Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 2
142 L0GRJET^A. Lögrjetta kemur út á hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöd viö og viö, minst 60 blöö als á ári. Verö: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/a—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. Og þjer munuð efalaust innan stundar verða varir við hinn mikla mun á yðar landi og voru landi, yðar þjóð og þjóð vorri. En eí þjer gætið betur að, leitið dýpra, þá munuð þjer þó brátt kom- ast gegnum þjóðernismuninn, sem aldrei má raska, en ávalt ber að virða, niður á fastan grunn. Og þessi grunnur er sameiginlegur; það er skyldleiki vor, ættarmótið; það er svo rikt, að vjer urðum í fyrra að bera þjóðernis- liti vora, hverir um sig, til þess, að dönsk alþýða gæti greint á milli full- trúa sinna og fulltrúa íslensku þjóð- arinnar. Á þessum fasta ætternisgrunni eigum vjer að standa að samvinnu vorri fram- vegis. Á þessum grunni stöndum vjer, þá er vjer, niðjar af sömu ætt, kveðjum hvorir aðra bróðurnafni. Vjer alþingismenn bjóðum yður, frændur vora, velkomna. í nafni allrar íslensku þjóðarinnar segjum vjer yður velkomna hingað í föðurland vort. Rœða Guðmundar Björnssonar fyrir Danmörku I miðdegisveislu á Þing’völlum 2. ág. Jeg þekki fagran aldingarð, þar sem blikar á rauðar rósir. Inndælt land þekki jeg, þar sem blómin gróa í friðsælum dölum. — Garðurinn er Dan- mörk, landið er gamla Danmörk,* — og hún er fósturiand hans hatignar konungs vors og gesta vorra. Eitt af stærstu skáldum Norður- landa leggur þessi orð í munn ís- lenskum manni: „Menn geta fallið fyrir lífsköllun annars manns, en hver, sem vill lifa, verður að lifa íyrir sina eigin köllun. Lífsköllun þjóðanna er sú meðal annars, að vaka yfir arfi ættarinnar, vernda móðurmálið, minn- ingu forfeðranna og lífsreynslu þeirra, í einu orði: varðveita sjálfstæði sitt og sjerstæði. Danska þjóðin hefur fremur öðrum Norðurlandaþjóðum iifað fyrir lifs köllun sína, til heiðurs og gagns sjálfri sjer og til heiðurs og gagns öllum Norðurlöndum. Það finnur og viðurkennir íslendingurinn betur en aðrir Norðuriandabúar. Vjer erum nyrsta Norðurlandaþjóðin, vjer erum aftast í fylkingunni, og má vel segja, að það hafi verið hlutverk íslendinga, að geyma og vermda hið markverð- asta af fornmenningu Norðurlanda. Látum oss óska, að íslensku þjóðinni auðnist einnig að leysa af hendi líkt hlutverk á komandi öldum. Danir eru syðstir Norðurlandabúa, þeir eru naestir umheiminum. Þeir hafa öðrum Norðurlandabúum frem- ur orðið að berjast fyrir lifsköilun sinni, fyrir sjálfstæði sínu. En því er nú svo varið, góðir menn, aðbar- átta eykur burðina. Við stöðuga bar- áttu hefur danska þjoðin þroskast; neyð og blóðsúthellingar hafa gert hana að hraustustu og duglegustu þjóð Norðurlanda. Mjer hefur oft fundist, sem danska þjóðin ekki metti sjálfa sig að verðleikum. En gildur maður gortar eigi. Látleysi fylgir ætið sönnum dugnaði og sannri hreysti. Jeg sagði, að vjer íslendingar vær- um aftastir í fylkingunni. Danir eru í fylkingarbrjósti. Vjer íslendingar höfum, þrátt fyrir alt, sem á milli hefur borið, ætíð virt dönsku þjóð- * Tilvitnanir úr dönskum ættjarðar- kvæðum. ina; virt hana sem forvörð norrænn- ar menningar. Þegar vjer alþingis- menn komum í „Skibelundkrat“* í fyrra, þá greip oss sterk tilfinning fyrir því, að vjer erum greinar á sama stofni. Og þegar vjer hittum fólkið á Jótlandsheiðum, fanst oss meira til um dönsku þjóðina, en nokkru sinni áður. Vjer dáðumstað þessum dönsku mönnum, sem með órjúfandi trygð halda fast við býli sín, þótt jörðin sje erfið og ófrjó, þess- um þrautseigu mönnum, sem aldrei gefast upp, þessum mönnum, sem, þegar voði hefur verið á ferðum, ætíð hafa staðið fast fyrir, þótt um lífið væri að tefla. Vjer íslendingar óskum, aliir sem einn, að danska þjóðin eigi fyrir hönd- um hamingjusama framtíð, sjer sjálfri til gagns og öllum Norðurlöndum til gagns. Vitið það, góðir menn, að hjer á þessum stað talar hver ís- lendingur af einlægum hug. Vitið það, að