Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.07.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.07.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 119 aðförum og ljeti dómstólana skera úr þeim kæruatriðum, sem hann bar á embættismennina, en keisari neitaði því og hafði í hótunum. Ekkert dugði það heldur, þó andlega stjettin tæki í sama streng og þingið. Keisarinn fól rússneskri hersveit að halda reglu í Teheran og hjelt svo áleiðis þangað með fallbyssur og her. Það er koma hans þangað, sem skeytið lýsir. Yjer þolum það ekki, að Þjóðólfur 19. þ. m. nje aðrir telji alla Borgfirðinga undantekningarlaust mótfallna sambandslagafrumvarpinu. Þvert á móti álítum vjer það, eins og það er, án lítilfjörlegra og kenja- legra breytinga, vera þá rjettarbót á stjórnarfari Islendinga, sem þjóðin hefur óskað eftir, en Danir eigi að undanförnu viðurkent. Það er því að voru áliti mjög misráðið, að leitast við að æsa alþýðu manna tíl upp- reisnar gegn — ekki einasta endur- bættu, heldur endurreistu sjálfstæði þjóðarinnar. Akranesi 22. júní 1908. Þorsteinn Jónsson. Sv. Guðmundsson. Sæm. Guðmundss. Guðm. Guðmundss. Hallgr. Guðmundss. Einar Guðmundss. Frá fjallatindum til fiskimiða. „Fegnskylduvinna** heitir sjer- prentuð ritgerð úr Andvara þ. á. eftir Hermann Jónasson alpm., nýkomin út, vel samin ritgerð og skýrir ítar- lega hugmynd höf. um þegnskyldu- vinnuna, er mörgum mun áður hafa verið óljós, eftir þeim undirtektum að dæma, sem hún fjekk, er hann bar hana fram á þingi fyrir nokkrum árum. Frá Stokkseyri. Þar hjeldu þeir Hannes ritstjóri og Sigurður búfr. fund á sunnudagskvöldið til þess að leita sjer kosningafylgis. Komu þar saman urn 40 Stokkseyrarbúar og svo nokkrir menn af Eyrarbakka, eitthvað milli 50 og 60 alls. Engir af bændum úr nágrenninu höfðu verið á fundinum. Hjeðan úr Rvík voru þar, auk fund- arboðenda, L. H. Bjarnason lagaskóla- stjóri og Halldór Jónsson bankagjald- keri. Atkvæðagreiðsla hafði verið eitt- hvað á ruglingi. 43 vildu hafa ein- hverjar breytingar á frumvarpinu, en 13 engar breytingar. Tillaga um það, hvort fundurinn væri hlyntur frum- varpinu fjekk 22 atkv., en ekkert á móti. Önnur tillaga um það, hvort fundurirm vildi styðja þau þingmanna- efni, sem þarna buðu sig fram, fjekk 28 atkv. — Menn eru ekki búnir að átta sig á því enn úti um sveitirnar alment, hverjar afleiðingar breytingar á frumvarpinu geta haft. Óliklegt er, að Árnesingar þurfi að kjósa þessa tvo af því, að ekki verði völ á öðrum, þótt fleiri hafi ekki boðið sig þar fram enn. Trjesiníðaverksmiðja ný er tek- in til starfa á ísafirði og heitir „Vík- ingur“, hlutafjelagseign. Jón Sigurðsson. ísfirðingar hjeldu almenna skemtisamkomu á fæðingar- degi hans, 17. f. m. Úl' Yopnaiirði. Þar var haldinn fjölmennur fundur, segir „Rvík", á sunnudaginn var til að ræða um sam- bandsmálið. Margir töluðu þar með frumvarpi sambandslaganefndarinnar, en enginn á móti. — Ályktun var engin gerð. Reykjavik. Útskriíáðir voru í gær úr almenna mentaskólanum: 1. Ásmundur Guðmundsson I. ágæt. eink. 105 st. 2. Tryggvi Þórhallsson I. — 99 — 3- Árni