Lögrétta - 17.06.1908, Page 1
LOGRJETTA
Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. ==■--------
M 28.
Reykjavík 17. jiiní 1908.
III. árg.
ThDMSEN.
HAFNARSTR'17-181920 2122-KOLASI-2'LÆKJAKT 1-2
* REYKJAVIK*
Handa aðkomumönnum eru
6 uppl>iíin herbergi
til leigu í Melsteðshúsi og
3 herfoergi
í Hafnarstræti 22.
Menn snúi sjer á skrifstofuna í
Arinbj. Svembjarnarsonar
hefur til sölu:
Ljóðabækur.
Söngbækur.
Fræðslubækur.
Sögubækur.
Barnabækur.
Pappír og ritföng af ýmsum tegundum
með ágætu verði.
io aura brjefsefnin góðu o. fl.
Umsögn og álit Magnúsar málaflutn-
ingsmanns Arnbjarnarsonar.
Mjög er Þjóðólfi ant um að skýra
„rjett" samningsfrumvarpið. I fjelagi
við ísafold, Ingólf, Þjóðviljann og
Fjallkonuna hefur hann fengið skráðan
leiðarvísi um „rjettan skilning" á frum-
varpinu „af þar til færustu mönnum,
er kostur er á“. Þessi leiðarvísir er
sendur út um alt land („inn á hvert
heimili"). En Þjóðólfi þykir ekki nóg,
að koma mönnum í „rjettan" skilning
um frv.; hann vill, að almenningur
fái „rjettustu" skýringuna á frv., skráða
ekki bara af „færustu mönnum, sem
kostur er á“, heldur af sjálfum Magn-
úsi lögfræðingi Arnbjarnarsyni. Þess
vegna segist Þjóðólfur hafa leitað „um-
sagnar og álits“ herra M. A. um
málið og flytur það í síðasta blaði
sínu. — Mundi samt ekki hitt vera
rjettara, að Þj. hafi ekki þótt málið
nægilega afflutt „af hinum færustu
mönnum, sem kostur er á“, og hafi
hann því leitað frekari aðstoðar hjá
málaflutningsmanninum herra M. A.
til þess að reyna að finna nýja ann-
marka á frumvarpinu. Og hverjir eru
svo þessir nýju annmarkar? Jú, þeir
eiga víst að vera þessir: nýfundin ó-
samræmi milli danska og íslenska
textans í 3. gr. 2. málslið, og að á-
kvæðið um hæstarjett sje óheppilegt
eða varhugavert.
Herra M. A. viðurkennir að vísu,
að fullveldi Dana í utanríkismálum
vorum virðist eftir íslenska textanum
vera takmarkað nokkuð með ákvæð-
inu í 3. gr. 2. tölulið, að „enginn
þjóðasamningur, er snertir ísland sjer-
staklega, skal þó gilda fyrir Island,
nema rjett íslensk stjórnarvöld sam-
þykki“. „Eftir þessu", segir hann,
„mætti ætla, að ísland hefði þó að
minsta kosti neitunarvald, að því er
slíka samninga snerti, þannig að þeir
gætu ekki komist á án vilja íslend-
inga". En danski textinn: „dog saa-
ledes, at ingen Traktat, der særlig
vedrörer Island, skal kunne göres
gældende for Island uden o. s. frv.“
á hjer að segja alt annað, alls
engan rjett veita íslandi til hlut-
deildar um þessi mál, með öðrum
orðum: ákvæðið á í rauninni að
vera allsendis þýðingarlaust.
