Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 27.01.1909, Side 3

Lögrétta - 27.01.1909, Side 3
L0GRJETTA. 15 Roosevelt, og Bandaríljaþingið. I símskeyti hjer í’ blaðinu var ný- lega getið um ákæru hans gegn þing- mönnum fyrir óheiðarlegt fjárbrall. Frá þeirri viðureign skýra útlend blöð á þessa leið: í desember sendi hann þinginu (congress-deildinni) ákæruskjal, fann að ýmsum gerðum þess og nefndi margt til dæmis um, að það hefði komið í veg fyrir endurbætur, er hann hefði viljað koma fram. Þar á meðal sagði hann, að þingið hefði veikt leynilögregluliðið, þótt glæpa- verkin fari vaxandi. Og hvernig stendur á því, að þingið hefur veikt leynilögregluna? segir forsetinn. Það er af því, að leynilögreglan var komin vel á veg til að fletta ofan af megnri sviksemi og óreiðu, sem sumir af þingmönn- unum voru við riðnir. Þegar hann tjekk vitneskju uin þetta, segist hann hafa gefið lögreglunni skipun til að hafa eftirlit með þingmönnunum og ransaka málið með leynd. Sú ran- sókn hefði leitt fleira í ljós, en sig hefði grunað. Þar hefði verið flett ofan af óreiðu og spillingu, sem varla ætti sinn líka. En er þingmenn hefðu sjeð, að þeir voru undir ransókn, þá hefðu þeir flýtt sjer að veikja leyni- lögregluliðið, því að þeir, sem sekir voru, vildu hafa næði til að halda fjársvikum sínum áfram. Þetta atriði í skjalinu hafði þau á- hrif, að þingmennirnir urðu æfir og hver af öðrum velti sjer yfir forset- ann með þeim verstu orðum, sem enskan á til. Málið var fyrir þinginu 8. þ. m. þingið bað forsetann, að færa sönnur á mál sitt. Hann sendi því þá nýtt skjal og vísaði í ýmsar ræður, sem haldnar höfðu verið á þinginu. Nefnd, sem skipuð hafði verið í málið, ljet uppi það álit, að ákærur forsetans væru á engum rökum bygðar og þingdeildin neitaði að taka til með- ferðar mál, sem misbyði sóma hennar. Síðustu fregnir að vestan segja, að ákærur forsetans miði sjerstaklega að manni einum í öldungadeildinni, er Tillmann heitir og sje flæktur við ískyggilegt jarðakaupamál í ríkinu Oregon. Fjármálanefnd þingsins hefur enn skipað þriggja manna nefnd til að ransaka málið. Frí fiaMiÉi til Míéíl u Úr Mývatnssveit er skrifað 3°/u: »Aðalfrjettirnar hjeðan eru þessi inn- dæla tíð, sem verið hefur í sumar og haust og þetta fram ájveturinn; svo góð og blíð, hretalaus og hagstæð, að elstu menn muna eigi jafn gott sum- ar. Ennþá er eigi nema lítið snjó- föl á jörðu, og varla hestís á vötn- um og mýrum; fje liggur úti, ekki einu sinni farið að taka lömb. Sunnud. 27. sept. var dumbungs- veður á landsunnan, mistur og mekk- ir, og roði mikill fyrir sólu, þegar sá til hennar. Var þetta líkast eld- móðu, enda þóttust menn verða var- ir við öskufall þennan dag, einkum fram til fjalla. Mikið vorum við búin að þrá lækn- inn, sem loksins kom í þessum mán- uði, því að altaf var hættan og hræðslan við barnaveikina\ sex sinn- um frá því í sumar búið að sækja lækni út á Húsavík, og gat hann altaf hjálpað vel og fljótlega með serum. Mikið frábærlega reynist það meðal. Annars hefur heilsufar verið ágætt. Fje reyndist með vænsta móti. Dilk- hrútur lagði sig 50 pd. kjöt, 10 pd. mör. Hrútur fjögra vetra vegur 250 pd., annar 237 