Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
143
aði fyrir 6 árum, og hússtjórnardeild,
sem byrjaði fyrir 2 árum.
Það hefur verið um það rætt tölu-
vert af forstöðunefnd skólans, á hvern
hátt ætti að ráða fram úr þessum
vandræðum; en mjer vitanlega hef-
ur ekkert orðið afráðið í þessu máli
enn, sem bjargi því við.
Skólann vantar í stuttu máli nægi-
lega stórt húsnæði; auk þess sem
hann þarf að fá sæmilegt starfsfje,
svo hann geti int störf sín eins vel
af hendi og nútíminn heimtar. Spurn-
ingin er því: Hvar á að fá þetta
fje? Og svarið hjá allflestum mun
verða: Hjá þinginu. Menn gera
sem sje ráð fyrir, að konur eigi eins
heimtingu á fræðslu og karlmenn, og
allir vita, að til hinna ýmsu skóla
handa þeim er veitt sæmilega mik-
Nú kann einhver að segja: Gagn-
fræðaskólarnir og hinn almenni menta-
skóli stendur jafnt opinn konum og
körlum. Vitanlega. En fullnægir sú
skólaganga öllum konum? Liggur
það ekki í augum uppi, að konur
þurfa sjerskóla, sem sjeu sniðnir eftir
lífsstarfi þeirra, að svo miklu leyti
sem skólinn getur komið því við, og
með það fyrir augum vildi Kvenna-
skóli Rvíkur, ef ástæður leyfðu, gera
hann að heimili og skóla, hvort-
tveggja í senn, fyrir nemendurna.
Kvennaskóli Rvíkur hefur starfað
í full 33 ár. Námsmeyjunum er skift
í 4 bekki eftir kunnáttu þeirra við
inntökupróf á haustin. Hinn dag-
legi kenslutími er 6 stundir á dag,
frá kl. 9—3. Kenslunni er hagað
eins og stundatöflurnar sýna:
ið fje.
Tíma-tafla
1{ eykj avíku i’-lv renuaskóla
veturinn 1906—1907.
1. bekkur Timi Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimtud. Föstud. Laugard.
9—10 Skrift Trúfræði Heilsufr. Söngfr. Reikningur Danska
10-11 Tcikning íslenska Ljereftas. Reikningur Skrift íslenska
11—12 Teikning Danska Ljereftas. Skattering Ljereftas. Reikningur
12— 1 Klæðas. Klæðas. fslenska Skattering Ljereftas. Klæðas.
1— 2 Klæðas. Klæðas. Danska Ljereftas. íslenska Klæðas.
2- 3 Klæðas. Klæðas. Söngur Ljereftas. Söngur Klæðas.
2. bekkur
9—10 Skrift Trufr. Heilsufr. Söngfr. Reikningur Islenska
10—11 Teikning Ljereftas. íslenska íslenska Skrift Danska
11—12 Teikning Ljereftas. Reikningur Danska Saga Ljereftas.
12- 1 Skattering Danska Klæðas. Klæðas. Klæðas. Ljereftas.
1— 2 Skattering íslenska Klæðas. Klæðas. Klæðas. Reikningur
2— 3 Landafr. Saga Söngur Saga Söngur Landafr.
3. bekkur
9—10 íslenska íslenska Landafr. Danska Trúfræði Danska
10—11 Reikningur Skattering íslenska Teikning Reikningur Teikning
11—12 Enska Skattering' Heilsufr. Ljereftas. Landafr. Baldering
12— 1 Skrift Skattering Ljereftas. Ljereftas. Hvítt-brod. Baldering
1— 2 Náttúrufr. Enska Ljereftas. Saga Hvítt-brod. Krosssaum
2— 3 Söngfr. Saga Söngur Náttúrufr. Söngur Saga
4. bekkur
9—10 Danska Danska Enska Reikningur Trúfræði Saga
10—11 Teikning Teikning Landafr. Ljereftas. Landafr. íslenska
11—12 Teikning Teikning Heilsufr. Ljereftas. Danska Enska
12— 1 Skrift Enska íslenska íslenska Hvitt-brod. Krosssaum
1— 2 Náttúrufr. Reikningur Saga Ljereftas. Saga Reikningur
2— 3 Söngfr. Ljereftas. Söngur Náttúrufr. Söngur Ljereftas.
í fljótu bragði sýnist hjer alt vera
í góðu lagi, en svo er nú því miður
ekki. Að því er snertir sjálfa bekkj-
ar-kensluna, þá má vel við það una
eins og er, og auk þess má æfinlega
gera nauðsynlegar breytingar þar.
Vefnaðardeildinni var komið á til
þess að halda við hinum gamla, þjóð-
lega litvefnaði, og til þess að útbreiða
ýmsan annan hentugan vefnað fyrir
heimili manna; einnig til að reyna
að koma á kenslu f öðrum gömlum
íslenskum hannyrðum, þegar unt væri
að koma því við. Þessi deild varð
síðastliðið ár að leigja 2 herbergi f
húsinu nr. 10 við Austurstræti, en varð
svo að flytja þaðan 14. maí sfðastl,
því að húsið fæst ekki lengur leigt.
