Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.07.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.07.1908, Blaðsíða 2
118 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. t Síra Lárus Halldórsson andaðist á heimili sínu hjer í bæn- um 24. f. m, eftir langa og þunga legu. Hann var fæddur á Hofi í Vopnafirði IO. jan. 1851, sonur Hall- dórs prófasts Jónssonar og fyrri konu hans, Gunnþórunnar Gunnlögsdóttur Oddssonardómkirkjuprests. Síra Lár- us útskrifaðist úr latínuskólanum 1870 og frá prestaskólanum 1873, var síð- an skrifari hjá Pjetri biskupi nokkur ár, en fjekk Valþjófsstað 1877 og varð nokkru síðar prótastur í Norð- urmúlasýslu. 1883 var hann settur frá embætti vegna þess að hann gat ekki felt sig við ýmsa helgisiði þjóð- kirkjunnar og fylgdi þeim ekki. Varð hannsvo i886prestur utanþjóðkirkju- manna í Reyðarfirði og bjó þar á Kollaleyru. Hann var þingmaður Sunnmýlinga 1886—91. En 1899 fluttist hann hingað til Reykjavíkur og var hjer fríkirkjuprestur í tvö ár. Hann gaf þá einnig út mánaðarrit, sem »Fríkirkjan“ nefndist, og ritaði þar móti þjóðkirkjufyrirkomulaginu. Annars var hann um það leyti bendl- aður við trúarskoðanir Aðventista og var í fjelagsskap við trúboða þeirra, D. Östlund. Þeir ráku hjer prent- verk um tíma saman (Aldarprent- smiðju) og tók síra Lárus það síðan einn að sjer, en seldi það í fyrra til Hafnarfjarðar. Síðustu árin var hann í þjónustu heimatrúboðsins svo kall- aða, er tengdasonur hans, S. Á Gísla- son, flutti hingað til landsins. Síra Lárus var kvæntur Kirstínu Gudjohnsen, dóttur P. Gudjohnsen organista, og lifir hún mann sinn og þrjú börn þeirra: Guðrún, kona S. A. Gíslasonar cand. theol., Pjetur prent- ari og Valgerður, nýtrúlofuð Þorsteini Briem kand. theol. Síra Lárus var gáfumaður mikill, en einrænn í lund og naut sín alór- ei að því skapi sem hann hafði hæfi- leika til. „Efflr Gamla sáttmála". 11. Nú hetur verið lýst stuttlega valdi Noregskonungs, þá er hann fjekk yfir- ráð yfir íslandi. íslendingar vissu vel, hve vald kon- ungs var mikið, og fyrir því komu þeir sjer saman um, með hverjum skilyrðum þeir skyldu ganga undir hann. Þessi skilyrði eru talin í Gamla sáttmála. Vísindamenn eru eigi sammála urn Gamla sáttmála, eins og kunnugt er; vissulega er það mjög vafasamt, hvort sá sáttmáli, sem venjulega er kall- aður Gamli sáttmáli, er frá 1263, 1264 eða 1302. En hvort sem sannara er, þá hef jeg lengi litið svo á, sem lands- skjalavörður dr. Jón Þorkelsson í bók sinni um Ríkisrjettindi íslands bls. 6, að auðsætt væri, hvaða atriði hafa staðið í Gamla sáttmála. Með Gamla sáttmála gerðust íslend- ingar þegnar Noregskonungs og lof- uðu að gjalda honum skatt og þing- fararkaup slíkt sem lögbók vottar og aila þegnskyldu, svo framt sem haldin eru við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. Heit þau voru þessi: 1. Engar utanstefnmgar, utan þeir menn, sem dæmdir verða af vorum mönnum á alþingi í burtu af landinu. 2. L'ógmenn og sýslumenn skyldu vera íslenskir af þeirra ættum, sem að fornu hafa goðorðin upp gefið. 3. Sex hafskip skyldu gangá á hverju ári til landsins fortallalaust. 4. Erýðir skulu upp gefast fyrir ís- lenskum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar rjettir arfar koma til eða þeirra umboðsmenn. 5. Landaurar (þ. e. tollur sá, sem íslendingar áttu að greiða, er þeir komu til Noregs) skulu upp gefast. 6. íslenskir menn skulu hafa slíkan rjett í Noregi sem þeir hafa bestan haft (þar áður). 