Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.11.1906, Blaðsíða 4

Lögrétta - 28.11.1906, Blaðsíða 4
220 L0GRJETTA. inn aftur og aftur, en aldrei til ann- ars en að detta. Það á að vera hrein- gerning í húsinu, sem myndin sýnir, og tekur hann henni með einstökum þvergirðingi, en af því stafa svo hrak- farir hans. Bæjarstjórnin. Á fundi 15. þ. m. var samþ., eftir tillögu vatnsveitu- riefndarinnar, að fela Jóni Þorlákssyni verkfræðingi að búa til og láta bæj- arstjórninni í tje fullkomna áætlun um vatnsleiðslu til bæjarins, með öllum þar til heyrandi uppdráttum og reikn- ingum, fyrir sjerstaka borgun. Samþ. að bærinn taki að sjer við- hald Stýrimannastígsins, samkv. til- mælum frá stjórnarráðinu. Gatan frá Skólavörðustíg að vega- mótum Frakkastígsog Njálsgötu skírð Kárastígur. Samþ. að borga frú Sigríði Þor- kelsdóttur 2 kr. fyrir feralin í lóð undir Ægisgötu, samkv. yfirmati. Samþ. að gera Melkotslind að al- mennu vatnsbóli. Samþ. að 1025 feral. úr erfðafestu- landi Sig. Þórðarsonar, Skólav.st. 31, breytist í byggingarlóð. Veganefnd falið, að gera tillögur um hreinsun tjarnarinnar og áætlun um fjárbrúkun til þess. Samþ. brunabótav. á þessum hús- um : Guðj. H. Guðmundss , Hverfisg. 7,225 kr.; Halld. Jónssonar í Suðurg. 21,195; Jóns Helgasonar á Laugav. 45 19,074; J. jónssonar í Mörk o. fl. 7,362; Kristil. unglingafjel. á Amtm,- st. 16,650; Sighv. Bjarnasonar á Amt- m.st. 20,335 kr- Dauður í tjörninni. Þess var ný- lega getið hjer í blaðinu, að maður hefði horfið hjeðan úr bænum, Þor- steinn að nafni, ættaður austan úr Mýrdal. Lík hans fanst hjer í tjörn- inni á laugardaginn var, skamt frá Vonarstræti. Mun hann hafa dottið þar ofan um ísskæning í fyrsta sinn er tjörnina lagði í haust. Ingólfslíkneskið. Mag. Guðmund- ur Finnbogason hjelt nýlega fyrirlestur um Ingólf Arnarson og gaf tekjurnar af honum til líkneskis-sjóðsins. ísl. kvenfjelagið hefur einnig gefið til sjóðsins 100 kr. Trúlofuð eru Einar M. Jónasson cand. júr. og frk. Ragnheiður Chr. Hall. Ávarp „Hringsins“. Þess var getið í síðasta blaði, að útlend fjelög til varna gegn berklaveiki hefðu flest þrjú atriði á starfsskrá sinni: þau tvö, sem Heilsuhælisfjelagið hefur tekið upp (sbr. ávarp þess), og það hið þriðja, sem hjer ræðir um í ávarpi „Hringsins". Af því geta menn markað, að þessi tvö fjelög hjer hafa eins og skift með sjer verkum og viljum vjer árna þeim báðum allra heilla. Heilsuhælisfjelagið. Ávarpið, sem prentað er á öðrum stað í blaðinu, verður sent út um alt land með næstu póstum, og með því lög fjelagsins. Það verður sent í alla hreppa og alla kaupstaði landsins, því lögin mæla svo fyrir, að sfjelagið skiftist í deildir og sje ein eða fleiri í hreppi hverjum eða kaupstað«; hjer í bæ er gert ráð fyrir 7 deildum, eða fleirum. Allar fjelagsdeildir vinna undir umsjón yflr- stjórnar fjelagsins, en hver deildar- stjórn (3 menn) »rekur umboð yfir- stjórnar í sínu umdæmi, styður af alefli að fjölgun fjelagsmanna, gerir sjer far um að afla almenningi þar fræðslu um eðli og háttsemi berkla- veikinnar og alt, sem miðar til að hnekkja henni, en efla þrifnað og hreinlæti, og leggur til með þeim sjúk- lingum úr sínu umdæmi, er þarfnast heilsuhælisvistar«. Fyrstu æflfjelagar í Heilsuhælis- fjelaginu eru þau hjón Guðm. Magn- ússon lækpaskólakennari og frú hans. er nú búið að reyna um land alt í fleiri ár, og hefur eftirspurnin n|ln]1]]n|]|l .... Þannig seldust árið 1903 að eins 2000 rullur, árið 1904 I U J I lillil. seldust 3800 rullur. En árið 1905 seldust full 6000 rullur. — Þessi sívaxandi sala er full sönnun fyrir, að VÍKING-PAPPINN er þess verður, að honum sje gaumur gefinn, enda er hann að allra dómi sá langbesti og hlutfallslega ódýrasti utanhússpappi, sem hingað flytst. Hann er búinn til úr verulega góðu efni og sjerstaklega vel »asfalteraður«, er því bæði seigur mjög og einstaklega endingargóður, enda hefur hann hlotið verðlaun fyrir gæði sín. Kaupið því Víking-pappa á hús yðar þegar þjer byggið, þess mun engan iðra; en gæta verður hver að því, sem vill fá hann ósvikinn, að aðeins sá pappi er ekta, sem ber verslunarmerkið: GODTIIAAB REYKJATÍK. Saniskot Oddfellowa til Heilsu- hælisins eru nú komin upp í 1700 kr. Yaramenn í stjórn Heilsuhælisfje- lagsins eru kosnir: Varaformaður Guðm. Magnússon læknir, vararitari síra Ólafur Ólafsson og varafjehirðir M. Lund lyfsali. Yfirlit yfir hag íslandsbanka 31. okt. 1906. Activa: Málmforði..............533,000, „ 4°/o fasteignaveðslán . . . 