Eins og stendur er þessi deild skól-
ans húsnæðislaus. Það er miklum
erfiðleikum bundið, að þurfa að hafa
þessa deild annarstaðar en í skóla-
húsinu; og táist ekkert húsnæði handa
henni, þá liggur ekki annað fyrir, en
að hún leggist niður um óákveðinn
tíma, þar til húsnæði skólans rýmkar.
Hússtjórnardeild skólans hefur starf-
að í 2 vetur; þar voru alls í vetur
Iýnámsmeyjar; flestar 2—3 mánuði.
Eins og nemendatjöldinn sýnir, hefur
kenslan sfðastl. ár verið vel sótt, þegar
það er athugað, að ekki geta verið
fleiri en 4 stúlkur í senn, sökum
rúmleysis.
Þessi deild hefur við mikla erfið-
leika að stríða: fyrst og fremst lítið
og óhentugt húsnæði og svo vöntun á
starfsfje. Frk. Ingibjörg Asmunds-
dóttir Johnsen, sem veitir deild þessari
forstöðu, hefur lagt allan hug og kratta
sína í þetta starf, auk þess sem
deild þessi er rekin á hennar kostn-
að, nema hvað hún fær lítilsháttar
laun fyrir kensluna.
Eins og þegar er tekið fram, vant-
ar þessa deild húsnæði, og það er
sannfæring mín, að einmitt hússtjórn-
ardeild, með þvf sniði sem við hugs-
um okkur hana, geti orðið að mikl-
um notum. Fái skólinn nú uppfylt
þessi tvö lífsskilyrði: nægilegt hús-
næði og sæmilegt starfsfje, þá ætti
að minni skoðun fyrirkomulagið í
þessari deild að vera þannig: Rúm
fyrir 12 hússtjórnar-nemendur í senn.
Námstíminn 6 ntanuðir (æskilegast
bæði sumar og vetur). Stúlkunum
skift niður í 4 flokka og hver flokk-
ur starfar 1 viku f senn, að sama
starfi. Þar sje kend í I flokknum
hússtörf öll og heimilisþrifnaður. í
2. flokkn. alt sem lftur að þvotti, og
aðgjörð og viðhald fatnaðar. í 3.
flokkn.matartilbúningur—sjerstaklega
lögð áhersla á, að búa til góðan og
hollan mat, og í sambandi við það
lögð stund á sparsemi og þritnað. í
4. flokkn. framreiðsla á mat og veit-
ing beina. í satnbandi við þessa
kenslu almenn bóktærsla, þar eð
nauðsynlegt er, að hver kona viti
hvað hún hefur milli handa og hvern-
ig hún ver því.
Jeg tel nauðsynlegt, að húsnæði
skólans rýmki svo, að skólinn gæti
einnig orðið gott heimili fyrir þær
stúlkur sem koma úr sveit og
eiga hjer í bæ hvorki ættingja nje
aðra aðstandendur, sem þær geti
dvalið hjá. í skólanum ættu þær
að geta fengið jafnódýran dvalarstað
og annarstaðar og jafngóðan, mjer
liggur við að segja margfalt betri,
því á skólanum ættu þær að sjálf-
sögðu að fá þann samastað, sem
telji það skyldu sína, að glæða og
hvetja alt það, sem þeim mætti horfa
til heilla í lífinu, og benda þeim á,
hve afarmikla þýðingu hvert einstakt
heimili getur haft og hefur tyrir alt
þjóðfjelagið. Skólann vantar einnig
algerlega leikfimishúsnæði, og mun
óþarfi að fara um það mörgum orð-
um, hve mikla nauðsyn ber til þess,
að unglingarnir njóti kenslu í leik-
fimi til að styrkja og stæla líkama
sinn. Konum ríður ekki sfður á en
körlum að eiga heilbrigða sál í heil
brigðum líkama.
Gæti nú skólinn fengið tækitæri til
þess að starfa í þessa átt, þá er jeg
viss um, að hann á erindi til þjóð-
arinnar. Því að vel mentaðar kon-
ur, sem hafa fengið þekkingu og
skilning á líístarfi konunnar sem eig-
inkonu og móður, eru þýðingarmikill
hyrningarsteinn undir farsæld og
menningu þjóðanna. Kvennaskóli
Reykjavíkur sýnist vera betur settur
til þess að stefna að þessu marki
en nokkur hinna kvennaskólanna,
þar sem hjer er þó hægt að fá þá
bestu kennara í hinum ýmsu grein-
um, svo framarlega sem skólinn get-
ur borgað kennurum sínum eins vel
og aðrir skólar.