Gíslason . . . II. — 76 — 4- Hjörtur Hjartarson Utanskólasveinar: II. — 72 — 1. Jakob Jóhannesson I. — 99 — 2. Bogi Ólafsson . . . I. — 98- 3- Jón Sigtryggsson . I. — 90 — 4- Jakob Lárusson . . I. — 89 — 5- Skúli Thoroddsen . I. — 88 — 6. Magnús Bjarnason I. — 85- 7- Sigurður Sigurðsson II. — 77 — Bankarnir. íslandsbanki hefur keypt af Landsbankanum banka- vaxtabrjef fyrir >/2 millj. kr. nú ný- lega, og er samvinna milli bankanna góð nú í peningaharðærinu. E. Schou bankastjóri er nú ut- anlands til þess að reyna að útvega íslandsbanka enskt fje. Annars hefur sú tilraun verið gerð áður af báðum bönkunum hjer, en ekki tekist. Girðinganet nýtt er sett upp í Gróðrarstöðinni í kring um jurtareit- inn íslenska. Þættirnir lágrjettu eru fimm. Neðri bilin tvö eru hvort um s*g 71/2 þuml. og efri bilin 10 þuml. Milli uppistöðuþráða er á þeirri girð- ing 8 þuml. bil, og með þeirri gerð kostar alinin á sölustað 23 V* e. Þetta bil má fá þjettara og gisnara og hækkar þá og lækkar verðið dálítið. Sýnishorn af 12", 10", 8”, 6" og 4'' bili eru við túnhliðið í Laufási. Seljandinn er Leonor Pedersen í Sæby á Jótlandi, og heitir netgirðing þessi „Dansk Normal Indhegning". Landlæknir fer með „Vestu" á föstudaginn norður um land í em- bættisferð. Frá útlöndmn eru nýlega komnir P. J. Thorsteinsson stórkaupmaður og Ó. Johnsen yfirkennari frá Odense. Fornmenjavörður var Matthías Þórðarson cand. phil. skipaður 20. f. m. Dr. H. Pjeturss. biður fyrir svohljóð- andi leiðrjettingar við fyrra ferðabrjef sitt: I st. f. „hinar sædjörfu Vestmanna- eyjar" les hina sædjörfu Vestmanney- inga. — I. st. f. „hin tröllháa standmynd Scotts" les standminning. Prestaskólinn. Embættisprófi luku þar í síðastl viku: Brynjólfur Magn- ússon (84 st.), Guðbrandur Björnsson (87 st.) og Þorsteinn Briem (95 st.), allir með 1. eink. Bæjarstjórnin. Fundur 18. f. m. Neitað beiðni J. Ólafssonar á Bú- stöðum um styrk til vírgirðingar. Kosin skólanefnd: Bæjarstjóri, Hall- dór Jónsson bæjartulltrúi, síraM. Helga- son, Jón Jensson bæjarfulltr. og Þór- unn Jónassen bæjarfulltr. Þessar brunabv. samþyktar: á húsi Bjarna Jónssonar í Njálsgr. 8209 kr.; Sv. J. Einarssonar í Grettisg. 25661; Eyj. Eiríkssonar í Hafnarstr. 10473; Halld. Þorsteinssonar í Hverfisg. 4783 og Þorst. Egilss. á Laugav. 14732 kr. Meiðyrðaniúl hefur Einar Arnórs- son lögfræðingur höfðað gegn ritstjóra ísafoldar. Úr Landvarnarstjórninni sagði sig nú í vikunni Guðmundur Hann- esson Iæknir. Þeir eru þá farnir það- an þrír: Jón Jensson og Guðmund- arnir báðir. Norðan um land kom „Vesta" í gær og með henni ýmsir farþegar: B. M. Ólsen prófessor (frá Færeyj- um; hefur dvalið þar um hríð), Guð- mundur læknir Scheving og Sigurð- ur Hjörleifsson ritstjóri, báðir á 25 ára stúdentaminningu, sem hjer á að halda bráðlega. Landveg kom hingað að norðan tyrir nokkrum dögum Jón bóndi á Hafsteinsstöðum í Skagafirði. „óðinn“. Júníblaðið flytur 3 myndir af Jónasi Hallgrímssyni skáldi, sem fundist hafaí forngripasafninu,og fylgir þeim grein eftir Matth. Þórðarson forn- gripavörð; myndir af 2 tónskáldum, Á. Thorsteinsson og