Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.11.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 11.11.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 207 Yfirsetukona, Kristín Jónsdóttir, (hefur tekið próf í Kaupmannahöfn) er sest að í Vesturbænum, býr í húsi nr. 8 við Stýrimannastíg. Það er full ástæða til að skora á betri blöð íslendinga um að hrista af sjer þess konar náunga sem þenn- an símafrjettarmann — um hin blöð- in tala jeg ekki; þar fer saman kall og kýll. Betri biöðin geta ekki hlítt því, að hafa falsara fyrir frjettasím- endur. Khöfn, í október 1908. Finnur jónsson. P. S. Mjer hefur dottið í hug, að hin umræddu orð eigi að skilja svo: ,,F J. ræður D. frá minstu = ræður til mestu breyt. “ — og væri það ekki fjarri öllu lagi En það mun víst ekki vera meiningin, enda hafa orðin ekki verið skilin svo. jjrotnar vatnsveitupípur. A borgarafundi þeim er haldin var í Báruhúsinu sunnudaginn 8. þ. m. gat einn af fundarmönnunum um, að eftir að við Valintínus Eyjólfsson, sem höfðum tekið í akkorði af Vatns- veitunefndinni að flytja rörin frá Rauð- arárholti og upp undir efri veiði- mannahús, höfðum lokið flutniugn- um, hafi Ingimundur frá Bergstöðum flutt á það sama svæði rör, sem hann hafi sagt að ættu að koma í st.að brotnu röranna. Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing viðvíkjandi þessum siðari röra- flutning, vil jeg leyfa mjer að skýra það mál með eftirfarandi línum. Við, sem rörin fluttum, vissum það fullvel, að nokkur af rörunum voru sprungin í mjórri endann, sömuleiðis vissi það hr. verkfr. Knud Zim- sen ásamt hr. Einari Finnsyni, sem þá hafði fyrirvatnsveitunefndarinnar hönd eftirlit með pípu-flutningnum. Hr. Zimsen ætlaði í fyrstu ekki að láta flytja sprungin rör inn á þetta svæði, en eftir að hann hafði talað við hr. Hansen um þetta, kom þeim saman um, að rör með smá sprungum mætti flytja, þar eð það væri innan handar fyrir þann, sem rörin legði, að saga sprunguendana af, og væru þá rörin eins góð eftir, nema hvað þau styttust, eftir því hvað sprungurnar væru langar. Þegar byrjað var að leggja rörin, kastaði lagningamaðurinn sprungnu rörunum burtu og Ijet flytja til sín ósprungin rör; en jafnskjótt og Zim- sem komst að því, skipaði hann svo fyrir, að sagað væri af rörunum, og eftir það voru öll sprungnu rörin notuð, og innanhandar mun hverjum af þeim mönnum, sem ekki trúa nema þeir taki á, að fa að sjá flesta af þessum bútum. Jeg þykist ekki þurfa aðeyða fleiri orðum um þetta; vonast til, að þeir, sem kunna að hafa haldið að við Valintínus höfum með illri með- ferð brotið rörin, geti, eftir að þeir hafa iesið þessar línur, sjeð, að svo hefur eigi verið. Aður en jeg enda þessar línur, á lít jeg mjer skylt að taka það fram, að þau afskifti, sem hr. Zimsen hafði af verki því, sem við Valintínus höfð- um með höndum, virtust benda á, að hann gerði sjer alt far um að það væri vel og sem ódýrast af hendi leyst fyrir bæinn. Rvík IO/u '08. Dan. Daníelsson. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 5. nóv.: Taft kosinn Banda- ríkjaforseti. Hlaut 202 kjörmenn. Bryan 181. Khöfn 10. nóv.: Hermann Bang (segir í blaðinu) „Köbenhavn", að Danir sjeu ókunnugir ástandinu (á ís- landi) og nefndarmenn hafa ekki sagt fullar kröfur íslendinga. Haf steini bar (segir hann) að koma strax á konungsfund. Hann (H. B.) hvetur Neergaard til að bjarga^því, sem bjargast megi af heild konungsríkis- isins. Forsetakosning í Bandaríkjunum hefur verið sótt með áköfu kappi á báðar hliðar. Taft var alment spáð sigri, eins og rjett hefur nú reynst. Fremstur í flokki af stuðningsmönn- um hans var sjálfur fyrirrennari hans, Roosevelt forseti. Um þá Taft og Bryan hefur áður verið skrifað hjer í blaðinu, þegar þeir voru útnefndir forsetaefni. Þó »Lögr.