Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.03.1908, Blaðsíða 1

Lögrétta - 25.03.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA s Ritstjóri: ÞORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. a M 13. Reykjavík 25. mar^ 1908. III. árg-. HHFNARSTR- 1718-1920 21-22' KOL&S 'l’2' LÆKJART * REYKJAVIK • Með „Ceres“ kom m. a Kartöflur, Kálhausar, Laukur, Purkaðir ávextir, Ostur, Niðarsoðin matvæli, Tvíbökur. Linoleum. Gardínuefni. Nýjar tegundir af Vindlum og ótal margt fleira. Arinbj. STeinbjarnarsonar hefur til sölu: Vasabækur af ýmsum gerðum, blý- fnta, pennastangir, strokleður, reikn- *ngseyðublöð, reikningsspjöld, griffla, Pappír 0g umslög af ýmsum tegund- nm> 10 au. brjefsefnin góðu, The Stan- ard Register endurbætt, penna, blek •• m. fl. I. Það er talcmark flestra kaupmann að kaupa upp vörur hjá framleiðendur Þeirra fyrir sv0 jjtið verð sem hæg ei’ °g selja þær aftur neytendunur við Sv° háu verði sem auðið er, t Þess að þeir sjálfir græði sem mes hótt sumir kaupmenn sjeu aðalleg umboðssalar, er þó takmark þeirra ^aun rjettri hið sama. Þeir fá þá um- hoðslaun af vörum þeim, sem þeir kaupa og selja, og takmark það, sem Þeir stefna þá að, er, að fá eins há umboðslaun og hægt er. Kaupmannastjettin er því jafnan r°jög dýi stjett, og óbærileg er hún hveiju iandi, sem hún tekur gróða Sinn af> ef hún býr eigi í því tíg vinnur fví eigi gagn eins og ibúar þess gera venjulega. Hms vegar er eigi rjett að ásaka haupmennina fyrir aðferð þeirra og gróða. Ef vjer, viðskiftamenn þeirra, gerðumst kaupmenn, mundum vjer flestir fara eins að, og getum vjer varla neitað því, ef vjer höldum oss dyggilega til sannleikans. Það væri hægt að sýna þetta og sanna með mörgum dæmum. En það er nóg að benda á, hve sauðfje hefur hækkað í verði nú upp á síðkastið. Bændur standa sig vel við að selja sauðfje hjer um bil 25—30%> dýrar en áður hefur tíðkast, en þeir mundu þó varla fá samviskubit, þótt fjárverðið stigi enn um 100%. Og þótt kaupendurnir leiddu þeim fyrir sjónir, að það væri of hátt verð, mundu þeir fæstir taka mikið tillit til þess, — jafnvel þótt fátækir menn ættu hlut að máii, — heldur selja fje sitt fyrir það verð, sem þeir gætu fengið hæst. í þessu tilliti er ein stjettin annari lík, og það situr t. a. m. eigi á bændum að tala mikið um gróðafíknina í kaup- mönnum. Aftur á móti eiga bændur eigi að vera þeir bjánar að eiga öll kaup og alla sölu undir kaupmönnum. Þeir eiga að reyna að hjálpa sjer sjáljir, og þurfa eigi ávalt að vera upp á aðra komnir. Þeir eiga að byrja t. a. m. með því að selja vöru sina sjálfir, og verða þannig sjálfstæðir með afurðum af búum sínum og atvinnu. Þá geta þeir brátt komist á það manndóms- stig að hætta að skamma aðra fyrir það, sem þeir mega mest sjálfum sjer um kenna. Bændur mega eigi halda, að þeir sjeu ósjálfstæðir og ómyndugir ræflar, og að þeir þurfl að láta aðra hafa fjárráð fyrir sig, selja fyrir sig afurðir búsins og kaupa inn fyrir sig vörur. Þeir eiga að trúa því og treysta, að þeir geti gert það sjálflr, en með þvi að þeir geta eigi gert það hver í sínu lagi fyrir sig, þá eiga