Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.11.1906, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.11.1906, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 219 Minnisvarði Kristjáns konungs níunda. Blöðin hafa yfirleitt tekið mjög dræmt í samskot til standmyndar af Kristjáni konungi, en viðkvæðið yer- ið hjá flestum, að þau vildu aftur á mótistyðja að stofnun miriningarsjóðs, er bæri nafn hans. Það hefði staðið „Lögr.“ mjög nærri að taka í sama strenginn. Á fundinum, sem haldinn var um málið í sumar sem leið, var því fastlega og rækilega haldið fram af háifu Lög- rjettumanns, að hins ágæta mannyi'n- ar væri betur minst með liknarfyrir- tæki, sem bæri nafn hans til ókom- inna alda, en það fjekk eigi áheyrn á fundinum. En vel má vera, ef rit- stjórar þeir, sem boðnir voru á fund- inn, en-komu ekki, hefðu þá tekið í sama strenginn og þeir síðan gerðu í blöðum sínum, að minningarsjóð- urinn hefði þá orðið ofan á frá upp- hafi. Nú er það ekki vansalaust áð deila skuli hafa risið; upp um það, hvernig vjer eigum að heiðra minning vors ástsæla konungs. Ogþaðerekki svo vel,, að tþeir, sem minningarsjóðnum halda fram, hafi þá myndað fjelags- skap um það og sent út áskorun um það. Þá sýndu þeir, að þeiru væri það alvörumál. Nú liggur við borð, að vjer Islendingar sjeum að sýna það í verki, að alt vort tal um ástsæld hins látna konungs hjer á landi og þakkíæti vbrt við hann hnfi verið munnfleipur eitt. Danska forstöjðunefndin til minnis- varðasamskota bjóst við því, að Is- lendingar mundu vilja vera sjer um að minnast konungs síns, og því var enginn landi tekinn í þá nefnd, og var þaðlátið berast híngað, og eftir fundinn í sumar var sú frjett látjn berast aftur til samskotanefndarinnár í Danmörku, að hjer yrði efnt til nrinnisvarða, og því hafa engar áskor- anir verið sendar hingað frá Dan- mörku. Sú aðferðin ætti að vera kærari hverjurn Islendingi, Sjálfstæði vórt leggur oss þær skuldbindingar á herðar. Sú bending kom fram í einu blaði („Þjóðv."), að alþing yrði að hlaupa undir bagga, en það mundum vjer þó telja neyðarúrræði. Vansæmdar- laust verður það ekki, að láta málið falla niður. Eins og það horfir nú við, liggur ekki annað fyrir en minn- isvarðinn, og vonum vjer, að þjóðin sjái sóma sinn f þessu máli. íeikfjelag Reykjavíkur. Elsti leikandi fjelagsins. Fjelagið hafur ekki byrjað á leikj- um í haust fyr en nú um síðustu helgi. Þá ljek það leik, er sýndur var hjer fyrst fyrir nokkrum árum og þótti þá bæði góður og vel leik- inn. Það er »Drengurinn minn“, og hefur hann nú verið leikinn þrisvar fyrir fullu húsi. Leikendur eru flest- ir hinir sömu og áður. Breytingarn- ar eru þær helstar, að nú leikur J. Waage Sölling, er Sig. Magnússon Ijek áður, frk. Martha Indriðadóttir Maríu Bertelsen, er frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir ljek áður, og Stefán Runólfsson Viberg kaupm., er Borg- þór Jósefsson ljelc áður. Aðalhlut- verkið, Mörup skósmið, leikur Krist- ján Þorgríms$on og leysir mjög vel af hendi, jafnvel betur en áður, og þótti þó þá vel gert. Leikurinn mun meðfram hafá ‘verið valinn nú vegna Kr. O. Þorgrímssonar. Það eru í .haust 25 ár síðan hatin kom í fyrsta sinn fram á leik&við, og leikfjelagið hefur ’minst þessá í „programmi" sfnu. Framan við það er mynd áf Kristjáni og í því greinar um leik- list 'nans eftir IndrijjSa Einarsson pg Guðm. Magnússon, Talar Indriði um, hve leikfjelög þau, sem myndast hafa hjer síðan 1881—ogþaueru mörg — hafa ætfð átt vísan og góðan styrkt- armann þar sem Kristján var. Hann hefur verið í stjórn þeirra nær allra og oftast gjaldkeri. Indriði endar grein sína með þessum orðum: ; »K. Ó. Þ. hefur verið eftirlætisbarn á- horfendanna hjer í bænum ; þeim hefur verið ánægja að sjá hann, og honum hefur verið ánægja að sýna sig lyrir þeim. Hann hefur leikið bæði gaman og alvöru, en oftast hið fyrra, og mátt heita jafnvígur á báðar þær hendur. Hann hefur leikið lengst af öllum sem leika í bænum. Löngunin til að leika hlýtur að hafa verið ákaflega sterk hjá : honum. Hann var æfinlega reiðubúinn, hvenær sem kallið kom. Ekki gátu það þó verið péningarnir, sem leiddu hann út í það hjer áður (50—100 kr. fyrir 4—5 mánaða strit). Besta borgunin, sem hann fjekk, voru hlæjandi andlit meðal áhcrfendanna. Hann dæmdi aðallega um sjónleikina eftir því, hvað þau voru mörg. Hann er góður í samvinnu og jafnan hinn kátasti, nema þegar fjárhag- ur fjelagsins sýndist ætla að verða því að fótakefli, þá fanst honum, eins og Sigurði málara forðum, að »það væri svoddan andsk. að fást við það««. Það sýndi sig, þegar Kristján kom fyrst fram á leiksviðið nú, að Ind- riði hefur rjett að mæla, þar sem hann talar um vinsældir hans meðal áhorfendanna. Móti honum var tek- ið með dynjandi lófaklappi. Og að leiknum loknum var hann kallaður fram og lófaklappið endurtekið fast og lengi. Yfirleitt er »Drengurinn minn« vel leikinn, að minsta kosti helstu hlut- verkin: Emma (frú St. G.), Sölling (J. B, W), Leopold (Fr. G.), Frank (Á. E.) og Stína (frk. Þ. S.). — í^laud erlendis. Khöfn 16. nóv. 1906. »Hjeðanúr nýlendunni ekki sjerlegar frjettir, því »prívat«-mál Stúdentafjelagsins má nú ekki skrifa blaðstjórum um. Svo mikið er þó óhætt að segja, að ekki eru menn hjer ánægir með margt, sem gerist í pólitíkinni. Sjer í lagi eru menn af öllum flokkum reiðir þeim manni, eða mönnum, nafnlausum auðvitað, sem eru að fræða »Politiken« með telegrömmum fráReykja- vík og frjettum frá íslendingum heiman og hjeðan. Það virðist svo sem þessir svartálfar sjeu tveir; annar situr uppi í Reykjavík og sendir símskeyti eftir sím- skeyti um allarþjóðernishreifingará Fróni, og erþeim svo lýst, eins og stjórnarmenn sjeu argir Danafjendur, og gefið í skyn, að þeir vilji særa Dani meö öllu móti; þetta er hvergi sagt með berum orðum, en greinunum er hagað svo, að dönsk alþýða hlýtur að skilja þær þannig. Hins vegar er gefið í skyn, að mótfloksblöðin, sjer í lagi »Fjallkonan«, sjeu englar að kurteisi, og neyðist til að vera með í þessu þjóðernisglamri, til þess að Islend- ingar álfti þau blöð ekki óþjóðræknari en þessi sótrauðu stjórnarblöð. — Hinn svartálfurinn hefur tekist á hendur að njósna um, hvað gerist á fundum í Stú- dentafjelaginu, og segja blaðinu það. Hvort þessar tilgátur manna eru rjettar, og hvort þetta eru Danir eða Islendingar, sem þessar frjettir breiða út, skal jeg engum getum að leiða, en almennings- rómur hjer er eindregið sá, að einhver Islendingur af Þjóðræðisfloknum svokall- aða hafi hjer bönd í bagga með. »Polit.