« flytji blaðaskeytið frá í gær, þá ábyrgist hún alls ekki, að það flytji sannleika, og getureinsvel trúað, að það sje rangfærsla á um- mælum H. B. og útúrsnúningur. En hvort sem svo er eða ekki, þá eru ummælin öldungis ómerkileg og gera hvorki til nje frá. H. B. er enginn stjórnmálamaður og orð hans um þau efni hafa litla þýðingu. Hins má geta, að blaðið „Köbenhavn" flutti ekki alls fyrir löngu ritstjórnargrein, sem tók alt öðruvísi í málið en H. B. Andatruboð. Þeir eru nú nýkomnir heim úr andatrúboðsför um Vestfirði Einar Hjörleifsson, æðsti prestur andatrúar- manna hjer, og Indriði Indriðason miðill. Þeir hafa haldið fyrirlestra og andasýningar víða í kauptúnum vestanlands, og á andasýningunum hefur alstaðar verið með þeim til að- stoðar Skúli Thoroddsen alþingis- maður. Samkomum þeirra hefur verið svo háttað, að fyrst heldur Einar Hjör- leifsson fyrirlestur, eða les eitthvað upp, og kostar inngangurinn þá 60 au. En að þeirri skemtun lokinni býður hann þeim af áheyrendunum, sem þess óski, að sjá andasýningar. Verður þá hver, sem þessa óskar, að bæta við í buddu þeirra Indriða 5 kr. Þeir kvað hafa náð saman tölu- verðu fje á þessu ferðalagi. „Vestri" segir, að á ísafirði hafi verið um 20 menn á andasýningu hjá þeim, og álíka margir í Bolungarvík. Aðrir, sem að vestan komu með þeim Ein- ari, segja, að miklu fleiri hafi sótt sýningarnar á báðum þessum stöð- um. Á Bíldudal og í Stykkishólmi gáfu sig einnig svo margir áhorfend- ur fram, að sýningar voru haldnar á báðum þeim stöðum, en á Patreks- firði varð hluttakan svo lítil, að þar varð ekkert úr sýningu. Einhverjir þar í kaupstaðnum höfðu þó, hvort sem það var nú í gamni eða alvöru, sent mann eða menn á fund Einars, til að orðfæra það við hann, hvort þeir fjelagar ætluðu ekki að hafa þar andasýningu. Einar lagði undir flatt og svaraði seint og hátíð- lega, að miðillinn hefði haft langa og erfiða sýningu á Bíldudal kvöldið áður og mundi því vera þreyttur. Þó kvaðst hann skyldu spyrja hann, hvort hann treysti sjer til þessa, en án hans samþykkis vildi hann engu lofa. Nú var náð í Indriða, og töl- uðust þeir Einar einslega við. Að því búnu kom Einar aftur fram, sagði, að miðillinn vildi ráðgast um þetta við andana og spurði, hvort ekki væri hægt að ljá honum herbergi, sem hann mætti vera einn í um stund. Það var auðsótt, og var miðillinn nú lokaður einn inni í herberginu. Þegar hann kom þaðan, átti hann enn launtal við Einar, og að því loknu skýrði Einar frá, að reyndar þætti öndunum miðillinn ekki vera sem best á sig kominn nú, en samt leyfðu þeir honum að halda sýninguna, „ef það væri almennings vilji þar á Pat- reksfirði". Um kvöldið hjelt svo Einar fyrirlestur sinn, og mun hafa rýmt vel til í pússi sínum á undan fyrir væntanlegum fimmkróna-seðlum. En það fór þá svo, að nær enginn vildi sjá andana, og varð ekkert af sýningu. Þessi saga er höfð eftir manni, sem staddur var á Patreksfirði jafnframt þeim Einari og Indriða. Á andasýningunni í Bolungarvík kvað hafa gerst viðburður, sem verð- ur er þess, að honum sje á lofti haldið. Rjett áður en þeir Einar og Ind- riði lögðu á stað í leiðangurinn vestur, kom sú fregn austan yfir fjall, að látinn væri Þórður fyrrum alþingis- maður í Hala, og komst þessi fregn, þótt síðar reyndist ósönn, í nokkur blöð hjer. Nú segir maður, sem að vestan kom með þeim Einari og Ind- riða, að Þórður hafi birst hjá þeim á andasýningu þar vestra, og heldur að það hafi verið í Bolungarvík, en hverjar frjettir hann hafi sagt af líð- an sinni yfir í andaheiminum, veit maðurinn ekki. En þegar þeir fje- lagar, andatrúarpostularnir, voru á Patreksfirði á suðurleið, frjettu þeir, að Þórður í Hala væri enn lifandi. Maður, sem þangað kom hjeðan og heyrt hafði getið um viðtal þeirra við framliðinn anda Þórðar vestra, sagði þeiin þar söguna. Þeim hafði orðið við eins og helt væri yfir þá ísköldu vatni. „Það er ómögulegt!