Lögrétta - 20.11.1907, Blaðsíða 2
214
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
rikudegi og auk þess aukablöö viö og viö,
minst 60 blöð als á ári. Verö: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli.
Skrifstofa opin kl. 10*/«—11 árd. og kl.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg «.
Vilhjálmur dó, var Jón Jakobsson forn-
gripavörður kosinn í hans stað. Bjarni
Jónsson varð formaður nefndarinnar,
og segja samnefndarmenn hans, að
langmest hafi störfin lent á honum.
Halldór Jónsson var gjaldkerinn og
lýsti hann samskotunum svo í ræðu,
sem hann hjelt í samsætinu 16. þ. m.:
son, eftir Jónas Guðlaugsson, en
Hendrik Erlendsson söng þar sóló.
Frú Stefanía Jósefsson söng gaman-
vísur. Milli þessa voru svo sungin
og lesin upp kvæði eftir Jónas Hall-
grímsson, og skemtu menn sjer hið
besta. Salirnir á Hótel Reykjavík
eru líka, síðan það var stækkað,
skemtilegri veislusalir, en menn hafa
áður haft hjer.
I samsætinu las formaður Stúd-
entafjelagsins upp svo hljóðandi sím-
skeyti frá Akureyri:
»Formaður hátíðanetndar Jónasar
Hallgrímssonar í Reykjavík, á ioo
ára afmæli skáldsins.
Bæjarstjórn Akureyrar og sýslu-
nefnd Eyjafjarðarsýslu senda minn-
ingarhátíð Reykjavíkur árnaðarkveðju
frá fæðingar- og æskustöðvum skálds-
ius. Æfistarfi skáldsins lifir í þjóð-
erni voru og tungu, meðan land vort
er bygt. Vjer minnumst þess allir
í dag.
Guðl. Guðmundsson«.
Formaður svaraði með öðru skeyti.
Einnig sendi hann svo hljóðandi skeyti
til Einars Jónssonar myndasmiðs í
Khöfn:
» Stúdentaijelagið þakkar fyrir Jónas.
Sig Eggerz*.
Auk þessa var Jónasar minst á
samkomum í ýmsum fjelögum hjer
í bænum þetta kvöld. I Iðnaðar-
mannafjelaginu talaði Guðm. skáld
Magnússon um Jónas, og kvæði var
þar sungið eftir Sveinbjörn Björns-
son, í Ungmennafjelaginu talaði síra
Jón Helgason og í verslunarmanna-
fjelaginu Þorst. ritstj. Gíslason.
Lfkneski Jónasar er úr eir, 3V2
alin á hæð, og stendur á fótstalli úr
steini. Jónas á þar að vera klædd-
ur eins og hann venjulega hafði
verið, í lafafrakka, og er hann með
hægri hönd í barminum, en heldur á
blómi í hinni. Einar Jónsson hefur
viljað gera líkneskið sem nákvæmast
eftir þeirri lýsingu, sem hann hefur
fengið á Jónasi og svo mynd þeirri
sem til er prentuð af honum, en gerð
var af honum dauðum. Hefur Einar
bundið sig helst of mikið við þetta.
Þegar líkneskið er komið á sinn rjetta
stað, framan við bókasaínið, ætlar
Einar að setja upphleyptar myndir á
hliðar fótstallsins og sýna með þeim
skáldeinkenni Jónasar.
Saga þessa líkneskis er sú, að fyr-
ir 10 árum kom Vilhjálmur heitinn
Jónsson Borgfirðíngs tram með það
hjer í Stúdentafjelaginu, að reisa
skyldi Jónasi minnismerki á 100 ára
afmæli hans. íslensku Stúdentafje-
lögin hjer og í Khöfn tóku þá að
sjer að gangast fyrir almennum sam-
skotum til þess að koma þessu í verk.