« hefur nýlega flutt gréinar eftir próf. Finn Jónsson og dr. Valtý. Þær eru eins og vant er: Dr. Valtýr hefur orðið undir í þeim viðskiftum. Að því er snertir samskotin til rninnis- varða yfir Kristján konung 9., held jeg að rnjög margit hjer sjeu á því máli, að hentugast hefði verið, að fresta þeirn nokkurn tíma enn, þar sem verið er að safna til tveggja annara stórra rninnis- varða, og sumjr telja rjettara að minnast konungs heldur með því, að stofna sjóð, er beri nafn hans, og notist til einhvers góðs fyrirtækis. Samt hygg jeg, að nokkuð muni gefast hjer, því það mun vilji allra góðra Islendinga, eins hjer heima, að minningu Kristjáns konungs sje allur sómi sýndur. Nú er talað um, að allir landar eigi bráðum að flytja út af Garði, vegna um- byggingar, og ekki fá að búa þar fram- vegis, en fá húsaleigustyrk í staðinn. Isl. fjelögin hjer eru að hugsa um að taka saman og leigja í sameiningu sjerstök herbergi til fasts samkomustaðar fyrir landa, bæði til fundahalda og skemtana og til blaðalesturs, og yfirleitt til staðar, rar sem landar geti hitst og skrafað saman. En erfitt er að korna þessu í kring vegna peningaleysis og samtakaleysis. — Islíjel. er að lifna við undir forstöðu Pjeturs Bogasonar stud. med. Hvað flaggmálið snertir, finst flestum hjer það alveg ótímabært, jafnvel mjög »radikal« studentar eru móti því«. Blaða-ávarpið. Á fundi kjósenda heimastjórnar- manna, í fjelaginu „Fram“, bjeríbæn- um 22. þ. m. var samþykt svohljóð- andi tillaga: Um leið og fundurinn þakkar heimastjómarfjelagi Akureyrar fyrir áskorun þess, tekur hann undir þessa áskorun og gerir hana að sinni. Einnig vóru þessar framhaldstillögur samþyktar: 1. Fundurinn telur nauðsynlega og æskilega góða samvinnu milli allra pólitiskra flokka í landinu, til þess að væntanleg sambands- lög milli Danmerkur og íslands geti orðið sem hagfeldust, og kann öllum þeim þakkir, sem að því vilja stuðla. 2. Fundurinn telur það afarnauðsyn- legt, að þótt rætt verði í væntan- legri sambandslaganefnd um flutn- ing íslenskra mála fyrir konungi, þá verði þeim skilningi haldið hispurslaust fram af inum ís- lensku fulltrúum, að hjer sje að ræða um algerlega íslenskt sjer- mál, sem ríkisþingi Dana geti ekki borið neitt atkvæði um. Rvik, 23. Nóv. 1906. Halldór Jónsson. 0. F. Davíðsson. p. t. form. fjel. p. t. ritari fjel. Nýjar bækur. Nokkrar smdsögur, lauslega þýddar af Ben. Gröndal. — Arinbj. Sveinbjarnarson gaf út. Rvík 1906. 130 bls. 8V0- Sögurnar eru fjórar og heita „Þrjár systur", „Fallega Gudda“, „Brúðar- draugurinn" og „Irafellsmóri". Þýð- ingar geta þetta víst naumast kall- ast, þótt efnið sje máske tékið úr útlendum sögum. Þess er heldur ekki getið, hvaðan sögurnar sjeu, nje eftir hverju. Síðasta sagan lítur út fyrir að vera frutnsamin, eða, sje efni henn- ar að einhverju leyti útlent, þá gæt- ir þess ekki. „Brúðardraugurinn" er áður prentaður í „Nýrri sumargjöf", og er sú saga lausleg þýðing á æfin- týri eftir W. Irving. Það hefur með rjettu verið til þess tekið, hve fall- egur stíll sje á. þeirri sögu. Ridd- arasögurnar gömlu hafa verið fyrir- mynd Gröndals, er hann skrifaði all- ar þessar sögur, eins og að sumu leyti Heljarslóðarorustu. Ben. tíröndal(Sveinbjarnarson): Dagrún. Rvlk 1906. 