Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 4

Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 4
144 L0GRJETTA. Það hefur lengi brunnið við á Tyrk- landi, að þar hefur orðið brátt um landstjórnarmenn, og vanalega af völdutn hirðmanna soldánsins, eða ráðgjafa. Abdul Asis er talinn einna nýtastur Tyrkjakeisari á 19. öld; hann kúguðu ráðgjafar hans til að afsala sjer völdum og hengdu hann fám dögutn síðar, árið 1876. Það er sagt alvanalegt á Tyrklandi, að þegar nýr soldán sest að völdum, þá eru bræður hans af lífi teknir. Sama er sagt frá Perslandi, að þar vilja þeir ekki eiga á hættu, að nokkur konungsson sje á líft nema sá, sem völdum ræður. Þeir stytta og konungum sínum aldur, og er jafnvel sagt, að fáir Persakon- ungar deyi á sóttarsæng. Hið síðasta konungsmorð skeði þar í landi 1896. Fyrir utan Lincoln hafa tveir Banda- ríkjaforsetar verið myrtir, Garfield og McKinley. Garfield var skotinn til bana árið 1801 í Washington af manni, sem þótti sjer rangt til gert í em- bættaveitingu. McKinley var og skot- inn til bana, af anarkista, sem myrti forsetann af því, að hann var hátt settur í mannfjelaginu. Sá atburður gerðist á 20. öldinni og er öllum í fersku minni. Á Frakklandi hefur og verið setið um líf forsetanna. Reynt var ti! að sprengja Felix Faure í loftið á Paris- argötum árið 1897. Og árið 1904 fjell Carnot fyrir ítölskum anarkista. Forsetinn var þá á ferð í Marseille, og ók um borgarstrætin í opnum vagni með borgarstjóranum, en lýð- urinn stóð alt umhverfis og æpti fagn- aðaróp; þá gekk maður að vagni for- setans og rjetti honum blómsveig með vinstri hendinni, en lagði rýtingi fyrir brjóst honum með þeirri hægri og var það banasár. Forsetar Frakklands hafa engin völd, heldur eru hafðir til málamynda og prýðis þjóðfjelaginu og því virðist lítt skiljanlegt, hvers vegna morðingjarnir veitast að þeim, en ekki þeim stjórnmálamönnum, sem völdin hafa. Af annara landa forsetum hafa sumir myrtir verið í jarðskiálfta-ný- lendunum í Suður-Ameríku, t. a. m. í Uruguay og Guatemala. Kr. Sig. Reykjavik. Stúdentarnir frá 1882 komu hjer saman nú nýlega í 25 ára minning- argildi. Þessir 9 voru þar viðstaddir: Dr. Jón Þorkelsson landskjalavörður, síra Kristinn Daníelsson á Utskálum, Sveinbj. Sveinbjörnsson yfirkennari í Árósum, Hannes Thorsteinsson banka- ritari, síra Stefán Jónsson á Staðar- hrauni, Sigurður Thoroddsen kennari, Friðrik Jónsson kaupmaður, Árni próf. Jónsson á Skútustöðum og Ólafur prófastur Ólafsson í Hjarðarholti (er var með þessum bekk allan skóla- tímann, en útskrifaðist ári síðar sökum þess, að hann var eitt ár kennari á Þingvöllum). En á Iífi eru auk þess- ara af stúdentum þessa árs: Jón próf. í Görðum á Akranesi, Halld. præp. hon. á Presthólum, Bogi Th. Melsted magister í Khöfn, Hafsteinn prestur Pjetursson í Khöfn, dr. Jón Stefáns- son og Stefán læknir Gíslason á Dyr- hólum. Hafa þeir allir verið hjer í Rvík nú í sumar nema dr. Jón Ste- fánsson, sem ekki er hjerlendis. Dánir eru: Niels Finsen prófessor (höfundur