Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.04.1906, Blaðsíða 2

Lögrétta - 17.04.1906, Blaðsíða 2
66 LÖGRJETTA. Lögrjetta kemur út á hverjum Miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl, 101/*—11 árd, og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arin- björn Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. Þá er talað um bjargráð, sem koma ættu að gagni fiskiskipum, sem eitthvað hlektist á í stórviðr- um úti á sjó, líkt og nú átti sjer stað. Yrði þá að kaupa sjerstak- lega útbúið gufuskip, sem þá væri sent út til þess að leita fiskiskip- anna i háskaveðrum. Sjómönnum er kunnugast um, hvort þetta sje tiltækilegt. En einn af skipstjór- unum hefur nýlega stungið upp á því hjer í blaðinu, að fá spítala- skip, er fylgdi þilskipaflotanum og tæki við þeim sjómönnum sem veikjast á hafi úti. Mætti nú ekki sameina þetta tvent, fá gufuskip, sem ætlað væri þetta tvöfalda verk? Enn mætti hugsa sjer, að Faxa- ílóagufubáturinn væri sjerstaklega útbúinn með þetta fyrir augum. Slysin, sem hjer eru nýorðin, knýja menn til að hugsa eitthvað í þessa átt. Stórslys enn. Tvö fiskiskip farast. 48 menn drukna. Á föstudaginn langa kom gufubát- urinn „fteykjavík" úr póstferð frá Borgarnesi og flutti þá fregn, að ná- lægt Ökrum á Mýrum hefði rekið ýmislegt, er sýndi, að fiskiskip hefði farist þar framundan í ofsaveðrinu á laugardaginn 7. þ. m. Með-d annars höfðu rekið þar 5 köffort heil með fatnaði í, poki með brauði, ýms brot af innviðum úr skipi o. m. fl., þar á meðal nafnspjald skipsins, og stóð á því »Enielie frá Reykjavík«. Þetta skip varj’eign Th. Thorstein- sons kaupmanns 'og skípstjóri á því Björn Gíslason frá Bakka hjer í bæn- um, hálffertugur maður, kvæntur. Skipið hafði sjestghjer úti í flóanum stormdaginn og[voru menn þvíorðnir hræddir um það. 24 menn voru á því og voru þeir þessir, auk skip- stjórans: 2. Arni Sigurðsson, stýrimaður, úr Rvík, 30 ára. 3. Árni Guðmundsson frá Akra- nesi, 44 ára, búandi. 4. Ásgeir Ólafsson 'úr Rvík, 19 ára, vinnum. 5. Guðjón Guðmundsson úr Rvík, 26 ára, vinnum. 6. Guðjón Ólafsson frá Patreks- firði, 23 ára, lausam. 7. Guðlaugur Óiafsson ffrá Bakka í Rvík, 19 ára, vinnum. 8. Guðm. Bjarnason frá Akranesi, 22 ára, búandi. 9. Guðmundur Guðmundsson frá Patreksfirði, 30 ára, lausam. 10. Guðmundur Guðmundsson úr Rvík, 25 ára, vinnum. 11. Guðmundur Jónsson úr Rvik, 22 ára, búandi. 12. Guðmundur Kristjánsson frá Akranesi, 15 ára, sonur nr. 17. 13. Guðmundur Magnússon [frá Akranesi, 59 ára, búandi. 14. Guðmundur jÞorsteinsson frá Akranesi, 49 ára, búandi. 15. Hannes Ólafsson'frá/Akranesi, 23 ára, búandi. 16. Kristinn Jónsson úr Rvík, 17 ára, vinnum. 17. Kristján Guðmundsson frá Akranesi, 53 ára, búandi. 18. Kristján Magnússon frá Akra- nesi, 51 árs, búandi. 19. Ólafur Eiríksson úr Rvík, 37 ára, búandi. 20. Ólafur Ólafsson frá Akranesi, 47 ára, búandi. 21. Sigurður Jónsson frá Akra- nesi, 35 ára, búandi. 22. Stefán Bjarnason fra Túni í Pióa, 20 ára, vinnum. 23. Stefán Böðvarsson frá Falla- andastöðum í Hrútafirði, 29 ára, bú- andi. 24. Þorsteinn Bjarnason frá Akra- nesi, 17 ára (bróðir nr. 8). Skipið var 18 eða 19 ára gamalt, keypt i Englandi, gott skip og vel búið, 80 smál. að stærð. »Sophie Wheatly« hjet hitt skipið, sem farist hefur, en skipstjóri Jafet Ólafsson, hjeðan úr bænum, 33 ára, kvæntur og átti 1 barn. Skipið var fjelagseign þeirra þriggja: skipstjórans, Th. Jensens kaupmanns og Guðlaugs Torfasonar snikkara. Þetta skip hafði einnig sjest hjer úti í flóanum stormdaginn. En engar frjettir flutti „Reykjavíkin" af því á föstudaginn. Fjekk því Guð- laugur snikkari hana til að fara upp 1 Borgarnes aftur á laugardaginn og fór sjálfur með. Þegar jangað kom beið hans þar brjef frá Ásgeiri í Knararnesi, sem