Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.11.1906, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.11.1906, Blaðsíða 1
LOGRJETTA Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Ringholtsstræti 17. M Reykjavík 38. nóvember 1906. I. árg. Af hinum afarmiklu birgðum af alskonar vefnaðarvörum i versluninni EDIIBORG í Reykjavík, sem eru mjög smekklega valdar og afaródýrar eftir gæðum, má nefna meðal annars: Ijjereft, bl. og óbl. — Sirts — Stumpasirts — Oxford, margar teg. — Flanelette, ótal teg. með ágætu verði. — Borðdúkatau — Handklæðatau — Riimtepiii, hvít og misl.— Kommóðudúkar — Serviettur — Handklæði — BorðdúKar, hv. og misl. — Regatta — Tvisttau — Denims —Vasaklútar — Herðaklútar — Ljómandi efni i Kvenn-vetraryfirliafnir — Kjólatau alsk. — Piis — Barna- svuntur— Slör. — Yílriiafnir handa ungum stúlkum — Flauel — Felveteen — Moleskin — Fóð- urtau alsk. — Hnappar og tölur alsk. — Húfur og liattar handa gömlum og ungum — SilKi og Silkiborðar — og ótal margt fleira. Vefnaðarvörukaup áreidanlega best i EDINBORG að vandal ' HArNARSTR' 1718 1920 21-22• KOLAS 1-2- LÆKJART-12 í almanaki, sem Magasinið gefur viðskiftamönnum sínum, standa kjarnyrði neðst á hverju blaði. Sama dag og frjettin barst hingað um útlenda miljóna-fjelag- ið, sem ætlar að gleypa allar versl- anir á íslandi, stóð á almanaks- blaðinu: »Bleibe im Lande und náhre Dich redlich«, eða á ís- lenzku: „fertn Kyrr í landinu og- áreiðanlegrur í viösKiftuin“. Þessi orð eru einkunnarorð Thomsensverslunar, sem er stofn- sett i Reykjavík 1837, og þvi elst allra verslana hjer, og einafþeim sárfáu stærri verslunum á íslandi, sem er inulend, en eKKi sel- stöðuverslun, hvorki frá Dan- mörku nje Skotlandi. Thomsens Magasín ber engan kvíðbeyg fyrir samkepninni við miljónafjelagið. Magasínið flytur vandaðar vörur og selur þær með litlum ágóða, fylgist með tíman- um og vill afla sjer trausts allra góðra landa. Hnúturiim. Þegar samningar hefjast millum vor og Dana um sambandslög, er komi í stað stöðuiaganna, þá liggur það í hlutarins eðli, að vjer verðum að gera oss allt far um að fá sem best trygð yfirráð vor yfir þeim mál- um, sem ekki verða sameiginleg — yfir sjermálunum. Um þetta voru allir þingmenn sam- mála í sumar. Um það eru öll blöðin sammála nú, þau er lýst hafa skoðunum sín- um á málinu. Og um það verður vafalaust öll Þjóðin sama sinnis. Hins vegar er alllíklegt, að menn geti greint á um það, með hverjum liœtti yfirráð vor yflr sjermálunum verði best trygð. Það er mikið vandamál. JÞað er hnúturinn á málinu. Vjer vitum, að margir landvarnar- menn telja tryggingu fengna, ef mál vor verði ekki framvegis borin upp fyrir konungi í viðurvist ríkisráðsins. Þess vegna hafa þeir nefnt þennan vanda ríkisráðshnútinn, og leysing hans hefur verið aðalmarkmið þeirra. Og nú eru margir þjóðræðismenn, með Þjóðólf í fylgd við sig, gengnir undir þetta merki landvarnarmanna. Blaðamannaávarpið var þannig orð- að, að öll ástæða var til að skilja það svo, sem ávarpsmenn ætluðust til, að ákveðið yrði í sambandslög- unum, að sjermálin mætti ekki bera upp í ríkisráðinu. Undir það rituðu 4 þjóðræðismenn, 1 landvarnarmaður og 1 heimastjórnarmaður. Nú hafa tveir af þjóðræðismönn- unum*) leiðrjett