Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 15.07.1908, Qupperneq 3

Lögrétta - 15.07.1908, Qupperneq 3
L0GRJETTA. 127 Næsta dag kl. 4 var fjölmennur fundur haldinn á Akranesi og flutti ráðherra þar enn langt og snjalt er- indi um frumvarpið. Með því talaði einnig Þorsteinn Jónsson á Grund þar í kaupstaðnum. En móti mælti Kr. Jónsson dómstjóri og Ól. Ólafsson fríkirkjuprestur. Þrjár tillögur komu fram á fund- inum: ein var traustsyfirlýsing til ráð- herrans og meðmæli með sambands- lagafrumvarpinu, önnur um það, að breyta skyldi frumvarpinu, en hin þriðja vildi enga atkvæðagreiðslu hafa á fundinum. Þegar bera skyldi upp tillögurnar, varð þjark um það, hverjir kjósendur skyldu hafa atkvæðisrjett, því menn voru þarna komnir víða að úr kjör- dæminu. Mótstöðumenn frumvarpsins vildu að Borgfirðingar, sem heima eiga fyrir ofan Skarðsheiði, væru úti- lokaðir frá atkvæðagreiðslu. Reiddust þeir af þeim mótmælum og gengu út og með þeim fjöldi annara fundar- manna, þar á meðal skrifari fundar- ins, enda litu menn svo á, að fund- inum væri lokið og engin atkvæði yrðu greidd. En menn Kr. J. sátu eftir og fengu þá borna upp tillögu sína um breytingar og samþykta með einum 30 atkv. og þó sagt, að þau muni ekki einu sinni öll hafa verið frá kosningabærum mönnum. En á fundinum höfðu verið á annað hund- rað kjósenda. Það var fljótfærni af fundarmönnum yfirleitt að ganga út af fundinum, en sitja þar ekki og greiða atkvæði um málið, hvað sem einstakir menn sögðu. Þá mundi meðhaldstillaga frumvarps- ins hafa sigrað. En reyndar sýnir at- kvæðagreiðslan nú hvort sem er álit fundarins: Mótstöðumenn írumvarps- ins hölðu þar ein 30 atkv. 1 Snæfellsnessýslu. Þar hjelt Lárus H. Bjarnason laga- skólastjóri fund á Þverá 7. þ. m. og skýrði fyrir fundarmönnum sambands- lagafrumvarpið, en til andmæla voru þeir síra Sigurður Gunnarsson í Stykk- ishólmi og Bjarni frá Vogi. Með frumvarpinu greiddu 29 atkvæði, en einn á móti. Annan fund hafði Lárus haldið á Búðum og þar verið samþykt sama tillagan og á Þverá, en um atkvæða- tölu þar hefur ekki frjest. í ltangárvallasýslu. Þar var fundur haldinn í gær viðÞjórs- árbrú og fóru þangað hjeðan: ráð- herra, Jón Ólafsson og Björn Jónsson ritstj. Ræður hjeldu þar þessir: síra Egg- ert Pálsson, Einar á Geldingalæk, sfra Þorst. Benediktsson, Björn Jónsson, Jón Ölafsson, H. Hafstein, síra Kjartan Einarsson, Þórður í Hala, Sigurður á Selalæk (frá Helli) og Björgvin sýslu- m. Vigfússon. Á móti frumv. töluðu þeir Þ. í H., B. J. og S. á Selal., hinir með. Fundurinn stóð frá kl. 12 til 7V2 um kvöldið og var þá meira en helmingur fundarmanna farinn, en þar voru talsvert á annað hundrað kjósenda. Svohljóðandi tillaga var borin upp í fundarlok: „Fundurinn telur óráðlegt að hafna kostum sambandslagafrumvarpsins". Hún var samþykt með 26 atkv. gegn 15. Fundur þessi er í þeitn hluta sýsl- unnar, er talinn hefur verið öðrum fremur á bandi stjórnarandstæðinga. Á morgun er fundur á Seljalandi. Þangað hafði B. J. ætlað. En Jón Ól- afsson kom heim snemma í morgun og ráðherra er væntanl. heim í dag. Björn hafði verið mjög æstur á fund- inum og slegið út í fyrir honum, en varla getur hann haft von um betri för til Seljalands. Með honum er mið- ill hans, Guðmundur, en hinn miðill- inn, Indriði, er á ferð með Einari Hjörleifssyni um Norðurland. ísland erlendis. Próf í lögum við háskólann í K.