Lögrétta

Issue

Lögrétta - 18.03.1908, Page 1

Lögrétta - 18.03.1908, Page 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GlSLASON, Þingholtsstræti 17. M 11. Reykjavík 18. mars 1908. III. árg. jrfcXiS • M 4c • H Th A Thomsen ^FNARSTR-1718 1920 2I22-KOLAS12-LÆKJAKTI-2 • REYKJAVIK* Jón Þórarinsson skólastjóri seg- Ir í frjettabrjefi til Kirkjublaðsins, að þegar hann sje að kaupaskóla- áhöld ytra, þá sje eins ástatt fyrir sjer og konunum, þegar þær komi í Thomsens Magasín, það sje úr svo miklu að velja, að hann verði t í vandræðum, því þá sjái hann það fyrst, hve margt það sje, sem sig vanti. Þegar hann kemur til útlanda og sjer öll ósköpin þar, þá fer hann að bera þau saman við það, sem hann þekkir mest °g mikilfenglegast heima á ís- landi, og hvað verður þá fyrir 1 hugskotssjónum hans? — Jú auð- vitað Tliomsens Magasín. Er hægt að fá skilríkari manns ■°rð, eða betri sönnun fyrir því, að stærsta og fjölbreyttasta versl- unin á íslandi sje Thomsens Magasín? Sjerstaklega er það íslending- um gleðiefni, að þessi stærsta og besta verslun íslands skuli vera alíslensk, en ekki eign úllendra auðkýfinga. Arinbj. Sveinbjarnarsonar hefur til sölu: Vasabækur af ýmsum-gerðum, blý- 'futa, pennastangir, strokleður, reikn- lngseyðublöð, reikningsspjöld, griffla, PaPpír og umslög af ýmsum tegund- nrn, 10 au. brjefsefnin góðu, The Stan- ard Register endurbætt, penna, blek m. fl. ?eil$uhæli8. .lánarcjiilir, minnÍDgar- sjóðir o. fl. u ^ei'suáælið hefur auðgast af gjöf- ið fVI- S Ve^ar að og það heíur orð- á j'L^ allmÖrSum áheitum, en það inn K sarasta heilsubrest- það á að veita hjálp við þeim Ö Menn eru beðnir að lesa fyrri rit- j Hínar um heilsuhælið: var á heilsuhælið að vera ? (Lögrjetta 8. tbl. ’o8; ísafold 9. tbl. sjúkdómi, sem er lang-tíðasta dauða- mein æskulýðsins, það á að verja dauðanum vorgróða þjóðarinnar, og það á aldrei að gera sjer manna- mun; ef tveir drepa að dyrum og beiðast gistingar, annar vel fjáður, en fjelaus hinn, þá sæmir ekki ann- að en bjóða þá báða jafnvelkomna, taka við gjaldi fyrir greiðann af þeim, er goldið geta, en hýsa hina ókeypis, sem fjelausir eru. Ymsir munu geta greitt fulla með- gjöf, aðrir nokkra meðgjöf; en marg- ur mun koma að Vífilsstöðum með veikt brjóstið og tómar hendurnar; og hver vill þá standa í dyrum og segja við komumanninn: „Hjer er autt rúm, en þig hýsum við ekki, þjer hjálpum við ekki, þú verður að segja þig til sveitar, góðtir minn, eða fara í gröfina, fyrst þú getur ekkert borgað. Peningana eða lífið!" Þjóðin hefur tekið heilsuhælinu tveim höndum. En það veit jeg, að þetta villhún ekki. Sönn mannúð spyr ekki um heim- ilisfang, leitar ekki að sveitfesti, þreif- ar ekki í vasa þeirra, sem sjúkir eru og hjálparþurfar. Heilsuhælið á Vífilsstöðum á að verða athvarf allra brjóstveikra manna hjer á landi, eftir því sem rúm leyf- ir, án nokkurs tillits til efnahags sjúklinganna. En til þess að veita mörgum sjúk- lingum ókeypis vist, þarf