Herra M. A. vill þýða þetta
ákvæði í danska textanum á þessa
leið: „Engum þjóðasamning, sem
snertir ísland sjerstaklega, skal verða
beitt" („for Island" segir hann ekki
hvernig eigi að þýða í þessu sam-
bandi, en gera má ráð fyrir, að
hann mundi þýða það) „gagnvart
íslandi, nema o. s. frv.“ Orði
til orðs ætti þýðingin á danska
textanum að vera þannig: „Enginn
þjóðasamningur, sem .... skal geta
gerst (orðið gerður) gildandi (yrir
Island, nema“, en að samningur geti
ekki orðið gerður gildandi fyrir
einhvern, hlýtur að þýða það, að
hann sjeekkigildurfyrirhanneða gagn-
vart honum. Það sem haft er fyrir aug-
um sjerstaklega í þessu ákvæði, er
hið venjulega tilfelli, að þjóðasamn-
ingur er gerður fyrir konungsríkið
Danmörku, og síðan er spurt um
það, hvort óskað sje, að þessi samn-
ingur sje og látinn gilda fyrir ísland
(önskes ogsaa gjört gældende for Is-
land), og ef svó sje, þá með hverj-
um breytingum, — og það er trygt
með ákvæðinu, að slíkur samningur
verði ekki gildur fyrir Island, nema
.......“ En það hlýtur að liggja
í augum uppi, að því síður verður
þjóðasamningur, sem eingöngu væri
gerður fyrir ísland, gildur án sam-
þykkis rjettra stjórnarvalda íslenskra.
— Það er viðurkent meðal lögfræð-
inga, að ávalt eigi við lögskýringar
að ganga út frá því, að hvert á-
kvæði í lögum hafi einhverja þýð-
ingu, og þegar þá er spurt um það,
hvaða þýðingu eigi að leggja í um-
rædda takmörkun, þá liggur alveg
beint við, að hún hljóti að hafa sömu
þýðingu og samskyns takmörkun í
18. gr. grundvallarlaganna. Aðeins er
takmörkunin í sambandslagafrv. miklu
víðtækari. Og það virðist þá enginn
efi geti leikið á um það, að sam-
aykki frá hálfu íslands er beint skil-
yrði fyrir gildi slíks þjóðasamnings, al-
veg á sama hátt sem þaðsamþykkirík-
isþings, sem 18. gr. grundvallarlag-
anna talar um. Þetta er og sam-
kvæmt kenningu H. Matzen’s, er
manna mest heldur fram valdi kon-
ungs, að því er þjóðasamninga snertir.
Við þýðinguna á orðinu »Meðvirk-
ning« virðist herra M. A. ekkert
verulegt hafa að athuga, nema ef ætla
mætti, að honum þætti of lítið lagt
í það í íslenska textanum. Hefur
þar mátt sín meira lögfræðingurinn
en málaflutningsmaðurinn.
Það verður því ekki með rjettu
sagt, að nein ósamræmi sje í milli
danska og íslenska textans, og það
er hreinn óþarfi, að vera að gera
þetta ákvæði tortryggilegt.
Tvö akvæði viðv. hæstarjetti telur
hr. M. A. varhugaverð. Tvær skorð-
ur segir hann settar fyrir því, að
hæstirjettur verði stofnaður á íslandi,
nefnilega í fyrsta lagi: að breyting
verði gerð á dómaskipun landsins,
og sje því eigi nægilegt að lög verði
samþykt um stofnunhæstarjettar,heId-
ur verði jafnframt að gera meiri eða
minni endurskoðun á dómaskipuninni.
Það er eflaust rjett, að ekki nægir
það að lög sjeu samþykt um það
eitt, að stofna hæstarjett hjer á landi,
heldur verður að breyta eitthvað
dómaskipuninni að öðru leyti, en
dettur nokkrum manni í hug, að
hæstirjettur verði svo stofnaður hjer
á landi, að ekki verði um leið
aftekinn landsyfirrjetturinn, kostn-
aðarins vegna, og sú ein breyt-
ing á dómaskipuninni væri nægileg
til þess að ryðja burtu þessari skorð-
unni. Hin skorðan er, að »þannig
má setja á stofn æsta dóm í íslensk-
um málum«“. Hjer er hugsunin eitt-
hvað farin að ruglast. Þótt eitthvað
væri við þetta ákvæði að athuga, þá
væri það þó engin skorða fyrir því að
setja á stofn hæstarjett á Islandi,
heldur aðeins takmörkun á valdsviði
þessa æsta dóms. Þetta er nú lítils-
virði, en hitt er aðalatriðið, að hr.