- höfn hefur Lárus Fjeldsted tekið með 2. eink., en í læknisfræði, fyrri hluta, Guðmundur Thoroddsen með I. eink. Dáinn er nýlega í Khöfn Sigurður Eiríksson, gamall smiður íslenskur, er lengi hefur dvalið í Danmörku, og var kvæntur danskri konu. Vestanblöðin. Mótstöðumennsam- bandslagafrumvarpsins eru að vitna í þau sjer í hag. Og það er satt, að komið hafa fram greinar í Vestan- blöðunum móti málinu, en þær grein- ar sýna líka flestar, að höfundarnir skilja ekkert í því, sem þeir eru að skrifa um. Líklega hafa þeir, þegar þeir skrifuðu, ekkert haft fyrir sjer hjeðan að heiman annað en fyrstu rangfærslur ísafoldar. En hljóðið í Vestanblöðunum mun breytast, þeg- þau hafa kynt sjer málavöxtu. Síð- asta blað af „Heimskr.", sem hing- að er komið, og er frá 18. f. m., sýnir, að hún er þá farin að átta sig. Hún tekur upp greinar eftir ýmsum Ameríku-blöðum um málið og sýnir með þeim, að þau telja ísland hafa unnið mikinn sigur með sambands- lagafrumvarpinu. Svo bætir ritstj. „Heimskr." við frá sjálfum sjer: »Þessar greinar, eins og margar aðrar í hjerlendum blöðum um hið sama efni, sýna glöggt, að íbúar þessa lands fylgjast með athygli og ánægju með í málum Islendinga, að því er snertir sjálfstórnarbaráttu þeirra, og það veldur Ameríku og enskumælandi mönnum yfirleitt hinnar mestu gleði, að vita, að ís- landi verður ágengt í þessari baráttu. Ameríkumenn kunna öllum þjóðum betur að meta þjóðlegt sjálfsforræði. Þeir hafa sjálfir gengið í gegnum sama hreinsunareldinn, þó nokkuð á annan hátt en íslendingar, og þeir báru fullan sigur úr býtum, og af sætleik þess sigurs hafa þeir neytt um meir en aldar skeið. — Þess vegna er það eðlilegt, að þeir allra þjóða mest sam- fagni hverju því spori, sem Islend- ingar fá stigið til stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Vjer teljum mjög tví- sýnt, að Vestur-íslendingar sjálfir láti sjer nokkuru annara um hagi Islands í þessu efni, heldur en helft- in af hinum mentaðri hluta ensku- mælandi manna í þessari álfu“. Dr. W. t. Knebel. Svo hjet þýski jarðfræðingurinn, sem druknaði í Öskju siðastl. sumar, ásamt öðrum manni þýskum. Nú nýlega eru unn- usta hans, frk. Ida Grumbkow, og ungur, þýskur jarðfræðingur, H. Reck, komin hingað til að leita hans og farin norður í Öskju. Svo virðist sem eitthvað þyki þeim ískyggilegt um dauða þeirra fjelaga, því frk. Grumekow segir, að eftir fregnunum eigi þei'r að vera dauðir nálægt 10. júlí, en að böggull hafi fundist í koff- orti dr. K. með ljósmyndaplötum, sem á hafi staðið 23. og 24. júlí 1907. Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur hefur ritað um sambandslagafrum- varpið í „Háskólablaðið" danska 5. f. m. Glímumennirnir. 4. þ m. eru þeir í Edinborg. Tvö blöð þar flytja þá langar greinar um för þeirra. Það eru „Edinburgh Evening News“ og „Evening Dispatch". Þau lýsa ís- lensku glímunum eftir viðtali við Jóhannes Jósefsson og hið fyr- nefnda flytur myndir af þeim Hallgr. Benediktssyni, en hið síðarnefnda af Jóhannesi einum. Á laugardaginn var glímdu þeir í Lundúnum. Reykjavik. Druknun. Á sunnudaginn var druknaði Ingimar Hoffmann trjesmiður í sundlauginni hjer austan við bæinn; hafði fleygt sjer í laugina, en verið ölvaður, og hefur að líkindum fengið krampa. Hann lætur eftir sig ekkju og tvö börn ung. Próf í læknisfræði tók hjer í síð- astl. mánuði Sigvaldi Stefánsson, með 2. eink. Franska skemtiskipið, sem um er getið í síðasta blaði, kom hingað í síðastl. viku og hefur legið hjer á höfninni síðan, en frú Heriot og gestir hennar eru á ferð austur að Geysi og Gullfossi. Höfðinglegar gjaflr fengu ýmsar líknarstofnanir hjer hjá þýsku ferða- mönnunum á „Grosser Kurfúrst" um daginn, svo sem holdsveikraspítalinn, berklaveikishælið o. fl., samtals um 1700 kr., og gáfu sumir gestanna IOO—200 rm. Frá útlöndum hafa nýlega komið: E. Claessen yfirrjettarmálaflm., M. Blöndahl framkvæmdarstj., D. Öst- lund ritstjóri (frá hástúkuþingi í Was- hington í Bandaríkjunum), E. Cortes yfirprentari, H. Bryde stórkaupm., Ó. Ólafssen konsúll, frúrnar E. Lund og Chr. Bjarnhjeðinsson, Þorkell Þor- kelsson kand. mag. og síra Hafsteinn Pjetursson frá Khöfn (á leið til Húna- vatnssýlu, í þingmenskuerindum að sögn). „Oceana“, þýska skemtiferðaskip- ið, sem hingað hefur áður komið, kom á föstudagskvöldið með 320 far- þega, og voru þeir hjer í landi á laugardaginn. Það hjelt síðan norður á bóginn, somu leiðina og „Grosser Kurfúrst", eða þar um bil. Bæjarstjórnin. Fundur 2. júlí. Samþ. að breyta í byggingarlóð 2 blettum úr erfðatestulandi Matth. Matthíassonar kaupm., meðfram Óð- insgötu 720 feral. að stærð, og með- fram Skólavörðust. 