hamingjuóskir vorar til Dan- merkur eru hreinar og fölskvalausar sem fjallablærinn, er hjer leikur um höfuð vor. — Danmörk, fylgi þjer heill og hamingja! Heill Danmörku og hinni dönsku þjóð! Ræða G. Björnssonar til ríkisþingsmanna í skilnaðarveislunni 9. ágnst. Háttvirtu ríkisþingsmenn! Þá er vjer sátum saman undir borðum í fyrsta sinni, eftir er þjer komuð, hlotnaðist mjer sá heiður, að fagna yður í nafni alþingis og segja yður velkomna hingað á land. Þetta er kveðjuhátíð; vjer, ríkis- þingsmenn og alþingismenn, hittumst nú í síðasta sinni undir íslensku þaki, og mjer hefur verið falið að árna yður fararheilla. Vjer þökkum yður fyrir þann heiður, er þjer hafið veitt oss, þar sem þjer tókust á hendur langa og erfiða ferð yfir ólgið haf til þess að heimsækja föðurland vort. Yður var gefið til kynna, þá er þjer stiguð á land, að oss væri ekki unt að veita yður jafn glæsiiegar viðtökur sem þær, er þjer veittuð oss í fyrra. En vjer höfum sýnt yður það, sem vjer eigum best í eigu vorri; vjer höfum sýnt yður það, sem vjer elskum heitast; vjer höfum leitt yður og sýnt yður þetta einkennilega land, þetta tignarlega land, kalt hið ytra, en heitt hið innra, berar auðnir og blómlegar sveitir. Þjer fagnið því, að eiga ferð fyrir höndum í suðurátt, í áttina til heim- kynna yðar. Það hryggir oss, að sjá yður fara i hvarf. Vjer munum sakna yðar; oss væri kært, ef þjer gætuð dvalið hjer lengur, því að enginn getur aflað sjer náinnar þekkingar á ókunnu landi og íbúum þess á einum hálfum mánuði. Engu að síður. Þjer hafið þó sjeð það, sem mest er um vert. Þjer hafið sjeð, að ísland, þetta „álfu vorrar yngsta land“, er framtíðarland. Þjer hafið, vonum vjer, einnig sjeð þess merki, að íslenska þjóðin, þessi alfu vorrar yngsta þjóð, er gædd hugrekki æskunnar og þreki, sjeð, að vjer erum hamingjusöm þjóð og á greiðu þroskaskeiði. Og vjer vonum einnig, að þjer hafið orðið þess varir, að undir kuldanum býr heitt vinarþel til Danmerkur og dönsku þjóðarinnar, til yðar, sem eruð ná- komnir frændur vorir, yðar, sem vjer metum meir en aðra frændur vora. Það megið þjer vita, að vjer ölum meira virðingar og vináttuþel til yðar *) Skibelundkrat er syðst á Jótlandi, nálægt Askov; það er algengur sam- komustaður þeirra manna, er vinna að því með orku og alúð, að vernda þjóð- erni og tungu þeirra Dana, er lila á Suð- ur-Jótlandi undir yfirráðum Þjóðverja. en nokkurrar annarar frændþjóðar; því valda verðleikar yðar annars vegar og hins vegar það, að þjer hafið að undanförnu verið oss til ómetanlegs gagns. Þjer hafið, góðir menn, vísað oss á leið til gæfu og gengis. Það hafið þjer gert, er þjer hafið kent oss hina afarerfiðu íþrótt samtaka og samvinnu. Einræði og drotnunargirni hafa jafnan verið höfuðeinkenni Norður- landabúa. Þessi einkenni bera vott um öflugan vilja; þau auka mátt vorn og getu, en þau baka oss líka böl; einræði og drotnunargirni hafa á öllum öldum sundrað samtökum milli nor- rænu þjóðanna og bakað þeim hvert bölið öðru verra. Danska þjóðin á mikið lof skilið fyrir það, að hún hefur nú á dögum vísað oss, öðrum Norðurlandabúum, á leið út úr þessari ófæru, leiðina til samvinnu, þar er allir ráða í samein- ingu og ráða jafnt. Það er ósk vor, að danska þjóðin megi bera gæfu til að ryðja þessari stefnu braut um öll Norðurlönd. Það er ósk vor, að Danír og íslendingar, syðstu og nyrðstu Norðmennirnir, megi bera gæfu til að sýna í verk- inu samvinnunnar mikla mátt, bæði inn á við, í hverju landi um sig, og eins út á við, milli landanna. Með þeim óskum viljum vjer al- þingismenn kveðja fulltrúa dönsku þjóðarinnar. Yjer þökkum yðar fyrir komuna. Vjer óskum yður góðrar ferðar og góðrar heimkomu. Yjer árnum dönsku þjóðinnt heilla og hamingju á komandi tíð. Vjer rjettum yður vinarhönd og óskum, að vinátta vor megi haldast, Danmörku til heilla, íslandi til heilla, megi haldast sem bjartur fyrirboði til heilla fyrir öll Norðurlönd. til þín sem vorgróður sólar vjer leitum; að þjer oss laðar þin ljúfmannleg raust lengst út með ströndum