Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.03.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 25.03.1908, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA. 47 stjórar og endurskoðendur: Sighvatur Bjarnason bankastj. og Einar Gunn- arsson kand. phil. Samþ. var, að þeir, er gengju í fjelagið, fengju allar bækur, er það hefur gefið ut, fyrir io kr. Má bú- ast við því, að margir verði til þessa, þvf þetta eru mjög ódýr bókakaup, og allar bækur, er fjelagið hefur gef- ið út, eru mjög fróðlegar. Jóhann Kristjánsson ættfræðingur afgreiðir bækur fjelagsins næsta ár. 1 stjórn fjelagsins eru nú dr. Jón Þorkelsson (formaður), Jón Jónsson sagnfr. (skrifari) og Kl. Jónsson land- ritari (gjaldkeri). Bæjarstjórnin. Fundur 19. mars.: Samþ. að verja alt 450 kr. til sund- kenslu fyrir karlmenn, að minsta kosti í 3 mánuði, og ait að 150 kr. til sundkenslu fyrir kvennmenn, að minsta kosti í 1 l/s mánuð, og 62 kr. til áhaldakaupa við sundkensluna. Veganefnd lagði til að Páll Erlings- son yrði valinn til að kenna piltum sund í 4 mánuði fyrir 450 kr. og kenni frá 12—8 á hverjum virkum degi. Samþ. að bæjargjaldkerastarfið verði auglýst með 2500 kr. launum og setji sa sem það tekur að sjer 4000 kr. veð. Hann hafi og á hendi lögtaksfiamkvæmd bæjargjaldanna og hafa skrifstofu á því svæði í bæn- um, sem bæjarstjórn síðar ákveður. Lögð fram skýrsla um sjóð Þor- bjargar Sveinsdóttir ljósmóður og hafði verið útbýtt úr honum 1907 72 kr. og þeim skift rnilli 5 kvenna. Afsalað forkaupsrjetti á erfðafestu- löndum Arna Guðmundssonar, Norð- urmýrarbletti, er hann selur fyrir 5000 kr., og Jóns Guðmundssonar, Melstaðabletti, er hann selur fyrir 3500 kr. Þessar brunabótavirðingar samþ.: Húseign D. D. P, hlutafjel., við Amt- mannsst., 5568 kr.; Páls Guðmunds- sonar við Njálsg. 6864; hlutafjel. „Iðunnar" 85,195; landsjóðs við Klapparst, 8131; Þórðar Narfasonar við Nýlendug. 3280. Akveðið að greiða Pjetri Pjeturs- syni gjaldkera 1000 kr. í eftirlaun a ári frá 1. júlí næstk. Isfjelagið. Viðskiftavelta þess hafði síðastl. ár verið 37 þús. kr., og var samþ. á aðalfuudi 16. þ. m. að greiða ijelagsmönnum 12% af hlut- um sínam, en tekjuafgangi þó eigi skift upp. Chr. Zimsen konsúll átti að ganga úr stjórninni, en var end- urkosinn. »SameignarkaupQelag Rvíkur heitir fjelag, sem hjer er nýstofnað og hafa verkmannarjelögin komið þv á fót. Formaður fjelagsins er Sig urður Sigurðsson búfræðingur. »HugÍnn« kvað nú vera hættu að koma út. Ritstjóri hans, Bjarn írá Vogi, fór til útlanda nú nýlega lifandi myndir. Sagt eraðnýt sýningahús lyrir lifandi myndir eig að koma hjer upp í sumar, og verð E'nar Gunnarsson ritstj. „Unga Is 'ands” fyrir því. Hann er nú er Endis, líklega til að undirbúa það. Frá útlöndum hafa margir Reyk V|kingar komið nú með síðustu skip Ásg. Sigurðsson konsúll, ú -undúnaför; Ben. S. Þórarinss. kaup 'Uaðyr, frá Khöfn; Jón Þórarinssoi ' °lastjóri, er dvalið hefur eriendi; 1 an í haust; Einar Benediktsson fyrv ^ýslumaður, sem nú býr f Edinborg S'U Jakobsen og frú hans; Jakot avsteen verslunarm., Bjarni Jóns ■s°n trjesmíðameistari o. fl. Áð norðan komu hingað mec «pl. ” u-ijunni,, a manudaginn: Jón Jóns s°n frá Múla (áleiðtil útlanda), Pjet Ur Jónsson frá Gautlöndum (á skatta nefndarfund), sýslumannsfrú M. Guð nrundsson frá Akureyri, Búi Ásgeirs son Verslm,, Th. Krabbe verkfræð- ingnr. Fjel. ,„Eram“ hjelt fjöruga skemti-; samkomu á laugardagskvöldið var, og tóku þátt í henní um 400 manns. Þar var sungið fyrir minni fjelagsins þetta kvæði, eftir G. M.: Fríð og rík skal foldin ljóma fögrum gróðri klædd; hjóðin elfd að orku’ og sóma, | upp við metnað fædd. Fram skal sótt með frjálsum höndurn, fram