Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 25.03.1908, Qupperneq 2

Lögrétta - 25.03.1908, Qupperneq 2
46 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöö við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. bæði umboðssölum og því, að hann kom qí seint með kjöt sitt til Krist- janíu, að hann fjekk eigi 60 kr. fyrir tn. af því. Kaupm.höfn 11. mars 1908. Bogi Th. Melsteð. Sjálfskuldarábyrgðarlán Og víxi llán. Þess hefur vart orðið, að það eru býsna-margir, sem misskilja víxillán- in, eða rjettara sagt: misskilja ábyrgð þá, sem víxillánunum er samfara fyr- ir þá, er nöfn sín rita á víxil. Mönnum er orðin alkunn ábyrgð sú, er menn takast á hendur með því að gerast sjálfskuldarabyrgðar- menn að lánum, að ábyrgðin hvílir þar jafnt á öllum ábyrgðarmönnun- um (hafi þeirij eigi gert sjerstakan samning með sjer um annað fyrir- komulag). Geti lántakandinn eigi staðið í skilum með greiðslu vaxta og lánsupphæðar, svo að lánardrott- inn krefji einhvern af sjálfskuldar- ábyrgðarmönnunum, þá getur sá, ef hann greiðir, átt aðgang að hinum (sjálfskuldar)ábyrgðarmönnunum og fengið endurborgaðan hjá þeim til- tölulegan hluta fjár þess, er hann hetur orðið að greiða. Þetta má skýra betur með dæmi: Arni tekur ioo kr. lán í banka og fær fyrir sjáltskuldarábyrgðar- menn Bjarna, Jón, Ólaf og Sigurð. Arni stendur nú ekki í skilum, svo að bankinn krefur Ólaf og hann greiðir alt lánið, ioo kr., bankanum. Sje nú lántakandinn sjálfur (Árni) öregi, eða annara orsaka vegna sje eigi hægt að fá borgun hjá honum, þá á Ólafur rjett til þess, að láta Bjarna, Jón og Sigurð endurborga sjer 75 kr. af nefndnm IOO kr., 25 krónur hvern þeirra. Geti ekkert fengist hjá Bjarna, verða hinir 3 að skifta með sjer skuldinni, Jón og Sig- urður að endurgreiða Ólafi 33 kr. 33 aura hver. Fáist heldur ekkert hjá Jóni, verða þeir Ólatur og Sigurður að skifta með sjer skuldinni, og Sig- urður að endurborga Ólafi 50 kr. af þeim 100 kr., sem hann lagði út. Geti nú Sigurður heldur ekkert greitt, verður Ólafur að bera skuldina einn. Þetta alt er bein afleiðing þess, að sjálfskuldarábyrgðarmennirnir.ábyrgj- ast lánið einn fyrir alla og allir fyrir einn, eins og lánið hvíli alt sjerstak- lega á hverjum þeirra tyrir sig. Þeir eru allir til samans ein heild, og hver þeirra um sig hefur jatnar skyldur til endurgreiðslu lánsins sem hver hinna. Þessu er öðruvísi larið með víxil- lánin. Þeir, sem á víxil skrifa, ábyrgj- att ekki fjárhæð víxilsins „einn fyrir alla og allir fyrir einn“, heldur verð- ur útgefandi einn að bera ábyrgð allrar víxilupphæðarinnar, að svo miklu leyti sem samþykjandinn stend- ur ekki í skilum. Auðvitað er samþykkjandinn hinn rjetti skuldunautur, en eigandi víx- ; ilsins getur krafist borgunarhjá hverj- um sem hann vill af þeim, er ritað I hafa nafn sitt á bak víxilsins, ef samþykkjandi hefur ekki greitt á i gjalddaga. Sá, sem krafinn er og greiðir víxilinn, hann á rjett til að krefja hvern þann, er skrifað hefur nafn sitt ofar en hann á baki víx- ilsins, um alla víxilupphæðina og þannig koll af kolli, uns röðin er komin að samþykkjanda. Þetta má og skýra betur með dæmi: Bjarni gefur út 100 kr. víxil á Árna, sem Árni samþykkir. Bjarni skrifar svo nafn sitt efst á bak víxilsins og síðan, fyrir neð- an hans nafn, skrifa þeir nafn sitt, fyrst Jón, svo Ólafur og neðst Sig- urður. Bankinn kaupir síðan víxil- inn. Þá er gjalddagi er kominn og Árni greiðir ekki bankanum víxilinn, þá lætur bankinn afsegja hann. Bank- inn á þá sem víxileigandi aðgang hvort sem hann vill að Sigurði, Ól- afi, Jóni, Bjarna eða Árna, að víxil- upphæðinni. Krefji hann nú Sigurð og Sigurður greiði 100 krónurnar og afsagnarkostnað, þá