Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.08.1907, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17.= M 30. Reykjavík 1<>. ágúst 1907. II. ár Stopp! 3 atvinnugreinar lagðar i eyði fyrirvaralaust. Vindlaverksmiðja, sem Maga- sínið hefur rekið með laga- vernd í 7 ár, verður nú stöðvuð fyrirvaralaust, og á- höldin seld fyrir lítilræði. Áhöldin nema 4700 kr., ó- unnið efni 4500 kr., vindlar um 12000 kr. Atvinnu er leitað handa 15 útlærðum stúlkum, sem nú verða at- vinnulausar, auk þeirra, sem verða að fara af landi burt. Brjóstsykur-verksmiðju-áhöld, að upphæð kr. 6162,05, verða einnig seld nú þegar fyrir lítilræði. Flutningafæri, 100 hestar, reiðtygi, vagnar og aktygi, verða seld áður en Guðjón verður útflutningsstjóri, og þar sem hneykslanlegar ferðaáætlanir hvort sem er banna ferðamannastraum inn í landið. % Zh. fi. íhomsen. Svar til „3ngólfs“. Jeg hatði í 30. tölubl. þessa blaðs skýrt frá því, hvaða ályktun Þing- vallafundurinn 1873 heíði samþykt sem grundv'óll fyrir sambandi íslands og Danmerkur, sem sje, að ísland hafi konung einan sameiginlegan með Danmörku. Jeg skýrði einnig frá því, sem sögulegum sannleika, samkvæmt ít- arlegri og glöggri fundarskýrslu í „Víkverja" í 8.—9. tölublaði 1873, að Jón Sigurðsson forseti og þeir, sem honum fylgdu þá, hefðu harð- lega mœlt á móti því á fundinum, að sambandsgrundvöllurinn væri ákveð- inn og afmarkaður svona þröngur; að Jón Sigurðsson og skoðanabræð- ur hans hefðu haldið því sterklega fram þá, að »þjóðerni voru vceri í engu misboðið pó að vjer hjeldum þeim málum, sem vjer hejðum nú {187.3), sameiginlegum viðDani, auk konungs«.— Að þeir hefðu jafnvel sagt, „að það væri töluverður hag- ur fyrir Island, að hafa þessi 7 má! sameiginleg við Dani— 1. konungs- ættina, 2. viðskiíti við önnur lönd, 3. vörn gegn öðrum iöndum á landi og sjó, 4. peningasteðja, 5. hölds- rjett (rjettindi innborinna manna), 6. póstgöngur milli Danmerkur og ís- lands, 7. ríkisráðið — því með eig- in kröftum mundum vjer eigi geta komið miklu eða nokkru til leiðar í þessum efnum". Vjer gætum mjög vel verið frjálst þjóðfjelag, þótt vjer hetðum sum mál sameiginleg við Dani«, hefðu þeir sagt. Ennfremur skýrði jeg frá, að þá er fundurinn vildi kjósa J. S. til að flytja fyrir konung vorn bænarskrá fundarins, þá hefði hann lýst yfir því, að hann gæti sjálfsagt eigi flutt þá bænarskrá fram fyrir hans hátign konunginn, er færi fram á það, er hann hefði mótmœlU, og þegar ein- stakir fundarmenn sögðu, að þeir með kosningunni hetðu viljað sýna J. S. það traust og þá virðingu, er þeir bæru fyrir honum, þá hefði hann talið á þá fyrir það, að þeir hefðu getað haldið hann (sig) svo ósfóðug- an og kviklyndan, að hann nú vildi fylgja því fram, sem hann hejði mót- mælt\ »Það væri skylda hvers manns jafnan, að fylgja sannfæringu sinni, og það væri lítið traust til manns að halda, að hann mundi bregða út af því«. »Hefði fundurinn haft traust á sjer (J. S.), þá hefði hann aðhylst tillógur sínar", sagði Jón Sigurðsson. Svona gekk nú til á Þingvallafundi 1873. Það verður ekki út skafið; það eru