þeir að taka sig saman og gera það í sameiningu (samvinnu). Þá verða bændur sjálfbjarga og sjálfstæðir. Annars mætti mönnum vera það Ijóst, að eigingirndin er venjulega hin sterkasta hvöt til framkvæmda og að hún ræður úrslitum hjá' flestum mönnum. Fyrir því eigum vjer eigi að láta þá annast hagsmuni vora, sem hafa mestan persónulegan hag af því sjálfir að vanrœkja þá. Vjer eigum að því leyti, sem það er hægt, að taka öll málefni vor i vorar eigin hendur, og gæta hagsmuna vorra sjálfir. II. Nú hefur herra umboðskaupmaður Jakob Gunnlaugsson í Kaupmanna- höfn ritað grein í Lögrjettu 19. febr. þ. á. um kjötsöluna, og beinist hann þar á móti kenningu minni um, að íslendingar eigi ekki að nota óþarfa milliliði við sölu á afurðum sínum, heldur telur hann það gott fyrir þá að nota umboðssala. Hann ræður líka frá því að fela aðeins tveimur selj- endum í Kaupmannahöfn á hendur að selja kjöt það, sem þangað er ílutt frá íslandi, eins og jeg hef gert, heldur vill hann láta senda það fleiri kaup- mönnum. Þykir honum engin hætta á því að þeir undirbjóði hver annan. í sumar skrifaði hr. J. G. grein í Austra nr. 27 (20. júlí 1907), þar sem hann leitaðist við að sýna, hve milli- liðir eða umboðskaupmenn væru nauð- synlegir fyrir íslendinga í verslunar- viðskiftum þeirra. Hr. J. G. er duglegur kaupmaður. Hann hefur nú í 14 ár rekið um- boðsverslun í Kaupmannahöfn fyrir íslendinga. Þótt hann byrjaði með litlum efnum, hefur hann á árum þessum unnið sjer inn svo mikið fje af verslun sinni, að hann hefur eigi aðeins fleytt vel fram mikilli fjölskyldu, heldur er hann orðinn vel fjáður maður. Kunnugir menn telja hann auðugan. Jeg segi þetta sem dæmi um dugnað hr. J. G. Og mig furðar það eigi, þótt jafnduglegur maður sem hann verji atvinnuveg sinn, umboðskaupskapinn. En af því að hann talar svo digur- barkalega í síðustu grein sinni um þekkingu á verslun, verð jeg að minna hann á, að það er leiðinlegt, að hann skuli aldrei hafa varið hinni miklu verslunarþekkingu sinni til annars en að leiða íslendingum heim sanninn um það, hve milliliðir og umboðs- kaupmenn væru nauðsynlegir! Verslun íslands kemst seint í lag, ef allir fara eins að. Fyrir fáum árum rjeð jeg einum íslendingi, sem kom hingað og átti að kaupa vörur fyrir nálega 100000 kr., að fá hr. J. G. fyrir umboðs- kaupmann. Hann gæti þó farið til ýmsra hinna helstu umboðskaup- manna hjer í bænum og vitað, hvort hann fengi betri kjör hjá þeim. Hann gerði það, en fjekk hvergi bet.ri kjör. Ef um tvenn jafngóð boð hefði verið að ræða, hefði jeg þó ráðið honum til þess að velja J. G., af því að hann er íslendingur. Alveg hið sama hef jeg gert síðar og mun gera enn, ef um innkaup er að ræða hjer í Kaupmannahöfn. Jeg mun fyrst benda á J. G. og einstaka menn aðra, sem jeg hygg að sjeu á- líka góðir og hann. Jeg get um þetta til þess að sýna, að hjer er eigi um neitt persónulegt að ræða fyrir mjer. Jeg skal einnig geta þess, að jeg er eigi kaupmaður og býst eigi við að verða það. En þá er um sölu á íslensku sauða- kjöti er að ræða, get jeg eigi ráðið íslendingum til þess að leita til hr. J. G., af