7. Konungur láti Islendinga ná is- lenskum lógum og ýriði eftir því sem lögbók vottar og hann hefur boðið í sínum brjefum, sem guð gefur honum framast afl til. 8. Jarl yfir íslandi meðan hann heldur trúnað við yður (þ. e. kon- unginn), en frið við íslendinga. Þessi átta skilyrði settu Islendingar, þá er þeir sóru Noregskonungi „land og þegna og æfinlegan skatt með slíkri skipan og máldaga, sem nú erum vjer á sáttir orðnir og sáttmáls- brjef vort vottar". Þau eru takmörk þau, sem þeir gerðu á konungsvald- inu í Noregi, er þeir rjeðust undir það, og þeir bættu við þau þessum orðum: „Halda skulum vjer og vorir arfar allan trúnað við yður meðan þjer og yðrir arfar halda við oss þessa sætt- argerð, en lausir, ef rofin verður af yðvarri hálfu að bestu manna yfir- sýn “. (Frh.). Kaupmh. 17. maí 1908. fíogi Th. Melsteð. Þjóðernismálefni. (Frh.). ---- Málið, sem daglega er talað og ritað, er án efa eitthvert mikilvæg- asta þjóðernisatriðið, og er meðferð þess svo þýðingarmikil, að undir henni er það komið, hvort vjer höld- um áfram að vera sjerstök þjóð eða ekki. Það er lífsnauðsyn ýyrir oss, að halda máli voru óspiltu. En þar er fyrir svo mörg andnes að synda, að þessar fáu bendingar geta ekki náð nema til fæstra af þeim. Mest skal meta að vara þjóðina og hvern einstakan mann við þvf, að taka upp í daglegu tali útlend orð í stað inn- lendra orða, sem til eru eins góð og betri. Það voru slæm skifti að taka upp »takk« í staðinn fyrir þókk, — má ekki laga það ennf -— eða að taka upp »sikker« fyrir viss og „sik- kerheit" fyrir trygging. Fleira slíkt mætti telja, og eru þau dæmin að fjölga, þó til annars ætti að mega ætlast á vorum tímum. Raunar mun aðalorsökin vera sú, hvað alþýðu snertir, að fæstir þekkja dönskuslett- urnar; halda, að þær sjeu hrein ís- lenska. En alment vill alþýða tala hreint mál. Það parf að hjálpa henni. Tekið skal það fram, að (ástæða virðist til að gera undantekningar þar, sem svo stendur á, að frá útlöndum koma nýir hlutir eða nýjar hug- myndir, sem íslenskan á ekki orð yfir áður, en þykir vert að veita við- töku. Þá mun það jafnan gagnast, að halda útlenda orðinu og er það hættulaust, ef því er gefin íslensk beyging samkvæm lögun málsins. Þess- ari reglu höfum vjer líka alla tíð fylgt. Auðvitað eru nýyrði góð og blessuð,*) eý þau hepnast svo vel, að þau verði viðtekin. En það geng- ur „upp og niður". Það parf að hjálpa alpýðunni til að halda málinu hreinu, taka ekki inn í það útlend orð að óþörfu, en gera það á rjettan hátt, þá er þess þarf, — og einnig til að halda mál- inu ýógru, bæði að orðavali og orða- skipun, — að ógleymdri stafsetningu. Hjer nægir ekki barnaskólanám, því frá unglingum, sem gengið hafa gegn- um besta barnaskóla landsins, hef jeg sjeð sendibrjef með lakara máli en frá unglingum, sem aðeins hafa notið farandkenslu. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á skólann, held- ur til að sýna, að hjer þarf gagn- gerða hjálp, sem ekki má hafa „mörg járnin í eldinum", heldur þann eina tilgang, að bjarga máli voru og pjóð- erni. SIó jeg fram þeirri tillögu, að stofna skyldi móðurmálsfjelag í þeim tilgangi. En svo frjetti jeg, að um sama leyti hefði Stúdentafjelagið tekið að sjer að stofna málverndarýjelag, og varð jeg því alls hugar feginn. Það fylgdi fregninni, að þá væri enn ekki lokið umræðum um fyrirkomulag fje- lagsins. Er vel, að það sje vandað, því ætlunarverkið er umfangsmikið. En svo datt mjer ný tillaga í hug: Nú eru deildir ungmennafjelags ís- lands að koma upp víðar og víðar, og vonandi kemur þar, að fjelagið nær yfir alt landið. Það gæti þá alveg tekið þjóðérnismálið að sjer, ef það hefði þeim mönnum á að skipa, sem færir væru til þess að öllu leyti og næðu nógu víða til. En eins og nærri má geta, er slíkt ekki mögulegt. En þar eð fjelagið hefur þjóðerni vort á stefnuskrá sinni, þá er.auðvitað, að bæði einstakardeild- ir og fjelagið í heild sinni þiggur með þökkum allar þar að lútandi upplýsingar og bendingar. Tillagan er þá sú, að málverndar- tjelagið setji sig á einn eða annan hátt í samband