ljóslækninganna), Ólafur Davíðsson náttúrufræðingur, Hannes L. Þorsteinsson Fjallaprestur, Pjetur Maack Þorsteinsson Grunnavíkurprest- ur og Gísli Guðmundsson frá Bolla- stöðum, sem druknaði ungur viðjót- landssíðu. Jarðarför Ben. Gröndals fór fram í gær og hjelt kand. theol. Haraldur Níelsson húskveðju á heimili hins látna, en síra Jóhann Þorkelsson ræðu í kirkjunni. Fjöldi manns tók þátt í jarðarförinni. Við gröfina var þetta kvæði sungið og er það kveðja frá Stúdentafjelaginu, en ort hefur Þor- steinn Erlingsson: Hjer hefur særður svanur kropið að sæluskauti móðurlands, því nú var höfuð niður dropið og nú var lokuð tjörnin hans, en lengi þíddi’ hann þrönga vök og þreytti’ hin fornu vængjatök. Og sumrin öll við sönginn mæran við sátum glaðir úti þar, og höfum allir hugumkæran hvern himin, sem þá vængi bar; svo vítt fór Gröndals vegsemd þá sem vorir gleðihlátrar ná. Og þegar allir svanir sungu á sumarkvöldin, þjóðin fann, hver ljómi vafði vora tungu og viltá fjallasvaninn þann. Hún fann hvað yrði’ á heiðum hljótt, er hann bauð síðast góða nótt. Og það skal okkar móðir muna, þó margra söngur reynist tál, að hans var ólmur, oft úr funa, en aldrei nema hjartans mál, og það sem refum eign er í var ekki til í brjósti því. Yið krjúpum ekki’ að leiði lágu, því listin á sjer paradís; nú streyma Gröndals hljómar háu af hafi því sem aldrei frýs. Hvern snilling þangað baninn ber, sem Bjarni’ og Jónas kominn er. Bæjarstjórnin. Aukafundur 27. f. m. í tilefni af brjefi til bæjarstj. frá kennaraskólanefnd alþingis lýsti bæj- arstjórnin því yfir, að hún stæði enn við tilboð sitt til alþingis frá 1905 um ókeypis lóð, hæfilega stóra, undir kennaraskóla — alt að 600 ferfaðma — og, að heimila x—2 bekki barna- skólans til æfinga fyrir nemendur kennaraskólans. Formanni bæjarsjórnar var falið að fara fram á það við Iandstjórn- ina, að bænum verði skilað aftur 50 dagsláttum af þeim 100 dagsláttum, sem geðveikrahælinu á Kleppi var heimilað til afnota af Kleppslandi, með því að fult útlit er fyrir, að hælið hafi alls ekki brúk fyrir svona mikið land. Ákveðið, að kaupa af Vilborgu Gunnarsdóttur lóðarspildu fyrir framan hús hennar við Lindargötu, 61 feral. á kr. 1,50 feral. Sömul. af ekkjufrú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur 76 feral. lóðarræmu, til breikkunar Bókhlöðu- stígs, fyrir 2 kr. feral. Ut af frumvarpi, er komið hefur nú fram á alþingi um lóðarnám af bæjarlandinu handa prívatfjelaginu „Höfn“, fól bæjarstjórn formanni sín- um að afhenda þingmönnum bæjar- ins mótmæli bæjarstjórnar gegn fram- gangi þess máls. Kyennaskólinn í Rvík 1874-1906. Svo heitir nýr bæklingur, sem út er kominn á kostnað Sigurðar Krist- jánssonar, og er þar sögð saga kvenna- skólans í Rvík, sem er elsti og merk- asti kvennaskóli þessi lands. Fremst er þar ritgerð eftir Pál sagn- fræðing Melsted og segir frá tildrög- unum til skólastofnunarinnar og rekur síðan stuttlega sögu skólans fram til 1891. Ritgerðinni fylgja reglur skól- ans og nokkrar tímatöflur. Næst er ritgerð eftir