Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.07.1908, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.07.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Pingholtsstræti 17. a M 30 Reykiayík 1. j úlí 1908. III. árg. HAFNARSTR-1718 1920 21-22 • KOLAS • I-2-LÆKJART- l-Z • REYKJAVÍK» cTyriríafis <Tim6ur, trje, spírur, plankar, óunn- in borð, ráplœgð borð, gdlf- borð og panel, er [nýkomið og selst með lcegsta verði í Arinbj. STeinbjarnarsonar hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Ný árás á frá Dönum. Helsta málgagn hægrimanna í Dan- mörku, „Nationaltidende", flytur 13. júní svohljóðandi grein: »Færeyingar verða fyrir órjetti. Sambandslagafrumvarpid íslenska sviftir Fœreyinga að 25 árum liðn- um helsta atvinnuvegiþeirra: fiski- veiðunum við ísland. Danska rikisþingið verður að taka i taumana. J>að er nú komið í ljós, að í ís- lenska sambandslagafrumvarpinu er eitt atriði, sem nefndin hefur ekki veitt næga athygli. þetta atriði hefur vakið megna gremju í Færeyjum. Og það er ekki ástæðulaust. Eyjabúar eru duglegir menn og dansklundaðir og hafa þeir með undr- un hlýtt á þær fregnir, að hægt sje að segja upp eftir 25 ár fæðingja- rjetti Dana á íslandi með þeim rjett- indum, er honum fylgja. Þetta hef- ur fyrir Færeyinga hvorki meiri nje minni þýðingu en það, að þeir hafa að þessum tíma liðnum ekki meiri rjett til fiskiveiða við Island en út- lendingar, og að útgerð þeirra það- an frá ströndunum o. fl. er þar með lokið. — Til þess að taka strax af allan efa um það, hverja þýðingu þetta hafi, skulum vjer fræða les- endur vora á því, að 10 þúsundir eyjamanna, af 14 þús. íbúum alls, eiga beina hlutdeild í fiskiveiðunum við ísland. Nú má vera, að menn komi með þá mótbáru, að þetta (ákvæði í sam- bandslagafrumv.) geti alls ekki att sjer stað. Auðvitað hafi mennirnir ekki ætlað sjer að auka örðugleikana í lífsbaráttu Færeyinga; þeir hafi ver- ið nægir áður. En vjer skulum þá vekja athygli á því, að sá málaskilnaður, sem ráð- gerður er eftir 25 ár, nær yfir fiski- veiðarjettindi þegnanna, fæðingjarjett- inn, peningasláttu, hæstarjett o. fl., og ennfremur, að í 5. gr. frumvarps- ins stendur þetta: Til fiskiveiða í landhelgi bæði við Danmörku og ís- land hafa Danir og íslendingar jafn- an rjett meðan 4. atr. 3. gr. (eitt af þeim atriðum, er segja má upp eftir 25 ár) er í gildi. Til frekari fullvissu höfum vjer spurt um þetta einn af nefndarmönnunum — meir að segja einn af þeim sem best er um það fær, eins og menn munu játa, að skýra lagaákvæðin, prófessor og dr. jur. Matzen — og hefur hann frætt oss um það, að engin undantekning hafi verið gerð fyrir Færeyinga; þeir missi rjettindin, eins og aðrir íbúar konungsríkisins, þegar fæðingjarjetturinn sje afnum- inn. Vjer höfum því miður ekki heim- ildarrit við hendina til þess að sýna með tölum, hvert tjón Færeyinga verður. En ætla má, að nægilegt sje að benda á, hve mikill hluti íbú- anna — stór meiri hluti þeirra — lifir á þessum fiskiveiðum, og að til- raunir manna hafa nú á síðustu ár- um hneigst í þá átt, að koma upp sameignarbátum, nægilega stórum og vel út búnum til þess að nota sjer fiskiveiðarnar sem best má verða. Ennfremur reka þeir Færeyingar, sem áður hafa aðeins stundað veiðar í nánd við Færeyjar á smábátum sín- um (sem annars eru góðir), nú fiski- veiðar við ísland í fjelagsskap, — alt í skjóli þess fæðingjarjettar, sem þeir hafa hingað til haft þar, en þeir nú eiga að missa eftir 25 ár, ef þessu atriði lagafrumvarpsins er ekki breytt. Nú munu sumir segja: Já, en 25 ár eru langur tími og á honum get- ur margt breytst. En því svörum vjer svo, að fyrir þjóð eru 25 ár ekki langur tími, og að það, sem hægt er að hugsa sjer aðjfyrir komi, áður sá tími sje út runninn, verði naumast í þá átt, að búast megi við framlenging sambandsins um fæð- ingjarjett. Menn verða að taka sjálfstæðis- þrá Islendinga með í reikninginn og svo þær hraðfara framfarir í efnalegu tilliti, sem nú eru komnar þar á fasta rás. Þegar 25 ár eru liðin, geta menn verið vissir um, að íslendingar vilja vera út af fyrir sig — og sjer sjálf- um nægir. Nú sem stendur hafa þeir hagnaðinn af sambandinu, af því að efna-ástæður landsins eru enn eigi svo góðar, að það geti sjálft hafið