mikið fje ár frá ári; það verður hælinu um megn, nema því berist miklar gjafir, auk árstilllaga tjelagsmanna í heilsu- hælisfjelaginu. Heilsuhælið er gjafa þurfi. íslendingar kunnu fyrrum að gefa. Fyrri alda menn voru ekki fjáðari en við, sem nú lifum. Og þó gáfu þeir hver í kapp við annan. Þeir gáfu til þess, sem þeir þektu best og töldu þarfast og nytsamast allri alþýðu. Þeir gáfu klaustrum og kirkj- um. Fáfróðir menn ætla að flestar gjafir til kirkna á fyrri öldum hafi verið nauðungargjafir, sprotnar af helvítishótunum og ofbeldi klerkanna. En sannfróðir menn neita að svo hafi verið, heldur hafi flestar gjafirn- ar flotið af einlægri ást á kirkju og kristindómi. Sú ást mun hafa kólnað. Menn ’o8; Þjóðviljinn 10. tbl. ’o8; Fjall- konan9. tbl. ’o8; Þjóðólfur n.tbl. ’o8). 2. Stærsta fjelag landsins. Tala fjelags- manna. Árstillög. Gjafir. Eigur fje- lagsins. (Lögrjetta 9. tbl. ’o8; Templar I!/3 ’o8; Ingólfur 11. tbl. ’o8). 3. Staðurinn fundin'n (Lýsing á Vífils- stöðum). (Lögrjetta 10. tbl. ’o8; Þjóðviljinn 13. tbl. ’o8.). 4. Um varnir gegn berklaveiki á íslandi. (Lögrjetta 54. tbl. 1906 og í fleiri blöðum um sama leiti). G. B. hafa hætt að gefa, tínt því niður, gleymt því að miklu leyti. Þetta á ekki heima um adrarþjóð- ir. í öðrum löndum kunna menn enn að gefa. Þar telja allir stór- efnamenn skyldu sína að láta eitt- hvað af hendi rakna til almennings- heilla. Og dánargjafir eru þar al- gengar enn sem fyr; barnlausir efna- menn láta sjaldnast eigur sínar hverfa í gráðugar hítir fjarskyldra ættingja, gefa þær heldur eftir sinn dag til einhvers góðs og þarflegs. Nú á dögum ganga þó ekki gjat- írnar flestar til kirkna. Nú er mest gefið sjúkrahúsum, eða til þess að líkna á einhvern hátt sjúkum mönnum. Svo mikið kveður að þessu, að í sumum löndum veita flest sjúkra- hús öllum sjúklingum ókeypis vist, hvaðan sem þeir koma; þar berast sjúkrahúsum allskonar gjafir, ótal gjafir, smáar og stórar, frá ríkum og fátækum, sífeldar gjafir, ár ettir ár, svo að gjafafjeð nægir fyrir öllum útgjöldum. Mjög margir íslensldr sjúklingar hafa, vita menn, notið ókeypis vist- ar, hjúkrunar og hjálpar í enskum sjúkrahúsum, einkum í Edinborg (Royal Infirmery). Þar í landi er alstaðar völ á ókeypis sjúkrahúsvist og flest sjúkrahúsin kostuð eingöngu af gjöfum góðra manna. Heilsuhælinu er ætlað að lifa á gjöfum góðra manna. Það er alsiða í Englandi og víð- ar, að menn arjleiða eitthvert sjúkra- hús að aleigu sinni eða ánafna því dánargjöf\ má sjá minningarspjöld um margar slíkar gjafiríöllum ensk- um sjúkrahúsum. Það er einnig mjög algengt, að sjúkrahúsum er gefin fúlga, til skilið, að gjöfina skuli varðveita óhrærða, en verja vöxtum til að greiða að staðaldri legukostnað eins sjúklings; er þá oft að gefandi skírir sjóðgjöf sína nafni einhvers látins ættingja síns eða ástvinar. Ýms ensk sjúkra- hús eiga fjölda slíkra minningar- sjóða, og mætti kalla þá sængur- fúlgur, því að víða er venja að