42,900, „ Handveðslán............423,482, 14 Fasteignaveðslán .... 289,699, 73 Lán gegn ábyrgð sýslu- og bæjarfjelaga........138,000, „ Lán gegn veði og sjálfsk,- ábyrgð.............1,063,110, 64 Víxlar................1,690,838, 53 Verðbrjef............... H.óg?, 5° Inventariekonto........ t3,o77, 60 Konto yfir kostnað við seðla- gjörð................ 33,°°°, „ Húseignir bankans í Rvík 127,466, 43 Erlend mynt............. 1,689, 42 Kostnaðarkonto......... 31,215, 80 Útbú bankans..........1,465,695, 53 í sjóði................ 59.958, 48 5,927,831, 80 Passíva. Hlutafje..............2,000,000, „ Seðlar í umferð.......1,360,000, „ Innstæðufje á dálk og með innlánskjörum .... 737,3°3, 25 Vextir, diskonto o. fl. . . 145,723, 49 Erlendir bankar og ýmsir kreditorar..........1,657,192, 73 Varasjóður bankans . . . 22,222, 33 Arður frá fyrra ári . . . 5,390, „ 5,927,832, 80 SIGFÚS SVEINBJÖRNSSON, fasteignasali, hefur bæði til sölu og leigu úrval af fast- eignum i Reykjavík, — skipum (þar á meðal mótor- og gufuskip), verslunarstöðum, sveita- og sjávarjörðum á Vestur- og Suðurlandi (þar á meðal nokkur nýlosnuð, ágætis jarð- næði). — í úrvali þessu finnast flestall- ar tegundir íslenskra hlunninda. ]3jarni P. Johrjsori, canð. jur. flytur mál fyrir undir- og yfirrjetti, annast um innheimtu á skuldum, selur og kaupir hús og lóðir o. s. frv. Heima kl. 12—2 og 4—6. Lækjargata 4, uppi. Klæðaverslun Guðm. Sigurðssonar í Bankastræti 12 hefur fengið með s/s »Vestu« síðast mikið og fallegt úrval af Fatacfn* iiiii og Frakkayfnnm til vetrarins. Nnickkloífar valið en nokkru sinni áður. Þá eru komnar 'Vetrarliiifurnar, sem allir ættu að eiga í vetrarkuldanum, þar á meðal Asfracans-IiiiFurnar hlýju. Mikið affínum Regnhlífuin, með sjerstökum þægindum, óþektunr hjer áður. Fnn eru drengjafotin seld ineð stóruin afslæfti. Hálslíniö er iyrir löngu viðurkent að vera best, ódýrast og stærsta úrval í BANKASTRÆTI 12. Sáptwsrslunin 6 Austurstræti 6, hefur til sölu IIiMVÖTN, margar teg. úr að velja, alskonar og PVOTTASÁPUR, KÚRSTA, RURSTA og margt, margt fleira. Sunnlenóingar og aðrir landsmenn, sem ætla að kaupa skip, — eða að flytja til Reykjavíkur,— eða að fá sjer jarðnæði á Vestur- eða Suður- landi, geta skriflega eða munnlega snúið sjer að fasteignasala Siglúsi Sveinbjörnssyni, Laugaveg nr. 20 A. Eigandi stórrar verslunar og litgerðar á Suðurlandi vill selja hálfa veislun og útgerð sína dugandi manni og fjelaga, sem getur tekið að sjer meðforstöðu og rekstur nefndrar verslunar og útgerðar. — Tilboð- um veitir viðtöku Sigfús Sveinbjörnssou, fasteignasali í Reykjavík. Viðtatstimi fyrir bæði bæjarmenn og aðra er fa s t- ákveðinn: daglega kl. II—12 árd.— Auk þess er mig að hitta heima flesta daga kl. 9—n árd., 2—4 og 7—9 síðd. Sigfús Sveinbjörnsson, fasteignasali.______ Prentsmiðjan Gutenberg. Auglýsingum í „LögrJ* veitir yiðtöku Jón Brynjólfsson ÁUStlirstr. 3, reiðhjól eru best. ^vtOTI flQTll er ódV'asta og frjálslyndasta lífs- uldllualll ábyrgðarfjelagið. Það tekur als- konar tryggingar, alm. lífsábyrgð, ellistyrk, fjárábyrgð, barnatryggingar o. fl. Umboðsm. Pétur Zóphóníasson, ritstj. Bergstaðastræti 3. Heima 4—6. fæst hjá GDNNARIEINARSSYNI. Gufuskipafjelagið Thore. Frá i. janúar 1907 hefur fjelagið sjálft afgreiðslu í Reykjavík, og verður skrifstofa í húsi hr. Pjeturs Brynjólfssonar á Hverfisgötu. Afgreiðslumaðnr vor verður hr. Sigurður Guðmundsson. — Þetta leyf- um vjer oss hjer með að tilkynna okkar heiðruðu viðskiftamönnum. Kaupmannahöfn í Nóvember 1906. Gufuskipafjelagið Thore.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.