Hafnarstúdentar kusu í samskotanefnd
Finn Jónsson prófessor og stúdentana
Arna Pálsson og Björn Bjarnason,
nú dr. phil., en Reykjavíkurstúdentar
Bjarna Jónsson frá Vogi, Guðm. Björns-
son, nú landlækni, Halldór Jónsson
bankafjehirði, Jón Ólafsson ritstjóra,
og Vilhjálm heitinn Jónsson. En þegar
»Jeg hafði vænst þess, eins og vata-
laust flestir, að peningar mundu streyma
inn til minnisvarða yfir »óskabarn Is-
lands«, og þar sem ekki var gert ráð
fyrir meiri fjárhæð en um 6000 kr. —
ekki einu sinni 10 a. á mann í land-
inu — mundi upphæð þessi koma inn
mjög bráðlega. En reynslan hefur
nú orðið sú, að á umliðnum 10 árum
hafa enn ekki komið inn meira en um
5500 kr., svo að enn vantar um 500
kr. til þess að auðið sje að segja, að
þjóðin reisi þennan minnisvarða. Það
er leitt, ef til þess þyrfti að koma, að
nefndin neiddist til að taka til fjár þess,
er alþingi 1905 heimilaði í fjárlögunum
í þessu skyni. Það er ekki vansæmd-
arlaust fyrir þjóðina, þá er um »íslands
óskabarn« er að ræða. ,
Til fróðleiks hef jeg flokkað niður,
svona hjer um bil, hvað komið hefur af
gjöfum og samskotum frá hverri sýslu
landsins. Sú skýrsla er þannig :
Reykjavík um 3000 kr., Mýra- og Borg-
arfjs. 50, Dalasýsla 70, Snæf. og Hnapp-
adalss. 60, Barðastrandas. 20, Isafjarð-
ars. 90, Strandas. 30, Húnavatnss. 5,
Skagafjarðars. 120, Eyjafjarðars. 330,
Þingeyjars. 230, Norður-Múlas. 280,
Suður-Múlas. 180, Skaftafellss. 80, Ár-
ness. 160, Vestmannaeyjas. 44, Rang-
árvallas. 24 og Kjósar- og Gullbr.sýsla
170 kr.
Svona er nú þetta. Rangárvallasýsla,
sem Jónas hefur ort svo fagurlega um,
hefur gefið einar 24 kr., og ein hin
stærsta og auðugasta sýsla landsins,
Húnavatnssýsla, hefur gefið einar 5 kr.
En Rvík hefur sýnt það enn, eir.s og
hún jafnan sýnir, að hún er þjóðlegust
— hefur næmasta tilfinningu fyrir sæmd
þjóðarinnar; hjeðan er sprottinn meira en
helmingur allra gjafanna og fjársöfnun-
arinnar. En það vantar, sem sagt, enn
um 500 kr. til að geta borgað minnis-
varðann að fullu og nefndin mundi með
ánægju veita móttöku fje því, er enn
kann að safnast; hún vonar, að ýmsir
kynnu nú að minnast þess, að þeir eiga
eftir að leggja fram sinn skerf og að
hún þurfi ekki að sækja í landsjóðinn
þetta lítilræði, sem vantar«.
Þetta líkneski Jónasar er fyrsta
líkneskið, sem íslendingar reisa tyrir
almenn samskot.
Rúm er hjer ekki til að rita um
æfi Jónasar, eða um skáldskap hans,
enda er hvorttveggja flestum Islend-
ingum svo kunnugt, að þess gerist
ekki þörf. Æfisaga hans, eftir Hannes
Hafstein ráðherra, er prentuð framan
við útgáfu Bókmfjel. af Ljóðmælum
Jónasar. Auk hennar eru prentaðir
tveir fyrirlestrar, sem haldnir hafa
verið um Jónas, annar í „Nýju öld-
inni", eftir Jón Ólafsson, en hinn sjer-
stakur, eftir Þorstein Gíslason, báðir
haldnir til styrktar minnisvarðasam-
skotunum, og loks verður, eins og
áður segir, prentuð ræða sú, sem
Bjarni Jónsson hjelt nú við afhjúpun
líkneskisins. En fyrir utan þetta er
meira og minna um Jónas ritað al-
staðar þar sem getið er nýrri bók-
menta Islendinga og skáldskapar, því
hann er forkólfur hans og brautryðj-
andi.