frú Th. Mel- sted og segir frá skólanum síðustu 15 árin, sem hún stjórnaði honum, 1891—1906, en hún sagði af sjer stjórn hans í fyrra og tók þá við frk. Ingibjörg Bjarnason. Þriðji kaflinn er 2 ritgerðir eftir frú Th. Melsted um kvenlega mentun og kvennaskóla Rvíkur, samdar vorið 1897 og prentaðar þá í ísaf. Fjórði og síðasti kaflinn er stutt æfiágrip frú Th. Melsted, eftir mag. Boga Th. Melsted. Fylgir þar mynd af henni, tekin 1870, en framan við bókina er önnur mynd af henni, tekin 1907. í fyrra höfðu um 1100 stúlkur gengið á skólann frá byrjun hans; hann hefur verið hin þarfasta stofnun og verð- skuldar fyllilega, að honum sje allur sómi sýndur. Ranghermi er það í frásögn frjetta- ritara Lögrjettu í síðasta blaði, að í miðdegisveislunni við Geysi hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum ræðum. Um ræðurnar, sem þar voru haldnar af alþingismanna hálfu, hafði heim- boðsnefndin beðið, og voru þær því fluttar samkvæmt ráðstöfun hennar, eins og aðrar veisluræður alþingis- manna. Orður og titlar. Inn í þann lista í síðasta blaði vantaði þetta, er út- hlutað var hjer í Rvík: Eiríkur Briem docent, sem áður var kommand. af dbr., varð dannebrogsmaður. Sömu- leiðis urðu þeir dannebrogsmenn Bjarni Jónsson snikkari og Stefán Eiríksson trjeskurðarmaður. Prófessorsnafnbót fjekk Þórhallur lektor Bjarnarson. Verðleikamedalíuna úr gulli fjekk Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Silfurmedalíu fengu þeir Guðmundur Hávarðsson konungsekill ogjón Sig- urðsson bóndi í Laug. Piltup, 16—18 ára, getur fengið að læra skraddaraiðn á saumastofu í Hafnar- firði með því að snúa sjer til Vig- fúsar Guðbrandssonar hjá H. And- ersen og Sön. Ostar •• pylsur hvergi ódýrari en í verslun Xristins jííagnússonar. Ivær Saumastúlkur, duglegar til aö sauma jakka, geta vengið vinnu strax hjá Guðm. Sigurðssyni skraddara. „ÓÐINN^. Kioskinn á Lækjartorgi hefur tekið að sjer út- burð á »Óðni« og eru menn beðn- ir að snúa sjer þangað, ef vanskil verða á blaðinu. Stúlka, sem er vön að sauma (jakka) getur fengið fastavinnu á saumastofu í Hafnarfirði með því að semja við Vigfús Guðbrandsson hjá Ander- €iríkur Xjerúlj læknir 'V'esturg’ötu. 22. Heima virka daga frá 10 11 f. m. og 2—3 e. m. jHíargarine, mjög gott, 2 tegundir, nýkomnar í verslun Nic. Bjarnason. mjög gott og ódýrt, er nú komið í verslun Xristins jVíagnússonar. sen & Sön. Peisur nýkomnar til ij.JInðersen i Sön. hvergi betri en hjá jtic. Bjarnason. jVtálverkasýning Ásgríms Jónssonar er í Góðtempl- arahúsinu uppi á lofti. Opin hvern dag 11—3. Aðgangur 25 aura. Hgfy* Auglýsingum í „Lög- rjettu“ veitir viðtöku Jón kaupm. Brynjólfsson, Aust- urstræti 3.______________________ Prentsmiðjan Gutenberg. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Biöjiö kaupmann yðar iim Edelstein, Olsen Co- bestu og ódýrustu Cylindlerolíii, "Vj elaolíu, Cunstvj elafeiti, Þurkunartvist, Karbólincum, Tjöru o. 11., o. 11. öoooooooooooooooooooo 00000 00000000000000

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.