Lögrétta - 17.04.1907, Side 4
64
L0GRJETTA.
ill ágreiningur sje á milli þingsins
og stjórnarinnar, sprottinn af banni
stjórnarinnar gegn því, að sjerfræð-
ingar. sem ekki eru þingmenn, sjeu
kvaddir til ráða.
Khöfn 16. apnl: Þrætan milli
Stolipins og Golovins er útkljáð.
í gær hófst í London nýlendumála-
tundurinn og flutti Bannermann ræðu.
Allir ráðaneytisforsetar bretsku ný-
lendanna eru á fnndinum. Botha
hjelt ræðu á hollensku og vottaði
hollustu Transwaals.
í fyrra var stofnað fjelag i Gauta-
borg til þess að reka fiskiveiðar við
ísland og sækir nú um ríkissjóðs-
styrk. 50 þús. kr.
A. T. Möller hefur höfðað mál gegn
Túliniusi.
Konungshjónin heimsækja Krist-
janíu í lok þessa mánaðar.
Rithönd Jöns Arasonar.
Fróðlegt er það og eigi síður skemti-
legt, að nú er fundin rithönd Jóns Ara-
sonar, á brjefi einu, sem er í Árna-
safni, og þá um leið víst, að hann
hefur ritað rímnabók mikla, sem kend
er við Staðarhói, og helgikvæðabók.
Báðar þessar bækur eru í Árnasafni
og sama höndin á þeim og á brjef-
inu. Dr. Jón Þorkelsson færir örugg-
ar ástæður fyrir því, að enginn ann-
ar hafi getað skrifað brjefið en Jón-
Arason.
Rithöndin er skýr og föst og með
heldur fornlegri blæ, en hjá sam-
tíðarmönnum, og ber það með sjer,
að hún er eftir munklærðan mann.
Vafalaust hefur oflítið verið gert úr
klerklegum lærdómi Jóns Arasonar.
Hann stóð í svo miklum stórræðum,
að skugga bar á bókvísina.
(Nýtt kirkjublað).
Meðiilalin rerdlagsskránna
sem gilda frá ió. maí 1907 til jafn-
lengdar 1908, er þessi:
I Norðurmúlas. og Seyðisfj.kaupst. 76 a.
— Suðurmúlasýsht..................60 —
— Austur-Skaptafellssýslu . . . . 53 —
— Vestur-Skaptafellssýslu . . . .53 —
— Vestmannaeyjasýslu . . . , . 69 —
— Rangárvallasýslu ...... 53 —
— Arnessýslu......................61 —
— Gullbrtngu- og Kjósarsýslu og
Reykjavíkurkaapstað . . . .59 —
— Borgarfjarðarsýslu..............51 —
— Mýrasýslu.......................58 —
— Snæfellsness- og Hnappadalss. , 59 —
— Dalasýslu.......................57 —
— Barðastrandarsýslu...............64 —
— Isafjarðarsýslu og Isafj.kaupst. . 65 —
— Strandasýslu....................57 —
— Húnavatnssýslu..................54 —
— Skagafjarðarsýslu...............58 —
— Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkst. 57 —
— Þingeyjarsýslu..................58 —
Heykjavík.
Jón Trausti. Nú um sumarmál-
in kemur ut eftir hann ný skáldsaga
hjer í Rvík, góðum helmingi lengri
en Halla. Þessi nýja saga gerist að
mestu í smákaupstað hjer á landi og
er viðburðarik og efnismikil.
Halla kemur út í danskri þýðingu
einhverntíma á þessu ári.
Um læknishjeraðið satkja: Guð-
mundur Hannesson Akureyrarlæknir,
Jón H. Sigurðssan Rangvellingalæknir,
Sig. Magnússon spítalalæknir í Khöfn,
Stgr. Matthíasson settur iæknir hjer,
og Sæm. Bjarnhjeðinsson holdsveikra-
læknir.