Grímur skáld Thomsen kallaði
Jónas, í erfiljóðum eftir hann, „lista-
skáldið góða", og það heiti hefur
læst sig fast í minni manna. Tíminn
hefur engum skugga slegið á skáld-
skap Jónasar, þó nú sjeu liðin rúm-
lega 62 ár síðan hann dó, en það var
26. maí 1845.
Símskeyti
til „Lögrjettu“ frá R. B.
Khöfn 14. nóv.: Sofus Rasmus-
sen, stjórnleysingjaleiðtogi og rit-
stjóri stjórnleysingjablaðsins „Skorpi-
onen“, skaut í gær lögregluþjón, er
átti að sækja hann til að afplána
dóm, og því næst sjálfan sig.
Fulltrúaþlngið í Pjetursborg var
sett í dag með mikilli viðhöfn. Það
er skipað 195 hægri mönnum, 128
miðlunarmönnum, 41 miðflokksmönn-
um (kadettum), 15 Pólverjum, 28
vinstrimönnum og 6 Múhameðstrúar-
mönnum, m. m.
Keisarahjónin þýsku eru í kynnis-
för til Lundúna.
Reykjavík.
Báin er hjer í bænum aðfaranótt
14. þ. m. frú Maren, ekkja Jóhann-
esar sýslumanns Guðmundssonar,
fædd 11. des. 1828 á Hofsós á Höfða-
strönd. Foreldrar hennar voru þau
Lárus sýslumaður Thorarensen og
kon?. hans Elín Jakobsdóttir Hav-
steins. Frú Maren var einkabarn þeirra
og fluttist ung með þeim að Enni og
ólst þar upp. 14. júlí 1854 giftist
hún Jóhannesi sýslumanni og tjekk
hann um sama leyti Strandasýslu, og
voru þau þar í 6 ár, en síðan fjekk
hann Mýra- og Hnappadalssýslu og
gegndi þar embætti í 7 ár. Bjuggu
þau þá í Hjarðarholti. Þar misti frú
Maren mann sinn, 11. mars 1869, og
fór þá aftur að Enni og bjó þar í
10 ár. 1879 flutti hún sig til Reykja-
víkur og hefur verið hjer síðan.
Þau Jóhannes sýslumaður eignuðust
IO börn og náðu 6 af þeim fullorð-
insaldri: Anna, gift dr. Valtý Guð-
mundssyni (dáin 1903); Katrín, er
búið hetur ógift með móður sinni hjer
í Rvík; Lárus, er var aðstoðarprestur
hjá síra Vigf. Sigurðssyni á Sauða-
nesi og kvæntur Guðrúnu systurdóttur
hans, sem nú býr hjer í Rvík (dáinn
1888); Sigríður, gift síra Kjartani
Helgasyni í Hruna; Jóhannes sýslu-
maður á Seyðisfirði og Ellert vjela-
stjóri í Ólafsdal.
Frú Maren var ágaetiskona, bæði
mikilhæf og væn, enda mjög vel látin
af öllum, sem hana þektu.
(íull og silfur finst nú stöðugt í
því, sem upp kemur úr nafarholunni
í Vatnsmýrinni. Borinn var í fyrra
dag kominn 168 fet niður og var
þar leirlag.
Mannskaðasamskotin. Þær 139
kr. og 63 au., sem auglýstar voru í
síðasta tbl. Lögr., komu inn fyrir seld
Leiðangursljóð síra Valdemars Briem,
og teljast gjöf frá honum.
Stormyiðrasamt hefur verið hjer
nú upp á síðkastið. Á mánudag og
þriðjudag var útsunnan rigning og
tók þá upp allan snjó.
Kleppsspítalinn lekur sem hrip,
ef dropi kemur úr lofti, segir lækn-
irinn þar. í gærmorgun kvað hann
ófært um herbergi sín nema á vatns-
stígvjelum.