hafði átt að ná í póstinn daginn áður, en komið of seint. Skýrir hann svo frá, að rekið hafi hjá Knararnesi afturhlut af þil- fari úr fiskiskipi, en á bjáika einum í flakinu sje messingsplata og á hana grafið „Sophie Wheatly". Þessiplata hafði verið á bita í káetu skipsins. Skipið var keypt í Lundúnum fyrir 3 árum, hafði áður verið spítalaskip og er sagt hafa verið einna best og vandaðast að útbúnaði aföllum fiski- skipunum hjer. Guðlaugur skildi mann eftir i Borgarnesi til þess að grenslast eftir, hvort ekki ræki fleira úr skipinu. Á pessu skipi fórust, auk skip- stjórans, þessir menn: 2. Eyvindur Eyvindsson úr Rvik, 26 ára. búandi. 3. Steindór Helgason úr Rvík, 36 ára, vinnum. 4. Guðni Einarsson frá Brands- húsum í Rvik, 31 árs, lausam. 5. Þorvarður Karilsson frá Gísl- holti í Rvík, 32 ára, búandi. 6. Þórður Eyvindsson, frá Eyja- koti á Eyrarbakka, 23 ára, vinnum. 7. Ólafur Eiríksson frá Hæli í Eystrahreppi, 19 ára, vinnum. 8. Steinn Steinsson frá Grund í Skorradal, 27 ára, vinnum. 9. Arnbjörn Sigurðsson frá Hólms- bæ á Eyrarbakka, 39 ara, vinnum. 10. Jón Bjarnarson frá Kiöpp í Rvík, 29 ára, búandi. 11. Jón Sigurðsson úr Rvík, 17 ára, vmnum. 12. Sigurður Jónsson frá Krums- hólum í Borgarhieppi, 26 ára, lausam. 13. Sigurður Kristjánsson frá Ár- giisstöðum í Rangárvaliasýslu, 22 ára, vinnum. 14. Jón Hákonarson frá Hauka- dal í Dýrafirði, 21 árs,» vinnum. 15. Þorbergur Eggertsson frá Keldudal i Dýrafirði, 21 árs, vinnum. 16. Guðfinnur Þorvarðsson úr Rvík, 56 ára, vinnum. 17. Jón Guðmundsson frá Kirkju- bólsdal í Dýrafirði, 22 ára, vinnum. 18. Gísli Steindórsson írá sama bæ, 24 ára, vinnum. 19. Gísli Hallsson úr Rvík, 35 ára, búandi. 20. Kristján Helgason frá Hesta- nesi í Kjós, 17 ára, vinnum. 21. Gísli Gíslason frá Höskuldar- koti, 21 árs, vinnum. 22. Matthías Sumarliðason frá Grund í Skorradal, 28 ára, vinnum. 23. Koriráð Magnússon úr Rvik, 19 ára, vinnum. 24. Þorvaldur Gissurarson úrYið- ey, 19 ára, vinnum. Skipið var 81 smál. að stærð. 25 menn hafa verið á þvi í vetur, en tveir af þeim, báðir norskir, höfðu nýlega verið settir hjer í iand. Urvalslið hafði verið á báðum þessum skipum og skipstjórarnir báðir orðlagðir sjó- menn, einhverjir með þeim dugleg- ustu á öllum fiskiskipaflotanum hjer. Hefur án efa eitthvað laskast af sigl- ingafærunum á báðum skipunum, en engra bjarga von ef skip á annað borð hrekjast nær norðurströnd fló- ans í öðru eins veðri og þessu. Framundan Mýrum er þjett skerjaþyrping iangar leiðir út í flóann, alt að þrem mílum. Þessi skip bæði hafa því að líkindum farist langt frá iandi. Fyrir nær 40 árum segja menn að komið hafi hjer ákaft stormveður frá sömu átt og nú og um sama leyti árs; hafi þá fjöldi franskra fiski- skipa verið hjer í flóanum og alt að 20 af þeim rekið upp í skerjaþyrp- inguna framundan Mýrunum og þau farist þai' öll. Tombóla. Eknastyrkur og bjargráð. A skírdag áttu formenn llestra hinna stærri fjelaga hjer í hænuin fund með sjer til þess að ræða um bjargráð við sjávarháska og kaup á björgunarfærum. Kom þeim sam- an um, að greiðasti vegurinn til þess að afla fyrirtækinu peninga væri sá, að efna til tombólu til styrkt- ar því. í forstöðunefnd tomhól- unnar kaus fundurinn frúrnar Kat- rínu Magnússon, Kristínu Jakobs- son, Ragnheiði Hafstein og Þór- unni Jónassen, Ásgeir Sigurðsson kaupm., Björn M. Ölsen prófessor, Halldór Jónsson bankagjaldkera, Hannes Hafliðason skipstjóra og Sighv. Bjarnason bankastjóra. Nefndin hefur ákveðið og aug- lýst, að tombólan verði haldin næsta laugardag og sunnudag og veita þau öll, sem í nefndinni eru, gjöf- um til tombólunnar móttöku og óska, að þeim sje skilað til sín eigi seinna en á sumardaginn fyrsta. Eftir að þetta var ráðið komu fregnirnar um strand tveggja fiski- skipanna við Mýrar, og nel'nd komst á fót til þess að annast samskot handa fátækum ættingjum þeirra sem druknað höfðu. Tombólu- nefndin breytti þá ákvörðun sinni á þann hátt, að 2/3 hlutar ágóðans skyldu í’enna í þann sjóð, en x/3 til bjargráðanna. r Utlendar frjettir. 