því að jeg veil, að bæði Sam- fjelagið og Sig. Jóhannesson (Höjbro- plads 13) hafa miklu betra færi á að selja vel kjötið en hr. J. G. Hann hefur eigi „jafngóð sambönd", svo jeg noti orð hans sjálfs, eins og Samfje- lagið og S. Jóhannesson. Það er á- stæðan, og veit jeg þó vel,að mikið af íslensku kjöti er selt í Noregi og Svíþjóð, en S. Jóhannesson hefur bæði þar og víðar í útlöndum mikla viðskifta- menn. Og viljiíslendingarfágóðankjöt- markað í öðrum ríkjum, þá eiga þeir að fá hann beint frá íslandi, eins og jeg hef bent á áður, en eigi nota smákaupmenn í Kmhöfn til þess. Hr. J. G. lætur eins og jeg vilji eigi að Samfjelagið selji alt ísl. kjöt. Veit hann eigi, sá verslunarfróði maður, hvað Samfjelagið er, og að það hefur eigi nógu stóran markað til þess að selja alt ísl. kjöt. Markaður þess er að- eins sameignarkaupfjelögin dönsku. Hann er góður, en lítill enn sem komið er. Hr. J. G. neitar því, að það hafi sett niður verð á ísl. kjöti í hausf að sumt af því var illa verkað og að nokkrir kaupmenn og umboðssalar hafl undirboðið hver annan. Hann kennir verðfall þess einungis því, sem jeg taldi 2. ástæðu til þess. Að hr. J. G. hefur rangt fyrir sjer vita allir, kaupmenn sem aðrir, er kunnugir eru kjötsölunni í haust. Samfjelagið seldi fyrst kjötið á 67 kr. tunnuna og ætlaði að halda því í 65 kr. Sig. Jóhannesson, sem hafði miklu meira kjöt og misjafnara að gæðum, seldi það fyrst á 65 kr. og 63 kr. og 61 kr. tunnuna. Hann ætl- aði sjer að láta það eigi fara niður fyrir 60 kr., og hefði eflaust getað haldið því í 60—63 kr. eftir gæðum, ef umboðssalarnir og nokkrir aðrir kaupmenn hefðu eigi spilt því, þá er þeir fóru að selja ísl. kjöt á 54 kr. eða jafnvel minna. Þeir hafa trúlega unnið að því, að nú er kjötið fallið niður í 48 kr. tunnan. Þetta er ávöxturinn af umboðssölu þessara manna á kjötinu í haust, og auk þess óþarfa umboðslaun. Því hvaða vit er í því, að nauðsynlegt sje t. a. m. að fá hr. J. G. til þess að selja S. Jóhannessyni kjöt? Væri eigi eins skynsamt fyrir íslendinga að nota þar enga milliliði? Margir umboðssalar hafa nefnilega í haust leitað bæði til Samfjelagsins og S.Jóhannessonar og boðið þeim kjöt. Þeir hafa selt S. Jó- hannessyni mikið kjöt, og fleiri hafa þeir viljað fá hann til þess að hjálpa sjer með að selja kjötið, er þeir hafa eigi getað það sjálfir; hefði bændum verið hollara að spara þau umboðs- laun. Hr. J. G. segir, að hann hafl eigi getað selt ísl. kjöt í Kristjaníu á 60 kr tunnuna, af því að annað versl- unarhús það, sem jeg mæli með (þ. e. S. Jóhannesson), hafifþá verið ný- búið að selja þar kjöt fyrir 56 kr. tn. J. G. segir eigi, hvenær þetta hafi verið og sannar því dæmi hans ekk- ert. Auk þess er það eigi rjett. S. Jóhannesson hefur eigi selt kjöt í haust í Kristjaníu fyrir 56 kr. tn. Aftur á móti seldi hann þar 23. nóv. kjöt á 58 kr. tn. og nokkuð á 57 kr. tn. í Kristjánssandi seldi hann þá kjöt á 58 kr. tn. En er þetta var, höfðu umboðssalar í Kaupmannahöfn sett kjötið niður í 52—54 kr. tn. eða jafnvel minna. J. G. má því kenna

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.