með hug og starf. j Ei að baki öðrum löndum Island standa þarf. Miklumst ei af öldnum frama íslands gullöid frá, höfum oss þá hugsjón tama hærra gengi’ að ná. Þung er minning þrotins sóma, þungur arfur vor, ef nú horfa ei til blóma aldar vorrar spor. Vinir, sjáið! — Verkið bíður: veglaus heiðalönd, hjeraðsfaðmur himinvíður, hafnlaus sjávarströnd. Elfarflóð sjer áfram ryður, auðlegð þess ei næst; enn í bergsins æðar niður íslands gull er læst. Nemum landið, byggjum brautir, bindum sveit við sveit, mætumst, sigrum sömu þrautir, sinn í hverjum reit. Ljettum framann frjálsum höndum, fegrum nes og dal! Ei að baki öðrum löndum ísland standa skal. Þegar frónskir flotar bruna fram, þar höfnin er, heiðar undir hjólum duna, hlekki fossinn ber, þegar ísland alt er setið yrkt, frá brún að strönd — þá mun orð þess einhvers metið um hin miklu lönd. Sækjum fram i sama anda, setjum markið hátt! Fælur þær, sem fyrir standa, fækka smátt og smátt. Fylgjum íslands frama merki, fylkjum, stöndum þjett! — Félag vort áð fögru verki, fram! — Þú st.efnir rjett. Ungmfjel. Rvíkur. Skemtun sú, sem auglýst var í síðasta blaði und- nafni þess og fram fór síðasti. laug- ardagskvöld og sunnudagskvöld, var ekki haldin at fjelaginu, heldur af nokkrum mönnum úr því, og gekk ágóðinn til Heilsuhælisfjel. Skemtunin var vel sótt bæði kvöldin og mun ! flestum hafa fundist óþarft alt það mas, sem út úr undirbúningi hennar hafði spunnist, og leikurinn, sem sýndur var, meinlaus í allra garð. Frá fjallatindum til fiskimiöa. Ný ísl. frímerki hafa verið gefin út og eru nú komin til sölu. Það eru einseyrisfrímerki, græn og rauð að lit, en annars eins að gerð og frí- merkin, sem út komu í fyrra með myndum beggja síðustu konunganna. Ólafsfjarðarsíminn. Á nýafstöðn- um sýslufundi Eyjafjarðarsýslu var Þóroddstaðahreppi leyft að taka alt að 5000 kr. lán, gegn ábyrgð sveit- arfjelagsins, til þess að leggja síma milli Dalvíkur og Olafsfjarðar. Brú á Eyjafjarðará vilja nú Ey- firðingar fá, enda eru nú vagnvegir komnir að ánni báðumegin. Sýslu- fundur samþykti, að fara þess á leit að fjárveiting til þessa yrði tekin á næstu fjárlög. Skipskaðar. Þilskipið „Alaska", eign Sigvalda Þorsteinssonar kaupm. heldur st. Einingin nr. 14 í Góðtemplarahúsinu laugard. 28. þ. m. Nanar á götuauglýsingum. á Akureyri, sleit upp í stórviðri, um síðastl. mánaðamót, á Skjaldarvík og rak upp á bryggju, sem Thor E. Tul- inius á þar í víkinni. Skipið laskað- ist svo, að várla verður við það gert, enþaðvar óvátrygt. Bryggjan skerr.d- ist einnig mikið. í sama veðri sleit einnig upp skip í Sandgerðisbót og rak upp á Oddeyri norðanverða. Það skip átti „Svenska Bolaget" í Gautaborg og laskaðist það lítið eitt. Mannalát. Dáinn er nýlega á Ak- ureyri Kristján Sigfússon yfirkennari barnaskólans á Akureyri, rúml. fer- tugur. 19. f. m. andaðist á Búðum á Snæ- fellsnesi Vigfús Jónsson, er þar hafði áður verið hjá Sigurði kaupm. Sæ- mundsen. 20. f. in. andaðist Gestur Eyjólfs- son bóndi á Húsatóftum á Skeiðum, tæpra 56 ára. Lengsta gaddavírsgirðingin. Glæsibæjarhreppur setur upp í vor samgirðing, yfir 3 mílur á lengd, fyrir ofan alla bæi í Kræklingahlíð og á Þelamörk. Girðingin verður fimmsett gaddavírsgirðing og kostar yfir 7000 kr. Landbúnaðarfjelagið leggur til 5 au. á hverja feralin, eða alls fullar 600 kr. Þetta verður lengsta girðing landsins. . Dalatangavitinn. Th. Krabbe verkfræðingur hefur nýlega verið eystra til þess að undirbúa vitabygg- inguna. Um hana hefur „Austri" þetta eftir verkfræðingnum: „Nýi vitinn á að standa litlu neðar en hinn gamli, og verður gerður úr steinsteypu. Turn- inn á að verða ferstrendur, 3 metrar á hvern veg og 6 metrar á hæð. Þar ofan á verður svo ljóskershúsið, U/2 —2 metrar á hæð. Byrjað verður á vitabyggingunni síðast í maímánuði n. k.