letra nafn hvers sjóðs á höfðagafl einnar sjúkrasængurinnar, til merkis um, að sjóðurinn líkni þeim er þar hvíla. Mjer er t. d. í minni eitt sjúkrahús í Lundúnum, fyrir börn, St. Ormond Hospital; þar sá jeg eirspjöld á af- armörgum höfðagöflum rúmanna og á þau letruð nöfn ýmsra minningar- sjóða eða gefenda. Eitt spjaldið bar nafn Alexöndru drotningar, þann sjóð hatði hún gefið. En mjer var sagt, að flest væru sjóðnöfnin heiti látinna barna; hefðu foreldrar þeirra gefið sængurfúlgurnar. „Þessi spjöld eru meira verð en legsteinar í kirkjugarði", sagði ein hjúkrunarkonan við mig. Því munu allir samsinna, einnig hjer á landi, og einhverjir, vonandi, láta það ásannast. Rúmin í heilsuhælinu mega ekki vera færri en 50. En af hverjum 50 sjúklingum, sem þangað þurfa að komast, munu jafn- an margir fjelitlir og sumir gersnauðir. Þeim þarf að líkna. Heilsuhælið þarf að eignast marga minningarsjóði. Og mjer er sem jeg heyri spurt: »Hversu stór þarf minningarsjóð- ur að vera til þess að ársvextir hrökkvi fyrir ársmeðgjöf með einum sjúkling og megi helga sjóðnum að fullu og öllu eitt rúm í heilsuhælinu?" 10,000 krónur. G. Bjórnsson. Eflir Jón Þorláksson. (Ræða haldin í fjelaginu »Fram« 27. febr.). III. (Síðasti kafli). Jeg hef nú sýnt fram á, hver stefnan þeirra er Landvarnarmanna, en þá kemur eðlilega fram spurningin: Ér þessi stefna ekki rjett? Þurfum vjer t. a. m. að koma nokkrum þeim fyr- irtækjum í framkvæmd, sem land- sjóður þarf að taka lán til? Jeg bið menn að líta í kring um sig. Ef við komum niður á bæjar- bryggjuna hjerna, þegar verið er að afferma gufuskipin frá útlöndum, hvað sjáum við þá? Hingað eru flutt kynstur af heyi frá útlöndum; það er afbragðs verslunarvara hjer í bæn- um, en ljelegt fóður, oft líkast hálmi, og kostar alt að 7 aurum hvert pund, það er 14 kr. kapallinn af vænu bandi. En hjerna rjett fyrir austan Hellisheiði, í Forunum, í Fló- anum, að jeg nú ekki nefni Safa- mýri, þar þýtur grasið upp án nokk- urs tilkostnaðar af mannanna hálfu, ár eftir ár — og fúnar niður í for- ina haust eftir haust, engum til gagns, en öllum þeim til skapraunar, sem vilja heldur að íslendingar auðgist, en að útlendar þjóðir fjefletti þá. En ekki verður heyinu að austan kom- ið hingað, nema annaðhvort með því að gera hafnir í Reykjavfk og Þor- lákshöfn, eða með því að leggja járnbraut milli Reykjavíkur og Rang- árvallasýslu. Og ekki nóg með það. Ræktun landsins og aukin fram- leiðsla þar eystra og öll velmegun stendur og fellur með þessu, að fá járnbraut eða hafnir. Ef rannsókn sú, sem nú er hafin, leiðir það í ljós, að fyrirtækið muni borga sig fyrir landið, er þá nokkurt vit í að hopa frá framkvæmdum vegna þess, að til fyrirtækisins þarf að taka lán ? Flutningstækin okkar innlendu standa svo langt að baki flutnings- tækjum hins mentaða heims, að undr- un sætir. Það kostar eins mikið að flytja 10 tunnur af sementi frá skips-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.