pd." Bátur fórst á miðvikudagskvöld- ið var, á leið frá Reykjavík og upp á Kjalarnes, með 5 manns. Kl. nálægt 3 um daginn gerði á- kafa hvassviðrisroku og skall hún mjög snögglega á. Áður hafði ver- ið hægur vindur. Bátur þessi af Kjalarnesinu hafði siglt hjeðan og var kominn nær lendingu hjá Salt- vík, er bylurinn skall yfir með hríð- arjeli. Sást til bátsins frá Esjubergi, en í jelinu hvarf hann, og er því ljetti, var hann horfinn. Rak bátinn síðan upp með einu líki í, en hin eru ófundin. Á bátnum voru : Guðmundur hreppstjóri Kolbeins- son á Esjubergi, duglegur bóndi, hálf- fimtugur að aldri. Hann lætur eftir sig ekkju og 9 börn, sex af þeim innan íermingar. Árni Björnsson bóndi í Móum á Kjalarnesi, rúmlega sextugur að aldri, einnig vel metinn maður. Börn hans eru upp komin flest. Tvær stúlkur, Sigurlína ogjónína, dætur Sigurðar sál Jónssonar frá Salt- vík, er druknaði á Kollafirði fyrir nær 13 árum. Þær systurnar áttu nú heima hjer í Reykjavík. Magnús Sveinsson, unglingspiltur aí Seltjarnarnesi. Það var lík hans, sem í bá'tnum rak. Laust prestakall. Desjarmýri: Desjarmýrar (nú Bakkagerðis), Njarð- víkur og Húsavíkursóknir í Norður- Múlaprófastsdæmi. Auglýst 20. jan- úar 1909. Umsóknarfrestur til loka marsmánaðar þ. á. Veitist frá far- dögum næstkomandi. Fæddir, fermdir, dánir, giftir 1907: Samtala fæddra sveina og meyja á árinu er 2370. Af þeirri tölu 66 andvana. Röskur 10. hlut- inn óskilgetinn. Fermdir voru 1802. Hjónabönd 495. Dánir alls 1462. í Hólmaprestakalli andast karlmaður, sem er kominn yfir 95 ár og í Mikla- bæjarprestakalli kona á sama aldri, hvorugt þó náð 100 árum. Voveif- lega dánir alls 89, og hafa 12 af þeim fyrirfarið sjer. Drukknað hafa 55 karlmenn. Hið mikla mannskaðaár næst á undan drukknuðu 127, þá fórust 100 í sjó í aprílmánuði. En alls dóu mun færri árið 1906, ekki nema 1276. Inn í þetta yfirlit 1907 vantar frí- kirkjusöfnuð Reyðarfjarðar. Skýrslur eigi fengist þaðan. — Eru fyrir aust- an landslög og rjett? (N. Kbl.) Marteinstungukirkja í Holtum fjekk fríða jólagjöf að þessu sinni. Drotning vor sendir henni altaris- töflu. Myndin er af Jesús í Getse- mane, allstór um sig. Anker Lund hefur málað; á hann fleiri altaristöfl- ur hjer á landi. Hjer á árunum gaf Lovísa, drotning Kristjáns IX., altaris- mynd í Eyrarbakkakirkju og hafði hún sjalf malað. Sjera Jón heit. Björns- son hafði gengið fyrir drotningu. Kirkjubóndinn í Marteinstungu reit „Lovísu drotningu Karlsdóttur" beina leið. Slíkt bónakvabb ætti að vera sem allra sjaldnast, og ýmsir kunna að segja, að það ætti ekki að eiga sjer stað. En maklegt er þó að geta þess um Krisján bónda Jónsson í Marteinstungu, að honum hefur far- ist vel við kirkju sína, reisti hana fyrir 12 árum, og kirkjan er í ágætu standi og skuldar honum urn 1V2 þús. kr. (N. Kbl.). Botnvörpungur fórst framundan Kotvogi á Reykjanesi í ofviðrinu á miðvikudaginn var, sama bylnum, sem sökti Kjalarnessbátnum. Botn- vörpungurinn var þýskur og hjet Grúnland. Menn komust allir af, en skipið er mjög brotið. Um Strandasýslu sækja, auk þeirra sem taldir voru í síðasta blaði: Bjarni Þ. Johnson kand. júr. og Karl Einarsson aðstoðarm. í stjórnarráð- inu. Dularfull