M. Á. gefur í skyn, að hinn danski
hæstirjettur mundi halda eftir öllum
þeim málum, sem ekki væru alís-
lensk, t. d. öllum málum milli danskra
manna og íslenskra, og þá auðvitað
milli ensltra og íslenskra, o. s. frv.
Margar úlásetningar út á frumv. eru
góðar, en þessi kórónar þær allar,
og að hún skuli koma frá lögfræð-
ingi, það er alveg furðulegt.
Samkvæmt 3. gr. stöðulaganna frá
2. janúar 1871 er dómgæslan íslenskt
sjermál nema að því leyti, sem
óbreytt er staða hæstarjettar sem
æðsta dóms í „íslenskum mál-
um“. Nú hefur engum manni, að
því er vitað verður, dottið annað í
hug, en að íslensk mál í þessu sam-
bandi væru öll þau mál, sem dæmd
hefðu verið fyrir íslenskum dómstól-
um, eða, með öðrum orðum, þau mál
væru öll íslensk.sem varnarþing ættu við
undirrjett á íslandi, án nokkurs tillits
til þess, hvort aðilar væru íslendingar
eða útlendingar. Væri skilningur herra
M. A. og skýring á frv. rjettur í
þessu efni, þá mætti ekki nú áfrýja
til hæstarjettar öðrum málum en al-
íslenskum, þ. e. málum milli íslendinga
innbyrðis, en landsyfirrjetturinn væri
æðsti dómur í öðrum málum, t. a. m.
milli Dana og íslendinga. Það virðist
ljóst, hvílík fjarstæða það er og þó
er hin fjarstæðan enn meiri. (Frh.)
Rikjasambanð.
í síðasta blaði Þjóðólfs er spurt
um það, hversvegna Dönum hafi ver-
ið svo mikið kappsmál að fá sett
orðið »Statsforbindelse« í 1. gr. sam-
bandslagafrumvarpsins í staðinn fyr-
ir orðið »Statsforbund«, sem haft var
í frumvarps-uppköstum nefndarmann-
anna, ef bæði orðin hafi jafn-
víðtæka og ákveðna merkingu, eins
og fullyrt virðist í Lögrjettu. Það
hefur nú aldrei verið sagt nje fullyrt
í Lögr., að þessi tvö orð hafi alveg
hina sömu merkingu í Dönsku, enda
væri það ekki rjett. Danir vildu eigi
hafa orðið Statsforbund, af því að
það hafi fengið fasta „tekniska" þýð-
ingu í dönsku, og sje nú haft að-
eins um það ríkjasamband, þar er
sinn er þjóðhöfðingi í hverju ríki, en
í því ríkjasambandi, er Danmörk og
ísland eigi að vera í, sje hinn sami
þjóðhöfðingi (konungur) yfir báðum
löndunum. Statsforbindelse er aftur
haft bæði um það ríkjasamband, er
nefnist realunion og það samband
milli ríkja, er venjulega er kallað
persónusamband, en er í rauninni
ekkert samband. Af því að ísl.
nefndarmennirnir urðu að játa, að
Statsforbund væri eftir atvikum eigi
fyllilega rjett orð um sambandið, þá
ijellust þeir á hitt orðið, þó því að
eins, að orðalaginu á 1. gr. væri
breytt að öðru leyti þannig, að eng-
inn efi gæti um það leikið, að um
ríkjasamband væri að ræða engu að
síð-ir. Þetta atriði í síðasta frv. ísl.
nefndarmannanna (18. apríl) var orð-
að þannig: »ísland er . . . .forenet
með Danmark..........og danner
saaledes sammen með Danmark et
Statsforbund . . .«, en samkomulag
varð um að breyta orðalaginu þann-
ig: »Island er . . . . fotbundetmeð
Danmark . . . . og danner saaledes
sammen með Danmark en Statsfor-
bindelse . . . .« Með öðrum orðum:
Jafnframt því, að sett var orðið „Stats-
forbindelse" í stað „Statsforbund",
var breytt um orðið „forenet" og
sett „forbundet" í staðinn.
Það er því gersamlega ástæðulaust,
er verið er að fetta fingur út í orð-
ið ríkjasamband.