í gildi og notað margar auðsuppsprett- ur sínar. Eftir 25 ár verður það orðið fært um þetta, og þá mun ísland sjálft, eins og ekkert er undarlegt, ákveða, hverjum eigi að hleypa inn í nægta- búrið. Því ísland er framtíðar-land. Það geta allir sjeð. Og hvað gerir því þá til, þó það eigi sjálft að kosta löggæsluna á landhelgissvæðinu? Nú sem stend- ur á það ef til vill örðugt með þetta; en varla eftir 25 ár. En Færeyjar, sem vart eiga neina gullöld í vændum? Eiga þær að bíða tjón af þessu? „Því hefur eftirtekl okkar ekki ver- ið vakin á þessu?" spurði prófessor Matzen oss. „Þarna höfum við set- ið 20 við að semja, og enginn hefur nefnt þetta". Vjer getum svarað því einu, að nefndin sá sjálf dyggilega um það, að ekkert frjettist af gerðum henn- ar. Hvernig áttu menn þá að mót- mæla fyr en frumvarpið var opin- berlega kunnugt? Nú höfum vjer bent á þennan galla, og væntum, að næsta ríkisþing taki málið alvarlega fyrir, ekki að eins til umræðu, heldur líka til endurbóta. JÍynlanðar' í gerlín. Baldvin Einarsson og Harro Magnussen. í einu af brjefum sínum heim get- ur Baldvin Einarsson um konu sína og barn á þann hátt, að lesandanum rennur til rifja þegar hann minnist þess, að skömmu síðar dó Baldvin, með þeim sorglegu atvikum, sem kunnug eru. Einar, þetta barn, sem Baldvin getur um, lifir ennþá. Ein- ar á son einn barna, sem Baldvin heitir, og er þessi Baldvin Einarsson ungur embættismaður í Berlín, riðinn við útgáfu á einum þætti stjórnar- tíðindanna, að því er mjer skilst. Vjer íslendingar erum svo ættminn- ug þjóð, og minning Baldvins frá 1) Jónas]Hallgrímsson býr til orðið kyn- landi um Thorvaldsen, og mun hverjum auðskilið, hvað það þýður, Hraunum er að verðleikum í svo miklum heiðri höfð hjá oss, að flest- um þykir sjálfsagt fróðleikur í að vita, að hann á niðja í útlöndum. Eftir myndinni að dæma, sem alkunn er, svipar Baldvin yngra talsvert til afa síns, enda hafði amma hans, ekkja Baldvins, sem lifði til hárrar elli, oft haft orð á því, hvað líkur hann væri afa sínum. Baldvin Einarsson er maður í hærra lagi og allra manna fríðastur sínum. Líklega hefur afi hans, Baldvin, verið fríður maður; hann og Þorsteinn Helgason eru víst einu mennirnir, sem Jónas lætur get- ið til fegurðar í kvæðum sínum, og var auga Jónasar vektreystandi í þeim efnum, eins og kunnugt er. Baldvin Einarsson hinn þýski hefur talsvert ritað í blöð, flest eða alt um versl- unar- og tollmál, að því erjeghygg. Honum helur oft leikið hugur á að koma til Islauds, þó að ekki hafi hann getað komið því^við ennþá. Harro Magnussen er myndasmið- ur og einn af heldri eða helstu lista- mönnum, sem Þjóðverjar eiga nú. Gefur á að líta þegar komið er inn í starfskála hans þann hinn mikla í Grúnervald. Eru þar frummyndir og eftirmyndir, leirmyndir, eirmyndir og gípsmyndir, sem sumar eru mjög frægar orðnar, eins og myndir hans af Friðriki mikla. Harro Magnussen er meðalmaður á vöxt, þrekinn um herðar, svipþungur nokkuð og mikil- eygur, stiltur í máli og rómurinn mik- ill yfir málinu, eins og sagt er um Sverri konung. Fara saman í ard- liti hans einkennin, sem lýsa tilfinn- ingamanninum — án afburða næmra tilfinninga er enginn afburða lista- maður — og hins vegar kjarkmann- inum, sem hefur haft það afl, sem þarf til að koma sjer og sínu fram. Sú saga er til í ætt Magnussens, að langafi hans hafi komið barn að aldri frá Islandi, og virðist ekki mjög líklegt, að slíkt sje tilbúningur einn. Harro Magnussen hefur einnig feng- ist við ritstörf; hvað mikið veit jeg ekki; ber það, sem jeg hef sjeð eftir hann, vott um drenglund og frjáls- lyndi. Ekki mintist Magnussen á það sjálfur, en aðrir hafa sagt mjer, að Vilhjálmur keisari hafi miklar mæt- ur á Harro Magnussen, og þó frem- ur fyrrum en nú; mun keisara þykja hann frjálslyndari en góðu hófi gegnir. Harro Magnussen hefur lengi leik- ið hugur áTið koma til íslands, og kvaðst hann nú ætla að láta verða úr því í sumar. Er varla öðru trú- andi, en að honum verði vel tekið. Þess er vert að geta, að hjá Harro Magnussen var norskur myndasmiður, sem kvaðst vera kunnugur þeim Ás- grími og Einari Jónssonum, og Ijet hann mikið yfir listgáfu þeirra frænda. Helgi Pjeturss.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.