fyrirbrigði. Smásaga eftir Berthu von Suttner. (Niðurl.). ----- Næsta kvöld varð jeg órólegur, eins og venja var til, rjett áður en hljóðið kom. Þetta er byrjun til sjúkdóms og hljóðið ekkert annað en eyrnasuða, hugsaði jeg með sjálfum mjer. Hugsun- arhátturinn hjá mjer var eins og hjá yð- ur, læknir. Jeg sá, að eitthvað yrði þá að gera og gekk út úr húsinu. Utan her- bergis míns hatði jeg ekki heyrt hjóðið áður. Þetta kvöld var bjart tunglskin. Öll trjen í skóginum voru þakin snjó. Jeg gekk hratt og kom á veg, sem lá upp á hæð, sem sjá mátti af yfir vítt svæði. Jeg hugsaði rojer, að þar uppi hlyti að vera mjög fagurt í tunglskininu. En mjer brást sú von. Þegar jeg kom upp á hæðina, hafði dregið fyrir tunglið og var orðið .dimt. Þar uppi á hæðinni var lítil, hvít kapella, og í myrkrinu glórði í múr- inn. Annars var þar ekkert að sjá. Alt í einu varð jeg var við sömu óróna hjá mjer, sem ætíð hafði verið fyrirboði leynihljóðsins heima í herbergi mínu. Jeg fjekk hjartslátt, nam staðar og hlust- aði. Svo liðu nokkrar mínútur, en alt var hljótt. Þá kallaði jeg hátt: „Jó- hannal" Ekkert hljóð svaraði. En þeg- ar jeg leit upp, sá jeg ljósglampa frá glugga í kapellunni. Jeg gekk ósjalfrátt í áttina til þess, eins og jeg væri leidd- ur þangað, en var þó jafnframt hálf- hræddur. Dyrnar á kapellunni voru hálfopnar. Jeg opnaði þær alveg og gekk inn. Þegar hjer var komið þagnaði pró- fessorinn um stund. Þá vildi líka svo til, að ský dró fyrir tunglið, svo að al- myrkt varð í garðinum. Öll skilyrði voru fyrir því, að saga prófessorsins hefði sem mest áhrif. Flestir af tilheyrendunum sátu líka eins og á nálum. En þó ekki allir. Læknirinn var rólegur. Og Knút- ur og Gyða líka. En vera má, að það hafi verið af því, að þau hafi haft ein- hver sjerstök not af myrkrinu. Prófessorinn byrjaði aftur og talaði lágt. „Jeg fór inn“, sagði hann. „í kapel!- unni var glóbjart, og þó logaði þar ekki á neinu ljósi. Ljósið þar inni líktist engu öðru ljósi, sem jeg hef sjeð, frem- ur en hljóðið heima í herbergi mínu öðru hljóði. Þetta var ljósalda frá öðr- um heimi eins og hitt var hljómalda þaðan. „Jóhannal" kallaði jeg, og Ijósið varð óðara hálfu bjartara en áður; það gekk í öldum 1 kringum mig, eins og það vildi faðma mig að sjer eða kæfa mig. Jeg lokaði augunum og fjell með- vitundarlaus niður. Þegar jeg kom til sjálfs’míns aftur, var kominn morgun. Jeg flýtti mjer heim og tók inn stóran skamt af kfnín". „Það hefði jeg líka ráðlagt yður að gera", sagði læknirinn hálfhátt. En prófessorinn hjelt sögunni áfram. „Alt, sem komið er", sagði hann, „gæti efagjarn maður skýrt svo, að jeg hefði verið sjúkur, þegar það kom fyrir. Og þar við vil jeg bæta því, að harmónfið heima hjá mjer fór einu sinni að spila sjálft og óhreyft uppáhaldslag Jóhönnu heitinnar. Jeg sá glögt, hvernig nóturn- ar á því hreyfðust. Alt þetta gæti efa- gjarn maður skrifað á reikning sjúkdóms- ins. En það, sem jeg á eftir að segja, mótmælir algerlega þeirri skýringu. Þessi dularfulli hljóðfærasláttur, sem jeg hef lýst, var endurtekinn hvað eftir annað í vinnuherbergi mínu, og ljósið frá kapellunni sá jeg hvað eftir annað í svefnheibergi mínu. Loks