U. M. F. R. Herra ritstjóri! U. M.
F. R. leyfir sjer hjer með að biðja yður
að veita yfirlýsingu þessari rúm í blaði
yðar. Rvík. 6. febr. 1907.
f. h. U. M. F. R. Helgi Valtýsson:
„Ungmennafjelag Reykjavíkur" fylgir
eindregið því, að Islendingar taki upp
sjerstakan fána, er verði löggiltur, en
noti eigi erlendan fána.
Fjelagið fylgir fánatillögu Stúdentafje-
lagsins í Reykjavík.
Ennfremur lýsir fjelagið óánægju sinni
yfir því, að Islendingar skuli bindast
samtökum gegn þessu rjettmæta sjálf-
stæðismálefni þjóðarinnar.
Samþykt á fundi 24. mars 1907“.
Bæjarstjórnin. Fundur 4. apríl.
Afsalað forkaupsrjetti að erfðafestu-
landi Pálma kennara Pálssonar, Meist-
aravelli, er hann selur fyrir 20 þús.
kr. með húsum og mannvirkjum.
Samþ. að Matth. Matthíasson kaupm.
breyti 440 feral. af erfðafestulandi sínu,
Efraholtsbletti, í byggingarlóð og selji
fyrir kr. 1,60 feral.
Samþ. brunab.v. á þessum húsum:
H. Hafsteins ráðh. við Tjarnarg. kr.
33,976; J. Eyfjörðs við Kárast. 5,114.
Samþ. að bæta 460 kr. við fjárveit-
ingu til viðbótarbyggingar barnaskói-
ans, til þess að búa út dyravarðaríbúð
í kjallaranum.
Beiðni kom fram frá Einari Gunn-
arssyni 0. fl. um leyfi til að byggja
kiosk á hentugum stað í bænum.
Vísað til bygginganefndar.
Kosin 4 manna nefnd til þess að
sjá, ásamt bæjarfógeta, um viðtökur
gesta þeirra, sem væntanlegur eru til
bæjarins í sumar: Ásg. Sigurðsson
kaupm., Halld. Jónsson bankagj.k.,
Kr. Jónsson yfird. og Kr. Ó. Þorgríms-
son kaupm.
Jóni Magnússyni bæjarfulltrúa falið
nú í utanför sinni að leita hófanna um
lántöku handa bæjarfjelaginu með sjer-
stöku tilliti til vatnsverksins.
„Jón forseti“ kom inn nú fyrir
helgina með 25 þús. af vænum fiski,
eftir 6 daga útivistartíma.
Jón Magnússon skrifstofustjóri fór
utan 8. þ. m, í erindum fyrir mót-
tökunefnd konungs og danskra þing-
manna. Kemur aftur í næsta mánuði.
Borgarastríð hefur staðið yfir
þessa dagana hjer í bænum, milli
margra drengja í Vesturbænum og
Austurbænum. Orustuvóllurinn er
Skólavörðuholtið, og hata þeir bar-
ist þar með fylktu liði. í vikunni
sem leið höfðu Vesturbæjardrengir
sigrað í höfuðorustu snarpri, en nú
á sunnudaginn stóð önnur höfuðor-
usta og rjettu þá Austurbæjardreng-
irnir hlut sinn. Margir drengir urðu
að leita læknis eftir þann bardaga
og var einn handleggsbrotinn.
Sláturfjelags-stjórnin situr hjer
á fundi þessa dagana, eða 6 menn
úr henni: Ág. Helgason, Birtinga-
holt; B. Bjarnason, Gröf; sr. E. Páls-
son, Breiðabólsstað; Guðm. Olafs-
son,Lundum; V. Guðmundsson, Haga
og Þ. Guðmundsson, Hala. Form.
nefndarinnar er kosinn Ág. Helga-
son, en varaform. sr. E. Palsson. í
framkvæmdarstjórn með væntanl. for-
stjóra, sem enn eróráðinn, eru kosn-
ir: B. Bjarnarson í Gröf og Páll Ste-
fánsson í Ási, sem flytur í vor að
Elliðavatni. Endurskoðunarmenn hef-
ur stjórnin kosið þá Eggert Bene-
diktsson í Laugardælum og Ól. Ól-
afsson í Lindarbæí Rangárvallasýslu.
