Lögrétta - 06.05.1908, Side 1
LOGRJETTA
= Ritstjóri: ÞORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. =
M 19.
Reykjavík 6. maí 1908.
III. árg.
ag
QÚ HThAThomsen- M
EAFNARSTR-1718 19 20 2122 - KOLAS 12- LÆKJART-1-2
« REYKJAVÍK •
er besta búbót íl heimili,
nauðsynleg á ferðalögum,
ómissandi á shipum.
Úr einum böggli, sem kostar 1
krónu, fást 11 pottai* mjólk.
Besta Þupmjölkin fæst í
THOISEKS MAGASÍE
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
hefur til sölu:
Vasabækur af ýmsum gerðum, blý-
anta, pennastangir, strokleður, reikn-
ingseyðublöð, reikningsspjöld, grifíla,
pappír og umslög af ýmsum tegund-
um, 10 au. brjefsefnin góðu, The Stan-
dard Register endurbætt, penna, blek
o. m. fl.
Hinn fjórði
Alpjóðafundur hinna frjáls-
ari fríkirkjuflokka,
hatdinn í Boslon í Am. síðastl. sept.
Eflir
Matth. Jochumsson.
Það hefur oft verið fundið kirkju-
blöðum vorum til foráttu, hve fátt og
sjaldan þau hafi frætt lesendurna um
stórtíðindi hinna ótalmörgu kristnu
trúarflokka í öðrum löndum, þótt
ekkert kirkjublaðanna hafi verið eins
hreint um allar vitundir í því efni
eins og hin gamla „Sameining" frá
Winnipeg.
Nú þótt frjálslyndari flokkarnir
jmeð Únítörum Englands og Amer-
íku fremst broddi fylkingar) eigi ekki
upp á háborðið enn hjá hinum rjett-
trúuðu kirkjum, hvort sem þær kalla
sig ríkiskirkjur eða (ranglega) frí-
hirkjur, þá er fyrir löngu svo langt
^omið, að það er fásinna, að ætla
sjer að þegja í hel hina frjálsari og
uPplýstari flokka, eða láta sem þeir
sjeu úr sögunni, einmitt meðan þeir
eru að gegnsýra sem óðast allar lífs-
skoðanir hins mentaðaheims — gegn-
sýra allan kjarna kristinna safnaða í
Frá sambandslag’anefndiimi.
Útkomu þessa blaðs var frestað vegna símskevtis f»á Khöfn um,
að sambandslaganefndin væri nú að ljúka störfum sínum, og bjóst Lög-
rjetta þá við, að geta í þessu blaði flutt ljósar fregnir af gerðum hennar.
Nú hefur blaðið fengið svohljóðandi símskeyti frá Jóni Magnús-
syni skrifstofustjóra:
„Khöfn 6. maí 1908, kl. 4 síðd.
Sambandslagafrumvarpið er mt sam-
Þykt*
Gróður árangur.
Verður l»it*( ásamt nefndaráliti að
v iKu liöinni64.
Hinar góðu frjettir, sem borist hafa af samkomulagi í sambands-
laganefndinni, reynast þá rjettar. En nefndarálitið mun vera ósamið enn
og því eru samkomulagsatriðin ekki birt strax; nefndarmenn vilja,
að álitsskjalið og frumvarpið verði samferða.
I næsta tölubl. má vænta Ijósari fregna af samkomulagsatriðunum.
Líklega koma íslensku nefndarmennirnir heim með »Ceres« 22. þ. m.
öllum löndum. Og nú er vjer vit-
um, að mikill hluti landa vorra, sem
flutt hafa til Vesturheims, fylgja þess-
um flokkum, virðist það vera hrein
og bein skylda nefndra blaða, að
sleppa ekki bestu tækifærum, án þess
að fræða menn hjer heima — hlut-
drægnislaust og með rökum — um
það, hverjum stefnum þessir flokkar
fylgi. Því þótt hinir „rjetttrúuðu"
vandlætingamenn kalli þá einatt kristn-
innar ófriðarseggi og skaðræðismenn,
hefur það minna að þýða en álit
nálega allra hinna vitrustu framfara-
manna hins mentaða heims. Afþeim
eru þessir flokkar kallaðir frumherj-
ar og verjendur alls frelsis og sann-
leika, þ. e. hins sanna og ódauð-
lega kristindóms, sem ekki verður
með valdi varinn eða kirkjuríki.
Á nefndu allsherjarþingi*) (Cong-
ress) mættu nærfelt 2500 fulltrúar, en
alls tóku 8—10 þús. manna þátt í
samkomunum — flest þarlent fólk,
og einungis 250 fulltrúar frá Evrópu,
en frá 16 þjóðum og 33 kirkjuflokk-
um, þar á meðal nokkrir páfatrúar-
menn. Þar sáust Hindúar, Japanar
og fl. Asíumenn, og spekingar frá
„austri og vestri", og með því Úní-
tarar þykja helstu leiðandi menn í
Boston og þar í næstu ríkjum, mættu
þar ýmsir skörungar úr eldri og stærri
trúarflokkunum, og var þar hið feg-
ursta samþykki allra trúarflokka á
milli. Forseti þingsins var dr. Samúel
A. Eliot (sonur rektors Harward-há-
skóla), allra manna lærðastur og tígu-
legastur sýnum. Elstir og einna göfg-
astir menn á fundinum voru þeir öld-
®) Þingið var stofnað 1900 og skal hald-
ið annaðhvort ár. Hið fyrsta var haldið
í Lundúnum, annað í Leyden á Hollandi,
þriðja í Genf í Sviss, en þetta í Boston.
