vita menn ekki. Fregnin er frá frönsku botnvörpuskipi, sem kom inn hingað á þriðjudagskvöld í síðastl. viku. Mannalát. 2. þ. m. andaðist Ólafur Þorbjarnarson hreppstjóri á Kaðals- stöðum í Stafholtstungum, hálfsjötug- ur. 4. þ. m. andaðist á Akranesi Vil- hjálmur Guðmundsson verslunarmað- ur, eftir langa, legu í hjartasjúkdómi, 41 árs. Hafnarfjarðarskipin. Þrjú skip þaðan hefur vantað. en eitt, af þeim, „Guðrún", eign Ág. Flygenrings, kom inn á Páskadag, hafði hrakist til Fær- eyja, en ekki brotnað eða skemst að neinum mun. Annað skipið, „Róbert“, eign sama manns, sást rjett fyrir storminn austan við Vestmannaeyjar, svo að menn telja því enga hættu hafa verið búna. en inn er það ekki komið enn. Þriðja skipið. „Kópanes", eign S, Beigmanns, hefur sjest eftir storminn.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.