Rekstur Kvennaskóla Rvíkur er
auk þess töluvert ódýrari en þeirra
skóla, sem þurfa að ráða marga fasta
kennara. Kenslumálastjórn vor get-
ur þar að auki altaf haft eftirlit með
starfi skólans. Margir telja æskilegt
að lengja skólaárið um einn mánuð,
og er jeg eindregið með því; einn
mánuður lengur fram á vorið getur
orðið að miklum notum við námið,
og mundi alls ekki draga neitt úr
aðsókn að skólanum, að því er jeg
frekast hef komist að. Einn mánuð-
ur kostar skólann töluvert, og er
þess vegna ein ástæðan fyri'- því, að
skólinn verður að fá meira fje Við-
auki sá við hinn árlega styrk, sem
nefnd skólans hefur sótt um tii al-
þingis, er svo nákvæmlega sniðin eft-
ir þeim allra nauðsynlegustu þörfum
skólans, að ekkert má rýra hann, eigi
skólinn að geta starfað sómasamlega
á hinu næstkomandi skólaári.
Jeg vonast til þess, og fjöldamarg-
ar konur með mjer, að karlmennirn-
ir vetði fúsir á að taka þetta mál til
meðferðar og hjálpa því áfram, haf-
andi það fyrir augum, að það land,
sem á andlega frjalsar og sannment-
aðar konur, eignast marga agæta og
duglega sonu.
Reykjavík 25. júlí 1907.
Ingibjörg H. Bjarnason.
Alþing-.
Það er nu aftur tekið til starfa
eftir ferðalagið með konungi og rík-
isþingsmönnum. Fyrir ráðherrann
mætir þar nú landritarinn, því ráð-
herra fór með konungi kring um
land. Bæjarfógetarnir á Akureyri og
Seyðisfirði, báðir þingmenn, fóru heim
til sin, til þess að standa þar fyrir
móttöku konungs.
Eldhúsdagur þingsins var á mánu
daginn, við frh. 1. umr. fjárlaganna,
Oliver Twist
er heimsfræg skáldsaga, eftir Charles Dickens. Hún
fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar
um land alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifæris-
gjöf fyrir unga og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu,
að hvað oft sem þeir litu í hana, lærðu þeir eitthvað
af henni. Sama má segja um Oliver Tvist: hversu oft
sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og þó til
skemtunar um leið.
eins og venja er til, og fór þar alt
hóflega. Skúli ritstj. Thoroddsen tal-
aði þar af hálfu stjórnarandstæðinga,
en Klemens landritari hjelt svörum
uppi fyrir stjórnarinnar hönd.
Ný lög tvenn eru afgreidd frá þing-
inu: Lög um gjafsóknir m. m. og
Lög um breyting á lögum 4. mars
1904 um stofnun lagaskóla.
Lagaskólinn. Frv. um breyting
á lögum 4. mars 1904 um stofnun
lagaskóla hljóðar svo:
1. gr. 2. gr. laganna orðist þannig:
Við skóla þennan skulu vera tveir
fastir kennarar, skipaðir af konungi.
Annar er jafnframt forstöðumaður
skólans og hefur að lauuum 4000 kr.
á ári. Hinn hefur að launum 2800
krónur.
2. gr. Aftan við 3. gr. laganna
bætist: Og skal þar, auk hins venju-
lega prófs yfir nemendum skólans,
skipa fyrir um aukapróf fyrir full-
numa frá Kaupmannahafnarháskóla,
sem öðlast vilja rjett til embætta hjer
á landi.
3. gr. Þegar lög þessi eru stað-
fest, skal færa breytingar þær, sem
með þeim eru gerðar, inn í texta
laganna frá 4. mars 1904, og getur
konungur þá gefið lögin, þannig breytt,
út sem lög um stofnun lagaskóla á
íslandi.
Símskeyti
til „Lögrjettu“ frá R. B.
Khöfn 13. ágúst: Símaverkfall
breiðist út um alla stórbæi Banda-
ríkjanna og heftir það mjög allar
frjettasendingar. Verkfallsmenn heimta
laun sín hækkuð um 25% og ógna
með almennu verkfalli, er nái yfir
Bandaríkin og Canada.
í gær gerðu 4000 Márar áhlaup á
Norðurálfumenn í Casablanca, en
hrukku undan Frökkum.
Banatilræði
við konungra ogr þjóðhöfð-
ingrja á 19. öld.
(Niðurl.).----
Eitt hið mesta níðingsverk, sem
unnið hefur verið í seinni tið, var
það, er Elisabet Austurríkisdrotning
var myrt. Hún var orðlögð fyrir hjarta-
gæsku og trúrækni, og mikil mæðu-
manneskja og þá á gamalsaldri. ítalsk-
ur anarkisti rjeð henni bana. Skömmu
síðar fjell og Húmbjartur Italíukon-
ungur fyrir skammbyssu anarkista og
er mælt, að bæði þessi morð hafi
ráðgerð og framkvæmd verið af fje-
lagi anarkista, sem hafðist við i borg-
inni Paterson í New Jersey í Banda-
ríkjum, en sumir bera það til baka
og ætla þessi morð framin af engri
raðagerð, heldur hafi morðingjarnir
verið brjálaðir af hjegómadýrð og
stórmensku-heilabrotum.
Að lyktum er þess að minnast, að
tvisvar var skotið á Victoríu Eng-
landsdrotningu um hennar stjórnartíð,
og sömuleiðis tvívegis á hinn núver-
andi Englandskonung, Jatvarð 7., áður
en hann tók konungdóm