rjeð jeg af, að draga mig út úr einverunni, því jeg var hræddur um, að jeg misti vitið. Jeg fór þá aftur heim í fyrri bústað minn í borginni og Birgitta gamla með mjer. Alt, sem jeg hafði flutt með mjer út í veiðimannahúsið, flutti jeg nú heim aft- ur. Jeg tók aftur að gegna embættis- störfum mínum, en hafði þó að öðru leyti lítið samneyti við aðra menn. Að nokkrum tíma liðnum hætti jeg að verða var við hið óskiljanlega hljóð og ljós. Svo leið eitt ár. Þá var jeg staddur í samkvæmi að kvöldi dags, og þar voru meðal annars sagðar draugasögur. Jeg var spurður, hvað jeg segði um þau mál. „Jeg trúi ekki á neitt slíkt", svaraði jeg. Þetta sagði jeg í fullri alvöru, því jeg hafði fyrir löngu talið mjer trú um, að fyrirburðirnir í veiðimannahúsinu væru ekki annað en grilluspuni sjúks heila. En jafnskjótt sem jeg slepfi orðunum, heyrði jeg aftur gamla, óskiljanlega hljóð- ið og sá aftur ljósið frá kapellunni. „Hvað var þettal" kölluðu allir, sem við voru. Þeir höfðu allir bæði sjeðog hevrt það sama og jeg. Frá þeirri stundu hef jeg trúað, og síð- an jeg varð trúmaður hefur ekkert fyrir mig borið af þessu tægi. Jóhanna hafði komið fram áformi sínu". Með þessum orðum lauk prófessorinn sögu sinni. Tunglið var aftur komið framundan skýinu og aftur orðið hálfbjart í garðin- um. Allir þögðu stundarkorn eftir að prófessorinn hafði lokið sögunni. Svo ljetu allir í ljósi álit sitt á henni, nema læknirinn. Hún var ryfjuð upp á ný, og hvert einstakt atriði tekið til umræðu út af fyrir sig. Þorvaldur hjelt því fram, að í henni væru fullar sannanir fyrir sínu máli og barði niður öll mótmæli. „Jeg vil fá leyfi yðar til að senda sög- una einhverju tímariti", sagði hann við prófessorinn. „Þá verður hún prentuð upp í öllum blöðum", sagði læknirinn og greip fram i. „Hún verður sögð upp aftur og aftur, verður tekinn inn í andasagnasöfn og þýdd á ýms mál . . . ." „Og það teljið þjer óheppilegt, læknir, eða er ekki svo?"sagði Þorvaldur. „En einmitt svona sögur verða að komatram og rannsakast af hleypidómalausum vís- indamönnum. Það má ekki kæfa sann- leikann". „Ekki kæfa sannleikann", endurtók prófessorinn og reis á fætur. „Þá skul- uð þjer líka heyra, hverju jeg hef enn við að bæta. Læknirinn bað mig um liðveislu, og hana hef jeg nú veitt hon- um, eftir mætti; ekki með því að ræða málið, því það er tileinskis, heldur með ljósudæmi. Jegheffært fram sönnun fyrir því, að vitnisburðir, sem staðfesta þær kenningar, sem mönnum þykir vænt um, eru rannsóknarlaust teknir trúanlegir. Enn frernur fyrir því, að teknir eru til umtals og rannsókna atburðir úr sögð- um sögum, án þess að mönnum detti í hug að rannsaka það sem næst er af öllu, en það er: hvort það sje nú í raun og veru satt, að atburðirnir hafi átt sjer stað. Jeg hef nú, læknir, flett hjer ofan af þvf, sem verst er viðureignar í mót- flokki yðar, en það er trúgirnin. Má vera, að sagan, sem jeg hef verið að segja ykkur hjer, gæti sannað eitthvað, þó hún sje laus í sjer og ófullkomin, en hún er frá upphafi til enda ósönn". Nú kom upp kur alt í kringum borð- ið. En læknirinn reis á fætur og tók innilega í hönd prófessorsins. Frú Dal hristi höfuðið. „Nei, nei, herra prófessor, — þessu trúi jeg ekki!" sagði Þorvaldur. „Þjer getið ekki tekið játning yðar aftur. Jeg er sannfærður um, að það hefur verið andi konu yðar, sem —“. „Jeg hef aldrei átt neina konu á æfi minni", svaraði prófessorinn. „Hvaðsegið þjer? Hafið þjer þá ver- ið að gera gabb að okkur öllum ?