63 bls, 8V0- Þetta er kva^ðabók pý, e>; Arin- björn Sveinbjarnarson gefurút. í henni eru tvÖ af höfuðkvæðum Gt'öndals: „Hugfró" og „Brísingamen", er hvor- ugt var tekið upp í kvæðasafn hans 1900. Auk þeirra eru í bókinni mörg smærri kvæði, sem aldrei hafa áður verið prentuð, enda eru sum þeirra nýort. Kverið ber með sjer öll ein- kenni Gröndals. Gömlú kvæðin tvö, sem áður eru nefnd,. þekkja allir, sem grúskað hafa í íslenskum kveðskap, en lengi hefur almenningur ekki átt greiðan aðgang að þeim, því þau hafa ekki verið endurprentuð, fyr en nú, síðan þau komu fyrst út í „Gefn“, en hún er fyrir löngu uppseld. í nýju kvæðununr skiftast á alvara og skop, eins og í eldri kvæðabókum Gröndals. Hjer er t. d. garfiankvæði um þingmannaförina í sumar. Utgáfa bókarinnar er hin vandað- asta. En óþarflega mikið er þar af hvítum síðum, eins og í mörgum hinna nýrri kvæðabóka. Ben. Gröndal áttrcedur. Kostn aðarmaður: Sig. Kristjánsson. Rvík 1906. 128 bls. „Lögrjetta" hefur áður stuttlega getið um útkomu þessárar bókar í sambandi við afmælisdag Gröndals. I henni eru fimm myndir af Gröndal á ýmsum aldri og fimm ritgerðir um hann. Fremst er æfisaga hans, eftir Jón sagnfræðing Jónsson. þá „Skáld- skapur Gröndals", eftir mag. Guðm. Finnbogason, „Ben. Gröndal og forn fræði", eftir prófessor Finn Jónsson, „Gröndal og náttúrufræðm“,eftir cand. mag. Helga Jónsson", og loks lýsing á Gröndal heima hjá sjer,: eftir Þor- stein skáld Erlingsson. Utgáfan er mjög vönduð og á kostnaðarmaður þakkir skilið fyrir bókina. I formála stað er þar fallegt afmæliskvæði eftir hann til Gröndals. Bókin ersjerlega ódýr, að eins 1 kr. Símskeyti til „Lögrjettu“. Khöfn 23. nóv. 1906. Scavenius lagði á fulltrúafundi hægrimanna ein- dregið á móti því, að gerð væri breyt- ing á rjettarstöðu Islands. Birck (þing- maður) studdi hann. Kaupmannasamkundu-kvittur um, að milljónafjelag hafi keypt verslanir Orum & Wulffs, Gránufjelagið og fleiri verslanir (íslenskar). Stúdentar halda einokunar-mótmæla- fund á morgun. líliöfu 24. nóv. Tulinius fullyrðir, að enginn fótur sje fyrir því, að sam- band sje gert milli sín og Austur- Asíufjelagsins (eins og nýlega flaug út fregn um í sambandi við verslatia- kaupin, sem nefnd eru í skeytinu hjer næst á undan) nje um verslanakaup á Suðurlandi og Vesturlandi. Hjer sje aðeins að ræða um stækkun Thore- fjelagsins, er geri það fært um sam- kepni við Sam. gufuskipafjelagið. — Væntir styrks lslendinga, er allir geta fengið hluti í Thorefjelaginu. Reykjavík. „Óðinn“. Nóvemberblaðið flytur mync’ir af dr. J. Jónassen fyrv. land- lækni, 4 myndir, 2 teknar 1882 og 2 nýjar. Grein fylgir eftir Stgr. lækni Matthíasson. Ennfremur myndir af Páli Ólafssyni og konu hans og Grími Thomsen og konu hans. Mynd af Leó Tolstoi. Ritdóm um.þýðing Bjarna frá Vogi á Huliðsheimum Árna Gar- borgs, eftir „Einbúa", og vísur eftir Grírn Thomsen, Pál Ólafsson og Þor- stein Erlingsson. „ísl. lifamlimyndafjel.<É hefur enn sýnt nýjar og nýjar myndir í „Bárubúð". Ein af þeitn er af Jóni Jenssyni og er lejkurinn sá, .að hanti dettur þar Ttverja byltuna á fætur annari, rís upp úfinn og sár, ketnur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.