Stjórnin býst við að ljúka störfum
sínum að þessu sinni á föstudag.
Kirkjusamsöngurinn verður hald-
inn í kvöld.
Stjórnarfrumvörpin verða öllu
fleiri að sumri, en á þinginu 1905;
voru þá 40. Kirkjumálanefndar-frum-
vörpin fylla nú töluna. Kosningar-
lögin til alþingis, með hlutfallskosn-
ingum og 7 kjördæmum, koma aftur
fyrir þingið, en töluvert breytt.
Fræðslufrv. og kennaraskólafrv. koma
aftur sem næst í sömu mynd og
stjórnin lagði þau fyrir þingið 1905.
Stórir bálkar eru um skipun læknis-
hjeraða, og um vegi. Skýrt verður
frá innihaldi helstu frumvarpanna í
næstu blöðum.
Leikhúsið. Þar er nú tekinn fyr-
ir nýr leikur enn, „Dauðasyndin",
eftir þýskan höfund, O. E. Schmidt.
Það er góður leikur og efnismikill, og
yfirleitt vel sýndur. Aðalpersónurn-
ar leika þau Jens Waage og frk.
Guðrún Indriðadóttir. Meðal annars
á innri-missjónin þarna ágætan for-
mælanda, sem Friðf Guðjónsson sýn-
ir mjög vel.
Næst á undan hefur nokkrum sinn-
um verið leikinn »Jeppi á Fjalli« og
tókst Árna Eiríkssyni þar ágætlega
að vanda í höfuðhlutverkinu.
Allskonar kústar, burstar
og skrúbbur
fást í
Sápuversluninni, Austurstr d.
U ísl. SMJ0R
íæst hjá
c7líc. c3/ 'arnaon.
Allskonar STANGASÁPUR
fást í
Sápuversluninni. Austurstræti 6,
svo sem Salmiaksápa, Marselle, 3
teg., Coku-sápa, Pálmasápa o. íl.
Þrikveikjaðar
hvergi jafn góðar og ódýrar
og hjá
Nic. Bj arnason.
Vanille-bökunurduft
og allskonar Kfí Vf)l)
i brjefum
fæst í sápuversluninni,
AUSTURSTRÆTI 6.
jMatarðeilðin
selur daglega:
Nýjar Rjúpur
á 25 au.y
nýtt nautakjöt
°g
nýtt
ijvanneyrarsmjör.
cr/iomsens tMagasin.
Auglýsingum i „Lög-
rjettu“ veitir viðtöku Jón
kaupm. Brynjólfsson, Aust-
i urstræti 8.
Altaí miklar birgðir
af LEÐRI og SKINNUM af öllum
tegundum, og öllu, sem tilheyrir söðlasmíði og
«lcóísimíöi, í Leðurversluninni í Austurstræti 3. Golt
að geta valið úr hjer á staðnum. Verðið iægra en að
panta. Pantanir utan af landinu afgreiddar með 4—5
daga fyrirvara.
Virðingarfylst.
Jóii Brynjólfeson.
Píjitcrtsiilja Beitjatítir
við Rauðarárstíg1,
býr til og selur skolpitípur af öllum stærðum, og pípur lil frá-
ræslu frá húsum og grunnum. Miklu ódýrari en pípur þær, sem
hjer hafa fengist til þessa. Spyrjið um verð hjá mjer, áður en þjer
festið kaup annarstaðar.
Böðvar Jónsson.
Nýkomnar miklar birg’ðir
í viðbót við það sem áður var til af
Vindlaliylkjum, Seðlaveskjum, Tösknm.
Verðið er afár-lágt!
Leðurverslunin í Austurstreeti 3.
JÓN BRYNJÓLFSSON.
Prentsmiöjan Gutenberg.