“ „Er alt, sem þjer hafið sagt, ósatt?" — Þessar spurningar komu úr ýmsum átt um. „Það hefði verið svo móðgandi fyrir yður, herra prófessor", sagði Þorvaldur, „ef einhver hefði fundið upp þá skýringu, að þjer færuð með lygi, að ekki var von, að hún kæmi fram". „Þjer viljið þá heldur trúa öllum fjar- stæðum og öllum mótsögnum gegn lög- máli náttúrunnar, heldur en því, að til sjeu menn, sem geti sagt ósatt. Getur yður ekki hugkvæmst, að þjer með öðru eins móðgið eitthvað, sem meira er um vert en virðing eins vitnis — með öðr- um orðum: sjálfa skynsemina. Jeg skammast mín ekkert fyrir þau ósann- indi, sem jeg hef nú játað á mig. Jeg lagðí skoðanabróður mfnum, lækninum, lið, og í staðinn fyrir meira eða minna skemtilega smásögu, hafið þið hin feng- ið hjá mjer lærdóm, sem þið getið sfðar haft gagn af. Hvenær sem þið heyrið hjer eftir sögu um dularfuli fyrirbrigði, þá skuluð þið minnast þess, að sagan getur verið bygð á blekkingum, á mis- sögnum, eða þá hreint og beint á lyg- um. Lyginni er oft haldið fast fram. Hún er ekki altaf afturkölluð á rjettum tíma, eins og hjer í kvöld. En lygi í manns munni stríðir þvf miður ekki á móti lögmáli náttúrunnar". „Nú skulum við koma inn. Nú skul- um við koma inn. Það er komið mál til þess", sagði frúin. Og allir gestirnir gengu inn á eftir henni. Knútur og Gyða urðu dálítið á eftir hinum. Það hafði aftur dregið fyr- ir tunglið. „Fræðslumál“, Svo heitir grein ein í 2. tölublaði ísafoldar þ. á. Frumleg er hún og einkennileg, greinin sú. Frumleg að öfgum og hugsunarvillum, ein- kennileg að skammsýni og mót- sögnum. Það þarf ekki að skýra fyrir mönn- um, því það sjá allir heilvita menn, sem greinina lesa, og frá pví sjónar- miði er því óþarft að svara henni. En af því jeg aumkast yfir höfund- inn, að hann skyldi ekki sjá misftll- urnar á afkvæmi sínu, og sleppa því svona vönuðu frá sjer, ætla jeg að fara nokkrum orðum um einstök at- riði greinarinnar (allar öfgarnar verða ekki teknar til greina, það væri óðs manns æði) að eins til þess að hann lesi betur greinina sína, þegar hann sjer hana á prenti, ef verða mætti, að hann bætti ráð sitt og hugsaði, áður en hann rýkur í penn- ann í næsta sinn. Og ef hann gæti lært að skrifa rjettar hugsanir jafn vel og liðlega eins og hann skrifar öfgar, fjarstæður og hugsunarvillur — já, þá væri hann snillingur. Höfundurinn byrjar grein sína á því, að til undirbúnings stórmála skipi sjórn/» einn mann eða nokkra menn. Veit hann ekki, að það er siður allra siðaðra þjóða, að fela und- irbúning vandamála sinna sjerstökum nefndum, með sjerfræðing í broddi fylkingar, ef hans er völ? Sú aðferð hefur gefist vel. í rauninni hefur nú höf. ekkert út á þetta fyrirkomulag að setja, ef þeir menn, sem til þess eru valdir, eru „nógu gætnir og gagnkunnugir hög- um alþýðunnnr, sem á að þola bryt- inguna", sem nefndin leggur til að gerð sje. Erfitt mundi