ávarpið, lýst yflr því, að þeir hafl ekki meint, að ákvæði um það, að sjermál vor skuli ekki borin upp í ríkisráði, skuli standa í sam- bandslögunum. Og Þjóðólfur tekur í sama streng. En hins vegar halda þeir því fast fram, að meðferð sjermálanna verði að ræða samhliða sambandslögunum, og vilja þá fá því ráðið til lykta, að sjermál vor skuli ekki framvegis borin upp í ríkisráði. Eitt þjóðræðisblaðið tekur svo djúpt í árinni, að það segir: „Vjer viijum als ekki fá nein ný sambandslög, nema þessu máli sje jafnframt ráðið til lykta“. (Fjallkonan 24. þ. m.). Að hverju leyti verða nú yfirráð vor yfir sjermálunum betur trygð, ef málin eru ekki borin upp fyrir kon- ung í viðurvist ríkisráðsins ? Yjer höfum jafnan skilið orð stjórn- arskrárinnar ',,í ríkisráði", sem þau merktu: í viðurvist danska rikisráðs- ins, en merktu ekki það, að ráðherra vor væri meðlimur þess. Nú er og öll- um kunnugt, að ráðherra íslands fer ekki með íslands mál á sam- komur danskra ráðherra (Ministercon- ference), þar sem þeir ræða þau mál, er þeir ætla að bera upp fyrir kon- ungi í rikisráði. En í rikisráði á sjer engin atkvæðagreiðsla stað. Enn- fremur vitum vjer, að enginn danskur ráðherra getur ritað undir lög frá al- þingi með konungi; þau fá því að eins gildi, að íslands ráðherra riti undir þau; enginn danskur ráðherra getur bannað íslands ráðherra að bera upp fyrir konungi sjermál vor; íslands ráðherra er ekki háður for- lögum hinna dönsku ráðherra. Hvað getur þá ríkisráðið gert ? Hvernig getur það haft áhrif á sjer- málin ? Það getur sagt við konung: Við viljum ekki að þessi íslensku lög ejeu staðfest — og fært sín rök fyrir. Og þá getur farið svo, að kon- ungur meti meira ráð danskra ráð- herra en tillögur íslands ráðherra, og þá höfum vjer fengið lagasynjun. Hugsum oss svo, að ráðherra ís- lands beri mál vor upp fyrir konungi utan ríkisráðs. *) Ritstjórar ísafoldar og Fjallkonunnar. Hvað er þá unnið, hverju erum vjer bættari ? Danska ráðaneytið mundi eftir sem áður hafa vakandi auga á gerðum alþingis, og, ef það teldi ástæðu til að ónýta einhverjar gerðir þingsins, eða íslensku stjórnarinnar, mundi það, eins eftir sem áður, fara til kon- ungs og fá vilja sínum framgengt. Það vitum vjer allir, að konungur Svía og Norðmanna neitaði oftsinnis að staðfesta norsk lög, af því að svenskir ráðherrar töldu hann til þess. Og ekki voru þó norsk lög lögð fyrir konung í svenska ríkisráðinu. En því er haldið fram af landvarnar- mönnum hjer heima fyrir, að ákvæði stjórnarskrárinnar um að sjermál ís- iands skuli borin upp fyrir konungi í ríkisráðinti þýddu það, að fsiands ráð- herra. væri danskur ráðherra, að grund- vallarlög Dana fengju gildi fyrir ís- land, með öðrum orðum: uppgjöf landsrjettindanna. Og i Danmörku hafa úr flokki andstæðinga stjórnar- arinnar þar heyrst raddir í þá átt, að aðstaða íslands ráðherra í ríkisráð- inu, eða gagnvart því, væri mjög óljós. Því hefur ríkisráðsákvæðið orðið mörgum íslendingum þyrnir í augum, og þess vegna verður ekki hjá því komist, að fá, jafnframt samningum um væntanleg sambands- lög, fulla og greinilega skýring á rjettarstöðu íslands ráðherra í eða gagnvart ríkisráðinu. Vjer viljum fá viðurkenningu Dana