“ hafði Indriði miðill sagt (þ. e. að Þórður í Hala væri lifandi) og gengið burtu náfölur. Um hluttöku Skúla Thoroddsens í andasýningum þessum er það sagt, að hann hafi haldið niiðlinum með- an á sýningunum stóð, til þess að geta á eftir borið um það frammi fyrir þeim, sem sýningarnar sóttu, að miðillinn hefði ekki með höndum eða fótum framkvæmt þau undraverk, sem í myrkrunum gerðust. „En hvar er Einar þá, meðan þetta gerist?" sagði maður einn við Skúla. „Einar? — Hann er að rannsaka fyrirbrigðin", hafði Skúli svarað. Þegar Skúli kom til skips eftir sýn- inguna í Stykkishólmi, segist einn farþegi hafa spurt hann, hvernig gengið hefði þar. „Aldrei eins vel og nú í kvöld", hafði Skúii svarað. Síðan segir mað urinn, að hann hafi sagt sjer, að stóllinn með miðlinum á, hafi liðið upp undir loft í herberginu, þótt hann sjálfur reyndi af öllu afli að halda honum niðri. I sumar voru þeir Einar og Ind riði lengi á ferð um Norðurland, og hjeldu þá andasýningar bæði á Akur- eyri og á Húsavík. Á þeim stöðum baðum höfðu aðgöngumiðarnir kost- að 10 kr. Á Akureyri þótti það merkilegt, að Stefán kennari Stefáns- son fjekk ekki að kaupa sig þar inn á sýninguna. Sömuleiðis hafði frú Bríetu Bjarnhjeðínsdóttur verið neitað um það á Húsavík, en hún var þar stödd jatnframt þeim Einari og Ind- riða. Einhverstaðar á Mýrunum, og ef til vill víðár, hafa þeir líka haft sýningar. En því halda ekki mennirnir þessar gróðasýningar hjer í Reykjavík, þar sem líkindin eru mest til, að þær verði vel sóttar ? Svo spyr nú marg- ur maður, og er ekki undarlegt. Þykja þeim þessar sýningar boð- legar fyrir peninga úti um land, en óboðlegar hjer? Eða, hvað er það? Eðlilegasta skýringin er það, að miðillinn þori ekki að halda hjer op- inber?ff sýningar, treysti list sinni síður hjer en annarstaðar, nema inn- an safnaðar trúaða fólksins. Nú er andakuklið orðið E. H. að atvinnu. Svo langt er háðungin kom- in. Og telja má víst, að hann geri sjer vonir um trúboðsstyrk frá næsta þingi, að flokksaginn verði svo mik- ill, að þeir Skúli og Björn geti komið öðru eins í kring. E. H. blygðast sín ekki fyrir neitt af því tægi. Hann befur leikið sjer með Björn gamla hjer, og nú hefur hann að sögn alveg náð yfirtökunum á Skúla fyrir vestan. En að maður, sem sumir ætlast til að taki innan skams við æðsta embætti landsins, skuli geta látið það spyrjast um sig, að hann lafi eins og lóðadrellir aftan í andáloddara í pakkhúsum til og frá um landið — það er auma haðungin! Reykjavik. Landsyilrdómurinn. Um 2. með- dómaraembættið þar sækir Halldór Daníelsson bæjarfógeti. Aðrir sækja ekki. „Óöinn“. Októberblaðið flutti myndir af þessum mönnum: J. Hav- steen etazraði á Oddeyri, Brynjólfi Jónssyni skáldi frá Minna-Núpi, dr. P. Pjeturssyni, síra Þorsteini Þórar- inssyni í Heydölum og Abdul Hamid Tyrkjasoldáni. Frá fjallatindum til fiskimiða. Ur Snðurmúlasýsln er skrifað 28. okt.: „----Hjer hefur verið fá- dæmavotviðrasamt síðan um miðjan september; elstu inenn muna ekki eftir öðru eins vatnsflóði; allar spræn- ar ófærar og menn hafa ekki getað smalað fjöllin vikum saman fyrir vatnavöxtum. Stafafellsmenn lágu 14 daga í gangnakofa í Kollamúla langt upp með Jökulsá í Lóni. Þeir voru 7 eða 8 í hóp. Fnjóslíárbrúin er nú fullgerð og umferð byrjuð um hana, segir „Nl.“ 17. f. m. Slofa brann í haust á Brúarlandi í Deildardal og þar inni ýmsir fjemæt- ir munir. Hússtjórnarskólinn á Akureyri. Þar eru í vetur 23 stúlkur. Madur drukknaði af mótorbát úr Bolungarvík 29. f. m. Báturinn kom innan af ísafirði og datt maðurinn

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.