það, að fá mann eða menn, sem höf. áliti „nógu gagnkunnuga högum alþýðunnar", og sem jafnframt hefðu næga þekkingu, þar sem hann ekki treystir prestum betur í því efni en hverjum ólæsum manni, nema ver sje. Og hversu „gætinn" ætti sá maður að vera, að dómi höf. ? Líklega svo gætinn, að gera alls engar breytingar. Það mundi auðvitað ekki kosta neitt, en allur tilkostnaður er höfundarins mesta mein. Einkennilegt þykir honum það, að til þessa starfs skuli vera valdir „lærðir menn og launaðir". Finst honum þá eðlilegra, að til þess væru valdir menn, sem ekkert kynnu og ekkert vissu, beint til þess, að ekk- ert þyrfti að borga þeim fyrir vikið? Ónei, ekki mundi það nú duga, sam- kvæmt kenningu höfundarins sjálfs seinna í greininni, þar sem hann seg- ir, að þeir verkamenn upp til sveita, sem að flestri vinnu geti gengið, vilji hafa kaup auk fæðis. Finst honum þá líklegt, að þeir sömu menn, sem ekki vilja vinna hjá honum fyrir ekki neitt, mundu frekar vilja vinna fyrir þjóðina endurgjalds- laust. Að/zi/áliti alþýðunnar sje „stungið undir stól", eins og höf. kemst að orði, sem ríður í bág við reynslu ann- ara þjóða, sem lengra eru á veg komnar, reynslu, sem viðkomandi al- þýða ekki veit um, en undirbúnings- nefndin þekkir, er eðlilegt. fiðafinst höf. það ekki líka? í því máli, sem hjer er um að ræða, höfum vjer ís- lendingar litla og ónóga reynslu, en hamingjunni er þó svo fyrir að þakka, að sú reynsla er til. Aðrar þjóðir hafa hana. Og fyrir oss íslendinga er það mjög mikils vert, að geta stuðst við reynslu annara í þessu efni, því síður er þá hætt við því, að vjer gerum glappaskot. Höf. finst það mjög leiðinlegt, að fræðslumálastjórnin skyldi frekar tala um þetta mál, og leita sjer upplýs- inga um það hjá prestum og kenn- urum, af því að þeir hefðu aðra „skoð- un“ á því, en þeir alþýðumenn, sem alt vildu láta sitja í sama horfinu, og fundu ekki, eða vissu ekki, hversu langt þeir voru orðnir á eftir. Hvaða upplýsingar gátu nú þeir menn gefið í þessu máli? Auðvitað ekki aðrar en þær, að alt væri nógu gott, eins og það er, og ekkert vit væri í að reyna að komast lengra. Fræðslumálastjórnin og ýmsir betri menn íslensku þjóðárinnar sáu, að alþýðan þurfti hjálpar í þessu efni, og hún ætlaði að reyna að hjálpa henni út úr vanþekkingarmyrkrinu, og þess vegna varð hún að raðfæra sig við þá mennina, sem sáu meinin, en ekki við hina, sem voru blindir fyrir þeim. Til hvers hefði það líka verið? Setjum nú svo, að höf. sjálf- um væri það mjög mikið áhugamal, að fá plóg handa sveitinni sinni, af því hann þekti kosti hans. Setjum enn fremur svo, að tveir aðrir bænd- ur þar í sveitinni þektu nytsemi plógs- ins, hinir ekki. Tillögur hvorra mundi nú höf. meta meira, þeirra tveggja manna, sem plóginn þektu, eða allra ■hinna mannanna, sem aldrei höfðu heyrt hann nefndan? Hvort mundi höf. meta meira, kostnaðarótta fjöld- ans eða þekkingu sína á kostum og nytsemdum plógsins? Hjer er um plóg og reku að ræða á sviði menningarinnar. Höf. segir, að sumir prestar geti ekki skilið kjör alþýðunnar, af því að þeir lifi við betri kjör. Hvað meinar maðurinn með þessu?

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.