Jónas Hallgrímsson:
Úrvalsljóð.
(Öll fallegustu og einkennilegustu
kvæði og vísur hans).
Útgefandi: Jón Ólafsson.
Innb. 50 au. Hjá öllum bóksölum.
Báran nr. 7 heldur fund
föstudaginn þ. 22. þ. m. í Báru-
húsinu (uppi), kl. 8 e. m.
Stórmál á dagskrá.
Stjórnin.
Oliver Tvvist
er heimsfræg skáldsaga, eftir Charles Dickens. Hún
fæst nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar
um land alt. Góð, ‘hentug og mátulega dýr tækifæris-
gjöf fyrir unga og fullOrðna. Menn hafa sagtumNjálu,
að hvað oft' sem þeir litu í hana, lærðu þeir eitthvað
af henni. Sama má segja um Oliver Tvist: hversu oft
sem hann er lesinn, finst nóg til íhugunar og þó til
skemtunar um leið.
Vítaverður strákskapur er það,
et satt skyldi vera, að skorið hefði
verið á fánastrengi einhverstaðar í
bænum aðfaranótt 16. þ. m., eins og
sagt hefur verið í sumum blöðum hjer.
En hitt er þó enn verri strákskapur,
að gefa það í skyn, eins og Ingólfur
gerir, að þetta sje gert eftir saman-
teknum ráðum pólitiskra mótstöðu-
mannablaðsins, eða jafnvel eftir fundar-
samþykt á fundi heimastjórnarmanna
í fjelaginu „Fram“ kvöldinu áður.
Þetta er svo lubbaleg og ástæðulaus
aðdróttun, að nærri liggur að ætla,
að þeir, sem fram koma með hana,
hafi sjálfir lagst á fánastrengina til
þess að geta komið sögunni á loft.
Bráðkvaddur varð hjer í lyrri
nótt síra Olafur Ólafsson ' Pálsson-
ar dómkirkjuprests, er síðast var
prestur í Saurbæjarþingum í Dala-
sýslu, en sagði af sjer prestsskap í
sumar sem leið og fluttist þá hing-
að til Reykjavíkur með fjölskyldu
sína. Síra Ólafur var fæddur 27.
nóv. 1851, vígðist 1879 að Garps-
dal, en fjekk síðan Saurbæjarþing í
Dalasýslu og var þar prófastur um
hríð. Síra Ólafur var einkar vel lat-
inn og góður kennimaður. Hann
lætur eftir sig ekkju, Guðrúnu, dótt-
urGísla dbrm. frá Lokinhömrum.er áð-
ur var gift Jóni Sigurðssyni lækni á
Húsavík. Börn þeirra síra Ólafs eru
ung enn og eru tvö þeirra í fóstri
hjá Oddi málaflutningsmanni Gísla-
syni, bróður hennar.
Brydesverslun hjer í bænum hef-
ur í sumar tekið miklum stakkaskift-
um, ný verslunarhús hafa verið reist,
eða þá hinum gömlu breytt svo, að
þau eru nú óþekkjanieg. Eins og
skýrt er frá í auglýsingu hjer í blað‘
inu, var hin nýjabúð opnuð í gærdag,
en áður hafði fulltrúi verslunarinnar,
N. B. Nielsen, boðið bæði kaup-
mönnum, blaðamönnum o. fl. til að
skoða búðina. Breytingin er þar
mjög mikil frá því sem áður var,
vörunum skift í deildir, sem allar
eru samhliða í húsinu, en gangur
eftir því endilöngu milli deildanna,
og er öllu mjög smekklega fyrir
komið.
Þeir Chr. Zimsen konsúll, Th. Thor-
steinsson kaupmaður, D. Thomsen
konsúll og Sighvatur Bjarnason banka-
stjóri mæltu hvor um sig nokkur
vel valin orð og óskuðu versluninni
til heilla með breytinguna, en kaup-
mannafjel. sendi eigandanum kveðju-
skeyti til Khafnar í sama skyni.