5 millj. rúbla er sagt að hermennirnir, sem verið hafa, að kúga bændauppreisnina í Eystrasaltsfylkjunum. hafi sent heim til sín þaðan, auk ýmsra dýrra muna. Þessu fje hefur ýmist, verið rænt frá uppi eisnarmönnum, eða þeir hafa verið látnir gjalda það sjer til lífs. 400 flóttamenn rússneskir voru um miðjan siðastl. mánuð í Svíþjóð. Jafnaðarmenn þar taka vel við þeim og hjálpa þeim eftir megni. Lautinant Schmidt var skotinn 19. f. m. Sú ein breyt- ing fjekst á dauðadóminum, að hann skyldi skjótast en eigi hengjast. Hann varð vel við dauða sínum og bað um, að ekki yrði bundið fyrir augu sjer. Á ýmsan hátt. Ijetu menn gremju sina í ljósi yfir þessari aftöku, þótt ekki yrði alment uppþot; eitt af herskip- unum hafði dregið upp rauðan fána. Annars hafði óttinn við uppþot á her- skipunum verið svo mikill, að á þrem- ur af þeim höfðu fallbyssurnar verið gerðar óskotfærar. Menn tala um, hve fátt komi fram í russnesku uppreisninni a.f Sjerkenni- legum einstaklingum, sem dragi að sjer eftirtekt fjöldans, — hve miklu meira hafi verið af þeim í stjórnar- byltingunni miklu á Frakklandi. Af einstökum mönnum hafa enn eigi aðrir vakið almenna eftirtekt í rússn. byltingunni, en Schmidt lautinant og Gapon prestur. 15 ár í Síberíu. í Árósum í Danmörku var nýlega t.ekinn fastur ungur ungur maður rúss- neskur, sem Kastan hjet. Hann hafði flúið úr hernum og nú dvalið um tíma í Danmörk, lengstum í Khöfn; þar hafði Gyðingasöfnuðurinn tekið hann að sjer og sjeð honum fyrir uppeldi, en nú ætlaði hann að leita sjer atvinnu í Árósum. Lögregluþjónn rakst þar á hann á götu, sá að þetta var útlendingur og spurði, hvort hann hefði atvinnu. „Nei. ekki nú, en reyni að fá hana“, svaraði Kasta.n. „En áttu þá peninga?" mælti lögreglu- þjónninu. Kastan átti tæpa krónu. Þá var hann tekinn fastur, því að í Danmörku skipa lögin svo fyrir, að atvinnulausir og fjelausir útlendingar skuli sendir heim til sín. Á skipinu, sem átti að flytja Kastan heim, talaði danskur blaðamaður við hann. Kastan sagði honum, að þegar heim kæmi, byggist hann að minsta kosti við 15 ára útlegð í Síberíu. Hann reyndi að flýja frá skipinu meðan það lá i höfninni, kastaði af sjer jakkanum og ætlaði að fleygja sjer fyrir borð, en rjett í því náði danskur lögreglu- þjónn í hann. Voru þá sett á hann handjárn, og svo hjelt skipið á stað. Undir eins og saga þessi varð kunn í Danmörku, vakti hún áka.fa gremju. Menn veittust að lögregluþjóninum, sem tók Kastan. En hann hafði ekki gert annað en lögin bnðu honum að gera. Kirkjuóeirðirnar í Frakklandi. Enn heldur áfram óeirðunum í frönsku kirkjunum þegar listar eru gerðir yfir kirkjumunina. Sarrien- stjórnin heldur því áfram eins og hin fyrri stjórn. 15. mais var uppskrift- inni lokið í 43 þús. kirkjum, en 20 þús. voru eftir. í bænum Abele, á landamærum Frakklands og Belgíu, höfðu 40 ungir menn æft sig í vopna- burði til þess að vera við því búnir að verja kirkjuna þegar umboðsmann stjórnarinnar bæri þar að. Þeir settu varðmenn á kirkjuloftið, en bjuggu um sprengivjelar kringum kirkjuna. Enn hefur ekki frjest, hvernig leikar hafi farið þar. í öðru þorpi keyptu bændurnir 3 birni af dýrasýningamanni, sem þar fór um, og settu þá til varnar í kirkj- una. Þegar umboðsmaður stjórnar- innar koin þangað, þótti honum varn- arliðið óárennilegt og þakkaði fyrir að komast óskemdur burtu. Eourrieres-nániaslysið. 13 menn fundust á einum stað lif- andi niðri í námunum og höfðu þá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.