til ómótmælanlegar sannanir fynr því. En jeg hafði verið svo óvarkár í áðurnefndri grein minni að hætta mjer út í að reyna til að finna nokk- urn botn í ályktun Þingvallafundar stjórnarandstæðinga 1907. Það mun flestum, „sem komnir eru til vits og ára“, ofvaxið, að finna þar botninn. Jeg hef framið þá goðgá, að láta í Ijósi, að sá fundur bygði á sama grundvelli sem Þingvallafundur 1873, vildi sem sje, að einungis væri 1 — eitt — mál sameiginlegt með Dön- um og íslendingum, og vildi þar af leiðandi ekki, að sameiginlegu mál- in væru 7 — sjö — eins og Jón Sig- urðsson hjelt fram 1873. Jeg get haft það mjer til afsök- unar, að útlit er fyrir að „ísafold" hafi líka skoðun og jeg, eftir því sem kom í Ijós í 46. tölubl. hennar, þar sem hún talar um „óhagganlega grundvöllinn" = konung einan. En í „Ingolfi" kemur sú gáfulega skýring á ályktun Þingvallafundar 1907, að þar sje „að eins lagt til grundvallar það, sem samþykt var á fundinum 1873 (nl. að konungur einn sje sameiginlegt mál), en jafn- framt viðurkent, eins og J. S., að landinu væri enginn óhagur að hafa einhver mál sameiginleg við Dani“. Og fundurinn 1907 („var algerlega samdóma fundinum 1873 um stjórn- arstöðu íslands ' gagnvart Danmörku, en hann aðhyllist einmitt tillógur J. S., þar sem hann býst við sjerstók- um samningi um önnur viðskifti landanna, — alveg eins og J. S. vildi á fundinum 1873“ (Ingólfur 30. tbl.). Það tvent er við þessa skýring að athuga, að hún er bæði hugsunar- villa og ósannindi. Það er hugsunarvilla að gera ráð fyrir, að sameiginlegu málin geti verið bæði: einungis konungur einn og líka einhver önnur mál, t. a. m. þau 7 — sjö — mál, er J. S. vildi 1873 að væru sameigiuleg mál, og sem þá voru öll talin upp í röð og gert öllum jafnhátt undir höfði. „Ing- ólfur" ætti að vera kominn svo til „vits og ára", að honum væri ekki ofvaxið að skilja það, að þetta get- ur ekki samrýmst, og að hann smán- ar Jón Sigurðsson með því að væna hann þess, að hann hafi ekki skilið 1873, hverju hann þá var að mót- mæla. Og ósannindi eru það, að munur- inn á skoðun Þingvallafundar 1873 og skoðun J. S. þá hafi að eins ver- ið sá, að J. S. hafi viljað hafa sjerstakan samning um önnur við- skifti landanna (önnur en konung), en fundurinn ekki viljað það. Fund- arskýrsla Víkverja er skýr og glögg, og munurinn á skoðununum kemur berlega í ljós, sá sem sje, að fund- yrinn vill einungis eitt sameiginlegt mál, konunginn eða konungsættina, en J. S. vill að þau sjeu 7, sameig- inlegu málin. Þetta er skýr og klár sögulegur sannleiki, sem ekki verð- ur hrakinn með hugsunarþvælum eða hugsanagraut. Fundarskýrsla Vík- verja gefur ekkert tiletni til, aðskrökva því upp á Jón Sigurðsson, að hann hafi 1873 viljað hafa einungis eitt mál sameiginlegt við Dani, nfl. kon- unginn eða konungsættina, en gera svo sjerstakan samning við Dani um einhver fleiri mál, sem ekki væru sameiginleg mál, heidur sjermál ís- lands. Um slíkan sjerstakan samn- ing um sjermál ísjands er ekki tal- að eitt orð 1873 eftir skýrslu Vík- verja, hvorki af J. S. nje öðrum. Það er tómt skrök hjá „Ingólfi". Jeg hafði í 30. tölubl. Lögrjettu sagt blátt áfram frá því sem skeðiá Þingvallafundi 1873 og vitnað orð- rjett í skýrslu Víkverja um fundinn, svo að „þekking" mín og „skyn- bragð" á því, „hvert var starf og stefna Jóns Sigurðssonar í sjálfstæð- ismáli voru“ og „skynsemd" mín og „dómgreind" á því atriði komst þar alls ekkert að. Jeg Ijet einungis fundarskýrsluna tala. Það getur ekki »Ingólfur« hrakið. En jeg bætti því við frá eigin brjósti, að ástœður Jóns Sigurðsson- ar á móti fundarályktuninni 1873 væru svo viturlegar, að þær væru enn í fullu gildi, þótt 34 ár sjeu nú liðin síðan þær voru fluttar fram. Það má vera, að þessi orð mín sjeu að dómi »Ingólfs« vottur um skort á sskynsemd og dómgreind«, »þekk- ingu og skynbragði á því, hvert var starf og stefna Jóns Sigurðssonar". Það verður þá að hafa það. En jeg bætti þá líka við efasemd um það, að flokkur fulltrúanna á fundinum 1907 mundi hafa meiravit á stjórnmálum, en Jón Sigurðsson hafði, eða opnari augu fyrir heiðri lands vors og hagsæld þess. Jeg hef sömu efasemdirnar enn þá, og skal þó með ánægju bæta »Ingólfi« við inn í flokkinn. Það er óvarlegt af »Ingólfi«, að tala um »eindrægni« í fulltrúakosning- um allra flokka í landinu til Þingvalla- fundar 1907, þar sem öllum lýð er ljóst, að meira en helmingur allra hreppa í landinu kusu engan fulltrúa og sendu engan fulltrúa, og að marg- ir fulltrúarnir voru kosnir með nauða- fáum atkvæðum og það misjafnlega vel fengnum. Og ekki er þá lið »Lögrjettu«-m.anna sjerlega fátt í landinu, ef það er satt hjá »Ingólfi«, að allir þeir megi með þeim teljast, sem ekki vildu taka þátt í fulltrúa- kosning 1907. En jafnvel þótt lið »Lögrjettu«- manna væri svona margt, mundu þeir þó telja góðan feng í Jóni Sigurðs- syni. Og ekki er víst, að J. S. þyrfti að segja við »Lögrjettu«-menn svo þykkjuþung orð, sem hann sagði um Þingvallafundinn 1873: *Hefði fund- urinn haft traust á mjer, þá hejði hann aðhylst tillögur mínart. (»Vík- verji 1873, bls. 33). . Halldór Jónsson. Rædnr frá konungsheinisókninni. Ræða G. Björnssonar til ríkisþingsmanna við morgunverð 30. júlí (komndaginn). Háttvirtu ríkisþingsmenn! í nafni alþingis segi jeg yður vel- komna til íslands. Þegar vjer skildum í fyrra, varð oss að orði: „Vjer sjáumst aftur að ári“. Þessa fyrstu fagnaðarstund viljum vjer alþingismenn nota til þess, að færa yður innilegar þakkir fyrir síð- ustu fundi vora, fyrir alúðlegar við- tökur, veglegar veislur, fyrir alla dvöl vora í yðar fagra föðurlandi. Oss er um megn að veita yður jafn veglegar viðtökur sem þær, er þjer veittuð oss, en vjer höfum fullan vilja á því, að sýna yður sömu alúð. Vjer óskum þess af heilum hug, að vinátta sú og viðkynning, sem gerðist oss í millum í fyrra, megi aukast og eflast við samvistir vorar. þær er nú fara í hönd. Þjer standið hjer öðruvísi að vígi en vjer hjá yður. Vjer alþingismenn þektum Dan- mörku, höfðum flestir komið þangað áður og dvalið þar og skildum móður- mál yðar. Þjer, góðir menn, sjáið nú í fyrsta sinni ísland og íslensku þjóðina.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.