“ Verðlagsskrár. Meðalalin í sýslum landsins, árið 1908—'09 er þessi: Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður 67 au., Suður-Múlasýsla 64 au., Aust- ur-Skaftatellss. 54 au., Vestur-Skafta- fellss. 52 au., Vestmannaeyjas. 47 au., Rangárvallas. 53 au., Árnessýsla 63 au., Gullbringu- og Kjósars. með R.- vík 62 au., Borgarfjarðars 52 au., Mýrasýsla 66 au., Snætellsness- og Hnappadalss. 58 au., Dalasýsla 58 au., Barðastrandas. 03 au., ísafjarð- ars. og kaupst. 63 au., Strandas. 56 au., Húnavatnss. 55 au., Skagafjarð- ars. 65 au., Eyjafjarðars. og kaupst. 58 au. og Þingeyjarsýsla 58 au. Flóabáturinn. Brot úr bijefi (dags. 4. mars) frá skipstjóra S. P. Jónssyni í Stavanger til Jóns Pálssonar versl- unarstjóra: „ . . Faxaflóagufubáturinn (er kvað eiga að heita „Ingólfur") verður til- búinn til íslandsferðar um eða fyrir miðjan apríl næstk., ef alt gengur vel. Mjer líst mæta vel á bátinn og hygg, að hann verði gott skip. Hann er sterklega bygður og vandaður í alla staði. Lestarrúm hans verður á að giska 60—70 smálestir. Á 1. farrými er ætlast til að nægilegt rúm verði fyrir40—45 manns og á öðru farrými fyrir 60—70. Jeg vona, að báturinn verði til gagns og gleði fyrir alla þá, er væntanlega þurfa að nota hann, °g þá eigi síður fyrir þá, er hluti kunna að eiga í honum. Jeg hafði ekki gert mjer hugmynd um, að hann fjelli mjer eins vel í geð við fyrstu sjón eins og raun varð á, og jeg er mjög vel ánægður með hann að því leyti sem nokkuð er hægt um hann að segja af því aðeins að sjá hann, en auðvitað er reynslan eftir og vona jeg, að hún fari eftir útlitinu, því það er að mínu áliti mjög gott. . . " Ungmennafjelag er nýstofnað í Laugardalshreppi. Stofnendur voru nálægt 30, bæði konur og karlar, sem rituðu undir sambandsskuldbinding Ungmennafjelaganna. Fyrir stofnun fjelagsins gekst Indriði Guðmunds- son trjesmiður, en í stjórn eru: Böð- var Magnússon Laugarvatni,, form., Páll Guðmundsson Hjálmstöðum, rit- ari, og Ingvar Grímsson Laugardak- hólum, gjaldkeri. Afli. Nokkrar af fiskiskútunum hafa komið inn og hafa þær afiað mjög vei, alt að 10 þús. hver. Botnvörpungurinn nýi, „Framfjelagsins", hefur ogkomið inn með mikinn afla. Stórviðri gerði í gærmorgun mjög snögglega, svo að hætt er við að tjón hafl einhverstaðar orðið af því. En ekki stóð það yfir nema 2 klt. Bátar margir höfðu verið á sjó af Suður- nesjum. Sumir björguðust í fiskiskút- ur, einn hrakti hingað inn að Skild- inganesi, annar kom í Hafnarfjörð. ísland erlendis. Dáin er í Winnipeg 12. f. m. Sig- ríðurBjörnsdóttir.konaHjálmars Gísla- sonar frá Nesi í Loðmundarfirði. Þau fóru vestur vorið 1903 og giftust nokkru síðar í Winnipeg. Hún var dóttir Björns, er áður bjó á Selstöðum i í Seyðisfirði, yngsta barn hans, að- eins liðlega tvítug að aldri. Trúlofuð eru í Khöfn Jónas Guð- laugsson, áður ritstj. „Valsins" á ísa- firði, og Thorborg Schoyen, norsk stúlka frá Kristjaníu. Fari hann þá kollóttur. Nýlega heyröi jeg tvo kjósendur tala saman og var tal þeirra á þessa leið: A. : (stjórnarmaður): »Ætlar þú að kjósa Ana?« B. : (stjórnarandstæðingur); »Já, ætli’ ekki það — það held jeg að jeg geri*. A. : »En veistu ekki, að hann er bráð- ónýtur maður?« B. : »Það getur vel verið. En hann er á móti stjórninni og það er mjer nóg«. A. : En ef þið stjórnarandstæðingar sigrið við kosningarnar, þá verður hann beinharður stjórnarmaður«. B. : »Ja, fari hann þá kollóttur«. X. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. Sffy Auglgsingum í „Lög- rjettU“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.