fyrir því, að orðin „í ríkisráði" þýði í viðurvist ríkisráðsins; fyrir því, að ráðherra íslands sje ekki meðlimur ríkisráðsins, þó að hann beri mál vor upp i viðurvist þess; fyrir því að hann beri ekki ábyrgð á gerðum sín- um gagnvart öðrum en alþingi og konungi; fyrir þvi — í samræmi við málaleitun þingmanna í sumar — að hann skuli framvegis útnefndur með undirskrift íslensks ráðherra; fyrir því, að grundvallarlögin dönsku gildi ekki fyrir ísland eða íslands ráð- herra. Ef vjer fáum alt þetta viðurkent á gildan hátt, þá sjáum vjer ekki betur, en að vjer getum vel unað við það út af fyrir sig, að málefni íslands sjeu borin upp fyrir konungi í viðurvist ríkisráðsins danska. Vjer getum ekki varistþeirra orða, að oss finst sem þingmenn hafl sumir verið heldur fljótir á sjer, að hlaupa út af þeirri samheldnisbraut, sem þeir allir komust á í sumar, og oss finst einnig, sem ávarpsmennirnir fari heldur skamt, ef þeir vilja gera sig ánægða með þá breytingu eina til frekari tryggingar sjálfstjórn vorri, að mál vor skuli ekki borin upp i rík- isráði, og telja þá hnútinn þar með leystan. Vjer getum ekki talið hnútinn leystan með þessu; vjer mundum kjósa frekari trygging, ef fengist gæti, og munum síðar gera grein fyrir því. Ávarp til íslenskra kvenna. Eins og mönnum mun vera kunn- ugt af blöðunum, þá tók kvenfjelagið „Hringurinn" í Reykjavík sjer fyrir verkefni á fundi 31. október 1905, að safna fje til þess að styrkja berkla- veika fátæklinga ti! að fá læknishjálp, komast á spítala, eða fá aðra nauð- synlega hjálp. A fundinum var sam- þykt að senda áskorun til kvenna út um land um, að taka höndum saman við „Hringinn" og stofna samskonar fjelagsskap hvervetna um landið til hjálpar fátækum berklasjúklingum. Æskilegast var talið, að myndað yrði fjeiag í hverri sveit, sem hjálpaði sínum sveitungum. Fyrirkomulag þess- ara fjelaga gæti verið mismunandi eftir ástæðum og óskum manna. Æskilegt væri, að öll þau tjelög, sem þannig kunna að myndast, stæðu að einhverju leyti í sambandi hvert við annað, og reyndu að vinna saman að meira eða minna leyti. Eru það því vinsamleg tilmæli vor, til allra þeirra fjelaga, er myndast kunna víðs- vegar út um land í sömu stefnu og fjelag vort, að þau sendi sem fyrst ossundirrituðum stjórnendum „Hrings- ins“ tilkynningu um stofnun fjelag- anna, og bendingar um, á hvern hátt þau hugsa sjer sambandinu helst hagað milli fjelaganna innbyrðis. Allir munu sjá, hver lífsnauðsyn er á, að eitthvað verði gert alment í þessu efni. Og nú, þegar líkindi eru til að berklaveikrahæli verði komið á fót, þá ætti slík hjálp að koma að enn meiri notum. Við íslendingar erum svo fámenn þjóð, að við megum ekki við því, að missa fjöldamarga efnilega menn og konur á unga aldri í gröfina, rjett þegar þeir eru komnir að því, að fara að vinna sjer og þjóð sinni gagn. Engum verða veikindin heldur tilfinnanlegri en einmitt kon- unum, sem verða að stunda sjúkling- ana og horfa upp á þjáningar þeirra. Vjer erum vissar um, að það er ein af instu hjartans óskum allra kvenna, að hægt væri að bæta úr þessu böli, og hjálpa sem flestum sjúklingum til lífs og heilsu. Vjer vonum því fastle^a, að allar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.