Lögrétta

Issue

Lögrétta - 17.06.1908, Page 3

Lögrétta - 17.06.1908, Page 3
L0GRJETTA. 111 mundu spilla fyrir kvenrjettindamál- inu. Svo mundi verða litið á, að þær, er slík viðurnefni vilja hafa, hljóti amiaðhvort að vera svo ósjálf- stæðar, að þær vildu fela persónu sína bak við persónu einhvers karl- manns, ellegar þær fyrirliti þjóðerni vort og tæki hið Ijóta útlenda fram yfir hið fagra innlenda — og væri hvorugt meðmæli til rjettindaauka. En með því flestir eru eðlilega hlynt- ir kvenrjettindamálinu, þá færðu menn það til málsbóta, að eftir því sem þeir vissu best, mundi varla nokkur kona vilja bera slíkt viðurnefni. Þeim hefði verið gefin þau, hvort þær vildu eða ekki, — og þó oftast í virðing- arskyni!! — Þær mundu því óðara hafna þeim, er þær hefðu öðlast jafn- jafnrjetti við karlmenn. Og að ó- reyndu væri rangt að vantreysta þeim til þess. Skírnarnófn manna eru ekki sfður mikilvægt þjóðernisatriði. Þau eru verulegur þáttur í móðurmálinu og langt frá, að á sama standi, hvernig með þann þátt er farið. En því mið- ur bera mannanöfnin hjer á landi næsta lítið vitni um þjóðrækni. Það er langt síðan farið var að innleiða útlend nöfn, og eru menn ekki ámæl- isverðir fyrir það, meðan þeir þektu ekki þjóðernishugsjónina. Og þó voru fyrri alda menn oft svo smekk- vísir, að þeir löguðu hin útlendu nöfn í meðförum, til að gera þau ís- lenskulegri, t. d. varð Helena = Elin og Katarína = Katrín o. fl. Þeirri smekkvísi hefur mjög farið aftur á síðari árum. Nú eru útlendu ending- arnar -ea, -ena, etta, -ia og einkum -ína í svo miklu uppáhaldi, að þeim er margoft skeytt aftan í karlmanna- nöfn til að gera þau að kvennanöfn- um, og það eins, þó karlmannanöfn- in sjeu alíslensk. Hin forna íslenska venja, að breyta karimannsnafni í kvenmannsnatn annaðhvort með a í endingunni (Helga, Halldóra) eða með hljóðvarpi (Ól'öf) gæti víst átt við í flestum þeim tilfellum, en er því miður sjaldnar notuð. Og jafn- vel þar, sem alíslensk og eðlilega mynduð kvennanöfn eru til, þá er þeim stundum hafnað og hin hálf- útlendu tekin fram yfir, t. d. Ólafía f. Ól'óf, Þorkelína f. Þorkatla o. fl. Margir halda, að þetta sjeu alíslensk nöfn. En sumir vita þó betur en 1 þeir breyta í því efni. Hjá því gat ekki farið, að mörg biblíunófn yrðu hjer innlend eins og í öðrum kristn- um löndum. En ekki mun þeim hafa fjölgað hjer á síðari árum, enda væri það ekki æskilegt; tæst af þeim fara vel í íslensku. Til er dálítil saga, sem sýnir biblíunafnatrúna fyrrum. Bóndi fann prest að máli og sagð- ist vera kominn með son sinn ný- fæddan til skírnar. Prestur ljet vel yfir því, og spurði, hvað hann vildi láta drenginn heita. „Jeg vil", seg- ir bóndi, „láta hann heita eftir ein- hverjum úr biblíunni. Þeir voru bestir. Þeím vil jeg hann líkist, og allir hafa nokkuð af nafni". „Hvaða nafn hef- urðu í hugaf" spyr prestur. „Jeg man ekki hvað þeir hjetu", segir bóndi. „Reyndu að rifja eitt upp“, segir prestur. Bóndi hugsar sig um og segir síðan: „Hvað — hjet ekki einn Belsebubf" „Viltu láta hann heita þaðf" spyr prestur. „Ja — er það ekki mátulegtf" spurði bóndi á móti. Hann var ánægður með nafn- ið, ef það að eins var úr biblíunni. Þá eru tvi- og þrinefni eigi sjald- gæf. Aldrei þykir mjer það vel tara, en þó er það sök sjer, ef það eru vel saman valið íslensk nöfn. En oft er útlent nafn með, og þá er það ó- sjaldan haft fyrir aðalnafn, en hin innlendu nöfn eru „eins og útkastað hræ", jafnvel þó það sjeu föður eða móðurnöfn forelflra barnsins. Sú ræktarsemi er harla einkennileg! Betri ræktarsemi er það — þó hún sje mis- skilin líka — að sameina tvö nöfn í eitt með því að taka sinn part a hvoru og skeyta saman. Er þá kall- að, að sama barnið heiti eftir tveim- ur, þó nafnið verði raunar alt annað en þeirra nöfn. Það er ekki allra færi, að gera falleg og viðfeldin nöfn úr slíkum samsetningum, enda eru mörg þeirra óliðleg, og því fremur þegar annar parturinn er af innlendri rót, en hinn af útlendri, sem of oft er. Við bœjanöfn er færra að