við ungmennafjelagið til þess, að hjálpa því með ráðum og leiðbeiningum til að ná tilgangi sín- um í þjóðernismálinu. Þessa bend- ingu vona jeg að bæði fjelögin virði á betri veg. Til frekari skýringar er hugsunin á þessa leið : „Vera má að málvernd- arfjelagið verði fáment, en það þarf að veita straumum rjettrar málsþekk- ingar og rjettra þjóðernisskoðana um land alt. Liggur því beinast við, að veita þeim eftir farvegum skólanna og ungmennaýjelaganna, sem von- andi er, að innan skamms nái yfir alt landið". Gott og blessað, ef betra ráð verð- ur fundið. Heill og þökk öllum, sem málefn- ið styðja. (Niðuri). fír. J. *) Æskilegt væri t. a. m., að fá gott nýyrði í staðinn fyrir fógeti. Það orð verður aldrei íslenskt. Útlendar frjettir. Loftsiglingar Zeppelins greifa. Zeppelin er nú að enda við útbún- aðinn á fjórða loftskipi sínu. Allar tilraunir á því þriðja, sem reynt var í fyrra sumar, hepnuðust vel, og keypti þýska stjórnin það loftskip af honum fyrir 2 millj. marka, og jafnframt frummynd hans að fjórða loftskipinu. Það er því smíðað fyrir hennar reikn- ing. Það, sem helst þótti að í fyrra, var, að loftfarið hjeldist ekki nægilega lengi á flugi í senn, og að ekki væri hættu- laust að komast í það og úr því. Ur þessu á nú að vera bætt með fjórða loftskipinu. Það er 426 fet á lengd og 43 fet á breidd, þar sem það er víðast, í lögun eins og vindill. Loítbelgurinn er harður, úr alúminíum, en klæddur Ijerefti. Honum er skift í 16 hylki með skilrúmum, sem gas fer ekki í gegnum. Undir belgnum eru tveir bátar úr alúminíum, sem vatn á ekki að geta komist inn í. Þar í eru hreyfi- vjelarnar, stýristækin o. fl. Skipið hefur þar að auki rúm fyrir 25 far- þega, en þriðja skipið gat ekki flutt nema 12. Þegar farþegarnir eru allir komnir í skipið, er þungi þess ná- kvæmlega = o, þ. e.: skipið hvorki sígur nje hefst sjálfkrafa. Til þess að befja það upp og láta það dala, verður að beita vjelunum og flugspöðum, sem eru á hliðum þess. Þeir eru í tveimur röðum og er önnur ofar. En hreyfivjel- arnar eru tvær, hvor uin sig með 83 hesta afli, og snúa þær báðar 6 skrúfum, sem knýja loftskipið áfram. Loftskipið er geymt bundið á timb- urfleka á Bodenvatninu, hjer um bil 300 álnir frá landi, fram undan bænum Manzell. Þegar skipið á að nota, er það leyst og flugspaðarnir settir í hreyfingu. Lyftistþá fyrst framendinn hægt upp frá flekanum og síðan aft- urendinn. Stundum rennur skipið í fyrstu hægt út frá flekanum og fast niður við vatnsflötinn. Vjelarbátar flytja farþegana að loftskipinu og frá því, og stíga þeir úr bátunum upp í loftskipið. Skipið er gulmálað og fal- legt á að líta í sólskini. Skipið á að geta farið í áfanga 350 danskar mílur. 1 bátunum eru rúm handa 12 mönnum til að sofa í. Þar að auki er þar ofurlítið herbergi með skrifborði í handa skipstjóranum. Skipið er útbúið með fleygiljósa-á- höldum til þess að geta gert vart við sig, þegar það er á ferð um nætur, og Marconí-frjettaáhöld eru þareinnig. Persakeisari. í tregnskeyti hjer í blaðinu er getið um róstur í höfuðborg Persa, milli þingsins og keisarans. Hann hefur kunnað illa þingbundnu stjórninni og lent í missætti bæði við ráðaneyti sitt og þingið. Út úr þvf hjelt hann burt úr höfuðborg sinni, Teheran, fyrir nokkru og settist að í víggirtum smábæ, sem Baghschah heitir, en skipaði foringja afturhalds- flokksins yfir Teheran. Jafnframt gat hann þá skipun, að hegna skyldi harð- lega öllum æsingamönnum. Til Bagh- schah ljet hann færa fjárhirslu sína og vopnaforða, dró þar saman her- flokk og virtist fylgi hans í landinu þá fara vaxandi. Svo stefndi hann til sín ýmsum af hinum hæst settu em- bættismönnum og ljet taka þá fasta. Þingið krafðist, að hann hætti þessum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.