og efst upp í sveitum. Fólk þitt vjer erum, — fólkvaldi berum fegursta gróður vorn: kærleikans blóm 1 Heiðskír og fagur hamingju dagur heim til vor bar þig við fagnaðarhljóm. Drottinn sje veldis þíns skjöldur og skjól, skjöldungur mildi, um komandi daga! Heiðgeislum sveipi þinn hátignarstól heilaga dísin, hin norræna Saga! Morguninn 13. þ. m. kom konungs- flotinn til Akureyrar. Um móttök- una þar er símað hingað í gær: „Móttaka konungs gekk ágætlega. Veður gott. Landganga í Torfunefi og þar skrauthlið. Bærinn skreytt- ur. Móttaka í Góðtemplarahúsinu, síðan riðið inn að Hrafnagili, matast þar og margar ræður haldnar. Kon- ungur talaði oft. — Konungsveisla umkvöldið ; þar bæjarstjórnin o.m.fl.“ Riddarar höfðu þeir orðið þrír á ísafirði: Magnús Torfason bæjarfógeti og verslunarstjórarnir Jón Laxdal og Árni Jónsson. En á Akureyri fjekk ráðherrann kommandörkross 1. stigs. Riddarar urðu þar: Guðlaugur Guð- mundsson bæjarfógeti, síra Geir Sæ- mundsson, Oddur Thorarensen lyfsali, Eggert Laxdal kaupmaður og Magn- ús Sigurðsson kaupmaður á Grund, en dannebrogsmenn bændurnir Guð- mundur á Þúfnavöllum og Pjetur á Hranastöðum. Jakob Havsteen kon- súll varð etazráð. Kveunaslíóii M avikur. Konungsjörin kring1 um land. Skip konungs og ríkisþingsmanna komu til ísafjarðar 11. þ. m. eins og til stóð. Var þá veður hráslagalegt og þoka á fjöllum. ísfirðingar fóru á móti konungsflotanum út á Djúp- ið á 7 gufuskipum og 70 vjelabátum. Hafði gestunum einkum þótt gaman að sjá vjelabátaflotann. Annars hef- ur enn ekkert frjest af móttökunni á ísafirði í landi, nema, að þar var sungið fyrir konungi þetta kvæði eftir Guðm. Guðmundsson skáld: Vættirnar góðar, vonirnar þjóðar velkominn bjóða þig, dögling, á strönd! Fólk-konungs faðir, Frónbúar glaðir fylkja sjer um þig og rjetta þjer hönd! Konunga fyrstur á fjörðinn vorn inn fleyi þú stefndir af blávegum svölum, hneigja með lotningu Ijósfaldinn sinn lofðungi dísir í ísfirskum dölum. Arfurinn besti, auðurinn mesti: ástsæld þins lofsæla föður er þín. Man hjer hvert hjarta mildinginn bjarta meðan á hlíðarnar dagmóðír skín. Grátsveiginn íslands að hjartastað hans hóglega lagðir þú, kærleikans merki: Guð láti þjóð vora knýta þjer krans kærleika’ og þakkar að afloknu verki! Vjer erum fáir, fátækir, smáir, — feðranna grafkumblum vökum vjer hjá. Minnist þar forna frelsisins horfna framtíðarhugur með brennandi þrá. Þú hefur endurfætt trú vora’ og traust, Eitt af þeim málum, sem eru of- arlega á dagskrá hjá þjóðinni og þeim sem eiga að fjalla um málefni hennar, er mentamálið. Mikið hefur verið ritað og rætt um það; en eft- irtektavert er, hve lítið hefur verið talað um mentun kvenna sjerstak- lega, og virðist mjer þar koma í Ijós hin gamla og alþekta skoðun, að kon- ur þurfi enga sjermentun. Þess vegna get jeg ekki leitt hjá mjer að fara nokkrum orðum um það mál, frá sjónarmiði okkar kvenfólks- ins. Síðastl. mannsaldur hafa kvenna- skólar verið haldnir hjer á landi — á seinni árum jafnvel þrír. Elstur þeirra er Kvennaskóli Reykjavíkur, og er hann nú búinn að starfa fulf 33 ár. Enginn mun neita þvf, að starf hans hafi komið að miklum notum lyrir land og lýð, og hefur þó rekst- ur hans kostað landið tiltölulega lítið. En nú er komið svo langt sögunni, að skólinn þarf að færa út kvíarnar,. eigi hann að geta fullnægt sann- gjörnum krötum þjóðarinnar, og starf- að 1 áttina — að menta og þroska nemendur sína. En til þess þarf ýje, margfalt meiræ fje en skólinn ræður yfir, sem er eðlilega mjög lítið. Skólinn hefur, allan þann tfma, sem hann hefur starfað, orðið að leigja húsnæði sitt f húsi því, sem stofnendur skólans, hin góðkunnu hjón herra sagnarit- ari Páll Melsteð og frú hans, bygðu, til þess að skólinn gæti fengið þar húsrúm. En nú er svo ástatt, að* þetta húsnæði, sem skólinn hefur haft, er orðið of lítið, og þess vegna er skólinn, eins og stendur, húsnæð- islaus fyrir tvær deildir sínar, nefni- lega vefnaðardeild skólans, sem byrj-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.