350 feral., er hann selur á I kr. 60 au. feralin. Samþ. að sundkensla og sundeftir- lit fari fram til 15. ág. bæði fyrir pilta og stúlkur: . tyrir fjelagið „Ið- unn“ frá kl. 7—9, annað kvenfólk frá 9—12, en fyrir pilta úr því, og að borga Páli Erlingssyni 100 kr. og frk. Ingibjörgu Brands 50 kr. fyrir starf þeirra þetta tímabil. Jafnframt skorað á veganefnd að taka til íhug- unar, á hvern hátt hreint vatn gæti fengist í sundlögina og aðrar um- bætur á henni. Skýrt frá, að vatnsveitunefnd hafi ákveðið að gera skúr til áhaldageymslu og dvalar starfsmönnum í Rauðhól- unum og smábrýr yfir árnar, þar sem þörf er á. Sömul., að ákveðið hafi verið út- Jlýja ljismyniastoju hefur Magnús Gíslason sett á stofn í Bankastræti 14. Lágt verð, vönduð vinna og fljót afgreiðsla. boð á grefti fyrir pípum innanbæjar, og að gefa húseigendum kost á, að bæjarstjórn láti koma fyrir pípum frá aðalpípunum inn í húsin og um þau á kostnað húseigenda, og skyldi leggja fram lista, er þeir geti skritað sig á, sem þessa óska. Bæjargjaldkera leyft að hafa skrif- stofu fyrst um sinn á Laugaveg 11. Fátækrafulltrúar skipaðir Gísli Jóns- son kaupm. og Árni Einarsson versl- unarmaður í stað Jóns Eyjólfssonar og Bjarna Jónssonar. Brunabótav. samþykt á íshúsi P. J. Thorsteinssonar og Co. við Tjarn- arg. 4580 kr. Tollsvikin hjá Brauns verslun „Hamborg", sem um var getið í síð- asta blaði, reyndust vera þau, að hún , hafði fengið 162 ‘g af vindlum og 19 ® af vindlingum, sem ekki var sagt frá til tollsálögu. Verslunin fjekk 400 kr. sekt og verður að borga þre- faldan toll, en hann er 1337 kr. Gerill í ísaf. Maddama ísafold dregur víða að föng til bús síns. Nú ber hún á borð þann vísdóm, og segir hann sendan sjer beint frá Parísar- borg, að „holdsveikisgerillinn sje fund- inn“, og rekur hún heimildir að þessu tii franskra og enskra vísindarita. En þessi vísdómur er reyndar ekki nýrri en svo, að milli tíu og tuttugu ár eru nú síðan holdsveikisgerillinn fanst. Sá, sem fann hann, var frægur læknir norskur.og hefði líflæknir mad- dömunnar, Jensen hinn norski, því fremur átt að vita þetta. En úr því að maddaman er nú farin að snúa athygli sinni að gerlatræð- inni, þá ætti hún fyrst og fremst að reyna að finna ósannindagerilinn í sínu eigin holdi. Ástæðan. Nýlega hatði einn af góðkunningjum „ísafoldar" komið inn á skrifstofu blaðsins, og kvartað um, að sjer og fleirum þætti leiðinlegt, að blaðið væri alveg hætt að færa ástæður eða röksemdir fyrir máli sínu. Ritstjórinn neitaði ekki, að svo væri, en hafði sagt, að ástæðan væri sú, að allir þeir, sem þá aðferðina vildu hafa, væru nú búnir að yfirgefa sig, en hinir, sem eftir væru, vildu ekkert annað hafa en þetta. Gantli sáttmáli — nýi sáttmáli heitir ritlingur, sem nýkominn er út, eftir Jón Jónsson sagnfræðing, og líka er prentaður í heilu lagi í „Reykja- vík“ í gær. Höf. sýnir fram á, að sambandslagafrumvarpið, sem hann kallar „nýja sáttmála", færi okkur öll þau rjettindi, sem „Gamli sáttmáli" áskilji okkur, og meira til. Frá útlöndum komu í gær Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur, E. Schou bankastjóri, Ól.J. Ólafsson tannlæknir frá Chicago og kona hans o. fl. Pýskir ferðamenn, 22 að tölu, komu með Sterling. Þeir eru í ferða- mannafjelaginu „Norður“ (Norden) í Hamborg, og stendur tungumálakenn- ari Peter Heinsen fyrir ferðinni. Hann hefur áður í sumarleyfinu farið nokkr- um sinnutn tneð ferðamenn til Nor- egs og einnig til Ítalíu. Ef ferðin gengur vel, ætlar hann oftar að koma með ferðamenn til íslands um há- sumarskeið, í því 5 vikna sumarleyfi,

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.