ungarnir Edward Everet Hale og
Booker T. Washington. Hann var í
æsku sinni þjáður svertingi;1) nú er
hann og hefur lengi verið prýði öld-
ungadeildarinnar í Kongressinum, og
er allra manna vitrastur og mál-
snjallastur. Dr. Hale er frægasti
kennimaður Únítaraflokksins, og er
nú níræður, og kapelluprestur á þingi
Bandaríkjanna; fá það embætti ekki
aðrir en gömul stórmenni þjóðarinn-
ar, enda er það einungis virðingar-
staða. Frá Þýskalandi mætti Plei-
derer (Hamack afsakaði sig), og frá
Frakklandi ýmsir höfuðprestar, en
langflestir mættu frá Englandi.
Að lýsa dýrðinni og hátíðahöld-
unum í Boston þessa viku, sem þing-
ið stóð, er óhugsandi, þar sem alt
er í stærri stíl en sjá má í sjálfri
París, auk heldur annarstaðar í gamla
heiminum. Tremont-musterið var val-
ið til að setja þingið í. Þar ergylt-
ur salur, sem rúmar margar þúsundir
manna. Þar var vígsluræoan haldin
af forsetanum, sem síðar skal getið.
Þar glóðu ótal skildir og á tveim
hinum stærstu þessi orð Krists:
„Sannleikurinn mun gera yður frjálsa"
og „Þú skalt elska drottinn þinn
guð, og náungann eins og sjálfan
þig“. Breitt, himinblátt band var
lagt eftir miðjum hliðsvölunum og á
það dregin 200 nöfn frægra manna
með gullstöfum.
Margir töluðu hinn fyrsta dag og
með einurð og andagift. Hjer er
klausa um frelsið í kirkjulífi Banda-
ríkjanna, úr ræðu háskóla-rektorsins
Elliots; geta menn þá í fljótu máli
sjeð, hvað fríkirkjur eru eða trúar-
frelsi frá hálfu ríkisins. Hann sagði:
0 Það er mælt, að hann sje- kominn
af negrahöfðingjum fram í kyn.
Kaupbstir íögrjcttu
er
Sj ómannalíf
eflir R. Kipling.
Nýir kaupendur, sem fengið hafa
blaðið, geta vitjað sögunnar til af-
greiðslumannsins á
Laugavegi 41.
„Frelsið í ríki voru í tilliti til kirkna-
eigna og sjerstöðu kirkna, er þannig
til orðið, að alríkið ásetti sjer að
efla kirkjur og kirkjulíf með því að
veita þeim fult sjálfsforræði, og þá
var sjálfsagt, að leysa alt kirknafje
frá sköttum og skyldum til ríkisins
— alveg eins og allar aðrar upp-
eldis- og velgerðastofnanir. Auk þess
hefur alríkið hjálpað hverjum trúar-
flokki, er byggja vildi kirkjur. Allir
kristnir trúarflokkar, og eins Gyð-
ingar, Búddatrúarmenn og Konfúsí-
usar, njóta fulls jafnrjettis semslíkir,
enda líka verndar ríkisins, án þess það
hlutist hið minsta til um fyrirkomu-
lag nokkurs trúarfjelags. Fyrir þá
sök nefnir hjer í landi enginn maður
deilur milli ríkis og kirkju, eins og
kunnugt er, að jafnan brennur við í
Evrópu".
Prestur einn, sem G. A. Gordon
heitir, talaði margt fróðlegt orð um
„trúna og frelsið". „Vjer Ameríku-
menn erum hvorki postulamenn, Kal-
vínsmenn nje Lúters. Trú vor er
bygð á reynslu. Vjer segjum eins
og dulspekingurinn: „Vjer lifum í
guði, eins og fuglinn lifir í loftinu og
fiskurinn í sjónum. Guðfræðingar
vorir hafa verið reyndir trúmenn og
stórmenni, svo sem þeir Edwards,
Bellamy, Hopkins, Émmons, Taylor,
Bushnell, Park og Únítararnir Chann-
ing og Parker. Allir lögðu þeir á-
herslu á breytnina og hver þeirra
fyrir sig til bjó sjer sína trú í lífs-
ins þjónustu. Hjer í landi, einkum
að austanverðu, er frelsið trúarinnar
lífsskilyrði. Enginn þykir algildur,
en allir njóta heiðurs og jafnrjettis.
Vjer spyrjum ekki, hvort sá eða sá
háskólakennari hafi rjetttrúaðar skoð-
anir, eða frjálsar, heldur, hvort hann
sje hæfur maður, lærður og einarð-
ur, svo og, hvort hann meti sann-
leikann meira en erfðakenningar. —-
— Frelsið köllum vjer skilyrði allrfi
vísindaframfara. Einkum þróast hjer
við Harward-háskóla sú stefna, að
reiða sig á sigur sannleikans og dóm-
stól samviskunnar. Frejsið er og
trúarlífsins skilyrði, í öðru lífslofti
lifir enginn sannleiksvinur fullu ltfi.
Það sem heiður himinn gildir hjá
stjörnumeistaranum, gildir frelsið hjá
þeim, sem leita guðs og sannleikans.
Frelsið er vorið og sumarið í öllu
andans lífi".— (Frh.).