athuga. Þó er því farið að bregða fyrir, að dagsetningarbæjarnafn er skrifað í nefnifalli, í stað þágufalls með und- irskildri forsetningu, sem íslenskunni er eiginlegt í dagsetningum. Þetta sýnist nú ekki skifta miklu. En var- úðarvert er, að það verði ekki spor í þá átt, sem bræðraþjóðir vorar hafa þegar stigið: að sleppa þágufalli og þolfalli úr málinu, og þá hættir mál- ið að vera sama mál. — Minnast má líka á það, sem sumstaðar á sjer stað í kaupstöðum, að einstök hús eru látin heita nöfnum stórborga í út- löndum. Það er alt of mikill barna- skapur — eða andleg fátækt. Um þessi og fleiri þjóðernismál- efni þyrfti einhver, sem til þess er fær, að rita Handbók fyrir hvern mann. (Niðurl.) Br. J. Fátt, sem er hvorttveggja í senn: mikilsvert og almenns eðlis, nýtur jafn lítillar virðingar almennings eins og barnakensla, og mætti það hverjum skynugum manni vera ljóst, sem nokkuð skygnist í þá átt. Því fyrst og fremst hefur miklu minni áhugi verið hjá þjóðinni með stofnanir barnaskóla heldur en ýms önnur fyrir- tæki, sem engu nær liggja almennu sjónarmiði, heldur jafnvel fjær; og má þar efalaust að nokkru leyti um kenna vanþekkingu manna, lærðrasemleikra. En þeim, sem drengilegastan áhuga hafa lagt fram til þeirra mála, hvergi verið launað sem skyldi og sumum ærið illa. Annars vegar eru kröturnar bæði til kenslunnar og kennaranna allrýrar, og veldur því hið sama: van- þekking. Þarf ekki að fara lengra en þangað, að allmargir af barnakenn- urum landsins eru festulausir menn, sem oft fást við sitt hvað á víxl: verslun, kaupavinnu, kenslu, skriftir og hvað annað, sem hendi er næst, eftir því sem við horfir í þann og þann svipinn. Og leiðir af sjálfu sjer, að óhugsandi er, að slíkir menn geti fullnægt nema mjög svo vægum kröfum, eða jafnast við þá, sem af innri hvöt hafa helgað sig starfinu, svo að einu stefnir áhugi, athygli og reynsla. Kemur þá til greina hið þriðja atriði, sem hjer er orsök til og jafn- framt að nokkru leyti afleiðing: að kenslan er illa borguð, og það oft svo, að óhæfa væri, ef verkið væri vel unnið. En þar sem verulega nýtir menn ráðast til starfans fyrir áhuga sakir, gjalda þeir að jafnaði vanhyggju almennings, svo að þeim er illa launað alt eins og hinum. En engum blöðum er um það að fletta, að slíkt ástand, sem hjer segir, í svo mikilvægu máli sem barnakenslaer, veldur í heild sinni miklu tapi og margs háttar; og bætir það skaðann að engu, þó almenningur vegna sljóskygni komi ekki auga á hann, nema þvert úr leið sje. Því andleg þroskun æskulýðs er eitt hið helsta uppsprettu-atriði þjóð- ernisins; og er það vel sýnilegt, að sje þar einhverju mjög áfátt,koma á- vextirnir fram fyr eða síðar í alls- konar andarkröm og sálaróheilindum, — eða í annara orða stað: þróttleysi, þröngsýni, heimsku og hálfleik. Því í stað þess að lífga og lýsa sálarsjónum barnanna, sem sanngóðir kennarar gera, þá er hitt einmitt miklu algeng- ara, að barnakennarar vorir gangi að verkinu með hangandi hendi, — og má þá nærri geta, hversu áhrifamik- ill árangur slíkrar kenslu verður; eða þá hitt, að þeir kúga andana í ein- hverja „normal“-fjötra, meðan þeir eru að vaxa og þroskast. Og er þetta síðara alls engu betra. En hingað eru komnir þeir, sem lengst komast í þessum efnum hjer á landi, má heita undantekningarlaust. Hið sanna nátt- úrueðli er sett í gapastokk, og í því ástandi tengist það skoðun og skynjun barnssálarinnar.