á Sigurður rjett til þess að fá endurborgað sjer að skaðlausu (alt) hvort sem hann vill heldur hjá Ólafi, Jóni, Bjarna eða Árna. Krefji hann Jón, ogjón borgi, þá á Jón einungis aðgang að Bjarna eða (og) Árna. Reglan um víxilábyrgðina er því þessi: Utgefandi víxils ber ábyrgð allrar víxilupphæðarinnarað skaðlausu gagn- vart öllum ábekingum víxilsins, en hefur aðgang að endurborgun hjá samþykkjanda einum. Hver ábek- ingur ber ábyrgð á allri víxilupp- hæðinni að skaðlausu gagnvart sjer- hverjum þeim, er nafn sitt hefur rit- að neðar á bak víxilsins heldur en hann sjálfur, en hefur aðgang að endurborgun allrar víxilupphæðar- innar að skaðlausu hjá hverjum þeim, er ritað hefur nafn sitt ofar á bak víxilsins, heldur en hann, svo og hjá samþykkjanda. Kostnaðaráætlun Landvarnarmanna. Einn af forkólfum Landvarnarliðs- ins, Bjarni Jónsson frá Vogi, milli- bilsritstjóri „Þjóðviljans", hefur í 9. tölubl. „Þjóðviljans* kveðið upp úr með það, hve dýrt þeir hugsa sjer það muni verða fyrir ísland, að „leika sjálfstætt ríki“, þegar hugmyndir þeirra og kröfur eru komnar í fram- kvæmd. Þeir ætla sjer að hafa 2 sendi- herra, „er sæti á heppilegum stöð- um og færi svo þangað, sem vjer þyrftum að hafa menn til samninga". Þessum tveim sendiherrum ætla þeir að borga 50 þúsund krónur á ári hverju. En til strandvarna búast þeir við að þurfa að hafa „aukinn kostnað t. d. 200 þúsund kr.“ á ári hverju. í „Aftureldingu“ mun hr. Guðm. Hannesson hafa bent á, að vjerlegð- um á konungsborð hlutfallslega við Dani; mundi sú upphæð nema ár- lega rúmum 30 þúsund kr. Eftir þessum áætlunum Landvarn- j arhöfðingjanna, ættu þessir þrir gjald- j liðir að verða 280 þúsund krónur á ári hverju, ef vjer færum undir þeirra stjórn að „leika sjálfstætt ríki“. ' Það er þó dýrmætt að sjá frá þeim einhverja kostnaðaráætlun. Von er þó þeir tali um það í stefnuskrá sinni, að þeir ætli að fara sparlega með landsfje. Það veitir ekki af því, ef meira en fjórði part- urinn af öllum tekjum landsjóðsins á að fara í þessa 3 gjaldliði, að fara sparlega með hina þrjá fjórðu part- ana. a. Unglingaskólinn á Núpi í Dýrafirði hefur í vetur 15 nemend- ur, 9 pilta og 6 stúlkur. Námstund- irnar eru 30 á viku hverri. Náms- greinarnar eru: Móðurmálið og bók- mentir þess, föðurlandssagan, mann- kynssaga, landafræði, danska, nátt- úrusaga, reikningur, þjóðhagsfræði og söngur. Auk þess eru við og við haldnir fyrirlestrar um ýms fræðandi efni. Síra Sigtryggur Guðlaugsson er, eins og í fyrra vetur, kennari skól- ans og forstöðumaður. Meiri hluti nemendanna hefur fjelagsbú, að því er fæði snertir. Þetta er að eins annar veturinn, sem skólinn hefur staðið, og er því enn lítil reynd komin á nytsemi hans, en flestir, sem til hans þekkja, munu gera sjer góðar vonir, og óska þess, að hann þurfi ekki að veslast upp þegar í fæðingunni, fyrir efna- skort og áhugaleysi. Sem betur fer virðist raunar ekki svo mikil ástæða til að óttast það. Síðastliðinn vetur naut hann styrks bæði af sýslusjóði Vestur-ísafjarðarsýslu og af landsfje. Smátt var að sönnu skamtað, en von- andi verður meira látið í askinn næst, og fer þá alt vel. Jeg hygg, að fram- tíð skólans sje eitt af áhugamálum sýslubúanna og þakklæti á sýslunefnd- in skilið fyrir hugulsemi sína og stuðning í skólans garð. Þótt skólinn sje ungur og fjárhag- urinn þröngur, hefur hann þó eign- ast dálítið af kensluáhöldum, svo sem: jarðgönguvjel (tellurium), stóra upp- drætti af heimsálfunum, Norðurlönd- um og íslandi; einnig af lífsháttum og verkum fornaldarþjóða; veggspjöld minni, með litmyndum úr lifi frum- þjóðanna og 50 dýramyndum; 320 myndablöð með myndum af mann- virkjum og tilkomumestu stöðum jarðarinnar, einnig