Sigf, Einarssyni; mynd af J. Thorarensen kaupmanni á Reykjarfirði; brjef frá Þingvöllum (smá- sögu), kvæði o. fl. smávegis. Engin sál kom til fundar, sem Einar skáld Hjör- leifsson ætlaði að halda nú nýlega í Vík í Mýrdal. Hann var gerður út þangað hjeðan frá Reykjavík og pakk- hús rutt til fundarhaldsins. En það fórst fyrir af þeirri ástæðu, að eng- inn kom áheyrandi. Einar kvað þó hafa haft há spil á hendinni, átti að tromfa þar út annaðhvort laufakongi eða laufagosa flokksins: bjóða Skaft- fellingum annaðhvort Björn Jónsson eða sjálfan sig fyrir þingmann. Svo átti hann að fara um sýsluna, að því er Þjóðv. skýrir frá, og koma heim aftur með vasana fulla af góðum loforðum og efni í fjölda Isafoldardálka. En hann firtist af viðtökunum í Vík og sneri strax heim aftur, kom hingað á laugardaginn var og segir enga ferðasögu. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 24. júní: Persakonungur tekur þinghús Persa. Stórskotaor- usta. Manndráp. Ránskapur. „Irr-irr!“ — „Jeg bið menn ekki að hrópa „húrra" fyrir öðrum af nefnd- armönnunum en Skúla. — Til hinna segi jeg bara: Irr-irr!" Þetta er haft eftir Birni gamla Jónssyni í Skúla- veislunni hjerna um kvöldið og hafði hann um leið og hann sagði það bandað út með hendinni. Jeg hef orðið þess var, að menn skilja ekki þetta hjer í Reykjavík, tala um það eins og einhverja vit- leysu hjá gamla manninum og hlæja að því á hans kostnað. En við sveitamennirnir skiljum þetta vel. „Irr-irr!“ er rtiál, sem við tölum daglega við vissar skepnur heima hjá okkur. Þegar Björn segir: „Irr-irr!" þá ætlast hann auðvitað til, að ein- hverjir hlaupi upp og segi: „Vófif! vófif! “ og bíti í hælana á þeim, sem hann bendir til. Hverjum hann ætlar að gera þetta hjer, veit jeg auðvitað ekkert um. En getur ekki einhver, sem við var, ráðið þá gátu? Aðkomandi smali. (da foi ) börn og fullorðna, heldur áfram fram í miðjan ágústmánuð. Nýir nemend- ur geta fengið kenslu fyrir mjög væga borgun. Ingibjörg Brandsdóttir. Uppskipun. Fyrri part þessa mánaðar er von á skipi með pipur o. fl. til Vatnsveitu Reykja- víkur. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sjer uppskipun á þessum vörum, geíi skriflegt tilboð fyrir 8. þ. m. Upp- lýsingar fást hjá verkfræð- ingi K. Zimsen. Vatnsveitunejnðin. Sæmundur Bjarnhjeðinsson læknir, Laugaveg 10 (viðtals- tími 2—3 síðd.), gegnir lækn- isstörfum mínum meðan jeg er fjarverandi í embættiser- indum, frá3. júlí til 3. ágúst. (i. Björnsson. hefur nú til sölu Nýjan lax úr 01vesá. Reykingarlax kostar 40 a. pd. Peir, sem hafa í hyggju að sækja um kenslustörf við barna- skóla Reykjavíkur næstkomandi skólaár eru beðnir um að senda umsókn sína fyrir 15. ágúst þ. á. til borgarstjórans. Reykjavík, 24. júní 1908. Skólaneíndin. vel færir í þýsku e»« ensku, geta fengið atvinnu 4. og 5. júlí næstk., ef þeir gefa sig fram í Skrifstofudeildinni i THOMSENS1AGASÍNI. Þeir, sem bækur hafa að láni frá Landsbókasafni íslands, etu ámintir um að skila þeim á tímabilinu i.—15. júlí næstkomandi. Reykjavík 30. júní 1908. Jón Jakobsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.