—En einmitt á þeim árunum, sem barnakenslan stendur yfir, eru börnín hvað gljúpust fyrir aðkomandi áhrifum; og vill oft til, að þeir straumar, sem þá verka á börnin, hafa ekki mist vald sitt yfir þeim, þegar þau eru orðin fullorðnir og garnlir menn. Og ætti það þá að vera ljóst, að minsta kosti þeim, sem eitthvað hugsa um þessi efni og skyn- ugir teljast, að miklu meiru skiftir, hverri sálarþróun menn verða fyrir á æskuskeiði, heldur en það uppeldi, sem þeir fá, þegar þeir eru orðnir hálf- eða al-fullorðnir. Og er því tals- vert mikill vafi á, að á nokkru atriði ríði jafnt til sannrar þjóðernis-þrosk- unar sem á góðum barnaskólum. (Frh.). Þorst. Björnsson. ísland erlendis. Dáinn er í Khöfn I. þ. m. Jón Norðmann kaupm. frá Akureyri. Hann hafði legið þar á spítala um hríð og verið gerður á honum holskurður. Jón var fæddur á Barði í Fljótum 28. jan. 1858, sonur Jóns Norðmanns prests þar og Katrínar Jónsdóttur frá Undirfelli í Vatnsdal. Föður sinn misti hann 11 ára gamall. Nokkur ár var Jón verslunarmaður í Hafnarfirði hjá Gunnlaugi sál. Briem, en byrjaði síðan verslun hjer í Reykjavík í fjelagi við Chr. Zimsen konsúl. Svo varð hann verslunarstjóri fyrir Knudsens verslun hjer, en flutti til Akureyrar haustið 1907 og var þar verslunarstjóri Gránu- fjelagsins í 5 ár, en stofnaði þar síðan stórsöluverslun, einkum með síld, og rak hana síðustu árin. Jón var greindur maður, merkur í öllu og vel metinn. Hann var kvæntur Jórunni Einarsdóttur frá Hraunum og lifir hún mann sinn ásamt 6 börnum þeirra ungum. í „Hamburger Nachrichten“, merku þýsku blaði, er meðal annars sagt svo um stöðu íslands samkvæmt sambandslagafrumvarpinu: „ísland verður ekki framar í tölu hjálenda hinnar dönsku krúnu. Það verður frjálst og sjálfstætt ríki, jafn- rjetthátt Danmörku, og er 1 mjög lausu ríkjasambandi (Staatenbund) við Danmörku, og þetta samband má þar að auki losa um frékara eftir 25 ár“. Undarleg meinloka er það í hugum sumra manna, að nefndarmennirnir sjálfir eigi ekki og megi helst ekki skitta sjer neitt af forlögum sambandslagafrumvarpsins. Þetta heyrist borið fram í umræðutn manna hjer um málið, og það jafnvel af skynsömum mönnum. „Þeir eiga að leggja fram frum- varpið með þeim ummælum, að þetta hafi þeir getað lengst komist; nú sje það landsmanna að þiggja eða hafna", segja þeir. Meira eigi nefndarmennirnir ekki að skifta sjer af forlögum frumvarps- ins. En þetta er svo mikil fjarstæða sem orðið getur. Hitt er, þvert á móti, rjett, að engum er það skyldara en einmitt nefndarmönnunum sjálfum, að leiðbeina skilningi almennings á frum- varpinu. Þeir hafa mest um það hugsað, og eru málinu kunnugastir. En þar af leiðir, að þeim er, öðrum fremur, skylt, að ráðleggja löndum sínum, hvort þeir eigi að þiggja eða hafna. Há bæjargjöld. íbúar New-York borgar verða að greiða af hendi 143,572,266 dollara til bæjarstjórnarinnar þetta ár. Hún getur ekki komist af með minna, og það er rúml. þrettán miljónum meira en hún þurfti árið sem leið, og næst- um sextíu og sex milljónum meira en hún komst af með árið 1898; eftir því hafa útgjöldin vaxið um 85 prósent á tíu árum. Ef allir borguðu jafnt, þá ætti hvert mannsbarn í borg- inni að gjalda 26 dollara til bæjar- stjórnar, eða hver fjölskylda um 150 dollara. Af þessum útgjöldum eru rúmlega 24 milljónir rentur af nýj- um og gömlum skuldum. Skuldir borgárinnar fara óðum vaxandi, og eru nú orðnar svo miklar, að öll þjóðin þarf litlu meiri rentur að borga af ríkisskuldum Bandaríkjannaen New- York þarf að borga af sínum skuld- um. Og öll útgjöld Bandaríkjastjórn- ar eru ekki meira en ferfalt það, sem New-York þarf ein að borga bæjar- stjórn sinni. Öll útgjöld, sem hvert mannsbarn í landinu þarf að meðal- tali að greiða sambandsstjórninni, eru að eins 6 dollarar og 75 cent á ári. Bæjarstjórnin í Boston er að til- tölu kostnaðarmeiri en sú í New-York, því að þar eru útgjöldin til jafnað- ar 38 dollarar á mann, en í heild sinni kostar bæjarstjórnin í New- York meira en nokkur önnur bæjar- stjórn í heimi. Lundúnaborg,. sem er þó milrlu stærri, þarf ekki á eins miklu fje að halda. Stjórnarfyrir- komulagið er þar betra og kemst því af með miklu minni fjárhæð að til- tölu. Sama er að segja um flestar aðrar stórborgir í Norðurálfunni. Eink- um er til þess tekið um Berlín, hve vel og skipulega bæjarstjórninni þar sje fyrir komið, og hve sparlega hún fari með fjeð. Þar eru æðstu em- bættin veitt mönnum, sem reyndir eru og alkunnir hæfileikamenn; en í New-York kemst hver sá til valda, sem mest flokksfylgi hefur, hvort

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.