ofurlítið jurtasafn og steina. Þetta, sem að verði nem- ur hátt á annað hundrað króna, hef- ur að nokkru verið keypt fyrir styrk þann, er skólanum var veittur af landsfje, og að nokkru fyrir gjaflr ein- stakra manna, einkum nemendaskól- ans, sem þannig hafa búið í haginn fyrir eftirkomendurna. — Góð íyrir- mynd. Unglingaskólarnir eru eitt af hin- um nýju lífsmerkjum þjóðarinnar, og á þeim byggjast að ýmsu leyti fram- tíðarvonir hennar. Þingi og Þjóð er þvi skylt, og ætti að vera Ijúft, að hlúa að þeim og gera alt sem unt er til þess þeir geti orðið að tilætl- uðum notum. Kostnaðurinn mun að sönnu mörgum vaxa í augum, eink- um nú, þegar svo virðist, sem þorri fólks eigi í vök að verjast í efnalegu tilliti. Eigi að síður leitast menn þó við að framkvæma ýmislegt, sem út- heimtir ný og aukin gjöld: sjávárút- vegurinn er aukinn, jörðin er þurk- uð og plægð meira en áður var, ný vinnuáhöld eru keypt, verslunarvör- urnar vandaðar, leitað að nýjum og betri sölustöðum, samgöngur bættar o. s. frv.; alt þetta er gert af því, að reynsla er fengin fyrir því, að það gerir, þegar fram líða stundir, að öll- um jafnaði meira en að borga kostn- aðinn, og verður þannig til að auðga og hefja þjóðina; en undirstaðan til nýrra og góðra framkvæmda er and- lega og líkamlega þroskuð og fram- kvæmdarsöm þjóð. Þjóð, sem elsk- ar landið sitt og kann að meta til- veru sína og rjettindi, getur brugðið erfiðleikunum hælkrók og kastað stein- um úr götu sinni. Unglingaskólarnir eru sjálfkjörnir til þess að leiða æsku- lýðinn í þessa áttina. Nái þeir þeim tilgangi, mun reynslan sanna, að þeir með tímanum gera meira en borga kostnaðinn. Þeir munu skila honum aftur margföldum í þjóðar- innar hendur. Kr. G. £anðsreikningurinn 1906. I 9. tbl. Lögr. þ. á. var skýrt nokkuð frá þessum reikningi og sagt, hvernig fjárhagur landsins stóð í árs- lok 1906. Nú er reikningurinn prent- aður, svo að allir geta kynt sjer hann,. en þetta er hið helsta úr honum: Tekjurnar hafa farið nær 344 þús. kr. fram úr áætlun. Þær voru áætl- aðar tæp 1 millj. og 12 þús. kr., en urðu 1 milij. 355V2 þús. Gjöldin voru áætluð 1 millj. 210 þús. kr., en urðu 1 millj. 379 þús. Tekjuhallinn er því eigi full 24 þús. Þær tekjugreinar, sein mest hafa farið fram úr áætlun, eru þessar: Á- búðar og lausafjárskattur um rúm 11 þús., aukatekjur um rúm 14 þús., út- flutningsgjald um nær 56 þús., áfeng- istollur um rúm 58 þús., kaffi og sykurtollur um nær 77 þús., tóbaks- tollur um rúm 10 þús., tekjur af póst- ferðum um rúm 48 þús., sektarfje fyrir ólöglegar fiskiveiðar um nær 11 þús., viðlagasjóðstekjur um nær 14. þús. Gjaldamegin bætast við áætlunina útgjöld samkvæmt nýjum lögum og nema þau nær 75 þús. Til vegabóta voru ætluð tæp 60 þús., en urðu rúm 90 þús., til verklegra tyrirtækja tæp 189 þús., en urðu rúm 223 þús. Rit- símakostnaður fór tæp 28 þús. fram úr áætlun. Keykjavik. SöguQelagið hjelt aðalfund sinn fyrra laugardagskvöld. Formaðurþess, dr. Jón Þorkelsson, setti fundinn og skýrði frá hag fjelagsins og starfi þess; höfðu því bæst 24 nýir með- limir á árinu, en 3 sagt sig úr þvL Fjelaginu barst tilboð um handrit um galdra eftir Ólaf Davíðsson heit. frá Hofi. Var samþykt að fela stjórn- inni að vita hvað það kostaði og semja um kaup á því. Samþykt var að kaupa rit þeirra dr. Jóns Þorkelssonar og Einars Arn- órssonar kand. jur., um ríkisrjett ís- lands, handa fjelagsmönnum. Utgef- andi selur fjelaginu ritið á I kr. eint. Hannes Þorsteinsson ritstj. átti að ganga úr stjórninni, en var endur- kosinn með lótaklappi. Sömul. voru endurkosnir varastjórnendur: Benedikt Sveinsson og Pjetur Zóphóníass. rit-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.